Morgunblaðið - 14.11.1982, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982
„Þar tók
andskotínn
við henni“
skímu lagði inn um rifu á hurð-
inni, en ekki aðgaetti hann þó frek-
ar, hversu umhorfs var í húsinu,
heldur þaut á dyr, og var þá tekið
að birta af degi.
Hleypur hann nú upp götuna,
uns hann hittir fyrir sér verka-
menn nokkra, sem voru á leið til
vinnu sinnar. Sáu þeir þegar, hve
mjög manninum var brugðið, og
spurðu, hvernig háttað væri um
ferðir hans. Gat hann lítið sagt
þeim í samhengi, enda virtist
hann blanda saman draumi og
veruleika. Þó gat hann bent þeim
á húsið, þar sem hann hafði gist.
Litu þeir þá hver á annan og þótti
sýnt, að maðurinn væri eigi með
sjálfum sér. Varð það því að ráði
þeirra að fara með hann ofan á
lögreglustöð. Þegar þangað kom,
endurtók maðurinn sögu sína fyrir
lögreglumönnum þeim, sem á
verði voru, og þó í nokkru meira
samhengi en fyrr. Lögregluþjón-
arnir spurðu hann, hvort hann
mundi geta rakið leiðina, sem
hann hefði haldið á eftir stúlk-
unni, eða fundið húsið, þar sem
hann hefði átt næturstað. Hann
kvaðst vel mega freista þessa, og
húsið mundi hann að vísu finna.
Fór nú lögreglan með honum, og
héldu þeir fyrst að Hótel ísland.
Skammt þaðan þóttist hann
þekkja búðargluggann, sem hann
hefði staðið við, þá er hann sá
stúlkuna. Síðan rakti hann leið
þeirra um Austurstræti og Lækj-
artorg, inn Hverfisgötu allt að
Frakkastíg. Þar sveigði hann
niður stíginn og létti eigi fyrr en
hann kom að líkhúsi Franska spít-
alans. Þar kvaðst hann hafa dval-
ist um nóttina. En er har.n ætlaði
að fara inn í húsið, var hurðin
harðlæst, og þótti honum það
næsta kynlegt. Lögregluþjónninn
hafði lykil, sem gekk að skránni,
eða fékk hann á sjúkrahúsinu. Síð-
an opnaði hann húsið. En þegar
inn var komið, sáu þeir, að konulík
lá á gólfinu við hliðina á lík-
börunum, en við endann á þeim lá
poki sjómannsins með föggum
hans í.
M iklabæjar-Solveig
Mörgum þykir það eflaust að
bera í bakkafullan lækinn að rifja
upp söguna af Miklabæjar-Sol-
veigu, svo oft sem hún hefur verið
sögð mönnum til hrellingar á
dimmum íslenskum skammdeg-
iskvöldum. Það er hins vegar eng-
in tilviljun að sagan hefur orðið
einhver þekktasta draugasaga á
íslandi enda tengdist hún frægum
persónum á sinni tíð og fjallar að
nokkru um atburði sem raunveru-
lega gerðust, þ.e. hvarf séra Odds
Gíslasonar, sem var prestur á
Miklabæ á árunum 1767 til 1786,
en til hans spurðist aldrei og hafa
atburðir þessir verið sígilt um-
ræðuefni þjóðarinnar allt fram á
þennan dag. Þar sem sagan er
merkileg fyrir margra hluta sakir
er rétt að láta hana fylgja með í
þessari umfjöllun um drauga á Is-
landi:
Stúlka ein sem Solveig hét var
hjá séra Oddi Gíslasyni á Mikla-
bæ. Hvort sem prestur hefur þá
verið milli kvenna eða verið búinn
að missa konu sína er óvíst, en hitt
er víst að stúlka þessi lagðist á
hugi við prest og vildi umfram allt
að hann ætti sig, en prestur vildi
ekki. Af þessu varð stúlkan sturl-
uð og sat um að sálga sér er henni
gafst færi á. Kona ein svaf hjá
henni á næturnar til að verja
henni að fara ofan, en á daginn
höfðu allir heimamenn gát á
henni.
Eitt kvöld í ljósaskiptunum
komst Solveig þó ofan og stökk
þegar út í tóftarbrot er var á tún-
inu. Vinnumaður var hjá presti er
Þorsteinn hét, hann var ötull og
ófyrirleitinn. Hann varð var við
Solveigu er hún hljóp úr bænum
og veitti henni þegar eftirför. En
svo var hún handfljót að hún var
búin að skera sig á háls í tóftinni
er hann kom að. Þá er sagt að
Þorsteini hafi orðið að orði er
hann sá hvernig blóðiö fossaði
óstöðvandi úr hálsinum á henni:
„Þar tók andskotinn við henni.“
Solveig svaraði því engu, en svo
mikið skildi hann af því sem hún
sagði, að hún bað hann að skila til
prests að grafa sig í kirkjugarði.
Eftir það blæddi henni út svo hún
dó.
Þorsteinn sagði tíðindin heim
og bar presti kveðju hennar og
bæn um legstað í kirkjugarði.
Prestur leitaði til þess leyfis hjá
yfirboðurum sínum, en fékk af-
svar þar eð hún hafði farið sér
sjálf. Á meðan þessu fór fram stóð
lík Solveigar uppi, en nóttina eftir
að prestur hafði fengið afsvarið
dreymdi hann að Solveig kæmi til
sín og segði: „Fyrst þú vilt ekki
unna mér legs í vígðri mold skaltu
ekki njóta þar legs heldur." Var
hún með reiðisvip miklum þegar
hún vasaði burtu. Eftir þetta var
lík Solveigar dysjað utangarðs og
án yfirsöngs. En skömmu síðar fór
að bera á því að hún ásótti séra
Odd þegar hann var einn á ferð.
Þetta varð mjög héraðsfleygt svo
hver maður gjörði sér að skyldu að
fylgja honum heim einkum ef
hann var seint á ferð eða einn.
Einu sinni reið séra Oddur á
annexíu sína, en aðrir segja að
Viðivöllum, og leið svo dagurinn
að hann kom ekki. Heimamenn
voru óhræddir um hann af því þeir
vissu að presti var ávallt fylgt ef
hann var seint á ferð. Það var og í
þetta skiptið að presti var fylgt
heim að túninu á Miklabæ, annars
var vant að skilja ekki við hann
fyrr en hann var kominn á fund
heimamanna. Þá sagði hann við
fylgdarmanninn að hann þyrfti nú
Hinn kynlegi farþegi svaraði aldrei þótt hann reyndi aö brjóta upp á
umræðuefni.
ekki að fara lengra því nú mundi
hann komast klaklaust heim og
þar skildi fylgdarmaðurinn við
prest eftir því sem hann sagði síð-
an sjálfur frá. Um kvöldið á vök-
unni heyrðu heimamenn á Mikla-
bæ að komið var við bæjarhurð-
ina, en af því þeim þótti nokkuð
undarlega barið fóru þeir ekki til
dyra. Síðan heyrðu þeir að komið
var upp á baðstofuna í mesta
snatri, en áður en sá fékk ráðrúm
til að guða sem upp kom var hann
dreginn ofan aftur eins og tekið
hefði verið aftan í hann eða í fæt-
urna á honum, jafnframt þóttust
menn þá heyra hljóð nokkurt. Síð-
ast er komið var út um kvöldið sáu
menn, að hestur prestsins stóð á
hlaðinu og var keyrið hans og
vettlingarnir undir sessunni í
hnakknum. Varð mönnum nú
mjög órótt af þessu öllu því menn
sáu, að prestur hafði komið heim,
en var nú allur horfinn. Var þá
farið að leita að honum og spurt
eftir honum á öllum bæjum sem
líkindi þóttu að hann hefði að
komið og fékkst þá sú fregn að
honum hefði verið fylgt heim að
túngarðinum um kvöldið, en hann
ekki viljað fylgdina lengur. Eftir
það var gjörður mannsöfnuður og
hans leitað í marga daga sam-
fleytt. En allt kom það fyrir ekki.
Síðan var leitinni hætt og töldu
flestir það víst, að Solveig mundi
hafa haft hann með sér í dys sína,
en þó var þar aldrei leitað.
Þannig segja Þjóðsögur Jóns
Árnasonar frá þessum atburðum,
en við það má bæta, að getum hef-
ur verið að því leitt, að séra Oddur
hafi lent í kíl einum skammt frá
bænum, en að því skal nánar vikið
á eftir. Við tökum hins vegar aftur
upp þráðinn í Þjóðsögum Jóns
Árnasonar, því frásögninni af
Miklabæjar-Solveigu er þar ekki
lokið.
Á gólfinu viö bekkinn, þar wm •jómaöurinn haföi lagt aig, var konulík.
Solveig vitjar
Þorsteins
Þegar allri leit að presti var
hætt ásetti Þorsteinn vinnumaður
sér áð hætta ekki fyrr en hann
yrði þess vísari hvað orðið hefði
um húsbónda sinn. Þorsteinn
Húnsér
þáað
Iitlu
seinna kemur
Solveig og held-
ur á einhverju í
hendinni, geng-
ur hún inn á
gólfið og að skör
fyrir framan
rúm Þor-
steins...
þessi svaf í rúmi rétt á móti konu
þeirri er sofið hafði hjá Solveigu
og var hún bæði skýr og skyggn.
Þorsteinn tekur sig til eitt kvöld,
safnar saman fötum og ýmsu sem
var af prestinum, leggur það undir
höfuð sér og ætlar að vita hvort
sig dreymi hann ekki, en biður
Guðlaugu að liggja vakandi í rúmi
sínu um nóttina og vekja sig ekki
þó hann láti illa í svefni, en taka
eftir því sem fyrir hana beri. Þar
með lét hann loga ljós hjá sér og
leggjast þau svo bæði fjrir.
Guðlaug verður þess vör, að
Þorsteinn getur með engu móti
sofnað framan af nóttunni, en þó
fer svo um síðir, að svefninn sigr-
ar hann. Hún sér þá að litlu
seinna kemur Solveig og heldur á
einhverju í hendinni sem hún sá
ekki glóggt hvað var, gengur hún
inn á gólfið og að skör fyrir fram-
an rúm Þorsteins og grúfir yfir
hann og sér Guðlaug að Solveig
myndar til á hálsinum á Þorsteini
eins og hún vilji bregða á barkann
á honum. í því fer Þorsteinn að
láta illa í svefninum og brýst um á
hæl og hnakka i rúminu. Þykir
henni þá, að svo búið megi ekki
lengur standa, fer því ofan og vek-
ur Þorstein, en vofa Solveigar
hopar fyrir henni og fékk eigi
staðist augnaráð hennar. En það
sér Guðlaug, að rauð rák var á
hálsinum á Þorsteini þar sem Sol-
veig hafði myndað til skurðarins.
Síðan spyr hún Þorstein hvað
hann hafi dreymt. Hann sagði að
sér hefði þótt Solveig koma til sín
og segja að ekki skyldi sér þetta
duga og aldrei skyldi hann vísari
verða hvað orðið hefði um séra
Odd, þar sem hún hefði lagt á sig
hendur og ætlað að skera sig á
háls með stórri sveðju og kenndi
hann enn sársaukans er hann
vaknaði. Eftir það hætti Þorsteinn
þeim ásetningi sínum að grafast
eftir hvar prestur væri niður kom-
inn.
Reiðstígvél
séra Odds
í Þjóðsögum Jóns Árnasonar
segir að lítið hafi borið á Solveigu
síðan. Þó hafi séra Gísli, sem var
m.a. prestur á Reynistaðaklaustri
1829 til 1851, sonur séra Odds,
sagt frá því að fyrstu nóttina sem
hann svaf hjá konu sinni hefði
Solveig ásótt sig ákaflega svo að
hann hefði þurft að hafa sig allan
við að Verjast henni, en hann var
heljarmenni til burða sem faðir
hans. Jón Árnason segir ennfrem-
ur, að aðrar sögur hafi ekki farið
af Solveigu, en það er ekki með
öllu rétt, því lengi á eftir fóru
miklar sögur af Solveigu í Skaga-
firði þótt ekki hafi þær verið
skráðar. Ein sagan segir að Sol-
veig hafi átt að fylgja afkomend-
um séra Odds í sex ættliði, en
hverfa síðan.
Eins og áður greinir hefur get-
um verið að því leitt, að séra
Oddur hafi lent í kíl nokkrum sem
Gegnir var nefndur, sem er á milli
Miklabæjar og Víðivalla og styður
eftirfarandi saga þær getgátur:
Um síðustu aldamót var kaupa-
kona ein að sunnan á Miklabæ og
gekk að heyskap á engjum niður
undir Héraðsvötnum, skammt frá
þar sem kíllinn gengur út í fljótið.
Um þetta leyti var vöxtur í Hér-
aðsvötnum að brjóta bakkann og
sá stúlkan þá reiðstígvél standa út
úr holbakkanum á kílnum. Stúlk-
unni varð hverft við og dróst
nokkuð að hún gæti sagt vinnu-
manni, sem var með henni á engj-
unum, frá stígvélunum, en er hún
hafði það gert og þau komu aftur
að ánni var bakkinn dottinn niður.
Haft er eftir Jóni á Reynistað, að
það hafi verið almannarómur í
Skagafirði að hér hafi verið komin
reiðstígvél séra Odds. Þannig gat
myrkrið og hjátrúin vakið upp
hinn ferlegasta draug við það að
maður ferst af slysförum, drukkn-
ar og finnst ekki. Við þetta má svo
bæta, að séra Lárus Arnþórsson,
prestur á Miklabæ jarðsöng bein,
sem talin voru af Solveigu, í
Glaumbæ árið 1935, en á beinin
hafði verið vísað fyrir milligöngu
miðils, og er það mál í rauninni
önnur og meiri saga.
Farþeginn úr
Sandgerði
En víkjum aftur að nútímanum
og ljúkum þessu spjalli um ís-
lenska drauga með einni sögu sem
sagt er að gerst hafi á okkar tím-
um, sennilega einhvern tíma á
fimmta áratugnum:
Bifreiðarstjóri einn úr Reykja-
vík var sendur með vörur suður í
Sandgerði og átti hann að taka
þar einhvern flutning á bifreiðina
til baka. Þetta var um vetrartíma,
og segir ekki af ferðum hans fyrr
en í Sandgerði. Þegar hann er þar
að athafna sig, kemur maður að
máli við hann og biður hann að
taka stúlku til Reykjavíkur, ef
hann geti, því að hún hafi misst af
áætlunarbifreiðinni, en þurfi
nauðsynlega að komast til bæjar-
ins um kvöldið. Bifreiðarstjórinn
heitir þessu og verður það að sam-
komulagi að hann taki stúlkuna
við hús eitt þar í þorpinu. Kveðst
hann munu koma þangað og gefa
hljóðmerki og verði stúlkan þá að
koma tafarlaust. Slíta þeir svo tal-
ið og heldur bifreiðarstjórinn
áfram að reka erindi sín.
Einhver dráttur varð á því, að
hann fengi afgreiðslu og var kom-
ið fram yfir dagsetur, er hann var