Morgunblaðið - 14.11.1982, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982
Steingrímur Hermannsson í upphafi 18. flokksþings Framsóknar:
Þak á verðbætur og eng-
ar grunnkaupshækkanir
Raunhæfar aðgerðir frá miðju ári 1983 til miðs árs
1984, miðist við að verðbólgan verði 30 af hundraði
„HJÁ ýmsum framsúknarmönnum gætir tortryggni í garð okkar samstarfs-
aðila, ekki síst Alþýðubandalagsins. I>að er út af fyrir sig ekki óeðlilegt. Við
erum mjög mótfallnir þeirri tilhneigingu Alþýðubandalagsina að auka sem
mest allskonar ríkisumsvif og afskipti," sagði Steingrímur Hermannsson,
formaöur Framsóknarflokksins, m.a. í setningarræðu sinni í upphafi 18.
flokksþings Framsóknarflokksins sem hófst að Hótel Sögu i gær. I’ingið
stcndur yfír þar til siðdegis ó mánudag.
Steingrímur ræddi einnig stöðu
efnahagsmála og sagði í lok umfjöll-
unar sinnar um þau: „í orðum mín-
um hefur ekki dulist nokkur gagn-
rýni á aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Eg sé enga ástæðu til að leyna því
þótt framsóknarmenn eigi þátt í
þeim.“ í ræðunni kom m.a. fram að i
ár og næsta ár verður samdráttur í
þjóðarframleiðslunni sem nemur 9
af hundraði. „Það er meiri sam-
dráttur en við íslendingar höfum
orðið að þola allt frá því fyrir síð-
ustu heimsstyrjöld," sagði Stein-
grímur. Þá kom fram að að óbreyttu
yrði greiðslubyrðin af erlendum lán-
um orðin x/3 af gjaldeyristekjum að
þremur til fjórum árum liðnum. Um
verðbólguna sagði hann: í mesta
lagi get ég sagt, að tekist hafi að
halda verðbólgunni í skefjum. Ég
kenni þvi um, að of langt hefur liðið
á milli raunhæfra aðgerða."
Steingrímur sagði eftirfarandi
aðgerðir í efnahagsmálum nauð-
synlegastar á næstu dögum og vik-
0
Kæliskápar
frá
USA
Það er vidurkennd staðreynd að Bandaríkjamenn framleiða
kælitæki í hæsta gæðaflokki.
Með vandláta kaupendur í huga bjóöum viö pví núna
ameríska PHILCO kæliskápa í mörgum stærðum og litum.
Hér fara saman fallegt útlit og haganlegar innréttingar ásamt
vandaðri hönnun sem tryggir mikla endingu.
PHILCO kæiiskáparnir eru pví gæddir öllum peim kostum sem
prýða fyrsta flokks kæliskápa.
Sjón er sögu ríkari — komið í verzlanir okkar og kynnist af
eigin raun amerísku PHILCO kæliskápunum.
PHILCO FYRIR VANDLÁTA
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655
um: Dregið verði úr innflutingi með
því t.d. að hækka tolla á „óþörfum
varningi". Takmörkuð verði erlend
vörukaupalán og innlend afborgun-
arlán. Innborgunarskyldu verði
komið á, þegar um erlendan sam-
keppnisvarning sé að ræða. Þá sagði
hann nauðsynlegt að öll atriði efna-
hagsaðgerðanna kæmu skilyrðis-
laust til framkvæmda. Til lengri
tíma litið sagði formaðurinn útilok-
að, að atvinnuvegirnir þyldu verð-
bólguna miklu lengur. Hann sagöi
að í bráð yrði ekki komist hjá rót-
tækum aðgerðum og nefndi eftirfar-
andi aðgerðir, sem hann sagði
raunhæfar frá miðju ári 1983 til
miðs árs 1984, þar sem markmiðið
yrði að verðbólgan færi ekki yfir 30
af hundraði: Lögbundið verði 30%
þak á verðbætur, sömuleiðis á
launahækkun bænda og á tekju-
aukningu sjómanna í gengum fisk-
verð. Verðtrygging inn- og útlána
verði í eitt ár bundið við 30 af
hundraði og vextir í samræmi við
það. Hámark á hækkun vöruverðs
og þjónustu verði lögbundið 30 af
hundraði, nema vegna hækkana er-
lendis. Grunnkaupshækkanir verði
engar, en kaupmáttur lægri launa
varinn eftir mætti. Dregið verði úr
erlendri lántöku til framkvæmda.
Þorsteinn Páls-
son í framboð
„ÞAÐ ER rétt að ég hef ákveðið að
gefa kost á mér til framboðs á lista
Sjálfstæðisflokksins í Suðurlands-
kjördæmi," sagði Þorsteinn Páls-
son, þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við hann í gær.
Morgunblaðið spurði Þorstein
ennfremur, hvort það væri líka
rétt, að stuðningsmenn hans hefðu
kannað hug kjósenda í Árnessýslu
til væntanlegs framboðs hans.
„Það rétta í því er, að ég hef fengið
skrifleg tilmæli frá um það bil 500
kjósendum í Árnessýslu um að
gefa kost á mér til framboðs á
vegum Sjálfstæðisflokksins í Suð-
urlandskjördæmi," sagði Þor-
steinn Pálsson.
Finnur Jónsson niræður
Finnur Jóns-
son níræður
á morgun
Á MORGUN, 15. nóvember, veröur
Finnur Jónsson listmálari og ald-
ursforseti íslcnzkra listamanna, 90
ára. Finnur er fæddur að Strýtu í
Hamarsfiröi 15. nóvember 1892.
Hann fór ungur að heiman og
lagði fyrir sig gullsmíðanám í
Reykjavík, en hugur hans stóð til
myndlistar og tók hann fljótt þá
stefnu aö leggja hana alfarið fyrir
sig og hefur gert það alla tíð síðan.
Finnur nam myndlist í Dresden
í Þýzkalandi og var þar samtímis
mikilli hreyfingu, sem þá var ný-
list, og gekk Finnur til liðs við
þessa hreyfingu og varð expressj-
ónisti. Heimkominn fékkst Finnur
við kennslu ásamt list sinni í
fyrstu, en um margra áratuga
skeið hefur hann verið einn af
fáum íslenzkum myndlistar-
mönnum, sem alfarið hafa lifað af
list sinni. Á níræðisafmælinu er
Finnur enn vel á sig kominn og
býr við góða heilsu. Aðeins smá-
vegis krankleiki í auga er til baga
og kemur í veg fyrir að Finnur
geti unnið við ljós. Annars gengur
hann enn að sínu málverki. Á sín-
um tíma var Finnur í forustusveit
í félagsmálum listamanna, en
núna er hann heiðursfélagi í FÍM.
Hann verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Gunnar Thoroddsen:
Andvígur reglum
- ekki í prófkjör
Forsætisráðherra, Gunnar Thor-
oddsen, sendi í gær eftirfarandi bréf
til kjörnefndar fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík.
„Með bréfi kjörnefndar full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík, 9. nóvember, beinir
hún þeirri fyrirspurn til mín,
hvort ég vilji, að kjörnefndin setji
nafn mitt á prófkjörsseðil í
prófkjöri 28. og 29. nóvember.
í rúman áratug hef ég tekið þátt
í öllum prófkjörum sjálfstæð-
ismanna til alþingiskosninga. Þau
prófkjör hafa verið opin stuðn-
ingsmönnum Sjálfstæðisflokksins,
hvort sem þeir eru meðlimir í
sjálfstæðisfélögum eða ekki. Þessi
lýðræðislega tilhögun hefur verið í
fullu samræmi við mín viðhorf. í
Reykjavík hefur þriðji eða fjórði
hver kjósandi Sjálfstæðisflokksins
verið flokksbundinn, en mikill
meiri hluti stuðningsmanna hans
óflokksbundinn.
Þessi frjálslynda, víðsýna
stefna miðar að því að örva til
þátttöku í prófkjöri það fólk, sem
vill styðja flokkinn, en af ein-
hverjum ástæðum óskar ekki að
vera félagsbundið. Hið frjálsa,
opna prófkjör hefur hvatt fólk til
þess að taka þátt í prófkjöri.
Nú hefur blaðinu verið snúið
við, illu heilli. Ný tilhögun er tekin
upp, lokað eða hálflokað prófkjör.
Þúsundum góðra sjálfstæð-
ismanna er skipað á óæðri bekk,
miklum meiri hluta af kjósendum
flokksins. Þetta fólk þarf að mæta
á flokksskrifstofunni til skrán-
ingar nokkrum dögum fyrir próf-
kjörið og síðan að koma aftur til
að kjósa. í stað þess að laða menn
að og greiða fyrir þátttöku, eru nú
lagðar torfærur og tálmanir,
þessu fólki er gefið í skyn, að það
sé ekki æskilegt, — þátttaka þessa
gerð að hindrunarhlaupi.
Þegar ákveðið var á síðastliðn-
um vetri að loka prófkjöri til borg-
arstjórnarkosninga, létu áhrifin
ekki á sér standa, því að þátttakan
hrapaði niður um helming, úr
tæpum 12 þúsund í síðasta próf-
kjöri, 1979, niður í 6 þúsund.
Þessi vinnubrögð eru einn liður
af mörgum í tilhneigingu og til-
raunum vissra afla í flokknum til
að þrengja valfrelsi og lýðræði og
auka fámennisveldi og flokksræði.
Ég er andvígur slíkum vinnu-
brögðum, tel þau andstæð hug-
sjónum sjálfstæðisstefnunnar og
flokknum skaðleg.
Ég mun ekki verða í framboði í
prófkjöri, sem þannig er til stofn-
að.
Með góðri kveðju.
Virðingarfyllst,
Gunnar Thoroddsen.**