Morgunblaðið - 14.11.1982, Síða 41

Morgunblaðið - 14.11.1982, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 41 Hópmynd tekin á æfingu við Selvallavatn árið 1%9. Tveir félagar sveitarinnar bíða veðurs undir tindi McKinley, hæsta fjalls Norður-Ameríku. SnjóflóðaleiL inni í Laugardal. Undir tindi Mt. McKinleys. Félagar sveitarinnar klifu Matterhorn fyrstir íslendinga 1976. Árið 1956 varð Stefán Kjartans- son sveitarforingi og var það til ársins 1958. Hið aukna starf Hjálparsveitarinnar varð til þess að skátar og foringjar þeirra drógu úr almennu skátastarfi. Þegar Stefán lét af störfum breytti stjórn Skátafélags Reykja- víkur skipulagi Hjálparsveitar- innar og gerði hana bundnari fé- laginu og mun það hafa valdið henni óþægindum í starfi og heft eðlilegan framgang hennar. Þess- ari tilhögun mótmæltu flestir félgar sveitarinnar og gengu úr Hjálparsveitinni yfir í Slysavarnafélag íslands og mynd- uðu þar kjarnann í Björgunar- sveitinni Ingólfur. Eignum var skipt eins og lög sveitarinnar gerðu ráð fyrir og dreift á skátaskálana á Hellisheiði og bíllinn seldur. Endurreisn Fram að þessum tíma eða til ársins 1962 lá starf sveitarinnar að mestu niðri. Undanfarin ár hafði það að mestu verið í deildum Skátafélags Reykjavíkur sem eins konar boðunarflokkur. Þetta ár var boðað til fundar í Skátaheim- ilinu og á hann mættu 30—40 manns. Þar var ákveðið að byrja starf sveitarinnar að nýju af full- um krafti. Páll Zophaníasson átti frumkvæðið að þessari endur- vakningu og varð hann síðan sveitarforingi fyrst um sinn. Uppbygging starfs Hjálpar- sveitarinnar var á þann veg, að hver af átta deildum Skátafélags Reykjavíkur sendi einn flokk til starfa í sveitinni. Þetta skipulag olli því að í sveitina völdust menn með mismikinn áhuga á málefn- um Hjálparsveitarinnar en stjórn sveitarinnar gat ekki haft áhrif á val flokkanna. Þetta starfsfyrir- komulag var háð reglugerð sem stjórn Skátafélags Reykjavíkur setti starfsemi Hjálparsveitarinn- ar og batt það hana nokkuð í starfi. Fljótlega eftir endurreisn sveitarinnar fékk hún það verk- efni að kenna skátum hjálp í við- lögum líkt og var á árum áður og jafnframt að koma á sameiginleg- um æfingum flokkanna í sveitinni. Það gat oft verið vandkvæðum bundið, því sömu flokkar störfuðu einnig með Skátafélagi Reykjavík- ur. Haustið 1965 var Vilhjálmur Þór Kjartansson kosinn sveitar- foringi. Haldið var áfram þeim málflutningi, að sveitin yrði sjálfstæður aðili og þyrfti ekki að' lúta stjórn Skátafélags Reykjavík- ur. Hjálparsveitin hafði fundar- aðstöðu í skátaheimilinu og skáp til að geyma útbúnað sinn í. En lykill var ekki að húsnæðinu og þurfti því að hafa samband við ákveðinn stjórnarmann skátafé- lagsins ef á lykli þurfti að halda, hvort sem var á nóttu eða degi. Þessi tilhögun hélst þó um tíma meðan sóst var eftir samvinnu við stjórn Skátafélagsins. Endir þessa máls varð svo sá að samin voru drög að reglugerð þess efnis að Hjálparsveitin yrði sjálfstæður aðili innan félagsins með sömu réttindum og skyldum og aðrar deildir þess. En áður en yfir lauk urðu nokkrar deilur milli þessara aðila. Á árinu 1966 var reglugerð- in samþykkt og gekk hún strax i gildi. Kom þar fram algjör vilji stjórnar Hjálparsveitar skáta í Reykjavík." Upp frá þessu má segja, að ein- hver mesti uppgangstimi sveitar- innar hafi hafizt, en félögum fjölgaði og starfið varð mun meira í sniðum. Undir lok áratugsins hófst síðan hin árlega flugeldasala sveitarinnar, sem hefur verið hornsteinninn að starfi hennar síðan. Starfsvettvangur sveitarinnar fór sífellt breikkandi, en upp úr 1970 má segja, að meginþættirnir hafi verið fjórir, skyndihjálp, röt- un og ferðamennska, sérhæfðari fjallamennska og síðan var starf- andi sjóflokkur. Segja má, að al- vörubragur hafi komizt á þjálfun- armálin á þessum árum, þ.e. félag- ar sveitarinnar fóru að leita sér- þekkingar á hinum ýmsu sviðum í auknum mæli, bæði hérlendis og erlendis. Sóttu menn kennara- námskeið í skyndihjálp, fjall- mennsku og síðar í stjórnun og snjóflóðafræðum. Allra síðasta áratug má segja, að haldið hafi verið áfram á þessari braut og í dag er staðan þannig, að Hjálpar- sveitin hefur innan sinna vébanda fjölmarga kennara á sviði skyndi- hjálpar, fjallmennsku og stjórn- unar. Það var ennfremur á fyrri hluta síðasta áratugar, sem búnaður sveitarinnar óx verulega. Sveitin eignaðist hvern bílinn á fætur öðrum, auk þess að birgja sig upp að búnaði í sambandi við skyndihjálp, sjúkraflutninga og björgunaraðgerðir í fjalllendi, enda er sveitin sjálfsagt hvað bezt tækjum búin allra björgunar- sveita í dag. Um starf Hjálparsveitar skáta í Reykjavík á allra síðustu árum og í framtíðinni fjallar Benedikt Þ. Gröndal sveitarforingi í viðtali við Mbl. hér á öðrum stað, en að lok- um er ekki úr vegi, að óska Hjálp- arsveitinni og félögum hennar til hamingju á þessum merku tíma- mótum. Sighvatur Blöndahl un og þar fram eftir götunum. Þjálfunin í dag er of flöt, þannig að allir kunna eitthvað fyrir sér í öllu,“ sagði Benedikt. Er þjálfun félaganna nægilega góð miðað við þetta kerfi? „Miðað við áhugamannasveit, þá tel ég að við getum verið alveg þokkalega ánægðir með okkar stöðu og ég tel að hjálparsveitin sé í hópi bezt þjálfuðu sveita landsins," sagði Benedikt. í sambandi við þjálfunina sagði Benedikt, að mun meiri samræm- ingar væri þörf. Það þyrfti einfald- lega að koma einhverri stöðlun á þjálfunina. Slíkt myndi auðvelda alla stjómun aðgerðar gríðarlega mikið. „Menn vissu þá betur hvar þeir stæðu, bæði félagarnir og þeir sem þurfa að stjórna hverju sinni. Auk þess myndi ákveðin stöðlun veita mönnum nauðsynlegt aðhald ef þjálfuninni væri fylgt eftir," sagði Benedikt. ÆSKILEGT AÐ SAMEINAST í EINU LANDSSAMBANDI Aðspurður um samstarf björgun- araðilanna þriggja, Hjálparsveitar skáta, flugbjörgunarsveita og björgunarsveita Slysavarnafélags- ins sagði Benedikt: „Samstarfið hefur verið þokkalegt á undanförn- um árum í aðgerðum, en það hefur vantað töluvert upp á almennt sam- starf. Mín skoðun er reyndar sú, að þessum samstarfsmálum væri bezt komið þannig, að allir aðilarnir sameinuðust í einu landssambandi. Það myndi ótvírætt auðvelda alla stjórnun aðgerða og minni tími færi til spillis. Sá háttur sem haf- ður er á í Landssambandi hjálpar- sveita skáta tel ég góðan, en þar reyna menn að foraðst alla miðstýr- ingu. Sveitirnar eru fjárhagslega sjálfstæðar, auk þess sem þjálfun er þeirra mál, nema þeir leiti til landssambandsins, og þá á nám- skeiðum Björgunarskólans. Þegar ég segi að bezt sé að sameina alla innan eins landssambands á ég ekki endilega við, að sveitir innan sömu svæða eigi að sameinast, t.d. fynd- ist mér ekki að sveitirnar hér í Reykjavík ættu að sameinast. Að mínu mati er heppileg stærð á björgunarsveit á bilinu 40—80 manns,“ sagði Benedikt. ÚTKÖLL Um útköll sagði Benedikt: „Fjöldi þeirra hefur verið nokkuð breyti- legur í gegnum tíðina, en á áratugn- um 1960—1970 voru þau óvenjulega mörg á ári hverju, sérstaklega voru leitir að týndum rjúpnaskyttum tíðar. Síðan gerist það upp úr 1970 að þeim fer fækkandi, sérstaklega rjúpnaskyttuleitunum, sem kannski má m.a. þakka námskeiðum okkar fyrir ferðamenn og rjúpnaskyttur í rötun. Síðan má segja, að fjöldinn hafi verið svipaður allan síðasta áratug, eða á bilinu 10—15 á ári. Þau voru t.d. 13 á siðasta ári. Reyndar má gera ráð fyrir, að þeim fjölgi frekar fækki með síauknum útivistaráhuga, sérstaklega hefur leitum að skíðagöngumönnum fjölgað undanfarið. Síðan má ekki gleyma því, að sporhundar hjálpar- sveitanna hafa tekið mikið ómakið af sveitunum, en þeir eru kallaðir mun oftar út.“ NÝTT HÚSNÆÐI Um þessar mundir er hjálpar- sveitin að flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði í skátahúsinu við Snorra- braut. Hvernig hefur þeim málum verið háttað i gegnum tíðina. „Það má segja, að við höfum allar götur verið í bráðabirgðahúsnæði, þannig að við lítum óneitanlega björtum augum á framtíðina, en hið nýja húsnæði okkar er liðlega 400 fermetrar að stærð. Segja má að lögð hafi verið drög að þessu hús- næði fyrir einum 5—6 árum, en síð- an var fyrsta skóflustungan tekin fyrir um þremur árum. Auk fyrr- nefndra 400 fermetra höfum við siðan aðgang að sameiginlegu hús- næði með öðrum í húsinu, sérstak- lega í sambandi við fundahöld og kennslu, en nokkrir salir eru í hús- inu,“ sagði Benedikt. KOMANDI VERKEFNI Þegar þið hafið flutt inn í nýja húsnæðið, hvað tekur þá við? „Óneitanlega hafa miklir fjár- munir og tími farið í þetta nýja hús, samhliða því sem við höfum þurft að endurnýja fjarskiptakerfi sveitarinnar samhliða öðrum sveit- um, en allir aðilarnir hafa nú tekið upp svokallað VHF-kerfi. Útbúnað- aruppbygging hefur legið að mestu niðri, auk þess sem dýr þjálfun hef- ur ennfremur setið nokkuð á hak- anum síðustu árin. Verkefnin næstu árin eru því óneitanlega upp- bygging og viðhald á búnaði sveit- arinnar og aukin sérþjálfun félag- anna,“ sagði Benedikt. BÚNAÐUR Almennt um búnað sveitarinnar sagði Benedikt, að þeir hjálpar- sveitarmenn væru alveg þokkalega sáttir við hann. Sveitin á í dag tvo fólks- og sjúkrarflutningabíla og nýr bíll bætist í flotann eftir ára- mót. Þá á sveitin tvo snjóbíla og gúmmíbjörgunarbát. Auk þess á sveitin þrjú stór tjöld, sem hægt er að nýta sem neyðarsjúkrahús, en sveitin á nauðsynlegustu tæki þar að lútandi. Benedikt sagði það reyndar draum hjálparsveitar- manna að eignast gám til að nýta sem neyðarsjúkrahús. í birgða- geymslu sveitarinnar er síðan að finna allan venjulegan sjúkrabún- að, fjallabúnað og fjarskiptabúnað. FJARSKIPTABÚNAÐUR Um fjarskiptabúnaðinn sagði Benedikt: „Þetta nýja VHF-kerfi hefur valdið algerri byltingu í fjar- skiptum. Þessi tæki eru að mestu óbrigðul, þegar notaðir eru endur- varpar með þeim. Þá má ennfremur geta þess, að þegar björgunaraðil- arnir þrír sameinuðust um þetta, þá fengu þeir því framgengt, að að- flutningsgjöld voru felld niður. Þetta er aðeins eitt dæmið um hag- ræðið af því, að aðilarnir stæðu sameinaðir í einu landssambandi." FJÁRHAGURINN Að síðustu var Benedikt Þ. Gröndal, sveitarforingi Hjálpar- sveitar skáta , spurður hinnar hefðbundnu spurningar, þ.e. hvern- ig fjárhag sveitarinnar væri háttað. „Sveitin hefur óneitanlega þokka- lega fjárhagslega stöðu í dag, en það er fyrst og fremst vegna þess hversu borgarbúar hafa tekið okkur vel um hver áramót, þegar við höf- um selt flugelda til styrktar starf- seminni. Dæmið gengur mjög vel upp meðan engin breyting verður á þessu ástandi. í sambandi við þessa flugeldasölu má reyndar skjóta því að, að gríðarlegur tími fer í hana. Segja má að félagarnir séu að meira eða minna leyti bundnir við hana frá miðjum desember og fram yfir áramót.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.