Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 25
Hún María Maack lýsti því í
75 ára afmælisviðtali við
Matthías Johannessen, sem ný-
komið er út í bók, að hún hefði
um æfina verið gift Sjálfstæðis-
flokknum og fjöllunum. Seið-
magn fjallanna, sem keppt geta
við hvaða „sjarmör" sem er, hefi
ég svo sannarlega orðið vör við
undanfarna daga, þegar Bláfjöll-
in tóku að hvítna og fólk að
spyrja unnvörpum á förnum vegi
formann Bláfjallastjórnar, alias
Gáruhöfund, hvenær hægt verði
að opna iyfturnar í Bláfjöllunum
og komast á skíði. Sjálfur bregð-
ur maður á morgnana sjónauka
að augum og beinir honum til
þessa fagra Bláfjallageims. Það
gera eflaust fleiri úr hópi fólks
með svo skrýtnar sérþarfir, að
þurfa snjó í hvilftir og á hjalla
til að mjakast yfir á spýtum og
hjarnkul á vanga. Og treysta
helst sambandið við ættjörðina
með því að stingast á andlitið
ofaní hana. Hún María heitin'
Maack getur þess ekki, að mak-
arnir hennar tveir hafi lent í
samkeppni. Sem kandídat í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
gæti skrifari þessa pistils þó
hæglega hlotið kvöl þess sem á
völina. Gæti lent saman próf-
kjörsspretti hjá flokknum og
skíðahlaupi á snjóbreiðum Blá-
fjalla. Ætli ábyrgur fram-
bjóðandi verði þá ekki að láta
sér nægja að ýta úr hlaði starf-
seminni þar uppfrá nægilega
snemma fyrir hina, og skeiða
sjálf pólitíska sprettinn.
Ogþó!
Ih*sní ht'iAskíra, svalandi sjónarhrA
fangar sinniA og minniA og hverja æA
þeirri yndismynd veróur aldrei gleymt
manns innsta sál er sem skattgjald heimt.
Það var sannarlega gaman að
koma aftur nú í sumar að stjórn-
un Bláfjallafólkvangs eftir fjög-
urra ára fjarveru frá þeim vett-
vangi og finna hve áhugi ungra
og aldinna heldur áfram að
margfaldast á ári hverju á þessu
útivistarsvæði. Jafnvel enn
hraðar en við sáum fyrir, sem
fyrir 10 árum stóðum að því að
ná sveitarfélögunum sjö saman
um stofnun fólkvangsins og ýta
þar af stað aðstöðu, sem hefur
verið að batna þótt aldrei hafist
undan.
Þeim áfanga er nú náð að hafa
fyrir skíðafólk í Bláfjöllum
vandaðan stóran skála, sem
stendur til þjónustu reiðubúinn.
Fyrir utan þægindin er það mik-
ið öryggisatriði — þegar kannski
5000—6000 manns eru komnir
þarna upp í fjöllin — að geta
komið fólki í hús, ef skyndileg
hríð skellur á. Og blindhríðar
geta orðið býsna harðar þarna í
fjöllunum og skollið yfir eins og
hendi sé veifað. Annað öryggis-
atriði er vegurinn, sem smám
saman hefur verið hækkaður, nú
í sumar frá Eldborginni inn að
bílastæðum. Hækkun á erfiðum
spotta upp úr sjó veitir aukna
möguleika á að hægt sé að halda
veginum opnum í fannfergi. Og
nú í vetrarbyrjun tókst líka, með
góðri hjálp og átaki vegagerðar
og þingmanna, að fá lagfæringu
á versta farartálmanum, bröttu
brekkunni, með 10—11 gráðu
halla, þar sem illa búnir bílar
stöðvuðu iðulega alla umferð, og
jafnvel rútubílar hafa runnið út
af í hálku. Vegagerðin er nú ein-
mitt þessa dagana í kappi áður
en skíðatíminn hefst, að leggja
veginn þarna í sveig vestur á
hrygginn, svo halli á veginum
fer niður í 5—6 gráður. Þriðja
atriðið, sem líka má telja til ör-
yggis, er skemma yfir nýja troð-
arann, sem starfsmenn hafa ver-
ið að koma upp, því ótroðnar
brekkur auka að sjálfsögðu fall
og fótbrot.
Eflaust gleður það hjarta
okkar með skrýtna dálætið á
kulda og snjó og gerir okkur þol-
inmóðari í vetur, að verið er að
bjóða út nýja stólalyftu, sem þá
verður væntanlega hægt að
koma upp á næsta sumri í Suð-
urgili. Hún ætti að dreifa fólkinu
í skíðabrekkur og minnka bið-
raðir við lyftur. En afkastamikl-
ar stólalyftur þurfa að koma í
stóru gilin þrjú, Kóngsgil, Suð-
urgil og síðar í Eldborgargil,
með dráttarlyftur skíðafélag-
anna á milli, svo hægt verði að
ferðast á skíðum með lyftum um
fjöllin.
í umræðum um leyfi fyrir
þessari nýju lyftu í Suðurgili
kom fram sú hugsun, að e.t.v.
væri hægt að gera eitthvað betra
fyrir börnin í borginni en að
veita þessa aðstöðu. Þarna held
ég að gæti mikils misskilnings,
sennilega þeirra sem ekki hafa
komið í fjöllin á góðri vetrar-
helgi og séð fjölskyldurnar, sem
þar eru rjóðar á vanga að njóta
samverunnar á skíðum. Börn á
öllum aldri með foreldrum sín-
um, ömmum og öfum (gjarnan á
gönguskíðum). Það er sameigin-
legt áhugamál, sem fjölskyld-
urnar vilja una sér saman við
um helgar. Og það er ekki lítið
atriði í okkar samfélagi, þar sem
börn og fullorðnir eru alla vik-
una tættir sinn á hvern staðinn í
skóla og á vinnustaði. Þetta sást
fljótlega á könnun sem gerð var
í öllum skólum Reykjavíkur
1977, um hvað börn á aldrinum
10—16 ára gerðu í tómstundum
sínum. Þá strax stunduðu 55%
barnanna skíði reglulega á vetr-
um, mest um helgar, og aukning-
in í aldursflokkum eftir því sem
neðar dró. Hefur því væntanlega
aukist síðan.
En fólkvangur getur boðið upp
á meiri útiveru en rétt yffr vetr-
artímann. Þannig var Bláfjalla-
fólkvangur líka í upphafi hugs-
aður, engu síður en áfastur
Reykjanesfólkvangur. Og nú,
þegar þjónustumiðstöð er komin
í fjöllin og hringvegur á leiðinni
frá Hafnarfjarðarvegi á Suður-
landsbraut, aukast möguleikar
til sumarnýtingar með göngu-
ferðum um þetta margbreytilega
landslag, kaffisopa í skálanum
og jafnvel lyftingu á stöku góð-
viðris’.jlgi upp á fjallatopp í
stólalyftu, fyrir þá sem ekki geta
stundað brattar fjallgöngur.
Eins er reiðleiðin milli hrauns
og hlíðar einstaklega skemmti-
leg, og eftirsóknarverð fyrir
hestafólk á þéttbýlissvæðinu.
Möguleikar eru miklir, en þurfa
sinn tima til að gerjast og kom-
ast í framkvæmd. Eflaust á
sumarnýtingin á fólkvanginum
eftir að rætast engu síður en
hugmyndirnar fyrir 10 árum um
hina miklu þátttöku og ánægju,
sem þéttbýlisfólk mundi geta af
því haft að fara á skíði í Bláfjöll-
in.
Hús í byggingu
fyrstu íbúð á almennum markaði,
er orðið það óviðráðanlegt. Það er
sú staðreynd sem forsjá Alþýðu-
bandalagsins hefur dregið að hún
á flaggstöng sinni.
Stjórnarsinnar tala gjarnan um
það að Byggingarsjóður verka-
manna hafi verið efldur. En er það
svo? Áður fékk þessi sjóður ráð-
stöfunarfé sitt allt frá sveitarfé-
lögum og ríki. Nú er honum gert
að taka drjúgan skerf þess að láni
á almennum lánamarkaði, með
þeim lánakjörum sem allir þekkja,
og endurlána með lakari kjörum.
Hve lengi stenzt slíkur sjóður?
Félagslegar íbúðir, bæði til sölu
og leigu, eiga fullan rétt á sér, og
þær þurfa að vera til staðar. En
það verður aldrei tryggt íbúða-
framboð sem samsvarar þörf og
eftirspurn, án þess að stórbæta
jafnframt hið almenna húsnæðis-
lánakerfi, sem virkjað hefur fram-
tak þúsundanna í þessu landi og
verið undirstaða ótrúlegra verð-
mæta í húsakosti landsmanna,
sem fólkið sjálft hefur skapað með
framtaki sínu, og væri ella ekki til
staðar.
Sérhver Qöl-
skylda eigi kost
á eigin íbúð
Halldór Blöndal og tíu aðrir
þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa
lagt fram í Sameinuðu þingi til-
lögu til þingsályktunar um stefnu-
mörkun í húsnæðismálum. Þar er
lagt til að Alþingi álykti, „að sú
stefna verði lögð til grundvallar í
húsnæðismálum, að sérhverri fjöl-
skyldu verði gert kleift að eignast
og búa í eigin húsnæði. Til að ná
því markmiði og til að auka hag-
kvæmni við stjórn húsnæðismála
er nauðsynlegt að eftirfarandi að-
gerðir verði framkvæmdar:
• Stefnt verði að 80% lánsfjár-
mögnun fyrstu íbúðar á næstu 5
árum. Á árinu 1983 láni Bygg-
ingarsjóður ríkisins 25% bygg-
ingarkostnaðar staðalíbúðar til
þeirra sem eru að byggja eða
kaupa í fyrsta sinn.
• Lánstími verði lengdur í 42 ár.
Frá ákvörðun lánsfjárhæðar til
útborgunar verði lánshlutar látnir
fylgja verðbreytingum í samræmi
við byggingarvísitölu.
• Lán til þeirra, sem byggja eða
kaupa í fyrsta sinn, verði með
hagstæðari lánskjörum en önnur
lán.
• Leitað verði eftir frjálsu sam-
starfi við lífeyrissjóði í landinu
um fjármögnun húsnæðislána.
• Framlag ríkissjóðs til Bygg-
ingarsjóðs verði ekki minna en
sem svarar einu launaskattsstigi.
• Lánshlutfall í félagslegum
byggingum verði 80%. Heimilt er
þó að lána 90% af byggingar-
kostnaði ef um sérstaklega erfiðar
fjárhagsástæður lánþega er að
ræða.
• Teknir verði upp verðtryggðir
bundnir reikningar í bönkum, sem
veittu rétt til samsvarandi frá-
dráttar frá tekjuskatti og skyldu-
sparnaðurinn og gæfu rétt til
10—15 ára láns til íbúðarbygg-
ingar eftir 3—5 ára sparnað sem
næmi allt að 15% af tekjum. Slíkt
fjármagnsstreymi hefði ekki áhrif
á bindiskyldu í Seðlabanka ís-
lands.
• Sérstakt átak verði gert í bygg-
ingu þjónustuíbúða og verndaðra
þjónustuíbúða fyrir aldraða og
fatlaða. Einnig verði sérstaklega
athugað, hvernig hægt sé að koma
til móts við þá sem eiga íbúðir
fyrir, en vilja byggja sérhannaðar
íbúðir fyrir aldraða og þurfa á
lánsfjármagni að halda í stuttan
tíma.
• Heimilaðar verði lánveitingar
til einstaklinga og félaga til bygg-
ingar leiguíbúða.
• Komið verði til móts við þá að-
ila sem þurfa að framkvæma
meiriháttar endurnýjun og við-
gerð íbúðarhúsnæðis.
• Starfsemi Húsnæðisstofnunar
ríkisins verði tekin ti\ gagngerðr-
ar endurskoðunar. Tæknideild
stofnunarinnar verði lögð niður.
• Kannaðar verði leiðir til þess
að lækka byggingarkostnað, m.a.
með lækkun aðflutningsgjalda á
byggingarefni, lækkun launa-
skatts og aðstöðugjalds.
• Endurskoða þarf löggjöf um
byggingarsamvinnufélög.
Raunhæft skref
Þær breytingar á húsnæðislög-
um, sem framangreindar tillögur
sjálfstæðismanna fela í sér, eru
taldar munu kosta Byggingarsjóð
rúmlega 50 m.kr. Til að mæta því
er lagt til að framlag ríkissjóðs til
Byggingarsjóðs verði ekki minna
en sem svarar einu launaskatts-
stigi, sem þýddi 70—80 m.kr.
tekjuaukningu fyrir sjóðinn.
Minna má á að launaskattur, sem
atvinnuvegirnir greiða, var upp-
haflega lagður á í samráði við
launþegahreyfinguna (1964, fyrst
1%, síðan hækkaður í 2% og loks í
2,5%) og ætlað upphaflega að
ganga alfarið til’ húsnæðislána-
kerfisins. Núverandi ríkisstjórn
sölsaði launaskattinn endanlega
undir sig og ríkissjóðinn.
Vegna erfiðrar fjárhagsstöðu
Byggingarsjóðsins, m.a. i kjölfar
umræddrar tekjusviptingar og
fjársveltis liðin ár, er nauðsynlegt,
að gera ráð fyrir sérstakri auka-
fjárveitingu á fjárlögum næsta
árs til að rétta sjóðinn af og gera
honum kleift að standa við skuld-
bindingar sínar. „Æskilegt hefði
verið,“ segir í greinargerð með til-
lögunni, „að stíga stærra skref í
húsnæðismálum strax, en þær erf-
iðu kringumstæður, sem nú eru í
efnahagsmálum, valda því, að það
er ekki raunhæft."