Morgunblaðið - 14.11.1982, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982
27
Áhöfnin af Geysi. F.v.: Ein-
ar Runólfsson flugvélstjóri,
Magnús Guðmundsson
flugstjóri, Bolli Gunnarsson
loftskeytamaður, Ingigerð-
ur Karlsdóttir flugfreyja,
Dagfinnur Stefánsson að-
stoðarflugmaður og Guð-
mundur Sívertsen siglinga-
fræðingur.
Stinson-flugbáturinn
sem Dagfinnur flaug
í síldarleitinni
sumarið 1946.
Flakið af Geysi á Vatnajökli.
vængurinn hefur lent fyrst í
snjónum og tætzt samstundis af
vélinni því hann fannst síðar tvær
mílur frá flakinu. Það hefur hins
vegar heldur ekki munað miklu að
flugvélin slyppi — hefðum við ver-
ið svo sem 50 metrum ofar hefðum
við farið yfir Bárðarbunguna en
þetta er hæsti hluti Vatnajökuls.
Þarna vorum við fremur illa
stödd, og komumst við að þvi
seinna að Bárðarbungan hafði
verið eina svæðið sem þeir höfðu
ekki getað kannað vegna þess að
það var stöðugur skafrenningur
þarna uppi. Það vildi okkur til lífs
að flakið veitti okkur nokkurt
skjól og svo var mikið af vefnað-
arströngum í farminum og gátum
við notað efnin í fataleppa sem
héldu á okkur hita. Ingigerður
saumaði á okkur bæði hosur og
vettlinga úr þessu en annars hefð-
um við varla komizt hjá kali.
Hvassviðrið hélzt dag eftir dag og
það var alltaf skafrenningur.
Nokkrum sinnum heyrðum við í
flugvélum en skyggnið var svo
slæmt að þess var engin von að
leitarmenn kæmu auga á okkur.
Fjarskiptatækin höfðu farið í
mask við brotlendinguna og
treystum við algerlega á neyðar-
sendinn. Við vissum hvar hann
var í flugvélinni en hann hafði
hins vegar kramizt undir flakinu
og var mjög erfitt að komast að
honum. Til þess urðum við að
höggva sundur nokkur bönd í
skrokknum og grafa okkur svo
niður í gegn um brakið. Það var
ekki fyrr en á fimmta degi sem við
náðum að koma honum upp og
tókum að senda út neyðarskeyti
með vissu millibili. Efni skeytisins
sem við sendum var eitthvað á þá
leið að við værum stödd á jökli og
allir væru á lífi. Við vissum ekki
hvort nokkur næði þessum send-
ingum því við höfðum engan mót-
takara. Loftskeytamaðurinn á
varðskipinu Ægi, sem statt var
undir Langanesi, náði hins vegar
skeytinu og kom því áleiðis —
hann hélt reydnar að þetta væri
gabb — við vorum öll talin af þeg-
ar hér var komið.
Skömmu eftir að við höfðum
komið upp neyðarsendinum birti
til og sáum við þá hvar Catalina-
flugvél kom úr vesturátt. Við
kyntum bál með benzíni til að
vekja athygli flugmannsins á
okkur og sá hann okkur þá strax.
Skömmu síðar komu svo fleiri
flugvélar og vörpuðu niður til
okkar mat og allskyns gögnum.
Þarna kom m.a. bandarísk Sky-
master-vél með lækni og hjúkrun-
arfólk innanborðs og bauðst það
til að varpa sér niður í fallhlífum
ef á þyrfti að halda. Við töldum
það hins vegar of mikla áhættu og
afþökkuðum boðið."
Þið hafið aldrei misst móðinn
meðan á biðinni stóð?
nVið urðum aldrei úrkula vonar
um að okkur bærist hjálp. Við
héldum allan tímann að við vær-
um á Mýrdalsjökli og vorum með
ráðagerðir um að halda til suðurs
og komast þannig til byggða —
sem betur fór létum við það ógert,
þá hefði leiðin legið nær þvert yfir
allan Vatnajökul og hefðum við
aldrei komizt nema brot af þeirri
leið. Þetta er manni líka kennt og
sagt, að halda sig við flakið þvi
það eru langtum meiri líkur á að
það finnist en fólk sem er á hreyf-
ingu. En þetta var erfið bið. Við
höfðum ekkert að borða nema
nokkrar brauðsneiðar sem við
fundum í vélinni — og á þriðja
degi gátum við hitað okkur te með
benzíni sem við náðum af elds-
neytisgeymunum. Það hressti
okkur mikið.“
Björgunaraðgerðir
og förin
niður af jöklinum
„A sjötta eða sjöunda degi lenti
svo bandarísk skíðaflugvél og voru
með henni þrír Ameríkanar ásamt
Sigurði Jónssyni frá Loftferðaeft-
irlitinu. þeir komu þessari vél hins
vegar ekki á loft aftur — ég veit
ekki nákvæmlega hvers vegna, en
snjórinn virtist festast á skíðun-
um á henni og svo er þetta í mik-
illi hæð og loftið þar af leiðandi
þunnt. Þeir voru með rakettur í
henni til að auka aflið en það
dugði ekki til. í síðasta skiptið
sem þeir reyndu, höfðu þeir látið
varpa niður til sín krossviðarplöt-
ur og lögðu langa braut með þeim.
Með þessu móti virtist hún ætla að
hafa það en svo losnaði ein kross-
viðarplatan og fauk í stýrið á
henni og flugmaðurinn varð þá að
hætta við að reyna flugtak. Degi
síðar kom björgunarleiðangurinn
til okkar upp á jökulinn en ferðin
niðureftir var erfið, þó leiðang-
ursmenn veittu okkur alla þá
hjálp er þeir máttu. Það er
óskemmtilegt að lendá í hrakning-
um svona slasaður en maður taldi
sig bara heppinn að komast lif-
andi frá þessu. Þá áttu Ameríkan-
arnir mjög erfitt með að komast
þetta, enda alveg óvanir fjallgöng-
um — og ætluðu hreinlega að gef-
ast upp. Ingiríður flugfreyja var
illa meidd í baki og höfðu leiðang-
ursmenn hana á sleða. Þegar Am-
eríkanarnir voru að því komnir að
gefast upp stóð hún upp af sleðan-
um og gekk, svo þeir gætu verið á
honum til skiptis. Fyrir neðan jök-
ulinn biðu okkar svo flugvélar sem
höfðu lent þar á malarkömbum og
var þá raunin afstaðin."
Hvenær ferð þú svo að fljúga
aftur?
„Það var í marz 1951 — hálfu
ári seinna. Það þurfti að gera á
mér anzi mikla læknisaðgerð og
var ég þetta lengi að jafna mig. Til
að byrja með var ég í innanlands-
fluginu en fór svo i millilandaflug
um mitt ár 1952, en ég hef verið í
því síðan."
Og það hefur ýmislegt borið við
á þessum tíma?
„Eg læt það nú alveg vera —
venjulega hefur allt gengið eftir
áætlun og flugið gengið tíðindalít-
ið. En svo hefur líka nokkrum
sinnum komið fyrir að manni hef-
ur ekki iitizt á blikuna, þó aldrei
hafi hent neitt slys hjá mér.“
Hvernig tilfelli hafa þetta ver-
ið?
Nauðlending
á Grænlandi
„Áður en þoturnar komu var ís-
ingin mikið vandamál og urðum
við að vera mjög á varðbergi gagn-
vart henni. Eg held að það hafi
verið 1956 eða þar um bil sem ég
neyddist til að nauðlenda á Græn-
landi. Við vorum í beinu flugi frá
New York til Reykjavíkur á Sky-
master-vél og gekk flugið eftir
áætlun framanaf — þar til við
komum að suðurodda Grænlands
að við lendum í miklum skýjum.
Við flugum í 9 þúsund feta hæð og
lentum þarna í miklum mótvindi,
sem er óvanalegt á þessum slóð-
um. Fer þá að hlaðast is á vélina
og byrjar hún að tapa hæð. Ég gaf
aðstoðarflugmanninum skipun um
að senda út neyðarkall. Þrátt fyrir
slæm fjarskiptaskilyrði kom
London nær strax inn og skipaði
þegar öllum öðrum út af bylgj-
unni.
ísingin hélzt og urðum við að
lækka flugið, en nú var sýnt að við
hefðum ekki eldsneyti til íslands.
Virtist ekki annað fyrir hendi en
lenda í Narssarssuaq. Við fengum
veðrið þar og leizt á ekki á blikuna
— að vísu var þar háskýjað en
veðurhæðin um 86 hnútar — þ.e.
12—14 vindstig. Þar viðbættist að
brautarljósin hjá þeim voru biluð
en klukkan var um þrjú að nóttu.
Skömmu síðar ákváðum við að
fara niður fyrir skýin og fór þá
ísinn af en svo mikil ókyrrð var í
loftinu að það var eins og vélin
væri að hristast í sundur. Leizt
mér illa á að þurfa að hringsóla
þarna þar til birti og þegar skila-
boð komu frá Narssarssuaq að
þeir gætu lýst upp brautina með
bílljósum, ákvað ég að reyna að-
flug. Lendingin tókst vel, en svo
hvasst var að það má segja að vél-
in hafi stanzað um leið og hjólin
snertu brautina — það vildi til að
vindurinn var alveg beint á móti,
annars hefði verið óhugsandi að
lenda í þessu veðri. Veðurhæðin
var svo mikil að þeir ætluðu varla
að geta hamið stigann eða komið
SJÁ NÆSTU SÍÐU.