Morgunblaðið - 14.11.1982, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 14.11.1982, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 61 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Hér á eftir kemur uppskrift að einni af þekktustu sósum hefðbundinnar matargerðar. Hún er auðlöguð, ef þess er gætt að hún hitni ekki um of, og afar fljótlöguð. Svo hefur hún þann kost, að með því að nota sömu grundvallaruppskriftina getur sósan brugðið sér4-ýmsissa sósa líki ... Og hún hæfir með margs konar mat, svo að með ólíkind- um er. Nú hljóta flestir að segja: „Mættum við fá meira að heyra ...“ Já, alveg sjálfsagt, hér kem- ur allt sem skiptir máli um þessa ágætu sósu. Góða skemmtun! Zabaglione (Handa fjórum til sex) Sósan ku vera ættuð frá It- alíu, nánar tiltekið úr Alpahér- aðinu Piedmont. Varla er þetta alþýðumatur, öllu sennilegra er að sósan sé ættuð úr heldri manna pottum. I Frakklandi er til sams konar sósa og kallast þar sabayon. Þessi sósa er búin til úr eggja- rauðum sem eru þeyttar við vægan hita ásamt sykri og mars- alavíni, en það vín er ítalskt heitvín, svipað og portvín og sérrí. Því miður fæst það ekki hér. Það er eiginlega misvísandi að kalla þetta sósu, því að á stranga ítalska vísu er zabagl- ione borið fram eitt sér í glasi, heitt eða kælt, líkt og búðingur sá úr soðnu eggjakremi, sem Englendingar kalla custard. Custard er búinn til úr rauðum og rjóma eða mjólk, en ekki víni. Frakkar eru ötulli við að nota sína sabayon-sósu með hinum og þessum réttum, t.d. með ávaxta- salati, pönnukökum, tertum og ís. Og þeir nota gjarnan þurrt hvítvín í stað marsala. Þetta ætti væntanlega að geta gefið ykkur einhverjar hugmyndir til að malla úr, ekki satt... Vínið flýtur ekki jafn ódýrt hér og á Ítalíu, svo það er sjálf- sagt að huga að öðru en víni í sósuna. Hvers konar ávaxtasafi er kjörinn vökvi í hana, t.d. epla- safi, appelsínusafi, apríkósusafi og sveskjusafi, svo eitthvað sé nefnt. Ávaxtasalat úr nýjum ávöxtum, e.t.v. með hnetum í ásamt epla-zabaglione, köld súkkulaðikaka, þétt og þung, ásamt appelsínusósu eða aprík- ósusósu, og þeyttur rjómi með. Nema þið kjósið mokkasósu, sbr. hér á eftir. Hvernig væri að hræra saman ósaltað smjör, flórsykur og rifnar möndlur eða heslihnetur, smyrja á pönnukök- pott ofan í annan pott sem stendur með vatni á heitri plötu. Nú er aðeins að þeyta í öðru hverju meðan blandan er að hitna. Þegar blandan hitnar fer hún líka að freyða. Fyrst er froð- an fremur glær og fíngerð og það skrallar í pottinum þegar þið þeytið. Eftir því sem blandan hitnar verður froðan þéttari og hljóðið í pottinum dempaðra. Þegar hlandan er orðin að froðu alveg í gegn (ekki bara efst, eins og fyrst er), og froðan orðin þétt og eins og létt þeyttur rjómi, þá er hún tilbúin. Þetta er ekki réttur sem búinn er til löngu fyrirfram, sósan er bezt nýlöguð. ZABAGLIONE ur, hita þær í ofni og bera fram með eggjasósunni hér að neðan, bragðbættri eftir smekk. Og einnig er hægt að nota ítölsku aðferðina og bera sósuna fram eina sér í glösum fyrir hvern og einn. Ef þið kjósið að nota vín, kem- ur margt til greina. Þið getið notað þurrt eða sætt sérri, portvin, þurrt hvítvín, kampavín eða freyðivín, svo nefnt sé það helzta. Og svo fer vel á að nota ávaxtasafa sem meginuppistöðu, en bragðbæta með eins og 1 msk. af sterku áfengi, t.d. með koní- aki, vískíi eða líkjör, eftir því hvað þið eigið og hvað við á. Ég nefndi áður að sósan væri auðlöguð og fljótlöguð. Þetta er því tilvaldur réttur, ef ykkur liggur skyndilega á einhverju góðgæti. Hvíturnar sem verða afgangs getið þið geymt í vand- lega lokuðu íláti í kæliskápnum í allt að 10 daga. Eins og við vit- um öll hlaupa eggjarauður sam- an í kekki þegar þær soðna. Fyrsta ráðið er þá að láta sósuna aldrei hitna um of þegar þið búið hana til. Gætið líka að ekkert fari með af hvítunni, því hvítan soðnar fyrr en rauðan og hleyp- ur saman. Setjið allt saman í pott, helzt með þykkum botni og látið þann Ef þið ætlið að kæla sósuna og bera hana fram kalda, setjið hana þá í skál og setjið þá skál ofan í aðra með ís eða ísvatni og hrærið í henni öðru hverju með- an hún er að kólna. Ef þið viljið hafa vaðið fyrir neðan ykkur, meðan þið eruð enn ekki orðin full æfð í sósu- gerðinni, er skynsamlegt að hafa skál með ísvatni við hliðina á ykkur þegar þið eruð að búa sós- una til. Ef ykkur sýnist sósan vera farin að hitna ótæpilega, getið þið dýft pottinum í ísvatn- ið og snöggkælt sósuna þannig. Sykurmagnið verðið þið að miða við hvort og hvaða safa eða saft þið notið eða vín, og eins fer það eftir því með hverju sósan á að vera. Byrjið með heldur minni en meiri sykur. 4 eggjarauður 'h—% dl sykur 2 dl ávaxtasafi eða vín (1 msk. af sterku áfengi) 1. Blandið öllu í pott, nema sterka áfenginu, ef þið notið það. Setjið pottinn ofan í pott með heitu vatni á heitri plötu. Látið vatnið ekki bullsjóða heldur í mesta lagi malla. Þeytið í meðan sósan er að hitna. Fyrst verða bólurnar stórar og glærar, en síðan hjaðnar froðan og verður þettari í sér, þykk og mjúk eins og áður er nefnt. Þá er sósan tilbúin ... Ef þið notið sterkt áfengi, er því þeytt saman við um leið og sósan er borin fram. Frekari tilbrigði: I stað ávaxtasafa, getið þið notað sterkt og gott kaffi, sem þið eruð fljót að búa til úr kaffidufti. Ef kaffið er heitt, aðthugið þá að sósan er býsna fljót að hitna. Þarna hafið þið frábæra mokka- sósu, sem hentar með margvís- legum réttum, t.d. hvers kyns kökum, gjarnan þurrum, t.d. „ súkkulaðikökum, þéttum og þungum eins og áður er nefnt, eða hnetu- eða möndlukökum. Þið getið t.d. hellt svolitlu af sósu á disk, sett netta kökusneið á og borið fram, berið gjarnan þeyttan rjóma með. Mokkasósan með ís er vafalaust ekki til að forakta heldur ... Ef ykkur sýnist svo, getið þið bætt um lh dl af rjóma í sósuna. Einnig getið þið kælt sósuna og bætt þeyttum rjóma í hana. Þar hafið þið glæsilegan búðing. Og ef þið frystið búðinginn, eruð þið komin með gæðaís. Og allt þetta getið þið bragðbætt að vild. Og hver segir að sósan þurfi endilega að vera sæt? Af hverju ekki að nota bragðmikið fisksoð í stað safa, gjarnan bragðbætt með þurru hvítvíni, þurru sérríi eða þurru vermút og búa til glæsilega fisksósu? Grænar kryddjurtir í sósuna spilla vart fyrir. Eins og er með góðar upp- skriftir, er sósuuppskriftin ein- föld, en býður upp á því fleiri möguleika. Hér ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, eða hvað? Athugasemd Glöggur maður benti mér á, að í pistlinum um enska jóla- köku mæli ég með að hún sé bök- uð í september. Þó hann sé lið- inn og langt í þann næsta, er engin ástæða til að sitja auðum höndum. Kökuna er vel hægt að/ baka núna eins og ekkert sé, betra er seint en aldrei! Mjólkundagar’82 í húsi Osta og smjövstiluniiar, BHmhálsi2 Kynning verður á nýjustu framleiðsluvörum mjólkursamlaganna og boðnar bragðprufur. Einnig verða neytendakönnun og atkvæðagreiðsla. \ Maxkaður Fjölbreytt úrval af ís- og ostanýjungum á kynningarverði. Hátíðaboið Kynnt verða þrjú hátíðaborð auk partíborðs. Bæklingar með uppskriftunum,, munu liggja frammi. Hlutavelta verður í gangi allan tímann og verða vinningar m.a. ýmsar mjólkurafurðir. r Okevpls aðgangur Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13 - 20. w 1111 ||| --------JIL-------ijt— Mjólkurdagsnefnd 4 . I ?i J 11 1 • • p-íw, ] 1 1 1 1 1 1 L«J ^ • —\

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.