Morgunblaðið - 14.11.1982, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982
63
ÓveÖursskemmdirnar
á Siglufirði:
Líklegt að
fyrirgreiðsla
fáist í Bjarg-
ráðasjóði
Viðlagatrygging tekur ekki til
bóta vegna skemmda þeirra sem
urdu í óveðrinu fyrir skömmu i
Siglufirði, þar sem ný lög um
viðlagatryggingu taka ekki gildi fyrr
en um áramót, að því er Óttar
Proppé bæjarstjóri á Siglufirði sagði
í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins. Óttar kvað á hinn bóginn
líklegt að fyrirgreiðsla fengist í
Bjargráðasjóði vegna tjónsins.
Dómkvaddir matsmenn eru nú
að störfum á Siglufirði við heild-
armat á tjóninu. Bæjarstjóri kvað
enn ekki ljóst hve mikið tjónið
væri í krónum talið, en þó væri
ljóst að það skipti hundruðum
þúsunda. Þeir húseigendur sem
hefðu húseigendatryggingu á hús-
um sínum fengju skaðann bættan,
en sem áður sagði væri vonast til
að Bjargráðasjóður hlypi undir
bagga hjá öðrum. Fordæmi væri
fyrir siíku, svo sem í óveðrinu er
gekk yfir Vestur- og Suðvestur-
land í febrúar 1981.
Sauðárkrókur:
Leikfélagið
sýnir „Er þetta
ekki mitt líf?“
Sauðárkróki, 12. nóvember.
LEIKFÉLAG Sauðárkróks hefur
undanfarið æft sjónleikinn „Er þetta
ekki mitt líf?“, eftir Brian Clark.
Iæikstjóri er Guðrún Gísladóttir og
er hún einnig höfundur leikmyndar.
Frumsýning verður í félagsheimilinu
Bifröst á sunnudagskvöld kl. 21.00.
Leikfélag Reykjavíkur sýndi
þetta leikrit fyrir nokkru og vakti
það þá mikla athygli og umræður.
Önnur sýning á leikritinu verður
svo á miðvikudaginn 17. nóvem-
ber.
— Kári
Sýndar veröa 1983 árgeröirnar af MAZDA 323, sem nú
koma á markaöinn í nýju útliti meö fjölmörgum nýjungum
og auknum þægindum og luxusbílinn MAZDA 929. Komiö á
sýninguna og sjáiö þaö nýjasta frá MAZDA.
BÍLABORG HF. Smiðshöfða 23
I
Tilkynning:
L’ORÉAL tilkynnir hér með að frá 15.
nóvember 1982 hefur Rolf Johansen &
Company, Laugavegi 178, Reykjavík,
einkaumboð á Islandi fyrir allar vörur
frá L’ORÉAL
UORÉAL
PARIS
Elnett, Elect, El’vital,
Ambre Solaire, Dulcia,
Crescendo, Color Jeunesse,
Variance, Infradoux
MmAwwmm oo.
Laugaveg 178 — P.O. Box 338 — 105 Reykjavik
L’oréal, Biotherm, Cacharel,
Lancome, Curréges, Ted
Lapidus, Guy Laroche