Morgunblaðið - 20.11.1982, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982
Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins:
Tillögu um opnun
fundarins vísað frá
RITSTJÓRI I>jóðviljans, Einar
Karl Haraldsson, og tveir blaða-
menn I»jóðviljans, þeir Lúðvík
Geirsson og Óskar Guðmundsson,
lögðu fram tillögu í upphafi fundar
flokksráðs Alþýðubandalagsins í
gærkvöldi þess efnis að fundurinn
Lézt um borð
í Karlsefni
MAÐURINN, sem lézt af slysför-
um um borð í togaranum Karls-
efn1 í fyrradag, hét Örn Söebeck.
Hann var 42 ára, fráskilinn, en lét
eftir sig dóttur og aldraða móður.
yrði opnaður fulltrúum fjölmiðla.
Tillögunni var vísað frá, að ósk
formanns Alþýðubandalagsins.
Tillaga þeirra Þjóðviljamanna
kom fram sem breytingartillaga
við tillögu um fundarsköp, en í
síðustu grein hennar segir að
fundurinn skuli vera lokaður.
Formaður flokksins, Svavar
Gestsson, tók til máls um fram-
komna breytingartillögu og lagði
til að henni yrði vísað frá. 54
greiddu atkvaeði með frávísun-
artillögu formanns, 25 voru á
móti, aðrir sátu hjá. Flokks-
ráðsfundur Alþýðubandalagsins
er því að ósk forystu hans lokað-
Sjómannsævi
— endurminningar Karvels Ögmundssonar
ÚT ER komið annað bindi endur-
minninga Karvels Ögmundssonar,
skipstjóra, „Sjómannsævi“. Endur-
minningarnar eru skráðar af honum
sjálfum, en Bókaútgáfan Örn og Ör-
lygur gefur bókina út.
Á bókarkápu segir svo um tvö
fyrstu bindi endurminninga Kar-
vels: „1. bindi Sjómannsævi,
endurminninga Karvels Ög-
mundssonar, skipstjóra og útgerð-
armanns, sem kom út í fyrra,
vakti rnikla athygli og fékk góða
dóma, enda þar um einstæðar lýs-
ingar á lífi og starfi fólks upp úr
aldamótum að ræða. í þeirri bók
lýsti Karvel bernskuárum sínum
og þeim kröppu kjörum, sem hann
ólst upp við — þeirri hörðu lífs-
baráttu, sem fólk í heimabyggð
hans á Snæfellsnesi háði.
Glöggskyggni Karvels og lifandi
lýsingar hans á fólki og við-
burðum og frásagnargáfa hans
komast vel til skila í bókinni og
skipuðu margir henni á bekk með
beztu endurminningabókum, sem
út hafa verið gefnar hérlendis.
í öðru bindi Sjómannsævi segir
Karvel Ögmundsson frá fyrstu ár-
um sjómennsku sinnar. Oft var
hart sótt og jafnvel sótt í tvísýnu í
baráttunni fyrir lífsbjörginni.
Bátarnir, sem róið var út á haf
voru ekki merkilegir í samanburði
við hin stóru og glæsilegu fiski-
skip nútímans, sem búin eru öllum
þægindum og margvíslegum bún-
aði, sem léttir mönnum leit að
fiski og í siglingum. Á þeim tím-
um, sem Karvel hóf sjómennsku
sína, urðu menn fremur að byggja
á eigin hyggjuviti og treysta á
sjálfa sig fremur en tæki. Eigi að
síður þótti það mikil framför, þeg-
ar vélbátarnir komu til sögunnar,
en Karvel fylgdist náið með þeirri
þróun og aflaði sér réttinda með
því að sækja sjómannanám á ísa-
firði.
í bókinni segir Karvel frá mörg-
um eftirminnilegum og erfiðum
sjóferðum, greinir frá samferða-
fólki sínu og sem fyrr er frá-
sagnarmáti aðalsmerki hans —
frásagnarmáti, sem færir lesand-
ann til þess tíma og umhverfis, er
atburðirnir gerðust.
æ&fa 'X . ■ :
-X$:' '' '
Á yfirstandandi vertíð hefur síldin eingöngu haldið sig við Austfirði og mikil veiði befur verið þar inni á fjörðum.
Hér má meðal annars sjá Helgu II RE og Grindvíking GK að veiðum á Reyðarfirði. Ljósmynd áij.
Síldarvertíð að ljúka
— 44.400 lestir komnar á land síðastliðinn fimmtudag
MIKIL síldveiði hefur verið síð-
ustu sólarhringa og hafa jafnt
vinnslustöðvar og skip lent i vand-
ræðum vegna þess. Á miðnætti síð-
astliðins fimmtudags höfðu alls
44.400 lestir borizt á land og vitað
var um talsverðan fjölda báta á
leið til lands með afla. Heildar-
kvóti á yfirstandandi vertíð er
50.000 lestir og má því búast við að
vertíðinni Ijúki næstu daga, hamli
veður ekki veiðum og síldin haldi
áfram að gefa sig.
Mun meira berst nú að landi
en vinnslustöðvarnar ráða við og
því fer mikið af síldinni í
bræðslu. Þá hefur verið mikil
veiði á Berufirði og hafa bátar
frá Hornafirði orðið að koma
bátum á Berufirði til hjálpar svo
ekki hafi orðið að henda síldinni.
Þá hefur verið talsvert um það,
að bátum hefur verið haldið í
landi til þess að koma í veg fyrir,
að of mikið hráefni bærist á
land. Einnig hefur verið talsvert
um löndunarbið hjá síldarbátum
og tími þeirra því nýzt illa.
Skipti síldaraflans milli veið-
arfæra var sú á miðnætti
fimmtudagsins, að í nót höfðu
veiðzt 30.000 lestir, í reknet
12.700 og 1.900 í lagnet. Nótabát-
ar mega veiða 34.000 lestir alls
og reknetabátar 14.500, en veið-
um í lagnet er lokið.
Svavar Gestsson um Helguvíkurmál og herstöðvaandstæðinga:
Fá tækífæri til að
gera upp sakir
— stjórnskipulegt vandamál, sem kallar á „fjölskipað stjórnvald“
f KOMANDI kosningum eiga her- kvæmdir í Helguvík fyrr en á síð-
stöðvaandstæðingar kost á því að ari hluta næsta árs. „Það er hins
gera upp sakir við utanríkisráðherra,
sagði Svavar Gestsson m.a. í setn-
ingarræðu á flokksráðsfundi Alþýðu-
bandalagsins í gær í tilefni af
ákvörðun utanríkisráðherra um að
byggðir skuli olíutankar á vegum
varnarliðsins í Helguvík, sem Svavar
sagði ákvörðun utanríkisráðherrans
eins, og án samþykkis ríkisstjórnar-
innar.
Svavar sagði að engar ákvarð-
anir hefðu verið teknar um fram-
Sigurður E. Guðmundsson borgarfulltrúi Alþýðuflokks:
Harðlega átaldur fyrir
umræður utan dagskrár
— hægt að koma málinu á dagskrá, segja borgarfulltrúar
SIGURÐUR E. Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, var harðlega
átaldur fyrir að óska umræðna utan dagskrár í upphafi borgarstjórnarfundar
á fimmtudagskvöld. Fyrrum forseti borgarstjórnar, Sigurjón Fétursson,
borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, sagði að þessi aðferð Sigurðar við að
koma máli á dagskrá, væri nánast óheimil og átaldi hann harðlega vinnu-
brögð af þessu tagi.
Tilefni þess að Sigurður E. Guð-
mundsson, borgarfulltrúi Alþýðu-
flokksins, óskaði umræðna utan
dagskrár á borgarstjórnarfundin-
um, var stutt fréttaviðtal í sjón-
varpi við borgarstjóra, Davíð
Oddsson, um stóriðjumál og hugs-
anlega álverksmiðju í Geldinga-
nesi. Þar kvaðst Davíð hafa túlkað
samhljóða samþykkt atvinnu-
málanefndar og borgarráðs í mál-
inu, en þessum samþykktum hefði
Sigurður fagnað sérstaklega! Dav-
íð fannst ekki tímabært að
Reykjavík hefði að því sérstakt
frumkvæði að setja á stofn stór-
iðju hér, eins og Sigurður E. Guð-
mundsson vildi, heldur kvað hann
rétt að athuga alla möguleika.
Davíð gat þess að ekki væri eðli-
legt að taka þetta mál upp utan
dagskrár, því fréttaviðtalið væri 9
daga gamalt og því auðveldlega
hægt að koma málinu á dagskrá
borgarstjórnar.
Sigurjón Pétursson tók undir
sjónarmið Davíðs og sagði að ekki
ætti að óska umræðna utan dag-
skrár þegar unnt væri að koma
málum á dagskrá. Annað væri
þegar mál kæmu skyndilega upp
og þau þyrfti að ræða, þá ætti að
heimila utandagskrárumræðu, en
slík umræða ætti tæpast rétt á sér
nú. Undir það sjónarmið tók
Kristján Benediktsson, borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins, og
tók jafnframt undir sjónarmið
borgarstjóra í stóriðjumálinu og
neitaði þeim ummælum Sigurðar,
að borgarstjóri væri með linkind í
málinu.
vegar alveg ljóst að þær fram-
kvæmdir ef af verður, verða á
ábyrgð þeirrar ríkisstjórnar sem
þá kann að sitja í landinu." Þá
sagði Svavar: „Alþýðubandalagið
og núverandi ríkisstjórn hafa eng-
ar samþykktir gert varðandi
framkvæmdir í Helguvík, það er
ljóst. Nú í vikunni lét ég bóka
þessa afstöðu okkar í ríkisstjórn-
inni og því var ekki mótmælt",
sagði hann.
Svavar sagði utanríkisráðherra
einan bera alla ábyrgð á samþykkt
um framkvæmdir í Helguvík og
sagðist telja í sambandi við um-
fjöllun um þjóðfrelsis- og sjálf-
stæðismál að friðarbaráttan og
friðarhreyfingar ættu að skapa
möguleika til að hafa betri aðgang
að fólki vegna utanríkismála en
verið hefði. Einnig sagði hann að
Alþýðubandalaginu bæri að leggja
áherslu á „víðtækara samfylk-
ingarstarf í þeim málum en
nokkru sinni fyrr.“
Þá sagði formaður Alþýðu-
bandalagsins: „Helguvíkurmálið
hefur birst okkur líka sem stjórn-
skipulegt vandamál vegna þess að
samkvæmt stjórnskipan landsins
er ríkisstjórn ekki fjölskipað
stjórnvald, eins og það er kallað,
og hver einstakur ráðherra, þar
með talinn utanríkisráðherra, fer
með sinn málaflokk og er ábyrgur
fyrir honum nema Alþingi kjósi
að samþykkja vantraust á hann. í
rauninni er hér um að ræða ákaf-
lega óeðlilegt fyrirkomulag, nema
þegar um er að ræða hrein fram-
kvæmdamál. Þegar hins vegar eru
á ferðinni pólitísk mál, sem við-
kvæm eru fyrir einstaka stjórnar-
flokka eða stjórnaraðila, þá er
þetta gjörsamlega óþolandi
ástand." Svavar sagði í lok um-
fjöllunar sinnar að hann teldi
þetta eitt af þeim málum sem at-
huga þyrfti í tengslum við breyt-
ingu á stjórnarskránni og stjórn-
skipan landsins, þ. e. að ríkis-
stjórnin verði á hverjum tíma
„fjölskipað stjórnvald."
Fundur í dag
með Magnúsi Torfa:
»Öryggi íslands
— ábyrgð íslendinga“
SAMTÖK um vestræna samvinnu
og Varðberg efna til hádegisfund-
ar í Átthagasal Hótel Sögu í dag,
laugardaginn 20. nóvember, og
hefst hann klukkan 12.15. Magnús
Torfi Ólafsson, blaðafulltrúi ríkis-
stjórnarinnar, flytur ræðu á fund-
inum um efnið: Öryggi íslands —
ábyrgð íslendinga.
Fundurinn er eingöngu ætlaður
félagsmönnum og gestum þeirra.