Morgunblaðið - 20.11.1982, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982
Gullkista þjóðarinnar er
stærri en margan grunar
cftir dr. Jónas
Bjarnason,
efnaverkfrœðing
Atvinnumál hafa verið í brenni-
depli um alllangt skeið. Margir
hafa lýst yfir áhyggjum sínum
með fábreytni í þeim efnum og
talið, að skjóta þurfi fleiri stoðum
undir efnahagslífið eins og það er
orðað. Undir lok viðreisnartíma-
bilsins var gefin út skýrsla að
undirlagi Jóhanns Hafstein undir
heitinu „Iðnaðaráform", en Guð-
mundur Magnússon, háskólarekt-
or, samdi hana. Þar var horfst i
augu við aðsteðjandi vandamál og
reynt að leggja drög að iðnþróun.
Síðan þá hefur því miður ekki
nógu mikið gerst. Álver og járn-
blendiframleiðsla hafa séð dagsins
ljós en muna sinn fífil fegurri en
nú. Mikið er rætt um orkuvinnslu,
og stjórnmálaflokkar hafa allir
sína stefnu í þeim málum, en eng-
in orkunýtingarstefna er til varð-
andi atvinnumál. Að vísu ræða
ýmsir um orkufrekan iðnað og
hafa væntanlega í huga ál- og kís-
ilframleiðslu eða annað í þeim
dúr. íslensk endsneytisframleiðsla
verður nánast fráleit í það
minnsta meðan olía og kol ganga
kaupum og sölum milli landa.
Smáiðnaður og almennur fram-
leiðsluiðnaður á vaxandi í vök að
verjast, hvað þá að unnt virðist að
brydda á umtalsverðan hátt upp á
einhverju nýju, ef ullar- og
skinnaiðnaður er undanskilinn.
í landbúnaði er sömu sögu að
segja. Nautgripaeldi er að vísu í
vexti, en sú þróun eykur offram-
leiðsluvanda sauðfjárræktar. Milli
80 og 90% af landbúnaðarfram-
leiðslunni er enn nautgripa- og
sauðfjárafurðir, og öll umræða um
nýjar búgreinar hefur reynst ekki
mikið meira en orðin tóm, en ekki
eru fyrirsjáanlegar miklar breyt-
ingar í þeim efnum. En hvað með
fiskiðnað?
Hefur fiskiðnadur gleymst?
Umræða um fiskiðnað hefur
fallið í skuggann af þrúgandi
bollaleggingum um þorskafla,
jafnstöðuafla og hámarksafla. Ut
frá áætlunum um aflabrögð hefur
síðan verið reiknað með fiskiðnaði
eins og hverjum öðrum fylgifisk,
sem þiggur sín örlög úr hendi ör-
laganornanna og skammsýninnar.
Opinberar áætlanir hafa lengst af
gert ráð fyrir stöðnun í mannafla
í fiskiðnaði, en nú í seinni tíð er
gert ráð fyrir nokkurri fjölgun
ársstarfa til aldamóta eða úr 8.500
í 10.000. Þegar mönnum verður
ljóst, að fiskafli verður ekki auk-
inn svo nokkru nemi, kemur fisk-
iðnaður upp í hugann og afurða-
gæði svo og afurðafjölbreytni
komast á dagskrá.
Matarholur eru marg-
ar í sjávarútvegi
í aprílbyrjun á þessu ári var
haldin ráðstefna á vegum Verk-
fræðingafélags íslands um bætta
nýtingu á hráefnum sjávarútvegs
og landbúnaðar. Ég flutti þar er-
indi undir heitinu „Betri nýting á
hráefnum í sjávarútvegi", en einn-
ig voru þar flutt önnur erindi um
nýjungar í fiskvinnslu. Nokkru
síðar var haldinn fundur með full-
trúum frá sjávarútvegi og land-
búnaði svo og fyrirlesurum frá
fyrrnefndri ráðstefnu, en þeir
drógu saman efni fyrirlestra sinna
í meginniðurstöður og reyndu að
leggja mat á skynsemi, fjárhags-
lega þýðingu eða arðsemi þeirra
framleiðslunýjunga, sem þeir
fjölluðu um. Hugmyndin að seinni
fundinum mun hafa komið fram
hjá Ragnari Halldórssyni, þáver-
andi formanni Verkfræðingafé-
lags íslands. Sá fundur var fyrir
margra hluta sakir mjög athyglis-
verður, og mun ég Ieitast við að
skýra hvers vegna, á eftir umfjöll-
un um nokkrar leiðir til aukinnar
verðmætasköpunar í sjávarútvegi.
Ef reynt er að tína til öll hugs-
anleg atriði eða einstakar fram-
leiðsluafurðir, verður listinn ákaf-
lega langur. Því er atriðum hér á
eftir skipt upp í meginleiðir og
nokkur dæmi nefnd.
Hvaða framleiðsla eða
nýjung er arðsöm?
Þetta er spurningin, sem brenn-
ur á vörum flestra. En henni er
ekki unnt að svara afdráttarlaust.
Það verður að gefa sér ákveðnar
forsendur, en þær eru flestar mjög
breytilegar. Heildardæmið er eins
og keðja, en ljóst er, að engin
keðja er sterkari en veikasti
hlekkurinn. Verkfræðingar og
aðrir tæknimenn geta gert út-
reikninga á tæknihlið málsins út-
frá vissum forsendum, er varða
t.d. hráefnisframboð og efnainni-
hald, en mun fleira þarf til. Verð-
lag á flestum hráefnum er háð
margvíslegum pólitískum ákvörð-
unum og óvissu, sem á sér djúpar
rætur í okkar verðbólguþjóðfélagi.
í sjávarútvegi eru margir, sem
mega helst ekki heyra orðið „full-
vinnsla" eða „frekari vinnsla".
Þeir vita flestir, að hagkvæmast
er að hafa frjálsan aðgang að
þorski og öðrum verðmætum,
botnfiski eða síld, og vinna hrá-
efnin með hefðbundnum hætti í
venjuleg matvæli eins og freðfisk,
saltfisk, skreið og saltsíid, en slík
vinnsla er að jafnaði arðbær í
skynsamlega reknum fyrirtækj-
um, ef nóg er um hráefni og
rekstraraðstæður eru að meðaltali
ekki langt frá „núllpunktinum"
svokallaða, sem reiknaður er út í
Þjóðhagsstofnun. Þegar spurning-
in snýst um ýmsar nýjungar, virð-
ast þær flestar hverjar ekki eins
arðbærar og hefðbundnar vinnslu-
greinar. Þetta er svipað og spurn-
ingin um það, hvort það borgi sig
að vinna undanrennu, ef maður
hefur óheftan aðgang að rjóma.
Svarið er nei, ef allur tilkostnaður
og kröfur um tekjur miðast við
rjómavinnslu. Undanrennuvinnsl-
an stenst að sjálfsögðu engan
samanburð. En borgar sig að
vinna undanrennu, ef enginn
rjómi er til? Ef bornar eru saman
ýmsar nýjungar i fiskvinnslu og
valkostir í almennum framleiðslu-
iðnaði, er ekki nokkur vafi, að
fiskiðnaður hefur verulega mögu-
leika á nýjungum, sem álitnar
væru girnilegar, ef um almennan
iðnað væri að ræða, svo ekki sé
minnst á margt framtakið í land-
búnaði. En skapa verður nýjung-
um í sjávarútvegi annaö og betra
umhverfi, hvað rekstrarforsendur
varðar og draga úr neikvæðum
áhrifum, sem stafa frá „auðlinda-
tökunni" fiskveiðum. Góðar tekjur
eru að sjálfsögðu jákvæðar, en
frekari úrvinnsla afla stenst eng-
an samanburð við afkastamiklar
veiðar.
Með stjórnmálalegum aðgerðum
verður að eyða óhagstæðum áhrif-
um fiskveiðiteknanna, en þær
móta einnig fiskvinnsluna að vissu
marki. Rætt hefur verið um auð-
lindaskatt, en sjávarútvegur hefur
ekki til þessa viljað horfast í augu
við vandann og hafa ýmsir for-
ystumenn talið skattinn hættu-
legan. Það, sem menn fá þá í stað-
inn, er þróun yfir í kvótakerfi á
öllum veiðum og hugsanlega út-
hlutun veiðileyfa, en slík kerfi eru
betri en ekkert, þvi allt er betra en
ördeyða á fiskimiðunum. Menn
óttast að horfast í augu við sann-
leikann og kalla yfir sig skömmt-
unarkerfi.
Hvaða möguleikar
eru girnilegastir?
Til þess að meta það er ekki nóg
að vita, „hvar feitasta göltinn er
að flá“. Það verður einnig að meta
líkur á árangri. Framleiðsla á sér-
efnum og lyfjum (leiðir 9 og 10)
Meginleiðir Dæmi Hugsanleg verðmæti (krónur á ári)
1. Aukin fóðurfram- leiðsla (fiskmjöl). Minnkun rotskemmda hráefnis. Nýting alls blóðvatns. Rækjuskel í fiskfóður. Allt slóg unnið í fisk- mjöl eða meltur. Tugir milljóna.
2. Framleiðsla blautfóðurs. Afskurðir, bein og roð í blautfóður. Nýting á gölluðum fiski og skrapfiski í blautfóður. Tugir eða hundruð milljóna.
3. Betri nýting auka- Nýting hrogna og
afurða til manneldis. lifrar. Afskurður nýttur í marning. Nýting grásleppu. Betri nýting búklýsis. Milljónir eða tugir milljóna.
4. Betri nýting hráefna Netaskemmdir aflagð-
fyrir hefðbundin matvæli. ar. Skemmri útivistar- tímar skipa. Jafnari afli. Nýting á öllum skrapfiski. Tugir milljóna.
5. Hækkun gæðaflokka Meiri gæði freð-
(aukin gæði hefð- bundinna matvæla). fisks, skreiðar, saltsíldar o.fl. Hundruð milljóna.
6. Aukning framleiðslu á Freðfiskflök í stað
verðmestu afurðum á kostnað verðminni. skreiðar. Lausholda þorskur frystur í stað söltunar. Lausfrysting. ?
7. Frekari úrvinnsla hefð- bundinna söluafurða. Niðurlagning salt- síldar. Lifrar-, síldar- og hrognakæfur. Ymsar nýjar pakkningar fyrir freð-, salt- og harðfisk. ?
8. Framleiðsla nýrra Kolmunnaskreið.
afurða. Spærlingsskreið. Humarkraftur. Kolmunnaflök Fiskpylsur. Fiskhleifar (kjötlíki). Fiskborgarar. ?
9. Sérefni úr fiskhlutum. Matarlím úr grásleppu. Litarefni úr rækjuskel. „Skinn“ úr roði. Amínósýrur. ?
10. Lyfjaefni úr fisk- HHormón (t.d. insúlín).
hlutum. Prostaglandín. Gallsýrur. ?
Jónas Bjarnason
„Það er lítill vafi á því, að
sjávarútvegur er mun
stærri gullkista en margur
hefur taliö. Til þess að
nýta megi betur mögu-
leika hans, verður að
skapa honum möguleika
til að fjármagna nýjungar
og tilraunastarfsemi og
stöðva þá blóðmjólkun
hefðbundinna vinnslu-
greina, sem veldur því, að
þær rétt hanga á horrim-
inni og verða fyrir miklum
áföllum í gæðamálum.“
getur gefið mikil söluverðmæti, en
líkur á árangri verða að teljast
mjög veikar almennt, því gífur-
lega þekkingu þarf til svo og rann-
sóknir. Til viðbótar þessu þarf
mikla þekkingu á markaðsmálum
og jafnvel markaðsvald (einokun)
eins og stóru erlendu lyfjafyrir-
tækin hafa yfirleitt. Það má segja,
að eins skynsamlegt sé að hefja
bílaframleiðslu í samkeppni við
Mercedes Benz.
Leiðir 1—3 fela í sér ýmsa val-
kosti, sem tæknilega eru ekki
mjög flóknir, en hafa yfirleitt til
þessa strandað á arðsemi eða
viðhorfum. Mörg atriði á þessu
sviði eru á mörkum arðsemi, en
yfirleitt gæti ekki verið um mjög
stórar upphæðir að ræða í sölu-
verðmæti í þ.m. borið saman við
aðrar leiðir. Leiðir 4—6 eru á sviði
hefðbundinna afurða fyrst og
fremst og byggjast á bættri nýt-
ingu og gæðum svo og tilfærslu á
hráefnum milli hefðbundinna
vinnslugreina. Á þessu sviði getur
verið um að ræða hundruð millj-
óna króna og hugsanlega millj-
arða. Fjöldamörg atriði er unnt að
benda á á þessu sviði, en þau eru
öll ákaflega samtvinnuð núver-
andi hagsmunum og fyrirkomu-
Þjóðsögur og þættir
2. bindi Einars Guðmundssonar komið út
Jólalögin í píanó
útsetningum
I'T ER koniið 2. bindi af þjóðsögum
og þáttum, sem Einar Guðmundsson
kennari hefur safnað.
„Einar Guómundsson kennari er
einn hinn afkastamesti siðari tíma
manna, sem unnið hafa að söfnun
sagna og varðveizlu þjóðlegs fróð-
leiks,“ segir í frétt frá Skuggsjá,
sem gefur bókina út.
„í söfnun sinni hefur hann leit-
að fanga vítt um land, einkum þé
um Suðurland og Vestfirði, og orö-
ið vel ágengt. Fróðleik þann, sem
Einar birtir í þessu safni sínu,
hefur hann numið af vörum al-
þýðufólks, karla og kvenna, og er
safn hans bæði fjölbreytt að efni
og skemmtilegt aflestrar. í þessu
bindi er að finna sagnir, kveðskap
og ævintýri, sem áður hafa birzt í
sagnakverunum Gambanteinar,
Nýtt sagnasafn og Dulheimar. Öll
e;. pau sagnakver fyrir löngu
uopseld og ófáanleg á almennum
rókamarkaði."
Þjóðsögur og þættir II er 349 bls.
að stærð. Setningu og prentun
hefur Steinholt hf. annazt, cn
Bókfell hf. hefur bundið bókina.
Káputeikning er eftir Lárus
Blöndal. Útgefandi er Skuggsjá.
ALMENNA bókafélagið hefur sent
frá sér nótnabókina Jólalögin í út-
setningu og umsjá Jóns Þórarins-
sonar. Alls eru í bókinni 30 lög og
Ijóð, sem öll eru tengd jólunum og
hugblæ jólanna, eins og segir í
kynningu bókarinnar.
Þarna eru jólasálmarnir al-
kunnu, sem sungnir hafa verið á
jólum í áraraðir, og einnig gamlir
jólasálmar færðir í nýjan búning,
þeir sem sungnir voru á jólunum
„áður en nýi söngurinn" ruddi sér
til rúms á 19. öld. Einnig eru hér
nokkrir sígildir jólasöngvar ann-
arra þjóða.
Jón Þórarinsson hefur valið
lögin og útsett. „Útsetningar eru
auðveldar. Af sumum lögunum
eru þær fleiri en ein og þá ofurlít-
ið misþungar. Má þá velja um út-
setningu eða leika allar eftir
vild,“ eins og segir í kynningu
forlagsins á bókarkápu.
Jólalögin er 56 bls. í brotinu
21x24 cm. Bókin er unnin til
prentunar af Jóni Kristni Cortes,
Isalög sf. og prentuð í Odda.