Morgunblaðið - 20.11.1982, Page 16
Fyrst er að treysta grundvöllinn að
vexti og viðgangi tónlistarskólanna
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982
Úr tónlistarlífinu
eftir MARGRÉTI HEINREKSDÓTTUR
Ein af meginundirstödum þeirrar grósku, sem hvarvetna blasir
við í íslenzku tónlistarlífí, er hin almenna tónlistarfræðsla í
landinu — sem fleygt hefur fram á undanförnum árum. Önnur er
aðgangur tónlistarfólks að námslánakerfínu, sem hefur gert því
kleift að stunda framhaldsnám í músik við beztu tónlistarskóla
erlendis. Enda þótt námslánakerfíð sé umdeilt og lánin komi
misþungt niður á námsmönnum eftir því hvort þeir voru við nám
áður en eða eftir að byrjað var að verðtryggja lánin, er Ijóst, að án
þess væri mennta- og menningarlíf þjóðarinnar ekki jafn blóm-
legt nú og raun ber vitni, og margir öðru vísi settir, er nú njóta
sín í því starfí, sem hugur þeirra og hæfíleikar stóðu til. Og við
unga tónlistarfólkinu blasa nú viðfangsefni í öllum áttum, meðal
annars við uppbyggingarstarfíð í tónlistarskólunum í landinu.
Tónlistarskólarnir eru nú
orðnir hátt í sextíu talsins og
hefur fjölgað óðfluga síðustu ár-
in, einkum í kjölfar lagasetn-
ingarinnar árið 1975, þar sem
meðal annars var ákveðið, að
ríki og sveitarfélög greiddu al-
farið launakostnað kennara
þessara skóla.
Þessi fjölgun hefur aukið þörf-
ina fyrir samræmingu á mörg-
um sviðum tónlistarfræðslunnar
og til að bæta úr henni var í
fyrsta sinn í haust skipaður
námsstjóri fyrir tónlistarskól-
ana, nánar tiltekið „námsstjóri í
tónlistargreinum með faglegri
umsjón með starfsemi tónlist-
arskólanna í landinu". Við því
tók Jón Hlöðver Áskelsson,
skólastjóri Tónlistarskólans á
Akureyri, til eins árs til að byrja
með. Hann varð skólastjóri á
Akureyri árið 1974, en fram-
haldsmenntun sína í músik sótti
hann til Salzburg í Austurríki og
Hannover í Vestur-Þýzkalandi.
Þegar við tókum tai saman á
dögunum um hin nýju verkefni
hans, hafði hann meðferðis
skýrslu um starfsemi tónlist-
arskólanna skólaárin 1980—82,
þar sem margvíslegan fróðleik
er að finna. Skýrslan, sem tekin
var saman af Kristínu Stefáns-
dóttur, tónlistarkennara, sem
einnig hefur starfað hjá mennta-
málaráðuneytinu, var gerð á
vegum svonefndrar tónlistar-
fræðslunefndar, sem ráðuneytið
skipaði 1. september 1980 í því
skyni, að „gera yfirlit um skipan
tónlistarfræðslunnar í landinu
og möguleika til náms á þessu
sviði" — svo og til að gera úttekt
á þeim kerfum og stigum, sem
kennt væri eftir í tónlistarskól-
unum og á núverandi tengslum
tónlistarskóla og hinna almennu
skóla, grunnskóla og fram-
haldsskóla. Þau tengsl verða æ
mikilvægari sem menntunar-
kröfur á ýmsum sviðum aukast
og vegna vaxandi fjölbreytni
menntagreina í æ margbrotnara
þjóðfélagi nútímans. Hefur lengi
verið brýn þörf að auðvelda ung-
um nemendum að nýta tíma sinn
betur jafnframt því að velja þau
viðfangsefni, sem þeir finna að
hugur þeirra stendur mest til.
Enda þótt ekki megi missa
sjónar á því að byggja upp sóma-
samlega almenna menntun hjá
hverjum einstaklingi verður ekki
hjá því komizt að haga náms-
tilhögun að þeirri staðreynd, að
vaxandi fjölbreytni og sam-
keppni samfélagsins hefur neytt
menn til að sérhæfa sig meira og
fyrr en áður tíðkaðist. Það verða
ungmenni að geta gert án þess
að ganga fram af heilsu sinni og
þreki eða afrækja mannleg sam-
skipti.
I umræddri skýrslu kemur
meðal annars fram, að á skóla-
árinu 1981—82 voru 7.663 nem-
endur í 57 tónlistarskólum á
landinu öllu. Langflestir stund-
uðu nám í píanóleik, eða 2554, en
næst vinsælustu eða mest not-
uðu hljóðfærin voru orgel-
harmonium (625 nem.), sópran-
blokkflauta (550 nem.), gítar
(504 nem.) og fiðla (413 nem.). 6.
vinsælasta hljóðfærið var
mannsröddin, — 385 nemendur
stunduðu einsöngsnám.
Við athugun á fjölda skóla,
þar sem kennt er á hvert hljóð-
færi, kemur í ljós, að enn er víða
býsna fábreytt hljóðfæraval. Til
dæmis hefur fiðlukennsla aðeins
verið í tæpum helmingi skólanna
á síðasta ári. En þeir eru margir
ungir að árum og stendur þetta
vafalaust til skjótra bóta með
vaxandi fjölda kennara og betri
aðstöðu, svo og auknum áhuga á
kammermúsik, sem áreiðanlega
á eftir að fylgja í kjölfar út-
breiddari og almennari músik-
menntunar.
Um 40 erlendir tónlistar-
kennarar í landinu
Yfirlit yfir skiptingu nemenda
eftir stigum, sem sýnir hversu
langt þeir eru komnir í náminu
— gefur vísbendingu bæði um
nemendaaukninguna á síðustu
árum en líka um, að margir helt-
ast úr lestinni, þegar námið tek-
ur að þyngjast. Enda þótt
skýrslan gefi takmarkaðar upp-
lýsingar um skiptingu nemenda
eftir aldri, má gera ráð fyrir, að
Jén Hlöðver Áskelsson.
Rætt við Jón
*
Hlöðver Askels-
son, nýskipaðan
námsstjóra tón-
listarskólanna.
þeir séu þá oft komnir fram á
unglingsárin, þegar hvort-
tveggja gerist í senn, að almenna
skólanámið þyngist og margt
annað glepur. Þá hætta gjarnan
þeir, sem aldrei ætluðu að læra
meira en svo, að þeir gætu gutl-
að ofurlítið á hljóðfæri; þeir,
sem fóru í tónlistarskóla fyrst og
fremst að vilja foreldra sinna;
þeir, sem hafa uppgötvað að
annað lfggi betur fyrir þeim en
músik og ef til vill einnig þeir,
sem hafa efasemdir um tónlist-
arhæfileika sína, þótt þá blóð-
langi til að halda náminu áfram.
Fyrir þá síðasttöldu hafa viðhorf
öll þó breytzt mjög á síðustu ár-
um.
Áður fyrr þurftu nemendur að
hafa mjög sterka trú á hæfileik-
um sínum til að halda áfram
tónlistarnámi. Þeir, sem vildu
hafa vaðið fyrir neðan sig og
sinna öðru námi jafnframt, urðu
að leggja á sig óhemju vinnu.
Með tengslum tónlistarnámsins
við aðrar menntagreinar, á tón-
listarbrautum framhaldsskól-
anna og þar sem tónlist er viður-
kennd sem valgrein — og með
auknum mennta- og starfsþjálf-
unarmöguleikum síðar á ævinni,
Morífunblaðið/Emilía.
geta ungir nemendur látið tón-
listarnámið eftir sér, þótt þeir
séu ekki alveg hárvissir um að
þeir eigi eftir að skara fram úr á
því sviði. Þar við bætist að
starfsmöguleikarnir eru mun
fjölbreyttari á tónlistarsviðinu
en áður.
Skortur er á tónlistarkennur-
um til starfa úti á landsbyggð-
inni. Vantar nú til dæmis, að
sögn Jóns Hlöðvers, tugi tón-
menntakennara til þess eins að
uppfylla kröfur grunnskólanna
um lögbundna tónmennta-
kennsiu, auk kennaraskorts í
sjálfum tónlistarskólunum. Hjá
þeim hefur verið bætt úr að
nokkru með því að fá til landsins
erlenda tónlistarmenn og eru
þeir nú um fjörutíu á landinu.
Sagði Jón Hlöðver, að mjög væri
orðið brýnt að fá betri skipan á
ráðningu tónlistarskólakennar-
anna — til þessa hefði hver skóli
fyrir sig verið að bauka við þetta
sér á báti. „Og þó oft hafi vel til
tekizt og við fengið hingað ágæta
og jafnvel frábæra tónlistar-
menn, hafa þeir eðlilega verið
misgóðir og líka komið fyrir, að
þeir kæmu hingað án þess að
gera sér nokkra grein fyrir því,
hvað biði þeirra hér í fámenn-
inu,“ sagði Jón Hlöðver.
Ár undirbúnings
Skipan þessara mála verður
eitt af fjölmörgum verkefnum
námsstjóra tónlistarskólanna.
„Starfið er býsna yfirgripsmik-
ið,“ sagði Jón Hlöðver, „meðal
annars vegna þess, að það er
nýtt og ómótað. Ég hef því talið
rétt að nota þetta starfsár til að
undirbúa og skilgreina verkefni
og starfssvið embættisins og
reyna nýja hætti við afgreiðslu
og umfjöllun málefna tónlist-
arskólanna. í því skyni hef ég
undanfarið unnið að gerð til-
Iagna um verkaskiptingu milli
starfshópa, sem gert er ráð fyrir
að verði námstjóranum til að-
stoðar. Þessar tillögur gefa
kannski nokkra hugmynd um
fjölda og umfang verkefnanna."
Of langt mál yrði að rekja öll
þau verkefni, sem upp eru talin í
tillögum Jóns Hlöðvers, en sam-
kvæmt þeim ætti svonefnd
námskrá og prófanefnd að vera
til aðstoðar og ráðuneytis um
samræmingu og eftirlit með
námskrám og námsefnisgerð og
framkvæmd prófa; ráðgjafahóp-
ur tónlistarskólanna að vinna að
samstarfi milli námstjóra og
skólanna-og vera tengill hans við
hagsmunafélög, sem hlut eiga að
máli, þriðji hópurinn mundi
fjalla um samstarf tónlistarskól-
anna og almennu skólanna og
loks kæmi til hópur, sem fjallaði
um fjármálahlið tónlistarnáms-
ins.
Jón Hlöðver sagði, að þegar
hefði verið unnið mikið að sam-
ræmingu á námskrám tónlist-
arskólanna og væri gert ráð
fyrir að ljúka skrám fyrir all-
flestar greinar tónlistarnámsins
um landið allt fyrir næsta haust.
Þá væri unnið að því að koma
sem fyrst á fastri skipan á sam-
nýtingu húsnæðis og kennara,
það er, að tónlistarskólarnir geti
nýtt húsnæði almennu skólanna,
þegar kennslu þar er lokið, og að
kennarar séu ráðnir bæði til
grunnskóla og tónlistarskóla,
þar sem fámennið hefur valdið
því, að hvorugur hefur getað
ráðið fasta kennara. Hvort
tveggja hefur verið tekið upp
víða á landinu, einkum samnýt-
ing húsnæðis en með þessu væri
unnt að samræma betur en nú
tíðkast stundaskrár beggja skól-
anna og nýta tíma nemendanna
betur. Þetta hefur verið gert með
góðum árangri í dreifbýli hjá
Norðmönnum, til dæmis, og gæt-
um við lært af reynslu þeirra,
þar sem hún hentar íslenzkum
aðstæðum," sagði Jón Hlöðver.
í lok samtals okkar sagði hann
ljóst, að margir byndu miklar
væntingar við starf námstjóra
tónlistarskólanna, vegna þess
hve mörg verkefni biðu úrlausn-
ar og því væri óhjákvæmilegt að
margir yrðu fyrir vonbrigðum,
þegar þeir sæju verkefni sitja á
hakanum. „En það er ekki hægt
að gera allt í einu,“ sagði hann,
og við verðum að byrja á undir-
stöðuatriðunum, því, sem nauð-
synlegast er til að tryggja sem
traustastan grundvöll að vexti
og viðgangi tónlistarskólanna í
landinu."
Innbrotsþjófur í hjólastól
Springfield, lllinoLs, 18. nóvcmber. Al*.
INNBROTSÞJÓFUR nokkur að
nafni Demetrius Lacaze, 24 ára,
var dæmdur til 4 ára fangelsisvist-
ar í ger, en hann varð uppvís að
því að laumast inn í íbúð eldri
hjóna og hafa þaðan á brott með
sér peningaveski og úr. Þetta þetti
þó ekki í frásögur ferandi ef La-
caze veri ekki fatlaður og kemist
ekki leiðar sinnar nema í hjólastól.
Lacaze varð fyrir skoti 19 ára
gamall og lamaðist þá í fótunum.
Hann sagði fyrir rétti, að lög-
reglumaður hefði ruglað sér
saman við ræningja sem hann
var að eltast við og skotið sig í
misgripum. I skýrslum segir
hins vegar að Lacaze hafi verið
skotinn fyrir að streitast gegn
handtöku.
Innbrotið framdi Lacaze í
íbúðarblokk eldri borgara í
Springfield. Hann sagðist vinna
sem húsvörður á hæðinni sem
hann braust inn á, en saksóknari
leiðrétti það, sagði Lacaze
hreinlega búa þar.
Hundruð tróðust undir
(’ali, Kólombíu, 18. nóvember. Al*.
AÐ MINNSTA kosti 24 létu lífið og
200 slösuðust, er til troðnings kom á
knattspyrnuleikvangi i Cali í ger.
Nokkur þúsund manns voru sam-
an komin til að fylgjast með
knattspyrnuleik og gekk ekkert á
uns leiknum var lokið og fólk fór að
þyrpast að útgönguleiðunum. Er
troðningurinn var orðinn mikill,
tóku nokkrir óróaseggir að kasta
hvellhettum og tómum flöskum
ofan úr stúkunni og niður á
mannfjöldann, auk þess sem margir
köstuðu af sér vatni yfir mannfjöld-
ann.
Fór fólk að ryðjast við ófögnuð
þennan og urðu afleiðingarnar
skelfilegar. Margir hinna slösuðu
voru illa leiknir, með brotna útlimi
og innvortis meiðsli. Meðal hinna
látnu var ófrísk kona, en flestir
voru táningar.