Morgunblaðið - 20.11.1982, Page 20

Morgunblaðið - 20.11.1982, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PAUL LEWIS Þúsundir manna söfnuðust saman á Bastilhitorgi í maí í fyrra til að fagna kjöri Mitterrands og sigri sósíalista. Framvinda efnahagsmálanna hefur hins vegar orðið með öðrum hætti en vonir stóðu til enda ræðst hún sjaldnast af kosningaúrslitum einum saman. Frakkland: Leitað á náðir einkafjármagnsins til bjargar þjóðnýttum fyrirtækjum Franskir jafnaðarmenn létu það verða eitt af sinum fyrstu verkum eftir að þeir komust til valda í kosningunum 1981 að efna til víðtækrar þjóðnýtingar, bæði stórra iðnaðarsamsteypa og fjölmargra banka. Hugð- ust þeir á þann hátt ýta undir efnahagslíhð, sem var farið að sýna ýmis merki stöðnunar. I'essar áætlanir þeirra hafa brugðist að flestu leyti. Mikið tap er á þjóðnýttu fyrirtækjunum, samdrátturinn i efnahagslifinu eykst stöðugt og frankinn á í vök aö verjast. Af þessum sökum hefur Mitterrand nú ákveðið að leita á náðir einkafjármagnsins í landinu ríkisfyrirtækjunum til bjargar. Um miðja þessa viku fór franska stjórnin þess á leit við almenna fjár- magnseigendur, að þeir legðu fram helming þess fjár, sem áætlað er að 2 stærstu fyrirtæk- in, sem þjóðnýtt voru, þurfi til fjárfestingar á árinu 1983. Sú upphæð er raunar helmingi hærri en þessi ríkisfyrirtæki, sem keppa við einkafyrirtækin á frönskum markaði og erlendis, fengu úr ríkiskassanum á þessu ári, sem nú er að líða. Verðbréfasalar og bankamenn í Frakklandi tóku þessari bón með nokkurri tortryggni og kváðu of snemmt að spá um und- irtektir einkaaðila vegna þess að vaxtakjör og aðrir skilmálar hafa enn ekki verið ákveðnir. Þeir bentu þó á, að skuldabréf- unum, sem fyrri eigendur fengu við þjóðnýtinguna, hefði verið mjög vel tekið á verðbréfamark- aðnum vegna hárra vaxta, sem þeim fylgdu. Aætað er, að ríkisfyrirtækin fjárfesti fyrir fjóra milljarða franka á næsta ári og þar af mun ríkissjóður útvega einn milljarð. Sum ríkisfyrirtækj- anna, sem í raun fjármögnuðu þjóðnýtinguna sjálf með því að kaupa aftur með eigin fé skuida- bréfin, sem fyrri hluthafar fengu í hendur, ætla að létta undir með sér með því að selja þessi bréf aftur, en mestan hluta fjárins á að fá með sölu hiuta- bréfa á almennum markaði. Þessum bréfum mun bó e’rki fylgja atkvæðisréttur í málefn- um fyrirtækjanna. Þótt ekki liggi fyrir í öllum atriðum hvernig þessum málum verður hagað, er þó ljóst, að fjár- festingaraðilum verður tryggð örugg ávöxtun fjárins auk greiðslna í hlutfalli við arð. Sami háttur var hafður á þegar bankarnir, sem stjórnin þjóð- nýtti, voru snemma á þessu ári neyddir til að lána næstum einn milljarð franka til stáliðnaðar- ins franska, sem næstum var gjaldþrota. í tilkynningu stjórnvalda sagði, að þjóðnýttu iðnfyrirtæk- in 2 myndu leggja fram tillögu um nýja fimm ára áætlun fyrir lok þessa mánaðar og að stjórnin myndi taka afstöðu til hennar fyrir árslok. Meginefni tillög- unnar er um aðferðir til að auka samkeppnishæfni fyrirtækj- anna, þróun nýrrar tækni, auk- inn útflutning, orkusparnað og hvernig koma megi í veg fyrir að enn fleiri missi atvinnuna hjá fyrirtækjunum en orðið er. Áætlanir sósíalistastjórnar- innar um að biðja einkaaðila um að fjármagna þjóðnýttu fyrir- tækin sýna vel hve ástandið er alvarlegt í frönskum ríkisfjár- málum. Þær endurspegla einnig þá ákvörðun Mitterrands, að greiðsluhallinn á næsta árj megi ek.ki fara fram úr 3% miðað við 'arframleiðslu, en það er lið- .ii i baráttu hans við verðbólg- una og stöðuga gengislækkun franska frankans. Að einu undanteknu mun mik- ill halli verða á þjóðnýttu fyrir- tækjunum á þessu ári en í fyrra töpuðu þau um 1,7 milljörðum franka. Embættismenn frönsku stjórnarinnar halda því fram, að ef einkaaðilar verði látnir taka þátt í fjármögnun ríkisfyrir- tækjanna muni það sefa ótta Bandaríkjamanna og annarra þjóða um að frönsk stjórnvöld haldi þessum fyrirtækjum í raun uppi með því að taka á sig allan hallann. Enn sein komið er hafa að vísu engar kvartanir borist frá ríkisstjórnum annarra ríkja vegna þeirra fjárfúlgna, sem franskir sósíalistar hafa dælt í ríkisfyrirtækin, en nú þegar má þó sjá ýmis merki um óánægju, bæði meðal bandamanna Frakka í EBE og í Bandaríkjunum. Vitað er, að framkvæmda- nefnd Efnahagsbandalagsins hefur fylgst mjög náið með þess- um málum vegna hugsanlegra brota á reglum bandalagsins um frjálsa verslun og fjármálanefnd öldungadeildarinnar bandarísku lét það verða sitt fyrsta verk, áð- ur en hún fór til Genfar á ráð- herrafund um heimsverslunina, að koma til Parísar og kynna sér áætlanir frönsku stjórnarinnar í iðnaðarmálum og hvernig háttað er stuðningi hennar við þjóð- nýttu fyrirtækin. Það var fremur af pólitískri hugsjón en efnahagslegri nauð- syn, sem franskir sósíalistar réð- ust í þjóðnýtingu fyrrgreindra fyrirtækja. Hafi þeir hins vegar bundið einhverjar vonir við hana, hafa þær brugðist, enn sem komið er a.m.k. Sumir vilja rekja það beint til þjóðnýtingar- innar en að sjálfsögðu veldur mestu sá samdráttur, sem orðið hefur í efnahagslífi Frakka og um allan heim. Það lendir hins vegar á frönsku stjórninni að bera byrðarnar og hún kann að standa frammi fyrir óvæntum erfiðleikum ef viðskiptaþjóðir hennar saka hana um undirboð, með því að í raun greiði hún niður framleiðslu viðkomandi fyrirtækja. SV Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Prestskosning Umsækjandi sr. Gunnar Björnsson Kosning fer fram í Miðbæjarskólanum, laugardag og sunnudag 20. og 21. nóv- ember, kl. 10—18, báða dagana. Kosningarétt hafa þeir sem náö hafa 16 ára aldri 1981, eru í söfnuöinum, eða skrá sig í hann áður en kjörfundi lýkur. Fríkirkjufólkl — Bjóöum sr. Gunnar velkominn til starfa með því aö fjöl- menna á kjörstað. Arshátíð Félags sjálfstæöismanna í Fella- og Hólahverfi veröur haldin laugardaginn 20. nóv. 1982 aö Seljabraut 54, (hús Kjöts og fisks). 1. Borðhald. 2. Skemmtiatriði. 3. Dansað til kl. 02.00. Borðhald hefst stundvíslega kl. 19.00. Mætum öll og höfum meö okkur gesti. Miöapantanir í símum 77748 og 71519 milli kl. 18—22. Nefndin. KAU PM AN N ASAMTÖK ÍSLANDS Kaupmannasamtök íslands spyrja? Er þér sama hvaða vörumerki þú kaupir? Ef ekki athugaöu þá vel aö í verökönnun Verölags- stofnunar er ekki geröur greinarmunur á gæöum og vörumerki þegar verösamanburöur er geröur. Gerir þú ekki mikinn mun á dýrasta og ódýrasta bílnum eöa dýrasta og ódýrasta kjötinu? Kaupmannasamtök íslands. Alfa-Laval styrkurinn Sænska fyrirtækiö Alfa-Laval AB, bauö áriö 1980 aö veita þeim sem vinna aö mjólkurframleiöslu eöa í mjólkuriðnaöi, styrk einu sinni á ári næstu fimm ár. Styrknum skal varið til þess aö afla aukinnar mennt- unar eöa fræöslu á þessu sviöi. Upphæö styrksins er sænskar kr. 10.000,- hvert ár. Þeir sem til greina koma viö úthlutun Alfa-Laval styrksins eru: 1. Búfræöikandidatar. 2. Mjólkurfræöingar. 3. Bændur, sem náö hafa athyglisverðum árangri í mjólkurframleiöslu. 4. Aðrir aöilar, sem vinna aö verkefnum á sviöi mjólkurframleiöslu og mjólkuriönaöar, eöa hyggj- ast afla sér menntunar á því sviöi. Umsóknir meö ýtarlegum upplýsingum um fyrri störf, svo og hvernig styrkþegi hyggst nota styrkinn þurfa aö berast undirrituöum fyrir 23. desember. Uthlutun veröur tilkynnt 31. desember. Samband ísl. samvinnufélaga Dráttarvélar hf. Vóladeild, Ármúla 3, 105 Reykjavík. Sími 38900. Sudurlandsbraut 32, 105 Reykjavík. Sími 86500.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.