Morgunblaðið - 20.11.1982, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982
21
Jón Baldvinsson f sýningarsal sínum að Heiðarási 8.
Allir miklir málarar
eru dulhyggjumenn
— segir Jón Baldvinsson, en hann opnar málverkasýningu í eigin sýningarsal í dag
AÐ HEIÐARÁSI 8 í Árbæjarhverfi býr Jón Baldvinsson listmálari í 340
m2 húsi sem hann hefur nýlega byggt. Þetta er dálítið sérkennilegt hús:
það er i tveimur jafnstórum hsðum, i neðri hsðinni eru tveir 40 m2
sýningarsalir, og i efri hsðinni er 40 m2 vinnustofa.
Það er ekki mjög fátítt að
listmálarar komi sér upp vinnu-
stofu í híbýlum sínum, en hitt er
sjaldgæfara að þeir komi sér upp
sýningaraðstöðu líka! í dag,
laugardaginn 20. nóvember,
opnar Jón sína fyrstu sýningu í
þessum einkasölum sínum.
„Já, þetta er í fyrsta skipti
sem ég sýni heima, en ef þetta
gengur sæmilega gæti ég vel
hugsað mér að hafa þarna gall-
erí opið einu sinni í viku t.d.“
— Hvernig verk ertu með á
sýningunni núna?
„Þetta eru allt olíumálverk,
frekar stórar myndir, 55 að tölu.
Mest er um landslagsmyndir, en
þó með hugmyndaívafi — en
með „hugmynd" á ég við fant-
asíu. Stíllinn er sem sagt eins
konar blanda af natúralisma og
expressionisma. Myndirnar eru
allar málaðar á síðustu þremur
árum og flestar til sölu.“
— Þú hefur haldið fjölda sýn-
inga áður, er það ekki?
„Jú, fjöldan allan. Síðast var
ég með sýningu í vor í Keflavík,
þar áður á Loftinu ’79, og ef ég
held áfram í öfugri tímaröð:
Norræna húsinu, inn á Grens-
ásveg, í Bogasalnum, og svo á
Kjarvalsstöðum ’75, en þar sýndi
ég 90 myndir og seldi mjög vel.
Ég held að ég sé ekkert að rekja
þetta aftar, en ég hélt mína
fyrstu sýningu ’61, minnir mig, á
Mokka.“
— Hefurðu breytt um stíl í
gegnum tíðina?
„Já, ég held það. Ég er svona
meira að færast út í fantasíuna.
Reyndar málaði ég mikið af
hugmyndum fyrst þegar ég var
að byrja, en síðan fór ég út í
landslagsverkin, aðallega til að
prófa það. Og ég komst fljótlega
að því að það er mjög erfitt að
mála landslag. En núna er ég
sem sagt aftur að færast út í
fantasíuna.
Ég hef alla tíð haft mikinn
áhuga á dulspeki, og bera mynd-
ir mínar þess nokkur merki. Það
hvílir ákveðin dulúð yfir verkun-
um. Þetta kemur fram í listaval-
inu — ég nota mest gula, bláa og
fjólubláa liti; og þetta kemur
líka fram í formunum, sem oft er
á nokkur óraunveruleikablær."
— Hefurðu orðið fyrir dul-
rænni reynslu?
„Nei, ekki beint. Og ég stunda
engar æfingar til þess að stuðla
að slíkri reynslu. Nema auðvitað
það að mála. En það er ein besta
æfing í fasthygli sem til er.
Stundum gleymir maður stund
og stað.
Ég held að það sé fátt eins
þroskandi fyrir manninn og það
að mála — og þá er alveg sama
hvað út úr því kemur. Og reynd-
ar er ég þeirrar skoðunar að
flestir miklir málarar séu dul-
hyggjumenn — oft án þess að
vita af því sjálfir!"
— Hvernig gengur að lifa af
málaralistinni?
„Það er nú svona upp og niður.
Yfirleitt gengur það ekki allt of
vel, en það koma tímabil þar sem
maður er með morð fjár í hönd-
unum. En þótt ég hafi byrjað ár-
ið 1957 að mála, þá var það ekki
fyrr en 1971 að ég gerði málara-
listina að aðalatvinnu minni. En
fram að þeim tíma hafði ég feng-
ist við ýmislegt; keyrt leigubíl,
verið fasteignasali, sölumaður
og verslunarmaður o.fl. Og þessi
fjölbreytti bakgrunnur gerir
mér kannski auðveldara að kom-
ast af sem málari en ella. Og það
hús sem ég bý í núna er þriðja
húsið sem ég byggi um ævina.“
— Er þetta draumahúsið?
„Það er eins og draumahúsið
komi aldrei. Maður er alltaf að
reka sig á eitthvað sem mætti
betur fara.“
Sýning Jóns hefst í dag, eins
og áður sagði, og stendur til 5.
desember nk.
Ráðstefna um tengsl HI
og framhaldsskólanna
STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands
gengst fyrir ráöstefnu um tengsl Há-
skólans og framhaldsskólanna, laug-
ardaginn 20. nóvember kl. 10. í
fréttatilkynningu frá SHÍ segir m.a.:
Á undanförnum árum hefur
nokkuð verið rætt um það hversu
góðan undirbúning mennta- og
fjölbrautaskólar veita nemendum
sínum undir háskólanám. Til að
fjalla um þessi mál hefur SHÍ
fengið Jón Torfa Jónasson lektor
og Stefán Andrésson áfangastjóra
í Fjölbraut Breiðholti til að halda
framsöguerindi. Að þeim loknum
verða almennar fyrirspurnir. Eft-
ir hádegi munu verða pallborðs-
umræður um þessi mál. Þátttak-
endur í þeim verða Ásta Ragn-
arsdóttir námsráðgjafi HÍ, Guðni
Guðmundsson rektor MR, Gunnar
Karlsson prófessor HÍ, Halldór
Guðjónsson kennslustjóri HÍ og
Jón Böðvarsson skólameistari FS.
Að þeim loknum verða almennar
umræður og fyrirspurnir.
Ráðstefnan verður haldin í há-
tíðarsal Háskólans og byrjar kl.
10.00 eins og fyrr sagði. Kennarar
framhaldsskóla og Háskólans eru
hvattir til að sækja ráðstefnuna
sem og aðrir áhugamenn um
menntamál.
Jónas Ingimundar-
son leikur á Akureyri
JÓNAS Ingimundarson, píanóleik-
ari, heldur tónleika í Borgarbíói á
Akureyri í dag, laugardag, kl.
17.00, og eru það jafnframt fyrstu
áskriftartónleikar Tónlistarfélags
Akureyrar á þessum vetri. Á efn-
isskránni verða þrjár polonesur og
sex etýður eftir Chopin og myndir
á sýningu eftir Mussorgski. Á tón-
leikunum fræðir Jónas um verkin,
sem hann flytur. Þá er fréttnæmt,
að daginn áður mun Jónas fara
með tónlistarkynningu í fram-
haldsdeildir skólanna og í
Menntaskólann.
í lögum TA er tekið fram, að:
„Félaginu ber að efla tónlistarlíf,
áhuga og tónlistarfræðslu í Akur-
eyrarbæ." Heimsókn Jónasar Ingi-
mundarsonar er viðleitni félagsins
til að sinna öllum þessum megin-
markmiðum sínum, einnig þetta
árið, þegar í hönd fer 40 ára af-
mæli þess næsta vor.
Sala áskriftarskírteina er nú í
fullum gangi að fimm tónleikum
vetrarins og fást þau og einstakir
miðar í Bókabúðinni Huld í Hafn-
arstræti og að vanda við inngang-
'nn- (Fréttatilkynning)
Fyrirlestur, sem
nefnist: „Hvað
er réttlæti?“
ÞORSTEINN Gylfason mun á morg-
un, sunnudag, flytja fyrirlestur I Fé-
lagi áhugamanna um heimspeki,
sem nefnist „Hvad er réttlæti?"
Þessi fyrirlestur er eins konar fram-
hald af „Rauðum fyrirlestri", sem
Þorsteinn flutti í Rauða húsinu á Ak-
ureyri í fyrrasumar og birtur var I
Morgunblaðinu. í þeim fyrirlestri
fjallaði Þorsteinn um frjálshyggju og
gagnrýndi m.a. hugmyndir Milton
Friedmans um frelsi og réttlæti.
Fyrirlestrinum á sunnudaginn
— segir í fréttatilkynningu frá Fé-
lagi áhugamanna um heimspeki —
mun Þorsteinn snúa sér að frjáls-
hyggjukenningum Robert Nozicks,
prófessors við Harvard-háskóla,
og ræða m.a. þá kenningu hans að
ríkisafskipti í tekjujöfnunarskyni
séu mannréttindabrot. Þorsteinn
mun reyna að sýna fram á að í
þessum hugmyndum Nozicks séu
sambærilegir brestir við þá sem
greina má í frjálshyggju Fried-
mans.
Markmið Þorsteins er þó ekki
fyrst og fremst að sýna fram á
fræðilega veikleika frjálshyggj-
unnar, heldur telur hann að af
þessari gagnrýni megi draga ýms-
ar ályktanir um réttlæti. Og þessar
ályktanir telur Þorsteinn að
stangist að meira eða minna leyti
á viðteknar réttlætishugmyndir
siðfræðinga og stjórnspekinga
eins og til að mynda víðfræga
réttlætiskenningu John Rawls í
bók hans Theory of Justice.
Fyrirlesturinn verður fluttur í
Lögbergi, stofu 101, og hefst kl.
15.00.
Sýning á verk-
um Jóns Þorleifs-
sonar framlengd
VEGNA ágætrar aðsóknar að yfir-
litssýningunni á verkum Jóns Þor-
leifssonar í Listasafni íslands hefur
verið ákveðið að framlengja hana
um eina viku.
Yfirlitssýningunni lýkur sunnu-
daginn 28. nóvember og er því
hver síðastur að nota þetta ein-
stæða tækifæri til að kynnast
verkum Jóns Þorleifssonar, en
flest verkanna eru í einkaeign.
Sýningin verður opin daglega,
virka daga kl. 1.30—16.00, en um
helgar kl. 1.30-22.00.
Suðurnes:
Keilir selur
sælgætisdagatöl
EINS og undanfarin ár mun Lions-
klúbburinn Keilir á Vatnsleysuströnd
vera með sölu á sælgætisdagatölum á
Suðurnesjum nú fyrir jólin.
í dag, laugardag, verður gengið í
hús í Grindavík, Sandgerði, Garði,
Höfnum, Innri-Njarðvík og Vogum.
Á morgun, sunnudag, verður gengið
í hús í Ytri-Njarðvík og Keflavík.
Ágóði rennur sem fyrr til líkn-
armála á Suðurnesjum.
Austurbæjarbíó:
„Blóðug nótt“
AIJSTURBÆJARBÍÓ hefur hafið sýn-
ingar á kvikmyndinni „Blóðug nótt“,
sem á ensku heitir „Prom Night“.
Myndin er hrollvekja frá Avco Emb-
assy-félaginu.
Leikstjóri myndarinnar er Paul
Lynch, en framleiðandi er Peter
Simpson. Handrit gerði William
Gray og tónlist er eftir Carl Zittrer
og Paul Zaza. Aðalhlutverk leika
Lesley Nielsen, Jamie Lee Curtis,
Casey Stevens og Eddie Benton.
Fræðileg vinnubrögð?
Eftir Ólaf Örn Arn-
arson yfirlækni
Landakotsspítala
Nokkur orðaskipti hafa orðið á
milli þeirra dr. Friðriks Einars-
sonar læknis og Davíðs Á. Gunn-
arssonar, forstjóra ríkisspítal-
anna, vegna nefndarskipunar heil-
brigðisráðherra til þess að vinna
að úttekt á daggjaldasjúkrahús-
um. Davíð mótmælir þar áliti dr.
Friðriks á skoðunum sínum um
rekstrarfyrirkomulag heilbrigð-
isstofnana og vitnar þar í rit heil-
brigðis- og tryggingamálaráðun-
eytisins nr. 2/1980, en þar stendur:
„Ef (leturbreyting ÓOA) sjúkra-
húsin (Landspítali, Borgarspítali
og Landakotsspitali) verða áfram
rekin sem þrjár sérstakar rekstr-
arheildir einhvern tíma, er höf-
undur því fylgjandi, að rekstri
þeirra verði haldið áfram með
mismunandi fjármögnunarkerfi."
Rétt er að undirstrika orðið ef í
upphafi þessarar setningar því að
á næstu blaðsíðu á undan í sama
riti og raunar ofar á sömu blað-
síðu segir höfundur:
„Hagkvæmasta lausnin á
rekstri sjúkrahúsa í Reykjavík er
vafalaust eitt sjúkrahús á einum
stað.“ Og enn: „Miðað við þá
stjórnmálalegu, fjárhagslegu og
skipulagslegu erfiðleika, sem yrðu
á framkvæmd allsherjarsamein-
ingar í Reykjavík, er hér lagt til
að í fyrstu lotu verði ákveðin
verkaskipting ...“ Síðar segir:
„Innkaup allra sjúkrahúsa og
heilsugæslunnar verði sameinuð,
eftir því sem unnt er. öllum stofn-
unum verði gert skylt að nota
sama bókhaldskerfið. í annarri
lotu verði síðan tekin ákvörðun
um hvort sameina eigi öll sjúkra-
húsin undir eina rekstrarstjórn."
Það er svo sannarlega ekki að
ástæðulausu að dr. Friðrik kemst
að niðurstöðu sinni um skoðanir
Davíðs.
Allir landsmenn þekkja vænt-
anlega pólitískar skoðanir for-
manns Alþýðubandalagsins og nú-
verandi heilbrigðisráðherra. Ráð-
herra hefur verið stefnu sinni
trúr. í upphafi ársins var gerð að-
för að þeim sjúkrahúsum, sem
rekin eru á daggjöldum, með þeim
ákvörðunum sem þá voru teknar í
daggjaldamálum. Síðan kom aðför
ráðherra að stofnunum fyrir þros-
kahefta og ákvörðun um föst fjár-
lög fyrir Landakotsspítala og
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
áður en nokkur niðurstaða er
fengin um ágæti fastra fjárlaga.
Fyrir Alþingi liggur nú frum-
varp til laga um breytingu á lög-
um um heilbrigðisþjónustu. 16.
grein þessa frumvarps hljóðar svo:
„Við 24. gr. bætist nýr töluliður,
er verði 3. tl. og orðist svo:
Ráðherra skal með reglugerð
kveða á um samvinnu og sam-
stjórn sjúkrahúsa í landinu."
Verði þessi grein að lögum hef-
ur ráðherra þar með fengið
ótakmarkað vald til þess að móta
sjúkrahúskerfið að sínum geð-
þótta.
Það er því ekki undarlegt að
þeir, sem telja valddreifingu í
þessu kerfi heppilegri en algera
miðstýringu, óttist að niðurstaða
„fræðilegra vinnubragða" nefnd-
arinnar sé fyrirfram ákveðin.