Morgunblaðið - 20.11.1982, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.11.1982, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 Albert Guðmundsson: Staða Sjálfetæðis- flokksins er sterk Vmstri fylkingin klofnar enn „Ég veit ekki betur,“ sagði Albert Guðmundsson (S) í umræðu um lok- unartíma sölubúða á Alþingi, en þær reglur, sem nú gilda um þetta efni í Keykjavik, hafi verið samþykktar af borgarfulltrúm vinstri meirihluta, sem Guðrún Helgadóttir (Abl) átti hlutdeild að. l*essi mál eru á vald- sviði sveitarstjórna, ekki Alþingis, og viðkomandi reglugerð byggö á frjálsum kjarasamningum milli samningsaðila í þessari atvinnu- grein. Albert brást hart við árásum á Sjálfstæðisflokkinn, sem Vil- mundur Gylfason (A) og Guðrún Helgadóttir (Abl) stóðu að í þess- ari umræðu. Sjálfstæðstæðis- flokkurinn er sterkur og stór, sagði Albert, samanstendur af fólki úr öllum starfshópum þjóð- félagsins, og stendur af sér skammir af því tagi, sem hér hafa Albert Guðmundsson verið á borð bornar. Við, þing- menn flokksins, kjósum að halda uppi málefnalegri umræðu og höf- um málefnalega stöðu til að mæta andstæðingum okkar á hvaða vettvangi sem er. í Sjálfstæðis- flokknum býr sá vilji og sá kraftur að hann óttast ekki atlögur af því tagi sem fjórði þingmaður Reyk- víkinga hefur staðið fyrir hér í dag. Málefni flokkanna sem slíkra eru ekki hér á dagskrá, þó Vil- mundur Gylfason hafi fært þá inn í umræðuna, en staða okkar sjálfstæðismanna gagnvart þing- mönnum þeirrar vinstri fylkingar, sem velkist um þjóðmálasjó, og sí- fellt brotnar úr og klofnar, sam- anber daglegar fréttir þar um, fer síbatnandi, enda styrkist Sjálf- stæðisflokkurinn að sama skapi og vinstri fylkingin deilir sér upp. Samstaða um Rockall-kröfur: Tillaga Eyjólfs Konráðs fékk góðar undirtektir „Við fslendingar eigum mjög þýðingarmikil réttindi suður af landinu, þar sem er hafsbotninn á Rockall-svæðinu .. Ég leyfi mér að halda því fram að skv. hafréttar- sáttmála séu réttindi okkar ótví- ræðari en þau vóru á Jan Mayen- svæðinu .. Kéttindagæzla íslands er eitt af mikilvægustu utanríkis- málum okkar ..,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson (S), er hann mælti fyrir tillögu sinni um hafsbotns- réttindi ísíands í suðri. Eyjólfur minnti á þingsálykt- anir frá í desember 1978 og maí 1980, þess efnis, að ríkisstjón var falið að halda fram kröfum um hafsbotnsréttindi sunnan 200 mílna efnahagslögsögu íslands að því marki sem þjóðréttarregl- ur frekast leyfa. Tillaga sú, sem Eyjólfur flyt- ur, gerir ráð fyrir þvi, að Alþingi kjósi 5 manna nefnd, sem starfi með ríkisstjórn að framgangi málsins, réttindakrafna á Rockall-svæði, þ.á m. viðræðum við Færeyinga, Breta og íra. • Ólafur Jóhannesson, utanrík- isráðherra, sagði hér um mjög stórt mál að ræða. Eftir að samningar hafi náðst um Jan Mayen séu tvö landgrunnssvæði, sem íslendingar telji sig eiga réttindatilkall til: Rockall- svæðið og Reykjaneshryggurinn. Hvortveggja sé rétt hjá flutn- ingsmanni tillögunnar, að. byggja þurfi upp réttindakröfur okkar og halda fram viðræðum við þær þrjár þjóðir aðrar, sem telji til réttinda á þessu svæði, ásamt okkur. Ég er algerlega samála þeim anda, sem í tillög- unni er, en hef fyrirvara á, um viss atriði. • Garðar Sigurðsson (Abl) fagnaði tillögu Eyjólfs Konráðs. „Hann hefur lengi sýnt mikinn áhuga á þessu máli og öðrum réttindamálum íslendinga út á við, Jan Mayen-málinu, land- helgismálum og fleirum, og lagt sig mjög fram um að kynna sér þessi málefni rækilega. Ég hef þá einu athugasemd fram að flytja, að tillagan hefði fengið aukinn þunga, ef Eyjólfur hefði tekið menn úr öðrum þingflokk- um sem meðflutningsmenn." • Arni Gunnarsson (A) sagði hér á ferð mjög mikilvægt mál „og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka flutningsmanni þann dugnað og áhuga, sem hann hef- ur sýnt, ekki bara þessu máli heldur fleirum sem tengjast réttindum íslendinga í hafrétt- arlegum skilningi. Eg er þeirrar skoðunar, eins og Eyjólfur Kon- ráð,“ sagði Árni, „að þar þurfi skjótlega að taka upp viðræður við Færeyinga og aðrar viðkom- andi þjóðir um málið, sem og veiðar Færeyinga.“ Þjóðsöngur íslendinga: Flutningur er aðeins heimill í upphaflegri gerð Gildir jafnt um ljóð og laggerð í gær var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um þjóðsöng Is- lendinga. í fyrstu grein þess er kveð- ið á um, að þjóðsöngurinn sé „Ó Guð vors lands“, „Ijóð eftir Matthí- as Jochumsson og lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar“. Onnur grein segir þjóðsönginn „eign íslenzku þjóðarinnar, og fer forsætisráðu- neytið með umráð yfir útgáfurétti á honum“. I*riðja grein tekur af skarið um að þjóðsönginn skuli ekki „flytja eða birta í annarri mynd en hinni upphaflegu gerð höfunda hans. Á það jafnt við um Ijóð, hljómsetníngu og hljóðfall þjóðsöngsins.“ Frumvarpið felur og í sér bann við notkun þjóðsöngsins í við- skipta- eða auglýsingaskyni. Rísi ágreiningur um rétta notkun hans sker forsætisráðherra úr. Hann getur og veitt undanþágu frá ákvæðum 3. gr. „þegar sérstaklega stendur á“. Með forsetaúrskurði skal setja nánari ákvæði um notk- u; l ióðsöngsins, ef þurfa þykir. „Brot gegn ákvæðum laga þess- sra varða sektum eða varðhaldi." í athugasemdum segir að ekki hafi til þessa verið í gildi laga- ákvæði né beinar ákvarðanir stjórnvalda um þjóðsöng íslend- inga. Með frumvarpinu sé leitað staðfestingar á fyrri afstöðu stjórnvalda varðandi þjóðsönginn, tekinn af allur vafi í máli, sem mestur hluti þjóðarinnar sé ein- huga um. Frumvarpið er samið að ósk forsætisráðherra af Gunnari G. Schram, prófessor, í samráði við Gauk Jörundsson, prófessor. Svipmynd frá Alþingi Stálfjall í V-Barðastrandarsýslu: 180 milljónir tonna af surtarbrandi Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) mælti nýlega fyrir tillögu um rannsókn á hagnýtingu surtarbrands á Vestfjörðum. Talið er, að 180 milljónir tonna af surtarbrandi séu i Stálfjalli í Vestur-Barðastrandarsýslu. Hér á eftir fer stuttur kafli úr framsögu Þorvaldar Garðars: „Þingsályktunartillagan um rannsókn og hagnýtingu surtar- brands á Vestfjörðum var flutt á síðari hluta síðasta þings og náði þá ekki afgreiðslu. Málið vakti samt mikla athygli og hreyfing komst á málið. I tillögunni var gert ráð fyrir, að Orkustofnun ynni að málinu. Þó að tillagan væri ekki afgreidd á síðasta þingi, beið Orkustofnun ekki boðanna. Nú þegar vinnur Orkustofnun að því að láta gera frumúttekt á vinnsluhæfni og vinnsluhag- kvæmni surtarbrands á grundvelli þeirrar vitneskju, sem nú er fyrir hendi um hann. Leitað hefur verið aðstoðar aðila erlendis, sem reynslu hafa í kolavinnslu, þ.á m. í vinnslu brúnkola. Samið hefur verið við National Coal Board í London um að sú stofnun taki að sér frumúttekt á vinnsluhag- kvæmni surtarbrands á Vestfjörð- um. Er þá gert ráð fyrir, að þessi stofnun byggi á upplýsingum. þeim, sem þegar eru fyrir hendi hér á landi, sérfræðingar stofnun- arinnar, ásmt íslenzkum sérfræð- ingum, skoði þá surtarbrands- staði, sem einna álitlegastir þykja til vinnslu og höfð verði hliðsjón af reynslu National Coal Board af vinnslu brúnkola. Er gert ráð fyrir, að National Coal Board sendi hingað næsta sumar, líklega í ágúst eða september, einn náma- verkfræðing og einn námajarð- fræðing, sem skoði, ásamt ís- lenzkum sérfræðingum nokkra surtarbrandsstaði á Vestfjörðum. Þá er þess að geta, að tveir sér- fræðingar hjá Orkustofnun vinna nú að því að taka saman yfirlit um það sem vitað er um surtarbrand á Islandi. Þetta yfirlit verður senj, National Coal Board snemma á þessum vetri. Þar sem þess er að vænta, að vinnsluhagkvæmni surtarbrands sé talsvert háð því, hve mikið er unnið af honum ár- lega, verða National Coal Board gefnar upp þrjár mismunandi for- sendur um árlegt vinnslumagn. Þær verða að sjálfsögðu að taka mið af hugsanlegum markaði fyrir surtarbrand hér á landi. Það er nú unnið að því að kanna það mál nánar. Hugsanlegir surtarbrands- notendur eru kyndistöðvar hita- veitna, Sementsverksmiðjan og annar iðnaður, sem nú notar svartolíu, svo sem fiskimjölsverk- smiðjur og heykögglaverksmiðjur. Til að meta hagkvæmni surt- arbrandsvinnslu er samanburður við svartolíu ófullnægjandi einn sér. Samanburður við innflutt kol verður einnig að koma til. Samkvæmt því, sem Orkustofn- un tjáir mér nú, er þess vænzt, að frumúttekt á þessum málum geti legið fyrir eftir u.þ.b. eitt ár. Þeg- ar þessi frumúttekt liggur fyrir, er tímabært að ákveða frekari skref í málinu. Það er ánægjulegt, að Orku- stofnun skuli hafa brugðist svo skjótt og vel við í máli þessu. Samt sem áður er nauðsynlegt að fá til- lögu okkar til þingsályktunar um rannsókn og hagnýtingu surtar- brands á Vestfjörðum samþykkta. Þess vegna höfum við á ný lagt tillögu þessa fram nú á þessu þingi. Þess er að geta, að sam- kvæmt tillögunni er gert ráð fyrir, að ekki einungis Orkustofnun vinni að þessum málum, heldur og Rannsóknaráð ríkisins. Það má segja, að verkefnaskiptingin milli Orkustofnunar og Rannsóknaráðs ríkisins varðandi þetta mál sé sú, að Orkustofnun vinnur að því sem lýtur að vinnsluþættinum, en Rannsóknaráð ríkisins vinnur að því er lýtur að nýtingarþættinum. Nýtingarþátturinn er ekki síður mikilvægur, því að hann lýtur að því að skapa markað fyrir surt- arbrandinn. Ber þá að hafa í huga hagnýtingu surtarbrandsins, ekki einungis sem eldsneytis, heldur og að surtarbrandurinn geti orðið hagnýttur til margs konar efna- iðnaðar."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.