Morgunblaðið - 20.11.1982, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
ALCOPLEY
OG UNA DÓRA
UM_NÍNU
BAADER-NEINHOF
Á FALLANDI
FÆTI
KÚLUHÚS
LOKAKAFLINN
ER HÁMARKIÐ
í FJÁRHÚSI
MEÐ STRANDPÓSTI
KAFLI ÚR BÓK KRISTJÁNS
SVEINSSONAR, AUGNLÆKNIS
DRAUMAPRINSINN
INGRID BERGMAN
ÓBEIZLUD ORKA
í ÍSLENZKUM
HÖNNUÐUM
KOSSAMET
í KVIKMYNDUM
ALAN SIMONSEN,
KNATTSPYRNU-
MAÐURINN DANSKI
EUGENEO’NEILL
TÍZKANJ PARÍS
BAYERN MÚNCHEN
SNÆUGLAN
ELSKHUGI LAFÐI
CHATTERLEY
Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans
Brídge
Arnór Ragnarsson
Bridgesamband
Reykjavíkur
Urslit Reykjavíkurmótsins í
tvímenningi verða spiluð nú um
helgina í Hreyfilshúsinu. Spila-
mennskan hefst kl. 13.00 á laug-
ardeginum og verður spilað fram
til kl. 18.00. Síðan verður byrjað
aftur á sunnudeginum kl. 12.00,
og mun mótinu væntanlega
ljúka á milli kl. 23.00 og 24.00.
Keppnisgjald í úrslitunum er
kr. 200 á par. Áhorfendur eru
velkomnir og er enginn aðgangs-
eyrir.
Reykjanesmótið
í tvímenningi
Reykjanesmótið í tvímenningi
verður haldið helgina 4.-5. des-
ember í íþróttahúsinu við
Strandgötu í Hafnarfirði. Spil-
aður verður tölvugefinn baro-
meter undir stjórn Vigfúsar
Pálssonar. Spilað verður um silf-
urstig. Spilamennska hefst kl. 1
á laugardeginum.
Þátttaka er takmörkuð við 28
pör og verður minnst annar spil-
ari í pari að vera félagi í bridge-
félagi á Reykjanesi. Þátttöku má
tilkynna í símum 54607 (Ásgeir),
52941 (Einar), eða í síma 92-2073
(Gestur). Þátttökugjald verður
um 200 kr. á spilara.
(Frá Heykjam snofnd)
Bridgedeild BarÖ-
strendingafélagsins
Mánudaginn 15. nóvember
hófst 5 kvölda hraðsveitakeppni
með þátttöku 12 sveita.
Staða 6 efstu sveita eftir 1.
umferð er þessi:
sveit stig
Jóhanns Guðbjartssonar 487
Sigurbjörns Ármannssonar 465
Ágústu Jónsdóttur 462
Ragnars Þorsteinssonar 460
Einars Flygenring 440
Viðars Guðmundssonar 429
Frá keppni hjá Bridgefélagi Breiðholts.
Bridgefélag
Akureyrar
Tveimur umferðum er lokið í
Akureyrarmótinu í sveitakeppni
en alls taka 18 sveitir þátt í
keppninni og er spilað í þremur
riðlum.
Staðan í A-riðli:
Júlíus Thorarensen 33
Anton Haraldsson 32
Ferðaskrifstofa Akureyrar 20
Mesta athygli í annarri um-
ferð vakti að sveit Júlíusar vann
Ferðaskrifstofu Akureyrar
13-7.
Staðan í B-riðli:
Örn Einarsson 34
Jón Stefánsson 31
Stefán Ragnarsson 26
I þessum riðli vann sveit Jóns
Stefánssonar núverandi Akur-
eyrarmeistara, sveit Stefáns
Ragnarssonar, með 14 gegn 6.
Staðan í C-riðli:
Páll Pálsson 36
Hörður Steinbergsson 24
Halldór Gestsson 20
Sveit Páls Pálssonar vann
sveit Harðar í annarri umferð-
inni með 16 gegn 4.
Að lokinni riðlakeppni spila
tvær efstu sveitir í hverjum riðli
um Akureyrarmeistaratitilinn.
Þriðja umferð verður spiluð nk.
þriðjudag í Félagsborg kl. 20.
Bridgeféiag
Reykjavíkur
Sl. miðvikudag voru spilaðar
7. og 8. umferð í aðalsveita-
keppni félagsins, en fresta varð
þó leik sveita Sævars og Sig-
tryggs.
Mesta athygli vöktu leikir
sveita Jóns Hjaltasonar og
Karls, sem sveit Jóns vann
18—2, og viðureign sveita Aðal-
steins og Þórarins, sem leik með
jafntefli 10—10. Staðan á mót-
inu er nú þessi:
Jón Hjaltason 141
Þórarinn Sigþórsson 123
Sævar Þorbjörnsson 121
frestaður leikur
Aðalsteinn Jörgensen 104
Karl Sigurhjartarson 93
Þórður Möller 86
Sigtryggur Sigurðsson 78
frestaður leikur
Næstu tvær umferðir verða
spilaðar nk. þriðjudag kl. 19.30 og
tvær umferðir verða svo spilaðar
á miðvikudag eins og venjulega.
Bæjakeppni milli
Akureyrar og
Húsavíkur
Fyrir skömmu fór fram bæja-
keppni milli Akureyrar og Húsa-
víkur en keppni þessi er árlegur
viðburður. Komu Húsvíkingar til
Akureyrar með 9 sveitir. Keppt
var um nýjan mjög fallegan og
veglegan bikar sem Akureyrar-
útibú Búnaðarbanka íslands gaf
til keppninnar. Að þessu sinni
unnu Ákureyringar með tals-
verðum mun. Þeir munu sækja
Húsvíkinga heim að ári.
Fræðsluþættir frá Geðhjálp:
Fyrirspurnir og svör
Góðir lesendur!
I fræðsluþáttum Geðhjálpar
sem að undanförnu hafa birst
hér í Morgunblaðinu, hafa að-
standendur og sérfræðingar
skrifað margar athyglisverðar
greinar, sem óneitanlega hafa
kallað á margar spurningar. Því
hefur félagið ákveðið að taka
upp þá nýbreytni að gefa lesend-
um kost á að koma með skrifleg-
ar fyrirspurnir til sérfræðinga,
um það sem þeim liggur á hjarta
varðandi geðsjúkdóma, sálræn
vandamál og annað er varðar
geðheilbrigðismál. Við sem
störfum í Geðhjálp höfum fengið
heimsóknir og símhringingar frá
fólki sem er í miklum vanda,
vanda sem það vill gjarnan leysa
sjálft, en telur sig þurfa á leið-
beiningum að halda. Ennfremur
virðist fólk vita lítið um
geðsjúkrahúsin, hvaða meðferð
þau veita og hvert eigi að snúa
sér, ef þurfi að leggja sjúkling
inn. Við vitum líka að það eru
margir sem eru haldnir kvíða,
ótta, hryggð, svefnleysi og
spennu, svo eitthvað sé nefnt, en
þeir draga oft alltof lengi að
leita eftir aðstoð. Auðvitað veit
þetta fólk um heimilislækna
sína, en oftast segir það, við get-
um ekki ónáðað þá með svona-
lagað, þeir hafa nóg að gera, og
við erum ekki veik, okkur líður
einfaldlega illa. Félagið Geð-
hjálp vill reyna að liðsinna ykk-
ur, sem teljið að þið þurfið á
hjálp að halda. Við höfum verið
'geðhjálp
svo heppin að fá gott fólk til að
svara fyrirspurnum frá ykkur.
Þau eru Högni Oskarsson geð-
læknir, Jónas Gústafsson og
Magnús Þorgrímsson sálfræð-
ingar, Þórunn l'álsdóttir hjúkrun-
arfræðingur og Karl Marinósson
félagsráðgjafi. Stjórn Geðhjálpar
er þeim innilega þakklát fyrir að
vilja vera með. Við vonum, að les-
endur verði duglegir að skrifa og
notfæri sér þessa þjónustu. Þið
þurfið ekki að skrifa undir nafni,
þið merkið umslagið: Fræðsluþætt-
ir Geðhjálpar, Morgunblaðinu.
Rétt er að geta þess, að við mun-
um áfram vera með stuttar
greinar, eins og verið hefur, og
koma þær inn á milli. Stjórnin
þakkar sérstaklega Styrmi
Gunnarssyni ritstjóra fyrir vel-
vild og skilning.
í vetur mun Geðhjálp gangast
fyrir fyrirlestrum um geðheil-
brigðismál og skyld efni. Fyrir-
lestrarnir verða haldnir á
fimmtudögum á geðdeild Land-
spítalans, í kennslustofu á 3.
hæð og hefjast þeir kl. 20. Fyrir-
lestrarnir eru bæði fyrir félags-
menn svo og alla aðra, sem
áhuga kynnu að hafa. Aðgangur
er ókeypis. Fyrirspurnir og um-
ræður verða eftirjyrirlestrana.
25. nóv. I9S2 Kllen Júlíusdóttir Kynning á starfsemi
félagsráðgjafi fjölskyldudeildar
Kirikur Örn Arnarson Félagsmálastofnunar.
20. jan. 1983 Fælni og helstu
sálfræðingur meðferðarform.
17. febr. 1983 Ingólfur Sveinsson Svefn og þýðing hans
geðlæknir fyrir heilbrigði okkar.
24. marz 1983 Jónas Gustafsson Nýjar aðferðir
sálfræðingur í geðlækningum.
28. apr. 1983 Klin Snædal Skipulagning geð-
fclagsráðgjafi heilhrigðisþjónustu Borgarspitalans.
19. maí 1983 Ingólfur Sveinsson Streita í daglegu
geðlæknir lífi.
KlippiA út og geymiA.
Með kveðju frá stjórn Geðhjálpar