Morgunblaðið - 20.11.1982, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982
Finnur Sveinsson
Eskiholti — Minning
Fæddur 1. október 1887
Dáinn 12. nóvember 1982
Finnur Sveinsson, föðurbróðir
minn í Eskiholti í Borgarfirði, er
látinn, 95 ára gamall. Hann var
einn ellefu barna þeirra Sveins
Finnssonar og Helgu Eysteins-
dóttur, sem lengst bjuggu á Kols-
stöðum í Miðdölum vestur. Árið
1925 fluttu þau að Eskiholti í
Borgarhreppi og bjuggu þar síðan.
Af sonum þeirra lést Eysteinn, sá
elsti, ungur, en fjórir héldu að
heiman: Ásmundur, myndhöggv-
ari, Benedikt, skrifstofumaður,
síðast í Borgarnesi og látinn fyrir
allmörgum árum, Hallsteinn,
smiður í Reykjavík og nú í Borg-
arnesi, og Sigurður, fyrrum aðal-
bókari í Reykjavík. Af dætrunum
ílentist Ingibjörg í Borgarfirðin-
um, var húsfreyja að Flóðatanga
en dvelst nú í Borgarnesi, en til
Reykjavíkur fluttust Þórdís,
saumakona, nú látin, Anna, fyrr-
um verkstjóri, og Þorgerður,
kennari og húsmóðir.
Það kom hins vegar í hlut
tveggja bræðranna, Finns og
Bjarna, að taka við búi föður síns í
Eskiholti. Þeir eignuðust báðir
góðar konur, Finnur kvæntist Jó-
hönnu Kristjánsdóttur frá Þor-
bergsstöðum í Laxárdal, en Bjarni
fékk Kristínar Guðmundsdóttur
frá Skálpastöðum í Lundarreykja-
dal. Þessi tvenn hjón gerðu garð-
inn frægan í Eskiholti um langt
árabil, bjuggu þar myndarbúum,
og er Finnur hinn síðasti þeirra
fjögurra sem fellur frá.
Þeir Kolsstaðafeðgar fengu
snemma orð á sig fyrir að vera
smiðir góðir. Steinhúsið, sem þeir
reistu á Kolsstöðum, stendur enn
og ber þeirri gáfu þeirra gott
vitni. Finnur heitinn sór sig í
flokkinn um hagleikinn, og fram-
an af var hann annálaður fyrir
rokkasmíði sína. í Eskiholti reistu
þeir bændurnir sér síðan tvö
myndarleg íbúðarhús, sem standa
þar uppi á hólnum með víðu útsýni
og gera þar verulega staðarlegt
heim að líta.
Eg dvaldist fjögur sumur sem
barn í sveit hjá þeim Finni og Jó-
hönnu, og af henni hafði ég marg-
visleg góð kynni allt þar til hún
lést 1976. Ég má kannski nefna
+
Eiginmaöur minn,
MAGNÚS ÓLAFSSON,
Hofteigi 6,
lést í Borgarspítalanum 18. nóvember.
Níelsína Hákonardóttlr.
Eiginkona mín og móöir okkar,
VIGDÍS JÓNA DAGNÝ PÁLSDÓTTIR,
Faxabraut 25, Keflavík,
lóst aö morgni hins 19. nóvember í Sjúkrahúsi Keflavíkur.
Jarðarförin auglýst síöar.
Kristinn Þorsteinn Bjarnason,
Bjarki Magnússon, Skúlína Kristinsdóttir,
Bjarney Kristinsdóttir, Páll Helgi Kristinsson.
+
Hjartkær eiginkona mín, móöir, tengdamóðir og amma,
ÞORGERDUR GRÓA PÁLSDÓTTIR
frá Siglufiröi,
andaöist 14. nóvember.
Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu.
Ásgrímur Sígurósson,
María Ásgrímsdóttir, Kristinn Finnsson,
Halldóra Asgrímsdóttir, Karl-Erik Rocksén,
Eíríksína Ásgrimsdóttir, Ange Mancini,
og barnabörn.
+
Viö þökkurn inniiega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför
ÞORSTEINS JÓSEPSSONAR,
Grettisgötu 55A.
Þóra V. Guömundsdóttir,
Ágústa Þorsteinsdóttir, Jón Guómundsson,
Guórún Þorsteinsdóttir,
Guðmundur Þorsteinsson, Hulda Eggertsdóttir,
Sigrún Þorsteínsdóttir, Gísli Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+ Þökkum innilega auösýnda samúo i yna andláts og jaröarfarar
móöur okkar, tengdamóöur, ömmu '■y langömmu,
MALENU ELLEFSbN JÓNSSON,
Vatnsnesvegi ,:6, Keflavík.
Reynir J. Guömundsson, Sjöfn Jóhannesdóttir,
Sverrir A. Gudmundsson, Erla Helgadóttir,
Anna K. Stangel, Wayne Stangel,
Þórhallur Guömur.dsaon, Marfa Karlsdóttir,
Guörún M. Guömundsdóttír, Karl Ágústsson,
Sveinbjörn Guðmundsson, Sigríður V. Sigvaldadóttir.
það hér að hún var í mínum aug-
um ein af þessum stórbrotnu
sveitakonum sem telja síður en
svo eftir sér að fórna öllu sínu
fyrir heimili og börn. Það var allt-
af gott að hitta hana fyrir, og góð
húsmóðir var hún í öllu sínu lífi og
starfi. Þau Finnur eignuðust sjö
börn, elst var Helga, húsmóðir í
Hafnarfirði, gift Jóni Má Þor-
valdssyni, prentara, en hún lést
langt um aldur fram 1978. Hin eru
Kristján, bóndi í Laxholti, kvænt-
ur Guðlaugu Kristjánsdóttur,
Guðrún, húsmóðir í Keflavík, gift
Sigurgeiri Þorvaldssyni, lögreglu-
þjóni, Svava, húsmóðir í Bóndhól,
gift Jóni Guðmundssyni bónda,
Sveinn, bóndi í Eskiholti, kvæntur
Guðrúnu Gestsdóttur, Rósa, hús-
móðir og handavinnukennari í
Búðardal, gift Jóni Hólm Stef-
ánssyni ráðunaut, og Ása, hús-
móðir og fóstra á Blönduósi, gift
Kristjáni Helgasyni tæknifræð-
ingi.
Ég kynntist Finni frænda mín-
um og öilu fólki hans vitaskuld vel
þegar ég var hjá þeim, og frá þeim
tíma á ég margar góðar minn-
ingar. Ég var sjö eða átta ára þeg-
ar ég kom þangað fyrst, borgar-
barn, og svo hræddur við hundana
á bænum að fyrstu dagana þorði
ég varla út. En heimafólkið kom
mér fljótt í skilning um að þeir
væru ekki mannskæð óargadýr af
ætt ljónanna sem maður þekkti á
þessum árum úr Tarsan-bókunum,
og eftir það leið ekki á löngu uns
þeir voru orðnir perluvinir mínir.
I stuttu máli, þá var mér vel tekið
á þessum bæ, og ég komst fljót-
lega að raun um að allur heimil-
isbragur var þarna til fyrirmynd-
ar.
Finnur var að vísu fremur af-
skiptahægur um okkur krakkana
dags daglega, en þó varð heldur
gott á milli okkar allt frá byrjun.
Sjálfur hef ég áreiðanlega litið
mikið upp til hans, því að fyrir
áhrif frá fyrirmynd hans hlýtur
það að hafa verið að ég var í mörg
ár um þetta leyti fastákveðinn í að
verða bóndi. Eftir á skoðað er mér
það líka einna minnisstæðast úr
fari hans hvað hann var geysilega
vinnusamur og ósérhlífinn til
allra verka. Hann var ekki tiltak-
anlega mikill fyrir mann að sjá, en
ákaflega seigur og kannski um-
fram allt verklaginn. Það var ekki
hægt að segja að hann væri vinnu-
harður, heldur miklu fremur
vinnuglaður og úthaldsgóður við
vinnu.
Þegar lífsbjörgin var í húfi um
heyskapartímann var hugurinn
svo mikill að hann hélt áfram
myrkranna á milli og féll aldrei
verk úr hendi. Sem húsbóndi gaf
hann ógjarnan harðar skipanir,
heldur leiddi lið sitt með eigin for-
ystu. Hann var jafnlyndur og
skapgóður, gat verið léttstríðinn
þegar því var að skipta, en ekki þó
til meins. Hann var einnig fastur
fyrir, eins og þeir verða gjarnan
sem venja sig á að ganga ekki frá
verkum sínum óloknum. Þó var
hann léttur 1 skapi og gjarnan
glettinn í góðum hóp. Eg held að
hann hafi alltaf verið heldur lítið
fyrir að láta að sér kveða á fund-
Hjörtur Helgason
Minningarorð
Fæddur 18. mars 1899 WfKfKT'' '
Dáinn 13. nóvember 1982
Þó Hjörtur Helgason væri orð-
inn fullorðinn maður og búinn að
vinna mikið þá gekk mér erfiðlega
að átta mig á fráfalli hans. Það
voru ekki liðnir nema tveir dagar
frá því hann rétti mér hönd og við
áttum orðastað á þann hlýlega
hátt, sem einkenndi hann og hans
trygglyndi. Þegar hann talaði var
hann fullur lífsorku og starfslöng-
unar.
Hann var fæddur að Uppsölum í
Hálsasveit 18. mars 1899. Foreldr-
ar hans voru Þuríður Halldórs-
dóttir og Helgi Jónsson, vinnu-
maður í Deildartungu og fjall-
kóngur á Arnarvatnsheiði um ára-
tuga skeið.
Þegar Hjörtur var um ferming-
araldur var hann um tíma hér á
Oddstöðum hjá þeim hjónum
Vigdísi og Sigurði, þá myndaðist
hlýhugur og kunningsskapur, sem
entist alla tíð, einnig til okkar eft-
irkomenda þeirra hjóna hér.
Hjörtur fór snemma út á vinnu-
markað þeirra tíma, var vinnu-
maður í Hvítárósi 1917 til 1921,
Ferjukoti 1921 til 1923, verkamað-
ur í Borgarnesi 1923 til 1927, þar
sem hann var m.a. í flutningum á
mótorbátnum Hvítá, sem var í
ferðum fyrir bændur og aðra um
Borgarfjörð, Hvítá, Norðurá og
Þverá.
1927 fer hann til Noregs og dvel-
ur þar í eitt ár, síðan er hann sjö
ár í Danmörku, til ársins 1935, að
hann kemur heim aftur og sest þá
að á Beigalda fyrstu árin.
I Danmörku kvænist hann mik-
ilhæfri ágætis konu, Dagnýju,
fæddri Sörensen. Þau gengu í
hjónaband 25. apríl 1930. Eg hygg
að ekki sé ofmælt að þau hafi ver-
ið hvort öðru góðir lífsförunautar.
Þau eignuðust 3 börn, Elvu
Björgu, sem er gift Pétri Júlíus-
syni bifreiðastj. í Borgarnesi,
Helgu Margréti, sem dó á fyrsta
ári, og Knud Helga, sem kvæntur
er Guðrúnu Arthúrsdóttur. Þau
búa í Borgarnesi. Þá ólu þau hjón
upp systurson Dagnýjar, Hans
Pedersen. •
Þau hjón fluttu í Borgarnes
1936 og þar hefur heimili þeirra
verið síðan, fyrst í leiguhúsnæði,
síðan í eigin húsnæði og sonar og
síðustu árin í Dvalarheimili aldr-
aðra.
Hjörtur var áhugamaður um
hvert verk sem hann gekk að,
sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn.
Mér er í barns minni þegar
bókaútgáfufélagið Mál og menn-
ing var stofnað á kreppuárum og
erfiðleikatímum fyrir alþýðufólk,
að ég heyrði föður minn og aðra
félaga hans dást að því, hve rösk-
lega Hjörtur hefði gengið fram í
söfnun félagsmanna í Borgarnesi
og Borgarfjarðarhéraði.
Á sama hátt og Hjörtur safnaði
félagsmönnum í Máli og menn-
ingu, var hann maður vors og gró-
anda. Hann varði öilum stundum,
um og mannamótum, en þó var
hann vel metinn í sveit og héraði,
enda góður bóndi og bjó rausn-
arbúi allan þann tíma sem ég
þekkti til. Búskapurinn var líf
hans og yndi, og úthaldið og seigl-
an voru aðalsmerki hans. Eg held
að hann hafi litið svo á að bestu
laun, sem lífið gæti veitt sér, væru
að honum tækist að sjá búi sínu
vel borgið. Og hann fékk að njóta
þess að fá þessi laun.
Eftir að Finnur lét búið í Eski-
holti í hendur sonar síns, Sveins,
lifði hann í rólegri elli og naut
góðrar heilsu. Það æxlaðist þannig
að á þeim árum áttum við hjónin
oftlega leið um Borgarfjörðinn, og
þá komum við tíðum í Eskiholt.
Mér þótti þá alltaf vænt um að fá
tækifæri til að hitta Finn. Hann
hélt geðprýði sinni og jafnlyndi
óskertu til efstu elli, og hann fann
sér stöðugt eitthvað til að fást við,
því að verklaus kunni hann ekki
við sig. Persónulega þótti mér
notalegt að verða þess var að hann
fylgdist jafnan vel með því hvern-
ig mér vegnaði. Sama máli gegndi
um hitt, sem mér fannst stundum,
að engu væri líkara en á því örlaði
að honum þætti hann eins og allt
að því eiga dálítinn hlut í mér frá
því um sumrin sem ég var hjá
honum og Jóhönnu. Finnur var
raunar ekki orðmargur um eigin
tilfinningar, en þó held ég að allir
þeir, sem honum voru einhvern
tíma háðir, geti borið um að hann
átti ómælt af þeirri geðhlýju sem
yljar ungviði á viðkvæmu skeiði —
og sparaði hana ekki.
Ég hitti Finn síðast fyrir rúmu
ári, en þá var hann í Bóndhól hjá
Svövu dóttur sinni. Ég fann það þá
greinilega að hann var talsvert
farinn að byrja undanhaldið fyrir
elli kerlingu, en þó held ég að
hann hafi enn þekkt mig. Og nú er
hann lagstur til hvíldar sem hann
var vel að kominn eftir langt og
strangt ævistarf. Við ættingjar
hans og vinir þökkum honum fyrir
allt.
Eysteinn Sigurðsson
sem hann hafði, til að rækta blóm
og tré. Þau hjón áttu mjög falleg-
an garð við hús sitt, sem var við
hlið Skallagrímsgarðs. Það er
táknrænt um afstöðu þeirra til lífs
og framvindu, að þau afhentu lóð
sína þar, til stækkunar á garðin-
um.
Þá var nú ekkert farið að slá
slöku við, heldur tekið til óspilltra
málanna, tekin lóð á erfðafestu á
Hamri, sett upp gróðrarstöð þar
sem jöfnun höndum var ræktað
kál og trjáplöntur. Munu þeir vera
ófáir garðarnir í Borgarnesi, sem
hlotið hafa plöntur og aðhlynn-
ingu frá Hirti.
Það gefur auga leið, að jafn fé-
lagslyndur ræktunarmaður og
Hjörtur var, þá varð hann einn af
stofnendum Skógræktarfélags
Borgarfjarðar og alla tíð mjög
áhugasamur félagi og spt lengi í
stjórn þess. Hugur hans var víða
en þó hygg ég að skógræktargirð-
ingin í Einkunnum hafi staðið
hjarta hans næst. Að vísu var
hann ekki einn um það, það var
gott fólk með hönum, en þó alltof
fáir. Borgnesingar ættu að taka
áhuga hans og fordæmi sér til eft-
irbreytni, þarna er kjörið útivist-
arsvæði og ef þrek og þor er fyrir
hendi getur þetta orðið hreinasta
Paradís.
Eftir að hjónin fluttu á Dval-
arheimilið vann Hjörtur að frá-
gangi og snyrtingu lóðar við Dval-
arheimili og Heilsugæslustöð.
Síðasta verk hans var að setja
upp gróðurhús við Dvalarheimilið,
þar sem notað verður heitt vatn
frá húsinu. Honum til aðstoðar við
þetta verk var formaður Skóg-
ræktarfélags Borgarfjarðar, Aðal-
steinn Símonarson, á því fór alls
ekki illa.
Fyrir hönd stjórnar og félags-
manna Skógræktarfélags Borg-
arfjarðar færi ég Hirti bestu
þakkir fyrir hans óbilandi áhuga
og ósérhlífni í málum félagsins,
um leið og eftirlifandi eiginkonu,
börnum og fjölskyldum er vottuð
samúð. Sömu óskir eru einnig frá
heimilunum á Oddstöðum, þar
sem við hann ungan bundust vin-
áttubönd, sem aldrei brustu.
Ragnar Olgeirsson