Morgunblaðið - 20.11.1982, Síða 37

Morgunblaðið - 20.11.1982, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 37 Minning: Eiríkur Jóel Sigurðsson Einn af elstu borgurum Kefla- víkur, Eiríkur Jóei Sigurðsson vél- stjóri, verður í dag, 20. nóvember, borinn til hinstu hvílu frá Kefla- víkurkirkju. En hann lést á heim- ili sínu, Aðalgötu 12 í Keflavík, 10. nóvember sl. Eiríkur var fæddur í Keflavík, 21. mars 1895 og var því á áttug- asta og áttunda aldursári, er hann lést. Hann átti heima í Keflavík alla tíð. Foreldrar Eiríks voru hjónin Sigurður Bjarnason, verslunar- maður og lengi meðhjálpari við Keflavíkurkirkju, og Valdís Er- lendsdóttir, sem bjuggu í Keflavík, á Vesturgötu 5 (nú nr. 10) allan sinn búskap. Eina alsystur átti Eiríkur, Elínu, konu Guðjóns Arngríms- sonar, trésmíðameistara í Hafnar- firði. Þau eru bæði dáin. Hálfsystir Eiríks var Er- lendsína Marín Jónsdóttir. Var hún barn Valdísar af fyrra hjóna- bandi. Erlendsína var móðir þess, er þessar línur ritar og vorum við Eiríkur því frændur, og einnig uppældisbræður, því ég ólst upp hjá foreldrum Eiríks frá 7 ára aldri. Móðir hans var amma mín. Hálfsystkini Eiríks frá seinna hjónabandi föður hans og Guðrún- ar M. Bjarnadóttur eru þessi: Valdís Sigríður, Faxabraut 2, Keflavík, Jóhann Fr., skrifstofu- stjóri hjá Loftleiðum í London, og Þegar mér barst fregn um lát frænku minnar Hildigunnar, átti ég bágt með að sætta mig við það. Skrefið er stutt á milli lífs og dauða, þar sem ég hafði fyrir fáum dögum átt ánægjulega sam- verustund með henni og hún var hress og kát eins og hennar var von og vandi. Og hún var komin til Reykjavíkur á vinafund sem var henni mjög ánægjulegur. En skjótt breytist gleði í sorg, þannig fór fyrir vinum hennar, þegar henni er kippt í burtu frá okkur svo skyndilega. Hildigunnur Jóakimsdóttir var Kristinn, flugumferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli. Eiríkur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Stefaníu Guð- mundsdóttur, hinn 14. september 1922 og áttuu þau því demants- brúðkaup 14. september síðastlið- inn. Börn þeirra í aldursröð eru þessi: Jónina Valdís, býr í Reykja- vík, maki, Einar Símonarson, múrarameistari, látinn, börn þeirra eru 5; Guðrún Magnea Bergmann, býr í Bandaríkjunum, maki Gill De L. Étoile, látinn, börn þeirra eru 4; Sigurbjörn Reynir, trésmíðameistari, kvænt- ur Mónu Erlu Símonardóttur, heimili þeirra er að Eyjaholti 11, Garði. Þau eiga 5 börn; María Erla, gift Birgi Valdimarssyni, framkvæmdastjóra. Þau búa á ísafirði og eiga 4 börn. Barnabörn Stefaníu og Eiríks eru 18, og barnabarnabörn 24. Ungur að árum varð Eiríkur að vinna heimilinu, eins og tilheyrði á þeim tíma. Hann byrjaði sjó- mennsku á vetrarvertíðinni þegar eftir fermingu, sem þá var al- gengt. Hann reri þá með Jóni Olafssyni þekktum formanni hér á þeim tíma. En Jón var kvæntur Jóhönnu móðursystur Eiríks. Nokkur sumur fór Eiríkur aust- ur á firði til sjóróðra, og þá til Norðfjarðar. En til Austfjarða var á tímabili sótt sumaratvinna af Suðurnesjum. fædd á Siglufirði 21. janúar 1912, dóttir hjónanna ólínu Ólafsdóttur og Jóakims Meyvantssonar. ólst hún þar upp í glöðum og góðum systkinahópi og var í foreldrahús- um þar til hún giftist sínum elsku- lega og góða dreng, Halldóri Kristjánssyni fiskmatsmanni frá ísafirði, þann 11. maí 1940. Á ísa- firði bjó hún allan sinn búskap af rausn og myndarskap og var gott að koma til þeirra hjóna á Hrann- argötuna. Fjögur börn eiga þau, Jón, Auði, Ólínu og Sigrúnu, sem öll eru myndarbörn eins og þau eiga kyn til. Nú, þegar frænka mín er farin yfir landamærin á hina eilífu strönd þar sem fjölmennur hópur vina og vandamanna tekur á móti henni opnum örmum, veit ég að henni líður vel. Elsku frænku minni vil ég þakka allar ánægjustundir sem við áttum saman. Þó langt væri á milli okk- ar, voru samverustundirnar marg- ar með henni og hennar indælu fjölskyldu. Sama tryggðin og traust vinátta alla tíð. Hildigunnur verður jarðsett á ísafirði í dag, laugardag 20. nóv- ember. Þar sem ég get ekki verið viðstödd jarðarförina sendi ég þér, Halldór minn, mínar innilegustu samúðarkveðjur, einnig systkin- um hennar og öllu skylduliði. Kær kveðja frá okkur hjónunum. Bless- uð sé minning Hildigunnar. Ásta Jónsdóttir Þegar vélbátarnir komu hér til sögunnar, eignaðist Sigurður faðir hans hlut í vélbátnum Sæborg- inni, sem var um 9 smálesta bátur, smíðaður í Reykjavík. Fyrsta ver- tíð bátsins var veturinn 1913. Al- bert Ólafsson var einn af eigend- um bátsins og var hann formaður á honum til 1920. En þá tók hann við nýjum báti, Gullfossi, sem hann átti hlut í. Þessi 7 ár var Eiríkur háseti á Sæborginni. Um þetta leyti hafði Sæborgin verið stækkuð og var nú orðin um 20 smálestir. Erlendur Jónsson, frændi Eiríks, tók þá við skip- stjórn á Sæborginni, vélstjórinn, sem verið hafði, fór með Albert á nýja bátinn, en Eiríkur varð nú vélstjóri á Sæborginni og gegndi því starfi þar til hún var seld til Patreksfjarðar um 1932. Eftir þetta var Eiríkur næstu fjögur ár- in með Erlendi, vélstjóri á m/b Gullfossi. Eftir 1936 hætti Eiríkur störf- um á sjónum. Var hann nokkur ár vélstjóri í Fiskiðjunni í Keflavík, og síðan í frystihúsinu Frosta. En á árinu 1959 ræðst hann til starfa hjá Varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli og þar vann hann til 1979 að hann hætti störfum 84 ára að aldri. Á uppvaxtarárum Eiríks voru ekki miklir möguleikar fyrir efna- litla unglinga að afla sér mennt- Feddur 18. nóvember 1908 Dáinn 11. nóvember 1982 Jónas Thoroddsen var ákaflega hlýr persónuleiki og laðaði þess vegna fólk að sér. Manni leið vel í návist hans. Hann var kurteis maður. Og kurteisin kom frá hjartanu. Honum var það eðlilegt að taka tillit til annarra. Það er því söknuður í hjörtum margra í sambandi við andlát hans. Vina- og kunningjahópurinn var stór. Jónas var hæfileikamaður. Hann var Iistrænn. Listamenn eru oft skarpskyggnari og viðkvæmari í lund en aðrir. Tilfinningar sínar bar hann ekki á torg. Hann hefði orðið gott skáld ef hann hefði ein- beitt sér að þeirri listgrein. Hann bar glöggt skyn á fjármál. Jónas hefur gegnt mörgum opinberum störfum, m.a. bæjarfógeti í Nes- kaupstað, borgarfógeti í Reykja- vík, bæjarfógeti á Akranesi. Hann var glöggur lögfræðingur. Var mikill sérfræðingur í Skiptarétti. Margir leituðu ráða hjá honum. Það var ánægjulegt að umgang- ast Jónas. Hann var gáfaður, hafði Fædd 9. mars 1905 Dáin 11. nóvember 1982 Rósa var ein af sextán börnum hjónanna Guðmundar Ottesen Jónssonar og Ásu Þorkelsdóttur, sem síðast bjuggu að Miðfelli í Þingvallasveit. Rósu er minnst af þeim, sem til hennar þekktu, fyrir mannvináttu og þann höfðingsskap sem dafnaði við hlið hógværðar og lítiilætis í lífsbaráttu sem yngra fólki sýnist oft hafa verið óblíð. Sjálfur sé ég þessa frænku mína enn að miklu leyti með augum barns. Margar bestu endurminn- ingar mínar frá bernsku- og upp- vaxtarárum eru tengdar þeim hjónum Rósu og Huga. Þótt ég þykist vita að Rósa hafi í litillæti sínu verið greind kona og góðum gáfum prýdd, sé ég hana fyrst og fremst sem eins konar fulltrúa hins góða í tilverunni líkt og börn- um er tamt. Fátt annað skiptir þá máli. Rósa hafði hæfileikann til að unar, umfram hina lögboðnu barnafræðslu. Þó voru hér af og til kennarar við barnaskólann, sem héldu uppi unglingaskóla hluta úr vetri, eða yfir haustmánuðina, þegar lítið var hægt að starfa úti og áður en vetrarvertíð hófst. I þessum kvöldskólum að haust- inu stundaði Eiríkur nám og fékk þar nokkra tilsögn m.a. í ensku. Þá fékk hann tilsögn í að leika á orgel hjá Mörtu Jónsdóttur, en hún var fyrsti organisti Keflavík- urkirkju. ríka og skemmtilega kímnigáfu. Hann var hjálpsamur, einlægur og hógvær. Sumir sækjast eftir því að bindast vináttuböndum. Aðrir ekki, því vinátta er bindandi. Jón- as mat vináttu mikils og reyndist góður vinur. Við sýndum hvor öðr- um fullan trúnað. Höfðum því jafn mikla ánægju af því að ræða al- varleg mál eins og að gera okkur eitthvað til gamans. í öll þau ár sem við höfum þekkst hefur okkur aldrei orðið sundurorða. Vorum við þó ekki alltaf á sama máli. í maí 1981 dvöldu þau hjónin Jónas og Björg kona hans i nokkra daga á heimili mínu og voru það ánægjulegar stundir. Jónas fór þá með ljóð sem hann hafði ort til Bjargar konu sinnar. í þessu ljóði kom fram sá kærieikur og sú virð- ing sem hann bar til konu sinnar. Jónas var hamingjusamur í einka- lífi sínu. Björg kona hans bjó hon- um fallegt heimili. Þar var gott að vera gestur. Á heimilinu ríkti hlýtt og nota- legt andrúmsloft sem byggðist á þeirri ást og vináttu sem hjónin báru hvort til annars. Samband veita öðrum. Þannig held ég að flestir minnist hennar. Allir gátu leitað til Rósu og Huga. Ekkert fannst manni sjálfsagðara en að hjá þeim hjónum dveldi iðulega skyldfólk utan af landi, sem átti tímabundið erindi í Reykjavík. Ég verð að trúa því að Rósu hafi hlotnast þakklæti, með einum eða öðrum hætti. Því hljóta allir að trúa sem minnast brosmildra augna hennar. Þegar við kvöddumst á sjúkra- húsi þrem dögum áður en hún dó sá ég enn einu sinni þetta glettn- islega bros í auga. Hún var að segja frá barnabörnum sínum. Andlit hennar ljómaði með gam- alkunnum hætti. Nafna hennar og dótturdóttir hafði komið til henn- ar í Barmahlíðina eftir dansskól- ann og sýnt ömmu sinni sporin sem hún var að læra. Eftirlifandi maður Rósu er Hugi Vigfússon, verkamaður. Nöfn þeirra fylgjast ávallt að í huga manns, þannig var sambúð þeirra og slíkur gæðamaður er ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Hildigunnur Jóakims- dóttir — ísafirði Kveðjuorð: Jónas Thoroddsen fv. borgarfógeti Rósa Guðmundsdótt- ir — Minningarorð Þegar svo organisti kirkjunnar, sem þá var, Friðrik Þorsteinsson, fór til náms á verslunarskóla í Kaupmannahöfn, þá voru þeir tveir nemendur Mörtu, Gunnar Sigurfinnsson og Eiríkur Sigurðs- son, fengnir til þess að sinna starfi organista í forföllum Friðriks. Eiríkur eignaðist orgel, sem þá var ekki víða til hér um slóðir. Var þá oft mikið sungið í litlu stofunni á Vesturgötu 5. Eru mér þá sér- staklega minnisstæð kvöldin, þeg- ar Eyjólfur Ásberg tók lagið. En hann var söngmaður góður og hafði mikla og hljómfagra rödd. Hann var þá nýfluttur til Kefla- víkur og hafði fæði heima hjá fósturforeldrum mínum. Eiríkur var alla ævi starfsmað- ur mikill, ósérhlífinn og lá aldrei á liði sínu. Hann var því ávallt vel metinn meðal samstarfsfólksins, sem og raun bar vitni. Þótt nú sé öldungur kvaddur, að loknu löngu og oft ströngu ævi- starfi, þrotinn heilsu og kröftum, þá veit ég og skil vel, hve hans er nú saknað af ástvinum hans og þá sérstaklega af sjúkri eiginkonu sem nú hefur misst mikið. Um leið og ég þakka frænda og stóra bróður góða og trausta sam- fylgd á sjó og landi á mörgum lið- num árum, bið ég honum af hjarta blessunar Guðs. Ragnar Guðleifsson þeirra hjóna við börn og tengda- börn var einstaklega elskulegt. Þau eignuðust 4 börn, Magnús, Maríu Kolbrúnu, Soffíu Þóru og Sigurð. Ég þakka Jónasi innilega fyrir þær mörgu ánægjustundir sem við höfum notið saman. Björg hefur misst mikið. En hún á það sem ekki verður frá henni tekið, minningar um þann góða dreng og elskulega eiginmann sem Jónas var. Ég sendi innilegar sam- úðarkveðjur. Bad Godesberg, Pétur Eggertz. Hugi. Þau hjónin eignuðust kjör- dóttur, Þórunni Jóhannsdóttur, sem ég veit að hefur fært þeim ómælda gleði ásamt barnabörnun- um, Rósu og Huga. Huga, Þórunni og börnunum og öðrum nákomnum ber ég kveðju fjölskyldu minnar í minningu þeirrar konu, sem lifir áfram í hugum okkar. Valdimar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.