Morgunblaðið - 20.11.1982, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982
„ Mundu, oÁ brjótcc akeins pcxu. bréf, seno
ekki enj merkt'. „ E>ögg\\<5 ekki."
Así er ...
... að láta drauminn ræt-
ast.
TM Reg U S Pat Oft — all rights reserved
® 1979 Los Angetes Times Syndicate
Þú ert heppinn því nú er hann far-
inn að rigna.
Með
morgunkaffinu
E R
lOtb
Það kemur oft fyrir að allskonar
sögusagnir eru um smitsama
sjúkdóma og það ber að taka slíku
með jafnaðargeði.
HÖGNI HREKKVÍSI
Húnaflói:
Rækjuveiðin eykst ekki
þótt verksmiðjum fjölgi
Kunnugur skrifar:
„Hinn 4. þ.m. birtist frétt hér í
blaðinu um óánægju forstjóra
rækjuvinnslunnar á Hvamms-
tanga (annar er ísfirðingur, hinn
Reykvíkingur) vegna lítils rækju-
kvóta vinnslunnar, og höfðu for-
stjórarnir ákaliað þingmenn og
sjávarútvegsráðherra.
í upphafi rækjuveiða í Húnaflóa
var um fjórar verksmiðjur að
ræða, tvær í Strandasýslu (á
Drangsnesi og Hólmavík) og tvær
í Húnavatnssýslu (á Skagaströnd
og Hvammstanga). Þáverandi
sjávarútvegsmálaráðherra,
Matthías Bjarnason, skipti því
aflanum jafnt milli Stranda-
manna og Húnvetninga. Síðar er
svo sett á stofn rækjuverksmiðja á
Blönduósi, aðallega að áeggjan
manna í Reykjavík, og hófst þá
mikið stríð um rækju í Húnaflóa,
svokallaður Flóabardagi hinn nýi.
Heimtuðu aðstandendur Blöndu-
ósverksmiðjunnar hærri rækju-
kvóta til Húnvetninga, þar sem
verksmiðjur í sýslunni væru orðn-
ar þrjár, en aðeins tvær í Stranda-
sýslu. Nú hefðu Strandamenn get-
að svarað með því að setja upp
þriðju vinnsluna í Strandasýslu,
og hefði þá ekki hallast á. En svo
var ekki gert, enda ekki þörf. Sam-
kvæmt rökum forstjóranna á
Hvammstanga, ættu Húnvetn-
ingar að fá þeim mun meiri rækju
úr Flóanum sem verksmiðjur
þeirra væru fleiri. Bara koma upp
fleiri verksmiðjum, þá fáum við
hærri kvóta. Hvort þörf sé á fleiri
verksmiðjum má ekki spyrja um.
Matthías Bjarnason sá við þessu
bralli og hélt óbreyttum kvóta
milli Strandamanna og Húnvetn-
inga. Hann hefur sjálfsagt hugsað
sem svo, að ef Húnvetningar vildu
vinna sinn aflahlut í þremur verk-
smiðjum en ekki tveim, væri það
þeirra mál, en ekki væri réttlæt-
anlegt að fjölgun verksmiðja í
Húnavatnssýslu skerti hlut
Strandamanna. Þeir hefðu ekkert
til þess unnið.
Mergurinn málsins er auðvitað
sá að vinna rækjuna með sem
minnstum tilkostnaði, eins og aðr-
ar afurðir, annað væri offjárfest-
ing, sem er m.a. að sliga þjóðar-
búið, þótt einstakir gróðapungar
hafi stundarhag af. Það er
Strandamönnum til sóma að hafa
ekki tekið þátt í keppni um óþarfa
fjölgun rækjuverksmiðja. En af
þeim sökum má ekki ganga á
þeirra hlut. Rækjuveiði í Húnaflóa
eykst nefnilega ekki þótt verk-
smiðjum þar fjölgi. Aðeins kostn-
aðurinn vex að óþörfu."
Furðulegur
fréttaflutningur
Lýðræðissinni skrifar:
„Það eru mikil tíðindi að Yuri
Vladimirovich Andropov, yfir-
maður KGB, hefur nú verið gerður
að aðalritara sovéska kommún-
istaflokksins og þar með að æðsta
ráðamanni Sovétríkjanna. Það
vekur sérstaka athygli hversu
gagnrýnislaust þessa er getið í
ríkisfjölmiðlunum hér á landi, svo
ekki sé nú talað um Þjóðviljann.
Þess er aðeins getið, svona í fram-
hjáhlaupi, að maðurinn hafi verið
yfirmaður „leyniþjónustunnar
KGB“.
Með þessu er gefið í skyn að hér
sé aðeins um að ræða venjulega
leynilögreglu, svo sem starfandi er
í öllum vestrænum lýðræðisríkj-
um. Ekkert er þó fjær sanni en
þessi samlíking. Það er ekki ein-
falt mál að skilgreina fyrirbærið
KGB, þar sem ímyndunarafl venju-
legs Vesturlandabúa er ekki nógu
fjölskrúðugt til þess að setja sér
þessa starfsemi fyrir sjónir.
Helsta samlíkingin sem gæti gefið
vísbendingu eru Gestapo- og
SS-sveitir nasista, sem á ýmsum
sviðum fölna þó við samanburð-
inn.
Varðandi fréttaflutninginn þyk-
ir það, með réttu, enn í dag stór-
frétt ef tekst að hafa upp á tiltölu-
lega lágt settum fyrrum SS-manni
í einhverju Suður-Ameríkuríkj-
anna og jafnvel var þess af og til
getið, svona til áminningar, að
Helmut Schmidt, fyrrum kanslari
V-Þýskalands, hafi verið sem ung-
ur maður í þýska hernum í heims-
styrjöldinni síðari.
En Yuri Andropov, eftirmaður
handhafa orðunnar „sól friðarins"
frá Afganistan, er hér kynntur á
hógværan hátt aðeins sem fyrr-
verandi yfirmaður leyniþjónust-
unnar KGB og verður eflaust séð
til þess að þetta eldra starfsheiti
falli fljótt og vel i gleymskunnar
dá.
Geta menn svo rétt ímyndað sér
mótmælafundina, öskrin í heims-
pressunni og enduróminn hér á
landi, ef yfirmaður bandarísku
leyniþjónustunnar CIA hefði verið
kjörinn forseti Bandaríkjanna!! Er
þó samanburður á CIA og KGB
svona álika út í hött og að bera
saman pelabarn og blóðþyrstan
fjöldamorðingja.
Nei, það er sko ekki það sama
Jón og séra Jón.“
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til
föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.