Morgunblaðið - 20.11.1982, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 20.11.1982, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 45 Úr uppfærslu Leikfélags Hornafjarðar á Skáld-Rósu Birgis Sig- urðssonar: Mæðgurnar Erla og Brimhildur Melrós, afkomendur Skáld-Rósu. Ogleymanleg kvöldstund Jóna Rúna Kvaran skrifar: „Kæri Velvakandi. Eg vil nota þetta tækifæri til þess að þakka þér sérstaklega bréf og greinar frá alþýðu manna, sem oft hafa vakið at- hygli manns. Það sem knýr mig til að leggja hér ofurlítið til mála er ógleym- anleg kvöldstund, sem við móðir mín áttum sl. föstudagskvöld (12. þ.m.) á leiksýningu Leikfé- lags Hornafjarðar í Kópavogi. Þetta var sýning á hinu stórgóða leikriti Birgis Sigurðssonar Skáld-Rósu. Það er athyglisvert, að í jafnfámennu þjóðfélagi, þar sem brauðstrit og streita sitja í fyrirrúmi, skuli fyrirfinnast með alþýðu manna listræn tilþrif, sem gera jafnáhrifamikla sýn- ingu mögulega. í leikritinu endurspeglast á lifandi hátt líf þeirra ótalmörgu, sem minna máttu sín á liðnum öldum. Þar takast á áhrifaöfl góðs og ills. Annars vegar innra eðli mann- eskjunnar og hins vegar erfiðar kringumstæður, sem geta orðið þess valdandi að það besta i hverjum og einum fær ekki notið sínfyllilega. Áhugamannahópnum frá Hornafirði tókst, undir ágætri leikstjórn Jóns Sigurbjörnsson- ar, að koma til skila þessari ör- lagasögu á sérstaklega hugð- næman og skilningsríkan hátt. Hér fær allt líf: fátækt, vitsmun- ir, brennandi ástríður og eld- heitar tilfinningar, sem gera uppreisn gegn miskunnarlaus- um, hefðbundnum öflum sam- tímans. Ekki á þetta að vera neinn leikdómur. En þó vil ég þakka sérstaklega Ingunni Jensdóttur fyrir hrífandi túikun í vanda- sömu aðalhlutverki á stundum gleði og eftirvæntingar annars vegar og hins vegar augnablik- um sorgar og niðuriægingar. Slíkt er vafalaust vonlaust að sýna í leik, nema með sterkri innlifun skapsmuna og tilfinn- inga. En það sem ef til vill er at- hyglisverðast við þessa sýningu er það, hve vel Hornfirðingar stóðu fyrir sínum hlutverkum, og áttu þannig þátt í þvi að gera hana sem heild áhrifamikla og ógleymanlega. Að lokum vil ég óska Leikfé- lagi Hornafjarðar til hamingju með 20 ára afmælið og vona að forsjónin verði þeim hliðholl í áframhaldandi störfum þeirra i þágu leiklistar á íslandi. Eg þakka fyrir hönd okkar móður minnar heillandi kvöld- stund. Fyrirspurn tii ÁTVR Guðjón Jónasson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Heyrst hefur af fréttum að til standi að reisa útibú frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Breið- holti. í framhaldi af því langar mig til að spyrja frammámenn ÁTVR: Hver hefur beðið um þenn- an ófögnuð inn í okkar friðsæla hverfi? Ekki er mér kunnugt um að íbúasamtökin hér eigi þar neinn hlut að máli og mér þykir furðulítil umræða hafa orðið um þetta mál. Vitað er að kirkjubygg- ing er að rísa í næsta nágrenni við fyrirhugað aðsetur ÁTVR. Hvað segja kirkjuyfirvöld við þessu? Eða önnur trúarsamtök í hverf- inu? Er þeim þetta að meinalausu eða er málið þeim ekkrt skylt? Ég vona, að byggingaráform Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins séu ekki það langt á veg komin að of seint sé að sporna við þeim og koma í veg fyrir frekari fram- kvæmdir. Endursýnið lokaþáttinn Fóstra hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til þess að biðja sjónvarpið að endur- sýna lokaþáttinn í myndaflokkn- um Þróunarbraut mannsins. Það var stórmerkilegur þáttur sem enginn má missa af. Þar velti leið- sögumaðurinn, dr. Leakey, fyrir sér ýmsu varðandi framtíð mannkynsins og margt af því fannst mér eiga brýnt erindi inn i umræður, sem hér hafa átt sér stað, um ofbeldi. Orðsending til kattavina Nú hefur einn hlekkur brostið Guðfinna Hannesdóttir skrifar 8. nóvember: „Kæri Velvakandi. Viltu gjöra svo vel að ljá þessum línum rúm í dálkum þínum. Sérleyfisleiðin Reykjavík- Hveragerði-Selfoss, hefur ætíð verið í góðra manna höndum og veitt góða þjónustu, bílstjórar ver- ið traustir og bílar þægilegir að ferðast í. Nú hefur einn hlekkur brostið i þessari keðju. Það er viðkomu- staðurinn í Hveragerði, sem áður var í Hótel Hveragerði. Þar áttu farþegar greiðan aðgang að húsa- skjóli ef bíða þurfti, og önnur fyrirgreiðsla var þar fúslega veitt, ef með þurfti. Nú er komið að lokuðum dyrum, svo að farþegar, ungir og aldnir, mega híma undir húsvegg hvern- Formaður Kattavinafélagsins hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Kattavinafélagið sendir öllum kattavinum eftirfarandi orðsendingu: Kettir eru kulvís dýr, sem ekki þola útigang. Gætið þess að allir kettir landsins hafi húsa- skjól og mat. Fyrirspurn til meindýraeyðis Kjartan Guðjónsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Er hugsanlegt að unnt sé að sýkja villiminkastofninn í landinu með veiru þeirri sem herjað hefur á aliminka í sumum minkabúum hér? Eins og kunnugt er beittu Ástralíumenn svipaðri aðferð er þeir áttu i vök að verjast gegn mikilli kanínuplágu í landi sínu og unnu þannig bug á skaðvaldinum. GÆTUM TUNGUNNAR ing sem viðrar. Vonandi er að þeir menn, sem hafa á hendi sérleyfi á þessari leið, sjái sér fært að bæta úr þessu hið bráðasta. Með þðkk fyrir birtinguna." Fornafnið hvortveggi beygist eins og greinir og veik- beygt lýsingarorð, svo sem „hinn góði“. T.d.: í hvoruumtveggju samtökum (í hinum góðu sam- tökum. Eða: um hvorartveggju dyrnar (um hinar góðu dyr). Eða: Þetta hvorttveggja er rétt (þetta hið góða). Hjartans þakkir færum við bömum okkar, tengdabörn- um, bamabömum, systkinum og öðmm ættingjum og vinum nær og fjær, sem með heimsóknum, gjöfum, blómum, skeytum 'og á annan hátt heiðruðu okkur í tilefni áttræðis afmælis okkar þann 12. júli og 30. októ- ber síðastliðinn sem við munum lengi minnast með þakklátum huga til ykkar allra. Guð blessi ykkur öU. Guðrún og Guðmundur Bala, Miðnesi. Úrval afskorinna blóma. Gjafavörur í úrvali. Hvítu keramik pottahlíf- arnar í úrvali. UtiÖ við um helgina. Við önnumst blómaskreytingar við öll tækifæri og leggjum áherslu á góða þjónustu. Opið alla daga vikunnar ffrá 9-21. BREIÐHOLTSBLéM ARNARBAKK A ? SIMI 79060 PÓSTHOlf 9092 l?9 RIYKJAVIK Snoghoj Fotkehojskote er norrænn (ýöháskóti sem nær yfir ýmis norrsBn viðfangsefni t.d. getur þú valiö á milli margra tilboöa: hljómllst. bókmenntir, vefnaöur, kera- mik, samfáiagsfrsBÖi, sáltræöi o.fl. Þú munt hitta marga nemendur frá hinum Noröurtðndunum. Fariö veröur 1 kynnlsferöir. Námskeiöstímabil: 2. nóv. — 24. apríl eöa 4. jan. — 24. apríl SNOGH0J NORDISK FOLKEH0JSKOLE DK 7000 Fredericia Vinsælu ensku ullarúlpurnar (Duffel Coat) dömu-, herra- og barnastærðir komnar aftur. Verð frá kr. 495—850. QEKsíBf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.