Morgunblaðið - 20.11.1982, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982
Evropukeppnin
SÍÐASTLIDINN miðvikudag
fóru fram ýmsir leikir í Evr-
ópukeppninni í knattspyrnu,
eins og greint var frá, en
vegna þrengsla á íþróttasíð-
unni var ekki hœgt aö segja
frá stöðunni í
um sem leikiö
fer hór á eftir.
WTAÐAN I 1. RIÐLI
Beltría
Skotland
SvÍ88
A-i*ýskal.
3. KIOILL:
Kngland
Danmörk
Gríkkland
Luxemborg
l'ngverjaland
4. KIDILL:
Norejfur
Wales
Jújfóslavía
Búljfaría
6. KIDILL:
Austurríki
N-írland
Tyrkland
V l*ýskaland
Albanía
7. KIDILL:
írland
Spánn
llolland
Malta
ísland
öllum riölun-
var í. En hún
110 0 3—0 2
2 1 0 2 2-2 2
2 10 1 2—3 2
10 0 1 0-2 0
2 110 5—2 3
2 110 4—3 3
2 10 1 2—3 2
2 0 0 2 1—4 0
0 0 0 0 0—0 0
3 111 5-4 3
110 0 1—0 2
2 10 1 2-3 2
2011 2—3 I
3 3 0 0 11—0 6
2 10 1 1—2 2
2 10 1 1—4 2
10 0 1 0—1 0
2 0 0 2 0—6 0
3 111 6—5 3
2 110 4—3 3
2 110 3—2 3
1 1 0 0 2—1 2
4 A 3 2-6 1
Blakleikir
helgarinnar
EINN leikur er í 2. deild í
kvöld í Háskólahúsinu og
hefst hann kl. 21, en þar eig-
ast við UBK og Þróttur Nes.
Á morgun hefst svo gamaniö
kl. 14 í Hagaskóla með leik
Þróttar og Bjarma í 1. deild,
síðan leika Þróttur og KA f
kvennaflokki og loks Víking-
ur gegn ÍS í kvennaflokki. Á
Selfossi leika, kl. 15.30,
Samhygö og Þróttur Nes., og
á Akranesi taka heimamenn
á móti Fram kl. 15.
Dagskráin á sunnudaginn
hefst kl. 13.30 með leik ÍS og
Bjarma í 1. deild. Þá leika HK
og Þróttur Nes. í 2. deild og
loks UBK og KA í kvenna-
flokki.
sus
Leiðrétting
í MBL. sl. þriöjudag var sagt
að Gunnar Árnason, fyrirliöi
Þróttar í blaki, heföi leikið
sinn hundraðasta leik með
Þrótti í fyrri leik liðsins í Evr-
ópukeppninni. Þetta er ekki
rétt, Gunnar hefur gert gott
betur því að þetta var hans
tvöhundraðasti leikur fyrir
Þrótt. Vel gert Gunnar og til
hamingju.
sus
UMFN er
efst í 2. fl.
FYKSTA umleró í íslandsmótinu í 2.
flokki kvenna er nýlokió og er staóan í
riólinum þessi:
Staóan eftir fyrstu umferó:
UMFN 6 5 I 243:122 10
liaukar 6 5 1 177:108 10
ÍK 6 5 1 179:134 10
KK 6 3 3 145:164 6
ÍBK 6 2 4 102:178 4
UMFG 6 1 5 94:142 2
IIMFS 6 0 6 102:184 0
I______________________________________________________________I
Schobel er staðráðinn í að
koma liði sínu í fremstu röð
EINS og flestum handknattleiks-
áhugamönnum er kunnugt um,
skiptu Vestur-Þjóðverjar um
þjálfara eftir slakan árangur í síö-
ustu heimsmeistarakeppni.
Vestur-Þjóðverjar sem höföu
heimsmeistaratitil sinn að verja,
uröu að sætta sig við 7. sæti, og
það á eigin heimavelli, og þar
með aö falla niöur um einn styrk-
leikaflokk og teljast f dag til
b-þjóða, reyndar eins og íslend-
ingar.
Ungur og áhugasamur þjálfari,
Simon Schobel (32 ára), stjórnar
nú vestur-þýska landsliöinu og
hann er staöráöinn f aö koma liði
sínu aftur í fremstu röð hand-
knattleiksþjóða. Ekki er hægt aö
segja annað en að hann hafi byrj-
að vel meö landsliðið. Vestur-
þýska landsliðið undir hans
stjórn vann sigur á fjögurra landa
móti sem haldið var í Þýskalandi
fyrir skemmstu. Þar voru meðal
annars Tékkar og Júgóslavar
lagðir að velli, en Þjóðverjar urðu
að sætta sig við jafntefli við erki-
óvinina, Dani . Varasamt er þó að
taka of mikiö mark á þessari
keppni, þar sem að Tékkar tefldu
nánast fram unglingalandsliöi,
Júgóslava vantaði 5 sterka leik-
menn sem ekki áttu heiman-
gengt. Engu aö síður sálrænn
sigur fyrir Schobel og leikmenn
hans.
Um síöustu helgi lá síðan leiðin
til Rúmenfu (heimaland Schobels
áður en hann kaus aö búa í
Þýskalandi og gerast þar ríkis-
borgari). Satt best að segja þá
fengu vestur-þýsku landsliðs-
mennirnir þar kennslustund í
handknattleik og urðu aö sætta
sig við 10 og 6 marka ósigur. Að
vísu vantaöi höfuö varnarinnar,
Heiner Brand frá Gummersbach,
og hornamanninn snjalla, Arno
Ehret, sem báðir uröu heims-
meistarar með vestur-þýska
landsliöinu 1978. Hvorugur þess-
ara leikmanna kemur til með aö
leika gegn íslenska landsliöinu.
Brand á viö meiösli að stríöa og
Ehret kemst ekki frá vegna þjálf-
unarstarfa sinna hjá Hofweier í
Bundesligunni.
Hvernig handknattleik leikur
vestur-þýska landsliöiö í dag,
hverjar eru hugmyndir Schobels?
í fjögurra landa-keppninni hór í
Vestur-Þýskalandi á dögunum
reyndist styrkleiki Vestur-Þjóö-
verja felast í vel útfæröum varnar-
leik og nokkuö góöri markvörslu.
Fyrir þá keppni eyddi Schobel um
70% af undirbúningstíma liösins í
úthalds- og varnarþjálfun. Vestur-
Þjóðverjar léku í þessari keppni
svokallaða 3:2:1 vörn og framar-
lega 6:0. Sóknarleikurinn aftur á
móti olli nokkrum vonbrigöum, lít-
iö sem ekkert sást af leikfléttum
og svo virtist sem aö einstaklings-
framtakiö réöi ríkjum og gekk
vestur-þýsku leikmönnunum erfiö-
lega aö finna leiöina aö marki and-
stæöinganna, sérstaklega þó á
móti Dönum (13:13). Þaö kom
greinilega í Ijós aö fáir leikmenn
gátu skoraö af velli, aö Wunderlich
undanskildum. Hraöaupphlaupln
voru nokkrum sinnum vel útfærö
og stjórnar Schults uppbyggingu
þeirra, en hann leíkur töluvert í
vörninni fyrir risann Wunderlich,
en ber boltann fyrst um í hraöa-
upphlaup áöur en hann skiptir út
af. j Rúmeníu snerist dæmiö eigin-
lega alveg viö, sérstaklega þó í
seinni leiknum, 22:28. Þar léku
Þjóöverjar ágætis sóknarleik, en
varnarleikurinn var í molum elns
og tölurnar gefa reyndar til kynna.
í fyrri leiknum í Rúmentu kom
kannski best í Ijós veikieiki vest-
ur-þýska landsliósins. Þegar
stjarna liösins, Ehrad Wunderlich,
Gummersbach, finnur sig ekki og
er tekinn föstum tökum af vörn
andstæöinganna fer sóknarleikur
liösins úr böndum og fátt veröur
um fína drætti hjá öörum leik-
mönnum liösins. j fyrri leiknum
skoraöi Wunderlich aöeins 1 mark
og úrslitin uröu 18:28, fyrir Rúm-
ena. Flest liö taka þaö til bragös
aö taka Wunderlich úr umferö og
oft meö góðum árangri, sbr. Rúm-
ena, og aðrir ieika meö svokallaöa
5+1 vörn sbr. íslenska landsliölö
þegar þaö lagöi það vestur-þýska
aó velli, á útvelli á síöasta ári.
Wunderlich er þó einna hættu-
legastur í fríköstum og er jafnan
mikiö lagt upp úr því aö „stilla upp
í fríkasti" fyrir hann. Mikilvægt er
aö bregöast ekki of fljótt viö, bíöa
aöeins og stökkva síöan aftur á
bak og minnka þannig skotgeirann
og blokkera skotin hans. Þetta
tókst leikmönnum Dankersen
snilldarlega á Wunderlich og félög-
um hans frá Gummersbach í síö-
asta leik í Bundesligunni. Wunder-
lich hefur einnig næmt auga fyrir
línuspili. Rúmenar nýttu sér þaö
vel þegar Wunderlich skipti út af í
vörninni, aó keyra upp hraöaupp-
hlaup hægra megin.
Freisler er nú tekinn viö fyrirliöa-
hlutverkinu í staö Brand og kom
hann sterkur út í Rúmeníu og skor-
aöi falleg mörk fyrir utan meó föst-
um hnitmiöuöum skotum. örv-
hentu leikmennirnir fyrir utan
„Rúmenann" Voik, sá sem átti
stórleik gegn Pólvejum á HM og
tryggöi öörum fremur Vestur-
Þjóöverjum sigur í þeim leik, hefur
ekki enn fundiö sig, né hinn snjalli
leikmaöur Gummersbach, Klaaus
Fay. Á línunni leika kornungir
leikmenn (nýliöar), Uli Roth, hávax-
inn og gífurlega hreyfanlegur í
sókninni og hefur náó góöu sam-
bandi viö Wunderlich, og Löhr,
heldur minni en afar haröur af sér.
Hornamennirnir Krokowski og
Damman frá Gummersbach eru
báöir hættulegir, sérstaklega hefur
Krokowski leikið vel i síöustu leikj-
um og getur bæöi skoraö úr horni
og eins fyrir utan.
Markveröir liösins eru allir nokk-
uö góöir. Mesta athygli vekur
sennilega Dieter Bartke (2.17) á
hæö. Þó ótrúlegt sé, þá er hann
veikari uppi, sést nær því hvert
skipti sem skotiö er á hann, en
þess á milli getur hann variö allt
sem á markiö kemur.
Völler er bestur gegn öllum
skotum sem koma í millihæö.
Hann kastar sér niöur í hvert skipti
sem skotiö er. Hann er ekki ólíkur
Kristjáni Sigm. í stíl. Hann er án
efa einn tveggja bestu markvaröa f
Vestur-Þýskalandi í dag.
Andreas Thiel frá Gummers-
bach er kannski besti keppnis-
maöurinn af markvöröunum þrem-
ur og er ansi viöbragösfljótur.
Hans veikleiki felst í því aö hann
bregst oft of fljótt viö, fer í annaö
horniö sem kallaö er og þeir sem
horfa vel á markiö áöur en skotiö
er, eiga góöa möguleika gegn hon-
um.
• Simon Schobel (t.v.), nýi landsliösþjálfari þýska landsliðsins, ræðir hér við fremsta handknattleiksmann V-Þýskalands, Erhard Wunderlich.
• Ellert B. Schram ræðir hér viö Martein Geirsson landsliösfyrirliða í
knattspyrnu, en hann hefur ákveðið að leika ekki fleiri landsleiki. Ellert
hefur hins vegar ákveðið að gefa kost á sér áfram sem formaður KSÍ.
Ellert gefur kost á
sér áfram sem formaður
EINS og skýrt hefur verið frá,
verður ársþing KSÍ haldiö dagana
4. og 5. desember næstkomandi.
Ýmis sthyglisverð mál munu
liggja fyrir þinginu í íþróttablaöi
Morgunblaðsíns á þriöjudag
veröur viötal við formann KSÍ, en
þar skýrir hann meðal annars frá
því, aö stjórn KSÍ hefur tekið upp
samningaviðræður við eitt stór-
fyrirtæki hér í borg varöandi
auglýsingar á landsliðsbúningun-
um, og jafnframt mun fyrirtækiö
styöja viö bakiö á sambandinu
fjárhagslega.
Ellert skýrir frá því, að stjórn
KSÍ ætli að gera verulegt átak í
fjármálum sambandsins. Þá kem-
ur fram, að KSÍ hefur sagt upp
samningum viö Sjónvarpið.
— ÞR.