Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 14 Warrior radíalsnjóhjólbaröar stærö 175 SR 14. Gott grip. Gott verö. Fást hjá umboðsmönnum víöa um land, í Reykjavík Hjólbaröastööin, Skeifunni 5, Hafnarfiröi Dekkiö, Reykjavíkurvegi 56. Reynir sf., 95-4400, Blönduósi Eldhúshnífar SÆNSKT BITSTÁL Handföngin þola þvott í uppþvottavélum. ð R U V STOFNAÐ 1903 Z ÁRMÚLA 42 ■ HAFNARSTRÆTI 21 r Demantar ^ — Þ>itt er valið Kjartan Asmundsson gullsmiður, ^ Aðalstræti 8. AF ERLEHDUM VETTVANGI eftir BJÖRN BJARNASON NATO-ráðherrar vilja hækka „kjarnorkuþröskuldinn“ Árlegir vetrarfundir utanríkis- og varnarmálaráðherra Atlants- hafsbandalagsins fara fram um þessar mundir. Varnarmálaráðherrarnir hittust í síðustu viku og í þessari viku koma utanríkisráðherrarnir saman. Margvísleg mál eru til umræðu á þessum fundum, en eftir að sættir náðust á milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Vestur-Evrópuríkja um sölu á tækjabúnaði til gasleiðslunnar miklu frá Sovétríkjunum til Vestur- Evrópu, biða engin brýn deilumál milli landanna beggja vegna Atlants- hafs úrlausnar. Erfiðasta ágreiningsmálið á milli aðildarþjóða NATO er deilan á milli Grikkja og Tyrkja. Urðu heitar umræður um það milli fulltrúa þjóðanna á fundi varnarmálaráðherranna í fyrri viku. Víðtækari mái voru þó helsta viðfangsefni varnarmálaráðherranna. Varnarstefna Atlantshafs- bandalagsins miðast við sveigjanleg viðbrögð, það er að segja að gegn árás verði snúist með stigmögnuðum aðgerðum miðað við afl andstæðingsins. í þessari varnarstefnu felst, að NATO-ríkin gætu orðið fyrri til að beita kjarnorkuvopnum í Evr- ópu tækist þeim ekki að halda innrásarher í skefjum með venjulegum vopnum. Varnar- stefna NATO sækir því afl sitt til venjulegs herafla, skamm- drægra og meðallangdrægra kjarnorkuvopna í Evrópu og langdrægra kjarnorkuvopna í kafbátum og á skotpöllum í Bandaríkjunum. Bernard W. Rogers, yfirhers- höfðingi Evrópuherstjórnar NATO (SACEUR), hefur oftar en einu sinni látið í ljós þá skoð- un, að Varsjárbandalagslöndin hafi skotið NATO-ríkjunum ref fyrir rass í vígbúnaði, hvort heldur litið sé til venjulegs her- afla eða kjarnorkuherafla. Nú er markvisst unnið að því að minnka forskot kommúnista- ríkjanna í kjarnorkuvígbúnaði. Bretar og Bandaríkjamenn hafa ákveðið að endurnýja langdræg- ar kafbátaeldflaugar sínar með Trident-eldflaugum og Banda- ríkjamenn ætla. að endurnýja langdrægu landeldflaugarnar með MX-flauginni. Einnig er unnið samkvæmt áætlun að því að minnka bilið að því er varðar meðallangdrægu eldflaugarnar í Evrópu, en um þá áætlun tóku utanríkis- og varnarmálaráð- herrar NATO ákvörðun í des- ember 1979 og halda fast við hana. Á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í síðustu viku var einkum rætt um það hvernig unnt væri að efla varnarmátt bandalagsþjóðanna með venju- legum vopnum. Þegar um venju- legan vopnabúnað er rætt, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, að það er ekki fyrir tilviljun að NATO-ríkin hafa fylgt þeirri stefnu að brúa bilið milli sín og Varsjárbandalags- landanna í venjulegum vígbún- aði með kjarnorkuvopnum. Þessi staða hefur skapast vegna þess að NATO-ríkin hafa ekki viljað binda þann mannafla í þágu eig- in varna og verja þeim fjármun- um til hermála sem nauðsynlegt væri til að halda í við kommún- istaríkin að þessu leyti. Kjarn- orkuvopnin eru í senn ódýrari kostur en venjuleg vopn og þau krefjast ekki jafn margra manna undir vopnum. í beinni þýðingu úr ensku hef- ur orðið „kjarnorkuþröskuldur" verið notað á íslensku um það stig í hugsanlegum hernaðar- átökum, þegar horfið yrði frá beitingu venjulegra vopna og gripið til kjarnorkuvopna. En í vangaveltum um átök í Evrópu er yfirleitt byggt á þeirri for- sendu, að þau hefjist með venju- legum vopnum og þróist yfir í kjarnorkuátök á síðari stigum. Á það hefur verið bent að „kjarn- orkuþröskuldurinn" í Evrópu hafi lækkað vegna þess, að NATO-ríkin hafi látið undir höf- uð leggjast að treysta varnir sín- ar með venjulegum vopnum. Eigi að hækka hann þurfi að auka út- gjöld til hermála, efla venju- legan herstyrk og búa sig undir langvinn átök meðal annars með því að treysta samgöngur á milli Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku og halda uppi vörnum á sjóðleiðinni yfir Norður- Atlantshaf, en talið er að um 90% af mönnum og tækjum yrðu flutt með skipum. Bernard W. Rogers, yfirhers- höfðingi, telur, að ákveði NATO-ríkin að auka hernaðar- útgjöld sín um 4% umfram verð- bólgu á næstu sex árum, geti þau hækkað „kjarnorkuþröskuldinn" án þess að draga úr eigin öryggi og þar með einnig komið til móts við kröfur friðarhreyfinganna, sem einkum beina spjótum sín- um gegn kjarnorkuvopnum eins og kunnugt er. Hefur Rogers sagt, að 4% aukning á hernaðar- útgjöldum á árinu 1983 svari til þess, að sérhvert mannsbarn í Vestur-Evrópu auki fjárútlát sín til hermála um tæpar 200 krón- ur. Á fundi varnarmálaráðherr- anna í síðustu viku var sam- þykkt ný sex ára áætlun um efl- ingu venjulegs varnarviðbúnað- ar NATO. Ummæli einstakra ráðherra eftir fundinn gáfu þó ekki til kynna, að þeir væru vongóðir um að þeim tækist að sannfæra fjárveitingarvaldið í löndum sínum um nauðsyn hærri útgjalda til hermála og staðreynd er að Evrópuríkjunum í NATO hefur gengið illa að standa við það fyrirheit, sem var gefið 1977, að útgjöldin til varn- armála skyldu aukin um 3% á ári umfram verðbólgu. Stjórnmálamennirnir þurfa að útvega peninga, svara friðar- hreyfingum og standa vörð um öryggi eigin þjóða. Pólitíska leið- in er því svo sannarlega vandröt- uð. Hernaðarlega leiðin er þó síður en svo auðrötuð. Segja má að grunnþátturinn í hugmynd- um herforingja NATO um að hækka „kjarnorkuþröskuldinn" sé sá, að með nýjum rafeinda- vopnum og meira afli venjulegra vopna en menn hafa áður kynnst sé unnt að búa þannig um hnút- ana, að NATO geti skorið á æð- arnar sem tengja munu innrás- arlið að austan við „móðurher- inn“ og höfuðstöðvarnar og jafn- framt stöðvað framrás liðsauk- ans, sem sækir fram á eftir inn- rásarhernum — eða einfaldlega snúa vörn í sókn með því að herja á andstæðinginn á hans eigin landi á bak við víglínuna sem hann hefur dregið með inn- rás sinni. Ýmsir efast um, að þessi hugmynd sé raunhæf. Og aðrir vekja athygli á því, að ekki hafi hún verið afsönnuð sú kenn- ing, að þeim mun meiri líkur sem séu á kjarnorkustríði þeim mun minni líkur séu almennt á stríði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.