Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 fHwgtniÞlfifrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakiö. Ábyrgð í stað upplausnar Fyrirsögn þessarar forystu- greinar er hin sama og yf- irskrift stjórnmálaályktunar flokksráðs- og formanna- ráðstefnu sjálfstæðismanna, sem haldin var á föstudag og laugardag í síðustu viku. Þar segir: „íslendingar standa á örlagaríkum tímamótum. Stjórnarstefnan hefur leitt ti stöðnunar, atvinnuöryggið er í hættu og lífskjör fara versn- andi. Við slík skilyrði er endurreisnar þörf, sem byggja verður á stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Hann hefur áður leitt þjóðina til framfara og hagsældar á örlagatímum." Undir þessi orð er heilshug- ar unnt að taka og með rökum getur enginn mótmælt þeim. A það er minnt í ályktun sjálfstæðismanna, hvernig all- ur fyrri ávinningur hefur runnið út í sandinn á tímum fjögurra ára óstjórnar frá því að vinstri stjórnin settist að völdum 1978 með þeim afleið- ingum, að alvarlegt hættu- ástand hefur skapast í efna- hags- og atvinnumálum þjóð- arinnar. Samhljóða var sam- þykkt á flokksráðs- og for- mannaráðstefnunni, að ríkis- stjórnin hefði misst öll tök á efnahagsmálum þjóðarinnar, hana skorti starfhæfan meiri- hluta á Alþingi og sé með öllu ófær um að leysa þann vanda, sem steðjar að þjóðinni. Þá segir í ályktuninni: „Stemma verður stigu við því upplausnarástandi, sem nú ríkir í málefnum þjóðarinnar. Ekki er lengur hægt að láta ábyrgðarleysi og sýndar- mennsku mola undirstöður at- vinnulífsins. Treysta verður atvinnu landsmanna með því að leysa atvinnulífið á ný úr viðjum ríkisafskipta, auka þjóðarframleiðsluna og bæta afkomu heimilanna. Gefa þarf einstaklingunum tækifæri til að beita hugviti sínu og atorku til nýrra átaka í atvinnuupp- byggingu." I sautján liðum eru síðan sett fram einstök og skýr stefnuatriði Sjálfstæðisflokks- ins, sem einkennast af þeim grundvallarmarkmiðum sjálfstæðisstefnunnar að flokkurinn skuli vinna að víð- sýnni og þjóðlegri umbóta- stefnu á grundvelli einstakl- ingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. En einmitt með þessi grundvallarmarkmið í huga verða menn að gera upp á milli Sjálfstæðisflokksins og annarra stjórnmálaflokka hér á landi. Það er eins og Geir Hallgrímsson, formaður flokksins, sagði, í ríkisfjöl- miðlum eftir fundinn á laug- ardag, nauðsynlegt að hafa í huga við mat á stefnu sjálf- stæðismanna þann grundvall- armun sem er á viðhorfi þeirra og annarra flokka manna til lausna á þjóðfé- lagsvandanum. Sjálfstæðis- flokkurinn vill styrkja ein- staklinginn og þar með ábyrgð hvers og eins í anda orðanna: Hver er sinnar gæfu smiður. Hinir flokkarnir hafa meiri trú að forsjá ríkisins en rétti einstaklinganna. Hvor stefnan halda menn að leiði til ríkari ábyrgðartilfinningar? Reynsl- an af fjórum vinstri stjórnum síðan lýðveldi var stofnað á Is- landi sýnir, að stefna og starf þeirra leiðir ávallt til upp- lausnar. Eins og bent hefur verið á, þá er aðeins ein leið út úr íslenskri neyð, sem sé sú að hafna vinstri flokkunum. Hnefahöggið Af sérkennilegri yfirlýsingu um hnefahögg sem Gunn- ar Thoroddsen, forsætisráð- herra, gaf í tilefni af ræðu Geirs Hallgrímssonar á flokksráðsfundi sjálfstæð- ismanna verður ekki annað skilið en Gunnar telji það sér að þakka og ríkisstjórninni, hve sjálfstæðismönnum vegn- aði vel í sveitarstjórnarkosn- ingunum. Slíkar söguskýr- ingar koma vafalaust öllum sjálfstæðismönnum í opna skjöldu, ekki síst þeim sem kjörnir voru í trúnaðarstöður á listum Sjálfstæðisflokksins. Hver þeirra lagði mál þannig fyrir kjósendur að með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn væru menn að veita ríkis- stjórninni og Gunnari Thor- oddsen stuðning? Þá kvartar Gunnar Thor- oddsen yfir því, að Geir Hall- grímsson hafi kallað stjórn sína „vinstri stjórn". Við- kvæmni forsætisráðherra fyrir þessari réttmætu nafn- gift er mikil. Hann sagði til dæmis í viðtali við þýska blað- ið Die Welt 19. júní 1980, að stjórn sín væri ekki „vinstri stjórn" heldur „mið-vinstri stjórn". .Ætli það hafi ekki verið sagt af tilliti til fram- sóknarmanna, sem vilja vera í miðjuflokki, eins og Ólafur Jó- hannesson ítrekaði á síðasta flokksþingi þeirra? Halldór Laxness: „Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar, tímanna safn,“ — stundum í æsku heyrði ég roskna sveitamenn segja að „Ó Guð vors lands," framlag Matthíasar Joch- umssonar 1874, sem Svein- björn Sveinbjörnsson setti við tóna, hefði meiri guðvísi til að bera en væri við hæfi á útiskemtun; einnegin af og frá að sýngja það á góðra vina fundi. Reyndar var víst sjaldan prófað að sýngja þennan lofsaung undir ber- um himpi, en hann var stundum spilaður á horn 17. júní, jafnvel í rigníngu. Há- fleygir menn sögðu að svo hástiltur kveðskapur væri því nær að vera vitrun, haf- inn yfir játníngartrúar- brögð einsog „okkar" þar sem guðinn er skilgreindur í tölum: einn og þrennur. Vonum að ekki sé ofsagt að kvæði einsog „Ó Guð vors lands“ eigi sér uppruna ein- hversstaðar utanvið ríkistrú dana, þó það hafi fyrst verið súngið þann dag sem við vorum að taka á móti stjórnarskrá íslands úr hendi Kristjáns af Glucks- borg sumarið 1874 — og kanski hefur það ekki einu- sinni verið súngið þar; hef ekki flett því upp. En hvort sem svo hefur verið eða ekki, sáust þess eingin merki að stefna lofsaungs- ins hjá Matthíasi hafi í um- talsverðum greinum farið í bága við ríkisguðfræði danakonúngs sem við sam- sömuðumst skriflega ein- mitt þennan dag á Þíngvöll- um. Eitt er þó athyglisvert við þennan lofsaung: Frels- arinn fær þar ekki inni. Uppvekst spurníng um hvað hafi orðið um hann í dýrð- arljóði sem svo er hástilt að ísland er orðið þar „eitt ei- lífðar smáblóm með titrandi tár“. Til skilníngs á þessu fyrirbrigði má nefna að hið andríka skáld hátíðalof- saungsins Matthías Joch- umsson var um þessar mundir, og reyndar leingi síðan, hlyntur únítarisma; en sá flokkur er í sjálfu sér flestum þeim kenníngum mótsnúinn sem danakon- úngar höfðu þraungvað uppá okkur í Siðbót Lúters. Tæknilega séð er „Ó Guð vors lands" lofsaungur únít- ara til Drottins. Og þó þetta kvæði sé nokkurnegin óháð kristnum lærdómi er ekki þarmeð sagt að það þurfi að vera óheppilegur hátíða- saungur amk. á réttum stað. Allavega er þessi lofsaungur eins fjarri því og komist verður, og vera þó saminn eftir þeim kokkabókum í trúarbrögðum sem við ís- lendíngar höfðum meðtekið undir svarinn eið af dana- konúngi. Manni finst að há- speki einsog Ó Guð vors lands mundi sóma heilögum Fransiskusi, eða jafnvel heilagri úngfrú Jóhönnu af Örk — ef á annað borð væri hægt að hugsa sér dírlíng sem svo breitt raddsvið hefði að tæki yfir 13 tónbil í skalanum, (gregórískur saungur af saltara tekur hinsvegar sjaldan yfir meira en 3—4 tónbil). Til að koma Guði vors lands til skila sem vert væri út- heimtist kirkja með lærðum kantórum, háum hvelfíng- Matthías Jochumsson um, og titrandi bergmáli í hvelfíngunum. Islendíngar hafa nú verið að sprínga á þessu meistarastykki síðan 1874. Hér er ekki staður til frekari bollaleggínga um þann únítarískan hug- myndaheim sem Ó Guð vors lands ber í sér. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja að Matthías Jochumsson var á sínum duggarabandsárum snortinn af þeirri stefnu sem ber ofangreint nafn; og naut í þá veru hylli og stuðníngs mentamanna og öðlínga í enska heiminum. Einginn láir Matthíasi þó skáldgáfa hans hafi umvaf- ið þessa stefnu. Únítarism- us mætti kalla göfuga skyn- semistrú að sumu leyti í kristilegum anda. Þessir menn færðu rök fyrir því að heimurinn væri góður í sér og svo væri einnig sá smiður sem hefði búið hann til. Samt var stefnan yfirleitt ekki látin njóta sannmælis í öðrum sértrúarkirkjum. Til- amunda hafa íslenskir súp- Vinstri stefiia — vinstri stjórnir eftir Matthías Á. Mathiesen, alþm. „ÖIl ráð stjórnarinnar hafa verið ráð stjórnar, sem hefur vinstri stefnu í efnahags- og atvinnu- málum og því hefur far- ið svo sem alþjóð er nú Ijóst og hér hefur verið á bent. Við öðru var ekki að búast.“ Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar I rúm fjögur ár hefur vinstri stefnan verið leiðarljós þeirra rík- isstjórna, sem farið hafa með völdin. Af fyrstu aðgerðum vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar í septembermánuði 1978 mátti ráða, hver stefnan yrði í efnahags- og atvinnumálum af hálfu þeirrar ríkisstjórnar og kom þar að vísu fátt á óvart. Alþýðubandalagi, Framsóknar- flokki og Alþýðuflokki reyndist mjög auðvelt að ná saman um ómengaða vinstri stefnu, sem m.a. hafði í för með sér: — aukna skattheimtu, sem þrengdi afkomu heimilanna og at- vinnuveganna, — aukningu ríkisumsvifa, sem dregið hefur úr sjálfstæði ein- staklinga til atvinnustarfsemi, — auknar erlendar lántökur til óarðbærra fjárfestinga. Þá var og ljóst, að staðið skyldi fyrir fjármagnsflutningi milli að- ila í þjóðfélaginu, sem leitt gæti til óeðlilegrar verðmyndunar og þannig haft áhrif á framfærslu- vísitöluna til þess að fá fram hag- stæðari verðbólguútreikninga en raunveruleikinn sýndi. Afleiðingar þessarar efnahags- stefnu komu að sjálfsögðu mjög fljótt í ljós. Birtust þær m.a. í vax-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.