Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 15 Miklar deilur um kjarnorkuvopn- in í Danmörku Kaupmannahöfn, 6. desember. AP. ÞÚSIJNDIR manna tóku þátt í mótmælaadgerdum víða um Danmörku, en aðgerðunum var beint gegn hinu vaxandi vígbúnaðarkapphlaupi og þeirri stefnu dönsku stjórnarinnar að mæla með og fjármagna að hluta skotpalla fyrir meðaldrægar kjarnorkuflaugar í Vestur-Evrópu. Sem aðili að Atlants- hafsbandalaginu er danska stjórnin þessu fylgjandi, en mikil ókyrrö er í dönskum stjórnmálum vegna þessa. Einhver mesti ágreiningur sem orðið hefur með dönskum stjórn- völdum síðan þjóðin gerðist aðili að NATO er nú staðreynd. Stjórn- in, undir forystu Pauls Schluter á í erjum við stjórnarandstöðu- flokkana sem róa að því öllum ár- um að minnka verulega eða stöðva gersamlega peningastreymi frá Danmörku til flugskeytavæð- ingarinnar í Vestur-Evrópu. Jafnaðarmannaflokkurinn mun knýja fram tillögu á danska þing- inu í dag þar sem lagt er til að Danmörk greiði ekki frekari upp- hæðir til umræddrar vopnavæð- ingar, en þegar hefur danska ríkið látið af hendi rakna upphæð sem nemur 3 milljónum dollara. Sam- kvæmt skuldbindingum við NATO eiga Danir siðan að greiða um 8 milljónir dollara í viðbót. Nái frumvarp þetta ekki fram að ganga, hafa jafnaðarmenn hótað því að styðja aðra tillögu tveggja vinstri flokka um að hætta sam- stundis öllum fjárútlátum til sam- eiginlegrar hervæðingar Vestur- Evrópu. Ef jafnaðarmenn styðja tillöguna, þá er víst að hún fær meirihluta atkvæða á þinginu. Þá verður stjórn Schluters komin í mikinn vanda og um þessar mund- ir eru ráðherrarnir að ræða hvað sé til ráða; hvort stjórnin eigi að ganga að tillögu sósialdemókrata, ERLENT og þá hugsanlega eftir ýmsar lag- færingar á henni. Hvort að bera eigi fram eigin gagntillögu, eða hvort stjórnin eigi að standa eða falla með skuldbindingunum til varnarbandalagsins. Kristian Albertsen, einn af leið- togum jafnaðarmanna, sagði við fréttamenn að flokkur sinn legði ekki öryggi og varnir Danmerkur fyrir róða þó hann vildi ekki leng- ur taka þátt í fjármögnun á flugskeytunum umdeildu, hann sagði: „vígbúnaðarkapphlaupið verður að stöðva meðan að enn er möguleiki á því.“ Sprakk í loft upp • Þessi B-52 sprengjuþota sprakk í loft upp á flugbraut á Castle herflugvellinum í Kanada fyrir skömmu. 9 manna áhöfn vélarinnar gat forðað sér áður en voðinn var vís og sluppu allir með skrekkinn. Þotan gereyðilagðist hins vegar eins og sjá má. Sprengjuflugvélarnar koma beint frá Sovétríkjunum Víetnamar, Búlgarir, Kúbumenn og Ungverjar berjast í Afganistan Islamabad, 1‘akistan, 6. des. AP. HÁTTSETTUR afganskur flugmálamaður sem flúði fyrir skömmu til Pakistan, sagði í samtali við fréttamenn um helgina, að stjórnvöld í Afganistan hefðu látið strá ógrynni af jarðsprengjum á stóran hluta af landamærum ríkjanna til þess að koma í veg fyrir vopnasmygl til handa skæruliðum í Afganistan sem berjast gegn afganska stjórnar- hernum og Sovétmönnum. Að sögn Sarwar Shinwari, en svo heitir flóttamaðurinn, var jarðsprengjunum komið fyrir á 750 kílómetra langri spildu á landamærunum. Shinwari gat þess að í fyrstu hefðu stjórnvöld í Kabúl ætlað sér að koma fyrir einum sov- éskum hermanni á hverjum 500 metrum, en hætt við það vegna þess að það hefði kostað 1.500 hermenn af hinum áætluðu 105.000 sovésku hermönnum sem berjast í Afganistan um þessar myndir. Komust stjórn- völd að þeirri niðurstöðu, að önnur verkefni og brýnni væru til staðar fyrir umrædda her- menn. Flóttamaðurinn sagði enn- fremur, að loftárásir Sovét- manna og stjórnarhersins á búðir skæruliða kæmu beint frá Sovétrikjunum og að flug- mönnum væri gert að einbeita sér einkum að landamæra- skotmörkum, en skæruliðarnir fara mikið yfir landamærin til vopnakaupa og flutninga. Þá sagði Shinwari, að það væri ekki nóg að sovéskir hermenn væru í Afganistan, heldur væru þar einnig kúbanskir, víet- namskir, ungverskir og búlg- arskir hermenn í stórum stíl. Shinwari starfaði við Khawaja Rasash flugvöllinn í Kabúl og sagði að þar hefði verið mikið af búlgörskum hermönnum, auk 400 Víetnama, sem hefðu komið glóðvolgir úr sovéskum heræfingabúðum. 1«KNISI L---^"‘‘^oarson Ólafur Þórðarson opilakassinn. Fjörug Sonus Futurae Þeir sletta skyrinu . Sex meiriháttar Iðq Boðsmiði í Vijlta Tryiita V fyrstu eintöku„umV!!_ \ sém SuL‘r,að upPák°"' Bjðrn Thorodd ^agnus Kjartans oamkvæ Safn • 71* *æknisráði i>afn Vinsælla íslenskr;, IpHHÉ ^reifing: Skífan. Þórðarson ofTant'Sk ,Ög eftir ó,af Sku9vin ®slás°" syarnaði upp. Það er grallari í þessari nu( Dreifing: steinar. p,OÍU■ Qefum ISLENSKA tónlist hl|

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.