Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 B-listinn á Suðurlandi: Þórarinn í 1. sæti - Jón Helga- son í ööru ÞORAKINN Sigurjónsson, alþingis- maóur, varö hlutskarpastur í at- kvæðagreiðslu um skipan fram- boðslista Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi og skipar 1. sæti listans en Jón Helgason, alþing- ismaður, skipar annað sætið. Kjör- dæmisþing Framsóknarflokksins á Suðurlandi fór fram í samkomuhús- inu á Hvoli á laugardag og greiddu 170 manns atkvæði um skipan list- ans. Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu: Þórarinn Sigurjónsson hlaut 120 atkvæði í 1. sætið og samtals 153 atkvæði, Jón Helgason hlaut 147 atkvæði í 1,—2. sæti og skipar 2. sætið, Böðvar Bragason, Hellu hlaut 130 atkvæði í 1.—3. sæti og skipar 3. sætið, Guðmundur Búa- son hlaut 138 atkvæði í 1.—4. sæti og skipar 4. sæti listans, Guð- mundur Agústsson hlaut 123 at- kvæði í 1.—5. sæti og skipar því 5. sætið og Guðrún Sveinsdóttir hlaut 72 atkvæði í 1.—6. sæti og skipar sjötta sæti listans. Maraþon í Tónabæ MARAÞONTÓNLEIKAR SATT, sem ætlað er að standi í a.m.k. 14 sólarhringa, hófust kl. 14 á laugardag með leik hljómsveitarinnar Þeyr. Að henni lokinni tók Kópavogshljómsveitin Te fyrir tvo við og síðan koll af kolli. Framkvæmd tónleikanna hefur gengið mjög vel til þessa og fjöldi gesta lagt leið sína í Tónabæ til að fylgjast með gangi mála. Tilgangur þessara tónleika er að hnekkja heimsmetinu, sem er 321 klukkustund, og vekja athygli á lifandi tónlist í landinu um leið. Olíuskuldum ekki breytt 1 langtímalán að þessu sinni Skipum Húsvíkinga lagt um næstu helgi verdi vandi þeirra ekki leystur OLÍUDEILD Kaupfélags Þingeyinga hefur nú ákveðið að afgreiða ekki olíu til fiskiskipa á Húsavik nema gegn staðgreiðslu frá og með næstu helgi. í kjölfar þess hafa útgerðar- menn ákveðið að leggja skipum sín- um um næstu helgi verði vandi þeirra ekki leystur. Segjast þeir langeygir eftir skuldbreytingunni og telja að olíuskuldir verði að vera inni í þvi dæmi. Hafa þeir skipað nefnd til þess að reyna að leysa mál- ið. Olíuskuldir útgerðarmanna á Húsavík nema nú alls 5 til 6 milljón- um króna. Að sögn Davíðs Ólafsson- ar, seðlabankastjóra, var ekki gert ísafirdi, 2. deNember. ÝMSA möguleika er nú verið að athuga í sambandi við rekstur Flugfélagsins Krnis á Isafirði, en eins og komið hefur fram í fréttum er flugfélagið fyrir nokkru hætt póstflugi um Vestfirði. Til tals hef- ur komið að auka áætlunarflug og eftirlitsflug fyrir Landhelgisgæzl- una, en Krnir eru vel í stakk búinn til að annast slíkt flug vegna sér- þekkingar flugmanna á staðhátt- Þrjú skip seldu í gær ÞRJÚ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn erlendis í gær, mánudag. Eitt skip seldi á föstudag og fyrirhugað er að rúmlega 10 selji það, sem eftir er vikunnar. Á föstudag seldi Ársæll Sig- urðsson HF 102,8 lestir í Grimsby. Heildarverð var 1.519.400 krónur, meðalverð 14,77. í gær seldi Jón Finnsson RE 65,1 lest í Grimsby. Heildarverð var 966.000 krónur, meðalverð 14,83. Sæunn Sæ- mundsdóttir ÁR seldi 65,4 lestir í Bremerhaven. Heildarverð var 986.100 krónur, meðalverð 15,08. Þá seldi Þorsteinn GK 70,4 lestir í Cuxhaven. Heildarverð var 1.076.000 krónur, meðalverð 15,16. ráð fyrir því að olíuskuldum yrði breytt nú í langiímalán, það hefði síðast verið gert á síðasta vetri. Ekki náðist tal af Steingrími Hermanns- syni, sjávarútvegsráðherra, vegna þessa, þar sem hann er staddur á Jamaica. Að sögn Jónasar Egilssonar, deildarstjóra olíudeildarinnar, hafa þar safnazt að einhverju leyti skuldir vegna olíukaupa fiski- skipa. í seinasta mánuði hafi menn gert ráð fyrir því að geta gert þarna einhver skil vegna skuldbreytinga, samkvæmt loforð- um hér fyrir vestan og þjálfunar í flugi við erfiðar aðstæður. Víða er- lendis eru litlar flugvélar notaðar til slíkra verkefna, staðsettar með- fram ströndum ríkjanna, t.d. Nor- egs og Skotlands. Þingmenn kjördæmisins og samgönguráðherra hafa mikinn áhuga fyrir lausn þessa mikil- væga máls því að Flugfélagið Ernir gegnir mjög mikilvægu hlutverki í heilbrigðis- og örygg- ismálum Vestfjarða. Mikill urg- ur er í Vestfirðingum vegna niðurfellingar póstflugsins því nú fara allar samgöngur og póst- þjónusta milli staða á Vestfjörð- um um Reykjavík. Á sunnan- verðum Vestfjörðum hefur fólki brugðið illilega við því fólk þarf að sækja til ísafjarðar ýmsa sameiginlega þjónustu í kjör- dæminu og til að komast á Isa- fjörð þarf nú að fara um Reykja- vík. Fyrir utan aukinn tíma og óþægindi, þá er kostnaðurinn margfalt meiri. Annað dæmi þekki ég um mann búsettan á Flateyri, sem hér var veður- tepptur í fimm daga, þar sem landleiðin var ófæí, en flugveður var hins vegar suma dagana. Ýmsar þreifingar um lausn þessa máls hafa átt sér stað, en lausn er ekki fundin. — Úlfar um ríkisstjórnarinnar. Jónas sagði, að fyrir síðustu helgi hefði hann síðan frétt að olíuskuldir féllu ekki undir þessa skuldbreyt- ingu. Því hefði ekki verið nein leið fyrir olíudeildina önnur en sú, að tilkynna útgerðarmönnum það, að eftirleiðis væri ekki hægt að af- greiða olíu til þeirra nema trygg- ing fyrir greiðslu eða staðgreiðsla kæmi til. Bjarni Aðalgeirsson, bæjar- stjóri á Húsavík og einn af full- trúum útgerðarmanna, sagði, að eftir að þeir hefðu fengið tilkynn- ingu um að þeir fengju ekki af- greidda olíu nema gegn stað- greiðslu frá og með síðustu helgi, hefðu þeir komið saman til fundar og skipað nefnd til að leita lausnar málsins. Eftir það hefði aðgerðum olíudeildarinnar verið frestað um viku. Ef málin leystust ekki fyrir helgi yrði ekki um annað að ræða en að leggja skipunum. Þá hefði verið lélegur afli undanfarið og því hefðu útgerðarmenn átt erfitt með aö sinna launagreiðslum og öðrum óhjákvæmilegum greiðsl- um frá degi til dags. Menn hefðu gengið að því sem vísu að olían yrði tekin inn í skuldbreytinguna, en nú væri óljóst hvort svo yrði. Bjarni sagði ennfremur, að þróun mála á Húsa- vík hefði verið sú, að skuldir út- gerðarinnar væru ekki nema að ALLHAKÐUR árekstur varð á Keykjanesbraut klukkan 21 á sunnudagskvöldið. Ökumanni BMW-bifreiðar.fipaðist aksturinn — ók Reykjanesbraut til suðurs á eystri akrein — það er á móti ein- stefnuumferð með þeim afleiðingum litlu leyti við viðskiptabankana, heldur fremur við Kaupfélagið og þá olíudeildina, sem væri stærsti viðskiptaaðilinn. Utgerðarmenn væru aðeins að fara fram á að gef- in loforð yrðu efnd. Þetta væri mikilvægt mál fyrir bæjarfélagið og yfir vofði stöðvun tveggja tog- ara auk mikils fjölda minni báta. Davíð Ólafsson, seðlabanka- stjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að skuldbreyting væri þeg- ar langt komin og nú væri búið að breyta tæplega 300 milljónum í langtímalán. I febrúar til apríl á þessu ári hefði 114 milljónum af olíuskuidun útgerðarinnar verið breytt í lán til 5 ára og ekki hefði verið gert ráð fyrir að koma þyrfti til annarrar olíuskuldabreytingar á sama ári. Mætti því segja að skuldir við olíufélögin hafi haft algjöran forgang við skuldbreyt- ingar á þessu ári. Hins vegar þýddi skuldbreytingin það, að greiðslustaða útgerðarinnar batn- aði og ætti hún því að eiga auð- veldara með að greiða aðrar skuldir af rekstri. Þá væri há- marksupphæð skuldbreytingar miðuð við 7% af tryggingaverði viðkomandi skipa og ljóst væri að það dygði ekki öllum, fyrst og fremst væri ætlunin að breyta skuldum við innlánsstofnanir og síðan aðra eftir því, sem viðmið- unarmarkið leyfði. að bifreiðin skall framan á Galant- bifreið, sem ekið var til norðurs. Ökumenn beggja bifreiðanna voru fluttir í slysadeild en meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg. Bif- reiðirnar eru talsvert skemmdar. Mynd Júlíus. Taka Ernir að sér gæzluflug vestra? Ók mót einstefnu Fimm lesta bátur brann og sökk — mannbjörg varð FIMM lesta vélbátur, Svanur Þór RE 141 sökk eftir að eldur kom upp i bátnum skömmu eftir klukkan fjögur á sunnudag. Einn skipverji var á Svani Þór og komst hann um borð í gúmmíbjörgunarbát og var bjargað skömmu síðar. Slysavarnar- félagi íslands barst tilkynning frá Gissuri hvíta, sem gerður er út frá Sandgerði, klukkan 16.25 um að bát- ur vsri aö brenna norðarlega i Faxa- flóa en Gissur hvíti var þá 7 sjómílur norð-austur af Gróttu. Slysavarnarfélagið bað Gissur hvíta að fara á vettvang og haft var samband við flugturninn í Reykjavík og beðið um aðstoð. Skömmu síðar var flugvél komin yfir hinn brennandi bát og var til- kynnt að maður væri um borð í gúmmíbjörgunarbát. Gissur hviti kom á vettvang klukkan 16.50 en þá logaði Svanur Þór stafna í milli. Skipverjar björguðu skip- verjanum, sem reyndist ómeiddur. „Það var strax haft samband við flugturninn í Reykjavík og erum við ákaflega þakklátir fyrir hina góðu samvinnu sem við eigum við flugumsjón og eigendur einka- flugvéla," sagði Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri Slysavarnarfé- lags íslands í samtali við Mbl. Hrólfur Asvalds- son látinn HRÓLFUR Ásvaldsson, viðskipta- fræðingur, fulltrúi á Hagstofu ís- lands, er látinn 55 ára að aldri, en hann var fæddur 14. desember 1926 á Breiðumýri i Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu. Hrólfur Ásvaldsson varð stúd- ent frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1950 og lauk síðan kandí- datsprófi frá viðskiptadeild Há- skóla íslands árið 1954 og hefur hann starfað hjá Hagstofu Islands síðan, auk þess að vera sparisjóðs- stjóri í Kópavogi um tíma. Eldsvoði í Eyjum Vestmannauvjum, 6. desember. Á sunnudagsnóttina kom upp eld- ur í einu af starfsmannahúsum sjúkrahúss Vestmannaeyja. Slökkvi- lið kom fljótt á staðinn og tókst að ráða niðurlögum eldsins á innan við hálftima. Eldurinn var ekki mjög magn- aður en mikill reykur í húsinu. Eldsupptök voru í eldhúsi, trúlega í viftu og skemmdir urðu töluverð- ar. Þetta var fyrsta brunaútkall slökkviliðsins í Vestmannaeyjum í marga mánuði. hkj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.