Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 19
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 19 Fundur um „Samruna löggjafarvalds og framkvæmdavalds“ ORATOR, Télag laganema, heldur almennan félagsfund um málefnið: „Samruni löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds", nk. miðvikudags- kvöld, 8. desember, kl. 20.30 í stofu 101 Lögbergi. Frummælendur verða Vilmund- ur Gylfason alþingismaður og prófessor Sigurður Líndal. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Höfn: Rúmlega 33 þúsund fjár slátrað Höfn, 3. denember. Heildarsláturfjártala hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga var 33.351 kind eða 463 færri en í fyrra. Meðalvikt var 13,31 kg eða 9 grömmum minna en í fyrra. Mesta meðalvikt eftir sveitum var úr Öræf- um, 13,79 kg. Mesta meðalvikt þeirra, sem lögðu inn 100 dilka eða fleiri átti Eyþór Ragnarsson, Skála- felli, 15,5 kg, en hæsta meðalvikt átti Bergur Þorleifsson, Flatey, 15,8 kg. Mestar afurðir eftir eina á átti Sigf urjón Jónsson, Smyrlabjörgum, 70 kg, en það voru þrílemingar. — Gunnar Togveiðar bannaðar í Þverál og Strandagrunni AÐ UNDANFÖRNU hefur ítrekað verið gripið til skyndilokunar svæða í Þverál og Strandagrunni vegna þess að þorskur í afla togara hefur reynst undir viðmiðunarmörkum. Sjávarútvegsráðuneytið hefur því að tillögu Hafrannsóknastofn- unar gefið út reglugerð um bann við togveiðum á þessum svæðum. Samkvæmt reglugerð þessari eru allar togveiðar bannaðar frá og með 7. desember til og með 5. janúar nk. á svæði, sem markast af línu dreginni um eftirgreinda punkta: 1. 66°47’2N 23°08’V, 2. 66°57’0N 23°21’0V, 3. 67°01’N 22°12’3V, 4. 67°13’2N 22°24’5V, 5. 67°16’1N 21°18’2V, 6. 67°03’4N 21°09’3V, 7. 67°05’4N 20°29’2V, 8. 66°40’2N 20°35’5V,9. 66°38’2N 21°08’7V, 10. 66°54’1N 21°18’2V. Gallerí Langbrók: Munir úr Dalaleir á sýningu í GALLERÍ Langbrók hefur verið opnuð sýning á leirmunum, sem Kolbrún Björgólfsdóttir leirlista- maður hefur unnið úr Dalaleirnum svokallaða. A sýningunni eru smámunir ýmiss konar, skálar, krúsir og vas- ar. Kolbrún hefur annast til- raunavinnslu á Dalaleirnum. Meðfylgjandi mynd ef af Kol- brúnu við nokkra af munum þeim, sem hún hefur gert. Frædslufundur um fjárfestingar- og ávöxtunarmöguleika almennings MIÐVIKUDAGINN 8. desember efnir Kaupþing hf. til almenns fræðslufundar um efnið „Hagkvæm- ustu fjárfestingar- og ávöxtunar- möguleikar almennings”. Fundurinn verður haldinn að Hótel Loftleiðum (Kristalsal) og hefst kl. 20.30. Erindi flytur dr. Pétur H. Blöndal, trygginga- stærðfræðingur. Fjallað verður m.a. um fjárfest- ingu í spariskírteinum, happ- drættisskuldabréfum, veðskulda- bréfum einstaklinga, fasteignum, hlutabréfum, vörubirgðum, lista- verkum, eðalsteinum og eðal- málmum. Að loknu erindi verða frjálsar umræður og fyrirspurnum svarað. Öllum er heimill aðgangur, meðan húsrúm leyfir. „Hnefahögg í andlit þeirra þúsunda sjálfstæðismanna ... Vfirlýsing Gunnars Thoroddsen, forsætisráðherra á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins 4. desember 1982 í ræðu Geirs Hallgrímssonar í gær komst hann svo að orði: „Þessi mikli sigur Sjálfstæðis- flokksins í sveitarstjórnakosning- unum var jafnframt ótvíræður dómur kjósenda um þá vinstri stjórn, sem setið hefur að völdum í nærfellt þrjú ár. Þessi úrslit eru sú eina skoðanakönnun, sem mark er takandi á.“ Geir leyfir sér að kalla ríkis- stjórn undir forsæti sjálfstæð- ismanns „vinstri stjórn". Ætli næsta skref hans verði ekki það að kalla nýsköpunarstjórn Ólafs Thors vinstri stjórn, af því að Ólafur hafði bæði Sósíalistaflokk- inn og Alþýðuflokkinn með sér í þeirri stjprn? Slík innantóm slagorð eru ekki samboðin formanni Sjálfstæðis- flokksins. En hitt er alvarlegra: Hnefa- höggið í andlit þeirra þúsunda sjálfstæðismanna um land allt, sem styðja ríkisstjórnina og sem af alefli studdu framboð Sjálf- stæðisflokksins í öllum sveitarfé- lögum. Slík orð og hugarfar greiða ekki götu einingar. Að því er varðar okkur sjálf- stæðismenn í ríkisstjórn, þá erum við Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson ekki minni sjálfstæðis- menn en Geir Hallgrímsson. Ný- lega hefur Pálmi fengið traustsyf- irlýsingu frá sjálfstæðismönnum i sinu kjördæmi með yfirburðasigri. Ég efa ekki, að Friðjóni verði einnig vottað slíkt traust í próf- kjöri, sem framundan er á Vestur- landi. Við óskum þess ekki síður en aðrir sjálfstæðismenn, að sam- komulag náist. Við skulum vona, að þrátt fyrir þessi og önnur mistök formanns- ins auðnist sjálfstæðismönnum að ná sáttum, svo að Sjálfstæðis- flokkurinn verði að nýju heill og samstæður flokkur. Skipasmíðastöð Marselíusar á ísafirði: Nokkrir sýna áhuga á að kaupa stöðina ísafirði, 2. desembi‘r. EIGNIR M. Bernharösson hfM skipa- smíðastöðvar á ísafirði, hafa verið auglýstar til sölu. Eignirnar eru boðn- ar til sölu í heilu lagi eða hlutum, en um er að ræða tvær dráttarbrautir, skála fvrir skipasmíði, járnsmíðaverk- stæði, trésmíðaverkstæði, bifreiða- verkstæði, járnvöruverzlun og lager og skrifstofuhúsnæði. Ástæða þess að fyrirtækið er auglýst til sölu er sú, að engin verk- efni liggja nú fyrir hjá stöðinni. Staða fyrirtækisins er talin traust þó svo að kreppt hafi að með lausa- fjármagn og verkefnaskortur næstu mánuði geri útlitið nú dökkt. Hjá fyrirtækinu hafa starfað allt upp í 60 manns þegar mest hefur verið, en nú starfa þar um 20 manns. Fyrirtækið hefur starfað í yfir 30 ár og er eina skipasmíða- stöðin á Vestfjörðum. Vitað er að nokkrir aðilar og þeir víðar en á Isafirði hafa sýnt áhuga á að athuga með kaup á fyrirtæk- inu. — (llfar Athugasemd frá rétthöfum myndbanda á Islandi MORGUNBLAÐINU barsl í gær eft irfarandi athugasemd frá Gunnari Guðmundssyni hdl., framkvæmda- stjóra Samtaka rétthafa myndbanda á íslandi: Samtök rétthafa myndbanda á íslandi vilja leiðrétta misskilning þann sem kemur fram hjá forsvars- mönnum Kapalkerfis í Vík í Mýr- dal, í Mbl. þann 05.12. ’82, varðandi synjun Myndbandaleigu kvik- myndahúsanna á útleigu mynd- bandefnis til Kapalkerfis. Myndbandaleigur leigja almennt ekki út myndefni nema til notkunar í heimahúsum. Sé myndbandaefni sem einungis er leigt út til heimil- isnota notað í kapalkerfi er um opinbera birtingu að ræða og slíkt ólöglegt með öllu og getur leitt til málshöfðunar af hendi rétthafa viðkomandi efnis. í sumum tilvikum hafa innlendir rétthafar þó rétt á myndefni fyrir kapalkerfi og verður þá að semja sérstaklega um greiðslu fyrir slíka leigu hjá viðkomandi rétthafa, sem mun veita fyllri upplýsingar um hvaða efni er að ræða. KJÖTMIÐSTÓPIM Laugalaek 1. s. 86SII Opið öll hádegi í desember Úrbeinuð hangilæri Úrbeinaðir hangiframpartar Úrbeinuö ný lambalæri Úrbeinað fullt ávaxtalæri Úrbeinaðir lambahryggir Úrbeínaðir nýir frampartar Lambageiri Lamba herrasteik (úrb. framhryggur London lamb sértilboð Lambaschnitzel Lambapottsteik (smágullasch) Lambahamborgarhryggur Okkar verð 139,70 99,00 109,00 109,00 129,00 86,00 129,00 kryddaður) 86,00 117,50 139,00 119,00 89,00 Skráð verö 174,25 125.70 141,00 142,00 163.70 114,85 160,00 115,00 142,00 165,00 * 145,00 „ 111,00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.