Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 t Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir og amma, ÁGÚSTA MAGNÚSDÓTTIR, andaöist í Landspítalanum 4. desember. GuAmundur Bjarnleifsson, Svava Viggósdóttir, Helgi Magnússon, Ágústa Magnúsdóttir, Ástrós Guðmundsdóttir, Eygló Guömundsdóttir, Magnea Guömundsdóttir, Guömundur Helgason, Guðrún Björnsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Péll Björgvinsson, Bragi Kristinsson, Guðmundur Símonarson. t Móðir mín, JENSÍNA BJÖRNSDÓTTIR, andaöist aö kvöldi 4. desember í Landspítalanum. Fyrir hönd vandamanna. Ragnar Fjalar Lárusson. t Maöurinn minn, INGIMUNDUR GUDJÓNSSON, Egilsbraut 18, Þorlákshöfn, lést aö kvöldi 4. desember. Margrót Róbertsdóttir. Minning: Rögnvaldur Finn- bogason Garði Nú er allra besti vinur minn farinn frá okkur. Þetta var sá eini sanni, Rögnvaldur Finnbogason. Hann var minn besti vinur frá því ég kynntist honum í apríl 1982, er við lékum saman í leikritinu Litlu Ljót hjá Litla Leikfélaginu. Ég hafði heyrt mikið um þennan strák, en aldrei hafði ég hitt hann. Um leið og ég sá hann og hitti vissi ég að við mundum verða góð- ir vinir, hann var bæði elskulegur og alltaf svo kátur. Við hittumst alltaf á æfingum og oft um helgar. Það var svo í júlí sem ég regulega byrjaði að vera með honum og hans félögum og hefði ég aldrei átt betri slíka. í enda júlí fór ég tiL Danmerkur á leiknámskeið, þar var gaman, en alltaf saknaði ég félaganna og þó sérstaklega Rögnvaldar. Síðustu mánuði vor- um við félagarnir alltaf saman, í öllum okkar frístundum og aldrei vantaði neinn. Vona ég nú og ég veit að Guð geymir hann eins og alla aðra þannig að við öll hitt- umst aftur. En eitt er víst að Rögnvaldur var og verður alltaf besti vinur minn og þótti mér reglulega vænt um hann. En Rögnvaldur er og verður alltaf með okkur. Og bið ég nú góðan Guð að styrkja elskulega foreldra hans og ættingja. Kkki’ er í sjálfsvald sett, sem nokkrir meina, yfirhót, idrun rétt og trúin hreina. Ilendi þig hrösun bráð, sem heilagan Pétur, undir («uðs áttu náð, hvort iðrast getur. Kf Jesús að þér snýr með ástar hóti, líttu þá hjartahýr honum á móti. II. I'étursson (Ps.12) Kristbjörg Eyjólfsdóttir. Það kom yfir okkur sem reiðar- slag þegar við fréttum að vinur okkar og félagi, hann Röggi, hefði kvatt þennan heim. Það er líka erfitt að trúa því að ungur maður sem átti framtíðina fyrir sér hverfi svona snögglega af leiksviði lífsins. Fyrstu kynni okkar flestra í Litla leikfélaginu voru þegar einn leikaranna í „Þið munið hann Jör- und“ forfallaðist og við fengum Rögga til að hlaupa i skarðið. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, HRÓLFUR ÁSVALDSSON, Holtagoröi 42, Kópavogi, andaðist í Landspítalanum í Reykjavík, sunnudaginn 5. desember. Guörún Sveinadóttir og börn hins látna. t Útför móöur okkar, AGNESAR ÁSTU GUÐMUNDSDÓTTUR, Björk í Garöi, fer fram frá Útskálakirkju, miövikudaginn 8. desember kl. 2. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfólagiö. Jenný, Oddný og Dagný Harðardætur. t Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, SKÚLI H. SKÚLASON trésmíöameistari, Tjarnargötu 30, Keflavík, andaöist 3. desember í sjúkrahúsi Keflavíkur. Ragnheiður G. Sigurgísladóttír, börn, tengdabörn og barnabörn. t Bróöir minn, PÁLL ÞORGILSSON, Bárugötu 32, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju kl. 10.30, fimmtudaginn 9. desember. Fyrir hönd vandamanna, Þorgeröur Þorgilsdóttir. t HÓLMFRÍDUR HULDA GUNNLAUGSDÓTTIR, Sæbóli 46, Grundarfiröi, lést aö heimili sínu föstudaginn 3. desember sl. Fyrir mina hönd, foreldra og barna hinnar látnu. Þorvarður Lárusson. Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞORKELSDÓTTIR frá Valdastööum í Kjós, Meistaravöllum 33, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, miövikudaginn 8. desember. kl. 3. Halldór H. Jónsson, Þórarinn Þ. Jónsson, Guðmundur R. Jónsson, Halldóra B. Jónsdóttir, Þórleif D. Jónsdóttir, og Helga Jóhannsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Kristján Kristjánsson, Finnbogi B. Ólafsson barnabörn. t Maöurinn minn, faöir okkar. tengdafaöir og afi, SVEINN ÞORDARSON fyrrverandi aöalféhirðir, Túngötu 49, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni í dag, þriöjudaginn 7. des- ember, klukkan 13.30. Kristín Guðmundsdóttir, Atlí Heimir Sveínsson, Ingibjörg Sveinsdóttir, Fríedel Kötterheinrich og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö fráfall eiginmanns míns, fööur, sonar, tengdasonar, bróöur og mágs, JÓHANNESAR J. FOSSDAL, Blönduósi, sem lést hinn 20. nóvember síöastliöinn. Bálför hans hefur fariö fram í kyrrþey aö eigin ósk. Fyrir hönd vandamanna. guö blessi ykkur öll, Inga Dóra Konráðsdóttír. t Einlaegar þakkir færum viö öllum þeim, sem auösýndu okkur sam- úö og vinarhug viö andlát og útför dóttur okkar, systur, mágkonu og dótturdóttur, RÖGNU ÓLAFSDÓTTUR og heiöruöu minningu hennar. Guö blessi ykkur öll. Ágústa Guðmundsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Ásta Ólafsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Sigríður Ólafsdóttir, Kolbrún Þorsteinsdóttir, Ásta Eínarsdóttir, Guðmundur Egilsson. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúö, kærleika og hjálpsemi viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, KARLS GUÐMUNDSSONAR frá Valshamri. Sérstakar þakkir færum viö Fíladelfíusöfnuöinum, forstööumanni hans, söngstjóra og kór fyrir heiöur sýndan minningu hins látna. Einnig alþúöarþakkir til lækna og hjúkrunarfólks, sem hefur hlynnt aö honum og vitjað hans. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Sumarliöadóttir, Jóhanna Karlsdóttir, Guðmundur Karlsson, Erla Sörladóttir, Guöbjörg Karlsdóttir, Emil Hallfreðsson, Sigríður Karlsdóttir, Rútur Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hlutverkið var ekki stórt, en minni var tíminn til undirbúnings, aðeins tveir tímar. Röggi tók strax til við að æfa hlutverkið, og er skemmst frá því að segja að það var eins og hann hefði aldrei gert annað en að leika, svo létt var honum þetta. En þetta var nú bara byrjunin á kynnum okkar því að hann átti eftir að starfa með okkur æ síðan í hinum ýmsu hlut- verkum, nú síðast i hlutverki Litla Kláusar. Við félagar í leikfélaginu mun- um ætíð minnast hans eins og hann var, lífsglöðum, kátum og einstaklega dagfarsprúðum. Hann var ósérhlífinn og sérstaklega næmur að vinna vel úr því sem fyrir hann var lagt, enda með ólík- indum hve miklu lífi hann gæddi þau hlutverk sem hann tók að sér. Söknuður okkar félaganna er mikill. Megi hann hvíla í friði. Um leið og við kveðjum góðan dreng og félaga sem Röggi vissulega var, viljum við votta foreldrum hans, Fríðu og Finnboga, og öðrum vandamönnum okkar innilegustu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Kélagar Litla leikfélaginu Bókin um leyni- lögreglumanninn Karl Blómkvist komin út á ný IIJA Máli og Menningu er komin út bókin Leynilögreglumaðurinn Karl Blómkvist eftir Astrid Lindgren. Þetta er önnur útgáfa þýðingar Skeggja Ásbjarnarsonar, cn bókin kom fyrst út á frummálinu 1946, og nokkrum árum síðar í íslenskri þýð- ingu. Bókin segir frá ævintýrum Kalla Blómkvist og félaga hans, Andra og Evu-Lottu. Kalli ætlar að verða leynilögreglumaður þeg- ar hann verður stór og í dag- draumum sínum er hann reyndar þegar orðinn það, en þorpið hans er lítið og friðsælt og þar gerist fátt æsilegra atburða. Sumarleyf- ið líður við leiki, en svo gerist nokkuð óvænt; frændi Evu-Lottu kemur í heimsókn og framferði hans vekur þegar grunsemdir hjá Kalla. Áður en varir er Kalli Blómkvist á hraðri leið inn í lífs- hættulegt ævintýri, og ekki verður hjá því komist að flækja Andra og Evu-Lottu inn í það líka. Bókin er 172 bls. að stærð og myndskreytt af Evu Laurell. Ilon Wikland gerði káputeikninguna. Leynilögreglumaðurinn Karl Blómkvist er unnin í Repró og Formprenti hf., en bundin í Bók- felli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.