Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 Morgunblaðið/Ól.K.M. Frá flokksráðs- og formannaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins. því að hið opinbera leggi skattpeninga almennings í áhætturekstur. 10. Treysta stöðu fjölskyldu og heimilis, bæta hag aldraðra og þeirra, sem minna mega sín í þjóðfélaginu. 11. Einfalda húsnæðislánakerfið, hækka lánshlutfali og lengja lánstíma þannig að almenning- ur eigi auðveldara með að eign- ast eigið húsnæði. 12. Leggja áherslu á sjálfstæða hugsun og skapandi starf í menningar- og menntamálum, þannig að þroski og hæfileikar einstaklinganna verði virtir og horfið frá ríkjandi miðstýringu á þessum sviðum. Endurskoð- un á lögum um skólakerfi er löngu tímabær. 13. Leggja aukna áherslu á mennt- unar- og skólamál og efla vís- indalegar rannsóknir til þess að unnt sé að nýta auðlindir þjóðarinnar til lands og sjávar. 14. Sameina þjóðina til átaka gegn fíkni- og eiturlyfjanotkun. 15. Auka áhrif kvenna í þjóðfélag- inu og stuðla þannig að jafnari stöðu karla og kvenna. 16. Tryggja góðar og öruggar sam- göngur til þess að byggð þróist með eðlilegum hætti í landinu. Með því er hægt að nýta gæði landsins á hagkvæman hátt. 17. Fylgja ábyrgri og sjálfstæðri utanríkisstefnu, sem reist er á norrænu samstarfi, öryggis- og varnarsamstarfi vestrænna ríkja, þátttöku í samtökum Stjórnmálaályktun flokksráðs- og formannafundar sjálfstæðismanna: Ábyrgd í stað upplausnar Flokksráðs- og formannaráð- stefna Sjálfstæðisflokksins haldin í Reykjavík 3. og 4. desember 1982 ítrekar það grundvallarmarkmið sjálfstæðisstefnunnar að vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbóta- stefnu á grundvelli einstaklings- frelsis og atvinnufrelsis með hags- muni allra stétta fyrir augum. íslendingar standa á örlagarík- um tímaótum. Stjórnarstefnan hefur leitt til stöðnunar, atvinnu- öryggið er í hættu og lífskjör fara versnandi. Við slík skilyrði er endurreisnar þörf, sem byggja verður á stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Hann hefur áður leitt þjóðina til framfara og hagsældar á ör- lagatímum. Þegar vinstri flokkarnir tóku við stjórn landsins fyrir fjórum árum var atvinnulífið í vexti og skilyrði fyrir margvíslegum ný- iðnaði. Þjóðartekjur höfðu vaxið og jafnvægi var í viðskiptunum við útlönd. Batnandi lífskjör og næg atvinna byggðust öðru frem- ur á afrakstrinum af útfærslu landhelginnar í 200 sjómílur, en það heillaspor var stigið undir for- ystu sjálfstæðismanna. Þótt nú hafi dregið úr sjávarafla um stundarsakir er hann ekki minni en fyrir þremur árum, en síðustu þrjú ár hafa verið mestu aflaár í sögu þjóðarinnar. Eftir fjögurra ára óstjórn hefur þessi mikli ávinningur runnið út í sandinn. Alvarlegt hættuástand hefur skapast í efnahags- og at- vinnumálum þjóðarinnar. Langan tíma mun taka að bæta það tjón, sem mistök og fyrirhyggjuleysi í iðnaðar- og orkumálum hafa vald- ið. Gjaldeyrisvarasjóðnum hefur verið varið til neyslu og eyðslu- skuldir vegna sívaxandi viðskipta- halla við útlönd hrannast upp. Fjárhagslegu sjálfstæði þjóðar- innar er stefnt í voða. Atvinnuveg- irnir eru að þrotum komnir vegna tapreksturs og skuldasöfnunar. Þjóðartekjur hafa rýrnað verulega og afkoma heimila fer versnandi. Innlendur sparnaður hefur dregist stórlega saman og lánsfjárkreppa ríkir í landinu. Fjöldaatvinnuleysi er á næsta leiti að sögn talsmanna ríkisstjórnarinnar, ef fram heldur sem horfir. ★ Flokksráðs- og formannaráð- stefnan lýsir ábyrgð á hendur rík- isstjórninni fyrir að virða að vett- ugi eðlilegar kröfur stjórnar- andstöðunnar í ágúst um að kalla þing saman og efna til kosninga í haust. Jafnframt lýsir fundurinn eindregnum stuðningi við þau sjónarmið, sem formaður Sjálf- stæðisflokksins setti fram í við- ræðunum við ríkisstjórnina í október, að þing yrði rofið, stjórn- in segði af sér og efnt yrði til kosninga. Ríkisstjórnin hefur misst öll tök á efnahagsmálum þjóðarinnar og skortir starfhæfan meirihluta á Alþingi. Hún er með öllu ófær um að leysa þann vanda.sem steðjar að þjóðinni. Eftir fjögurra ára stjórnarsetu draga forystumenn Alþýðubanda- lagsins og Framsóknarflokksins upp ófagra mynd af ástandi þjóð- mála. Þeir staðfesta, að þjóðin sé að sökkva í skuldafen og efna- hagslegt sjálfstæði hennar í hættu. Þeir viðurkenna að of lítið hafi verið gert og of seint. Þess vegna sér Alþýðubandalagið ástæðu til að leggja fram sérstaka neyðaráætlun með höftum og skömmtun til næstu fjögurra ára vegna þeirrar kreppu, sem stefna þess og aðgerðarleysi í atvinnu- málum á liðnum árum hefur leitt til. Niðurtalningarstefna Fram- sóknarflokksins hefur breyst í andhverfu sína. Verðlagið hefur verið upp en kaupið talið niður. Viðbrögð Framsóknarflokksins eru þau að lögfesta beri verðbólg- una. Þetta staðfestir að þeir skilja ekki lengur samhengið milli eigin ákvarðana og ríkjandi ástands. ★ Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir því í upphafi sjöunda áratug- arins, að leysa atvinnulíf lands- manna úr fjötrum millifærslu- kerfis, hafta og miðstýringar. Með því að gefa einstaklingnum eðli- legt svigrúm var snúið frá stöðnun til framfarasóknar og viðreisnar efnahagslífsins. Nú er svo komið að hefja þarf á ný endurreisn efnahags- og atvinnulífs. Stemma verður stigu við því upplausnarástandi, sem nú ríkir í málefnum þjóðarinnar. Ekki er lengur hægt að láta ábyrgðarleysi og sýndarmennsku mola undir- stöður atvinnulífsins. Treysta verður atvinnu landsmanna með því að leysa atvinnulífið á ný úr viðjum ríkisafskipta, auka þjóðar- framleiðsluna og bæta afkomu heimilanna. Gefa þarf einstakl- ingunum tækifæri til að beita hugviti sínu og atorku til nýrra átaka í atvinnuuppbyggingu. Sjálfstæðisflokkurinn vill: 1. Hefja sókn í atvinnumálum til að koma í veg fyrir atvinnu- leysi, sem nú blasir við. 2. Treysta á ný efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, stöðva söfnun eyðsluskulda og ná efnahagslegu jafnvægi með lækkun verðbólgu. Ríkið gangi á undan með því að draga úr skattheimtu og útgjöldum og takmarki sjálfvirkar greiðslur úr ríkissjóði. 3. Færa vald til einstaklinga og sveitarfélaga, skerpa skil milli verkefna ríkis og sveitarfélaga og færa beina skattheimtu í hendur sveitarstjórna. Afnum- in verði óþarfa íhlutun og af- skipti ríkisvaldsins. 4. Láta þá, sem taka efnahagsleg- ar ákvarðanir, bera ábyrgð á þeim, hvort sem í hlut eiga stjórnvöld, hagsmunasamtök, Flokksráðs- og formannaráð- stefna Sjálfstæðisflokksins, hald- in í Reykjavík 3. og 4. desember 1982 ítrekar samþykkt síðasta landsfundar um nauðsyn leiðrétt- ingar á kjördæmaskipan og kosn- ingalögum. Ráðstefnan leggur áherslu á að fyrirtæki eða einstaklingar. 5. Bæta og jafna starfsskilyrði atvinnuveganna, þannig að vel rekin fyrirtæki geti skilað arði og aukið framleiðslu og fram- leiðni. Horfið verði frá núll- rekstrarstefnunni, sem veldur í raun taprekstri. Tekið verði upp frjálst verðmyndunar- kerfi. 6. Hverfa frá hringlandahætti núverandi stjórnvalda í geng- ismálum og miða skráningu gengis við stöðu atvinnuvega og jafnvægi sé í utanríkis- viðskiptum. 7. Örva framtak einstaklinga og uppbyggingu atvinnufyrir- tækja þ.á m. með afnámi tekjuskatts á almennar launa- tekjur. Jafnframt verði tryggt að sparnaður í formi hlutdeild- ar atvinnufyrirtækjum njóti sömu skattmeðferðar og gildir nú um sparifé. 8. Leita samstarfs um uppbygg- ingu orkufreks iðnaðar við inn- lenda og erlenda aðila, er ráða yfir fjármagni og tækniþekk- ingu og eiga greiðan aðgang að mörkuðum. Lögð verði áhersla á nýtingu innlendra orkulinda, svo að unnt sé að létta á þeirri miklu byrði sem orkukostnað- urinn er mörgum landsmönn- um. 9. Láta arðsemi ráða fjárfestingu til að fjármagn þjóðarinnar nýtist sem best og hverfa frá jafnað verði vægi atkvæða milli einstaklinga og kjördæma og þingmannatala stjórnmálaflokk- anna verði í samræmi við fylgi þeirra í landinu. Ráðstefnan ætlast til þess að þessar breytingar nái fram að Sameinuðu þjóðanna og standa vörð um frjáls milliríkjavið- skipti. ★ Við þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja er brýnt að þjóðin fái tæki- færi og hvatningu til þess að vinna sig út úr vandanum. Flokksráðs- og formannaráð- stefnan minnir á, að skynsamleg nýting takmarkaðra auðlinda er undirstaða þess að hægt sé að njóta lífskjara eins og þau gerast best í veröldinni. Hefja þarf nýja sókn til að vernda náttúru lands- ins og tryggja að ekki verði spillt lífi, lofti, láði né legi. Bæta þarf gróður og koma í veg fyrir rýrnum landkosta. Það mun í framtíðinni skila þjóðinni meiri afrakstri og fjölbreyttara atvinnulífi. Sjálfstæðisstefnan hefur reynst þjóðinni best á umliðnum áratug- um og á rætur með þjóðinni allri. Meginforsenda þeirrar stefnu er sú sannfæring, að hagsmunir allra íslendinga fari saman hvar í stétt sem þeir standa og hvar á landinu sem þeir hafa valið sér búsetu. Þjóðlegur menningararfur, kirkja og kristindómur verði hér eftir sem hingað til leiðarljós sjálf- stæðisstefnunnar. Flokksráðs- og formannaráð- stefnan skorar á sjálfstæðismenn um land allt að fylkja sér til sig- urs í komandi kosningabaráttu þjóðinni allri til heilla. ganga áður en gengið verður til næstu alþingiskosninga og felur þingflokknum að fylgja málinu eftir. Jafnframt verði endurskoð- un stjórnarskrárinnar í heild hraðað, svo því verki megi verða lokið sem fyrst. Alyktun flokksráðs- og formannaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins: Leiðrétting á kjördæma- skipan og kosningalögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.