Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 3 Félagi orð — Þjóðsaga gefur út greinar, samtöl og ljóð eftir Matthías Johannessen BÓKAÚTGÁFAN Þjóósaga hefur gefið út bókina Félagi orð — grein- ar, samtöl og Ijóð eftir Matthías Jo- hannessen, skáld og ritstjóra. Bókin er um fimm hundruð blaðsíður að stærð. í umsögn Þjóðsögu um bókina segir: „í þessari bók, Félagi orð, eru greinar, samtöl og ljóð frá ýmsum tímum sem höfundur hefur nú safnað saman í eina bók. Sumt af þessu efni hefur áður birtst á prenti, en annað ekki. í bókinni eru greinar um bókmenntir og stjórnmál, og m.a. áður óbirtar frásagnir af sovésku andófsmönn- unum Brodský, Búkovský og Rostropovits, sem allir hafa komið hingað til lands, en þeir eru heimsþekktir hver á sínu sviði. Fjölmargir íslenskir og erlendir menningar- og stjórnmálamenn koma við sögu í bókinni. Kafla- heitin gefa nokkra hugmynd um verkið: Af mönnum og málefnum, Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi: Siggeir, Guðmundur og Eggert ætla fram Framboðsfrestur vegna prófkjörs sjálfstæðismanna i Suðurlandskjör- dæmi rennur út næstkomandi laugar- dag, en þegar er vitað um nokkra menn, sem ætla að gefa kost á sér í prófkjörinu. Óli Þ. Guðbjartsson á Selfossi og Þorsteinn Pálsson hafa lýst því yfir í Mbl. að þeir verði í framboði sem fulltrúar Árnessýslu og Selfoss, og Árni Johnsen hefur lýst því yfir að hann sé i framboði sem fulltrúi Vest- mannaeyja. Prófkjörinu verður þannig hagað að kjósa á í fjögur efstu sætin þannig, að einn verði fulltrúi Árnes- sýslu og Selfoss, einn úr Kangárvalla- sýslu, einn úr V-Skaftafellssýslu og einn úr Vestmannaeyjum. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við nokkra menn, sem orðaðir hafa verið við prófkjörið á Suður- landi. Sigurður Óskarsson á Hellu, formaður verkalýðsfélagsins Rang- æings, sagðist mundu gefa kost á sér og yrði hann í framboði sem fulltrúi Rangárþings. Jón Þorgilsson, sveit- arstjóri á Hellu, kvaðst ekki búinn að taka ákvörðun hvort hann yrði í framboði eða ekki sem fulltrúi Rang- árþings. Siggeir Björnsson í Holti sagðist reikna með því að verða í framboði í prófkjörinu sem fulltrúi Vestur- Skaftafellssýslu, en Einar Oddsson sýslumaður í Vík kvaðst ekki ætla sér að vera í framboði, nema því að- eins ef engir fengjust til þess. „En að öllu óbreyttu ætla ég ekki fram,“ sagði Einar. Bæði Jakob Hafstein á Selfossi og Jóhannes Sigmundsson í Syðra Langholti kváðust ekki ætla að taka þátt í prófkjörinu. „Ég geri ráð fyrir því,“ sagði Guð- mundur Karlsson, alþingismaður úr Vestmannaeyjum, er hann var spurður hvort hann yrði í framboði sem fulltrúi Vestmannaeyja. „Ég held það liggi alveg ljóst fyrir að ég bjóði mig þarna fram,“ sagði Eggert Haukdal alþingismaður, sem er úr Rangárþingi. Lofsamlegir dómar um verk eftir Jón Nordal í Washington „CHORALIS“, tónverk Jóns Nordals tónskálds, var fnimflutt á tónleikum í Washington 23. nóvember sl. Einleik- ari var cellósniilingurinn Mstislav Rostropovich. í blaðinu Washington Post 24. nóvember sl. fjallar helzti tónlistargagnrýnandi blaðsins, Joseph McLellan, um þessa tónleika og fer þar mjög lofsamlegum orðum um verk Jóns Nordals, sem frumflutt var á þessum tónleikum ásamt verki eftir norska tónskáldið Arne Nordheim. I umsögn sinni segir McLellan, að í verki Nordals komi fram alþýðu- stef á mjög virkan og nútímalegan hátt. Eins og Nordheim þá sé Nordal meistari hreinna tóna, sem nær að kalla fram mikla eftirvæntingu með tónlist sinni. l.jósmynd Mbl. KÖK. Bréf Þórbergs til Lillu Heggu og Biddu „systur“ „Æ, SOBBEGGI afi, vertu ekki að stríða okkur núna,“ kvaðst Lilla Hegga hafa sagt þegar ljósmyndari var að mynda bréf- in í undirbúningsvinnu fyrir bókina með bréfum meistarans, og á samri stundu virkaði vélin. Þær vinkonur Lilla Hegga og Bidda „systir" kváðust hafa orð- ið fyrir fleiri kynlegum atvikum þegar þær unnu að útgáfu bók- arinnar og sögðust þær fullviss- ar um að Þórbergur hefði verið nálægur við það starf og verið ánægður með framgang mála. Bréfin hans Þórbergs, heitir bókin, sem kom út í gær, og fjall- ar um bréfin sem Þórbergur sendi þeim stöllum á nær 20 ára tímabili og fjallar skáldið þar um allt milli himins og jarðar í sama ritstíl og í Sálminum um blómið. Á myndinni eru þær Bidda „systir" og Lilla Hegga með bók- ina sem geymir bréf Þórbergs til þeirra á 20 ára tímabili, en fullu nafni heita þær stöllur Birna Torfadóttir og Helga Jóna Ás- bjarnardóttir. Matthías Johannessen Undir „smásjá hugans" (af Buckminster Fuller), Rispur, Bréf til Gils (Guðmundssonar fyrrum alþingismanns sem vöktu mikla athygli á sínum tíma), Andóf og öryggi og Vetur á næstu grösum, en þar eru áður óbirt ljóð Matthí- asar sem tengjast efni bókarinnar með sérstökum hætti.“ Nokkrar myndir prýða bókina og henni fylgir efnisyfirlit, svo og yfirlit á útgefnum verkum Matthí- asar, heima og erlendis. Prentsmiðja Morgunblaðsins annaðist setningu bókarinnar. (Jt- litshönnuður er Kristján G. Berg- þórsson. Bókin er prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda. Vanskil Rafveitu Grindavikur: Vona að samkomu- lag um greiðsl- ur náist í dag — segir Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri SAMNINGAVIÐRÆÐUR stóðu yfir í gærdag um vanskilaskuldir Rafveitu Grindavíkur, en viðræðunum átti að halda áfram í dag og kvaðst Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri vona að samkomulag næðist þá um greiðslufyr- irkomulag skuldanna, sem næmu 1,2 milljónum króna. Rafmágnsveitur ríkisins lokuðu fyrir rafmagn til Rafveitu Grinda- víkur í um tvo klukkutíma í fyrra- dag vegna vangoldinna skulda, þannig að bærinn var rafmagns- laus þann tíma. Kristján Jónsson sagði að um neyðarúrræði hefði verið að ræða, þar sem vanskil veitunnar í Grindavík væru það mikil og gömul, að ekki hefðu ver- ið annars úrkostir. „Rafmagnsveitur ríkisins geta ekki stunda svona lánastarfsemi, það sér hver maður. Við verðum að standa skil á okkar skuldbind- ingum við Landsvirkjun. Við neyddumst því til að loka fyrir. Eftir viðræður við Rafmagnsveitu Grindavíkur og bæjaryfirvöld var síðan ákveðið að opna aftur fyrir rafmagnið, en við vonumst til að fá áætlun frá þeim fljótlega um hvernig staðið verður að greiðslu á þessum vanskilaskuldum, sem eru frá því í októbermánuði sl.,“ sagði Kristján Jónsson ennfremur. Kristján Jónsson sagði aðspurð- ur, að svona lokun væri ekki eins- dæmi, en til þeirra kæmi sem bet- ur fer ekki oft. „Það er mun al- gengara, að lokað er á einstakl- inga.“ Kristján Jónsson sagði enn- fremur aðspurður, að vanskil raf- veitna hefðu heldur farið vaxandi í haust og vetur, sem væri eflaust vegna efnahagsvandans í þjóðfé- laginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.