Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 30 Rekstrartap KSÍ nam 518 þúsund Leikur Þorbergur ekki handknattleik framar? — veröur í gifsi til 1. febrúar Svo gæti farið að Þorbergur Aðalsteinsson, fyrirliöi íslenska landsliðsins í handknattleik, veröi aö leggja handknattleiks- skó sína á hilluna vegna meiösla þeirra er hann hlaut ( leiknum gegn Dukla Prag í Tékkóslóvakíu á mánudaginn. Eins og áöur hefur komiö fram meiddist hann þegar aðeins fimm mín. voru liðnar af leiknum og var staöan þá 2:2 og haföi Þorbergur gert bæöi mörk Vík- ings. Aö sögn Víkinga var brotiö mjög gróflega á honum. Slegiö var föstu karate-höggi ofan á hægri hönd Þorbergs, og síöar kom í Ijós aö liöþófi haföi slitnað og er liöurinn á þumalfingrinum mjög illa farinn. Þorbergur var skorinn upp í fyrradag og veröur í gifsi til 1. febrúar. Kemur þá fyrst í Ijós hvert framhaldið verö- ur. Meiðsli hans koma sér aö sjálfsögöu verulega illa fyrir Vík- ing, svo og iandsliöiö sem veröur án hans í B-keppninni í Hollandi, sem hefst seinni partinn í febrú- ar. —SH. Krist ján skoraði 12 mörk í gær ÁRSÞING KSÍ fór fram um síð- ustu helgi að Hótel Loftleiöum. Ellert B. Schram var endurkjörinn formaður sambandsins á árs- þinginu og er hann að hefja sitt tíunda starfsár sem formaður. í ræðu sem Ellert hélt eftir að hann hafði verið kjörinn formaður með lófaklappi, tilkynnti hann þing- fulltrúum að þetta yröi í síðasta sinn sem hann gæfi kost á sér til formanns sambandsins. Stjórn KSÍ verður óbreytt. Þeir Helgi Daníelsson, Árni Þor- grímsson og Friöjón Friðjónsson voru allir endurkjörnir. Fyrir voru í stjórninni þeir Helgi Þorvalds- son, Gunnar Sigurðsson og Gylfi Þórðarson. Varamenn í stjórn KSÍ eru þeir Sveinn Sveinsson, Þór Simon Ragnarsson og Sigurður Hannesson en hann er nýr í vara- stjórninni. Mjög margar tillögur lágu fyrir ársþinginu, sem stóö yfir bæöi laugardag og sunnudag. Sam- þykkt var aö halda næsta ársþing KSÍ á Húsavík. Veröur þaö í annaö sinn sem ársþing KSÍ fer fram úti á landi. Valsmenn lögöu fram tillögu um breytingu á stigagjöfinni í ís- landsmótinu í knattspyrnu. Tillag- an var þannig, aö þrjú stig átti aö gefa fyrir sigur í leik en eitt stig fyrir jafntefli. Þessi tillaga var felld meö 64 atkvæðum gegn 51. Þaö var greinilega ekki vilji til aö breyta aöeins til og fá einhverjar nýjung- ar. Á þinginu var samþykkt tillaga þess efnis aö skora á borgaryfir- völd aö setja teljara á inngöngu- hlið Laugardalsvallarins og láta byggja mannhelda giröingu um- hverfis völlinn. Vonandi veröur af því aö hvort tveggja fáist í gegn. Þá samþykkti þingiö eindregna áskorun á borgarstjórn Reykjavík- ur aö hefja sem fyrst framkvæmdir viö gervigrasvöll í Laugardalnum. Miklar umræöur fóru fram um launakröfur dómara. En KDSÍ var meö tillögu þess efnis aö dómarar fengju greiddar 1.200 krónur fyrir 1. deildar leiki en 1.000 krónur fyrir leik í 2. deild. Greiöslur þessar áttu aö vera viðbótarkostnaöur viö fæöispeninga og bifreiöastyrk sem veriö hefur undanfarin ár. Máli þessu var vísaö til milliþinganefnd- ar. Samþykkt var tillaga um þaö aö næsta keppnistímabil myndi hefj- ast á meistarakeppni. Liö ÍA og Víkings mætast og leikiö veröur á grasi ef nokkur kostur er. Þá var jafnframt samþykkt aö hefja íslandsmótiö í knattspyrnu viku síöar en var í ár. Fyrstu leikir mótsins fara því fram 21. maí. Fyrsti landsleikur sumarsins verö- ur hér á landi gegn Spánverjum 29. maí. Rekstrartap KSÍ nam 518 þús- und krónum á síðasta starfsári. En þar sem á næsta keppnistímabili fara fram fimm landsleikir hér heima, KSÍ svo til aö kostnaöar- lausu, er staöa sambandsins ekki svo slæm. — ÞR. Júgóslavneska liðið Zeljeznicar lék þriöja leik sinn hér á landi í gærkvöldi og mætti þá FH. Leíkmenn Zeljeznicar voru ekki í neinum vandræðum með að sigra FH, 31—27, þrátt fyrir aö þeir væru aö leika sinn þriöja leik á örfáum dögum og þar af tvo erf- iða Evrópuleiki. I hálfleik í gær hafði júgóslavneska liðið þriggja marka forystu, 17—14. Leikur liöanna í gær einkenndist ööru fremur af því aö ekkert var í húfi og því voru hlutirnir ekki teknir mjög hátíölega. Eins og markatal- an ber meö sér var varnarleikurinn ekki sérlega sterkur og markvarsl- an sér í lagi hjá FH afarslök þó ekki sé meira sagt. Leikmenn mega hafa sig alla viö aö ná aö skora 58 mörk í leik sem stendur í 60 mínút- ur. Þeir félagar Kristján og Þorgils Óttar skoruöu 18 af 2 mörkum FH í leiknum í gær. Kristján var meö 12 mörk þar af 4 úr vítaköstum en Þorgils 6. Pálmi skoraöi 4, Hans 2, Guömundur 2, og Finnur 1. Fyrir- liöi Zeljeznicar, Grubic, skoraöi flest mörk liösins, 9. Áhorfendur í Laugardalshöllinni í gærkvöldi voru um 300 talsins. — ÞR. Köln tapaði í Rómaborg Manstu jólatilboöiö, þessi glæsilega samstæöa aðeins 18.950 stgr. Kaupfélag Hafnarfjarðar Strandgotu 28, Studeo Keflavík, Epliö Isafirói, Spor Hólmavik Radió og sjónvarpsþjónustan Sauóárkróki, Bókaverslun Þórarins Stefánssonar Húsavík, Radióvinnustofan Kaupangi Akureyri. Kaupfélag Héraósbúa Seyóisfírói, Radióþjónustan s/f Höfn Hornafirói, Músik og Myndir Vestmannaeyjum. m VJAPIS hf. Brautarholt 2 Sími 27133 Reykjavík Nokkrir leikir fóru fram í UEFA-keppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. FC Kaiserslautern sigraði spánska liðið Sevilla með fjórum mörkum gegn engu, og kemst því áfram í keppninni. Kaiserslautern tapaði fyrri leik liðanna 1—0. 34 þúaund áhorf- endur fögnuðu heimaliðr sínu ákaft í gær fyrir góða knatt- spyrnu. Sænski leikmaðurinn Torbjðrn Nilsson skoraði fyrsta mark Kaiserslautern eftir 10 mín. Ranier Geye skoraöi níu mínútum síðar. Brehme og Eilenfeldt skor- uðu hin tvö. Dundee United kom á óvart meö góöri frammistööu gegn Werder Bremen og náöi jafntefli 1 — 1. Dundee vann fyrri leikinn 1—0 og kemst því áfram. Hegarty skoraöi eina mark Dundee á þriöju mínútu leiksins meö hörkuskalla. Leikmenn Bremen áttu tvö stang- arskot í leiknum og fjöldann allan af góöum tækifærum en tókst aö- eins aö skora eitt mark. Þaö geröi Rudi Völler á 49. mínútu leiksins. Ahorfendur voru 3.500. Valencia frá Spáni sigraði Spartak Moskvu 2—0. í hálfleik var staöan 1—0. Mörk Valencia skoruöu Solsona á 31. mínútu og Mario Kempes á 85. mínútu. Val- encia kemst áfram þar sem fyrri leik liöanna lauk meö markalausu jafntefli. Bohemians frá Prag sigruöu Servette frá Sviss 2—1. Fyrri leik liöanna lauk meö jafntefli 2—2. Tékkneska liöiö kemst því áfram. Rúmenska liöiö Craiova sigraöi franska liöiö Girondins frá Bord- eaux 2—0. Franska liöið sigraöi í fyrri leik liöanna 1—0. Rúmenarnir komast því áfram. Franska liöiö átti mun meira í leiknum og var mjög óheppið aö skora ekki fleiri mörk aö sögn fréttaskeyta. í Rómaborg léku FC Roma og FC Köln. Roma sigraði 2—0.1 hálf- leik var staöan jöfn 0—0. lorio skoraöi fyrsta markiö á 55. mínútu. Og snillingurinn frá Brasilíu Ro- berto Falcao skoraöi glæsilegt mark á 89. mínútu og tryggöi þar með Roma áframhaldandi þátt- töku í UEFA-keppninni aö þessu sinni. Köln haföi sigrað í fyrri leikn- um 1—0. Mark Falcao kom því á síöustu stundu og þeir 90 þúsund áhorfendur sem troðfylltu leik- vanginn ætluöu aö ærast af hrifn- ingu. Stór verkefni framundan MÖRG og stór vrfcefni sm nú framundan hjá körfuknatHaika- mönnum. Landaliö 21 éra og yngri heldur utan til Bandaríkj- anna é sunnudaginn og leikur fjóra leikí viö háskólaliö í Chi- cago. Heim kemur liöið þann 20. desember. Landsliðshópinn skipa eftir- taldir leikmenn: Valur Ingimund- arson UMFN fyrirliöi 20 ára. Pálm- ar Sigurösson Haukum varafyrir- IMM 19 ára. Ólafur Rafnsson Hauk- um 19 ára. Eyþór Árnason Hauk- um 18 ára. Axel Nikulásson ÍBK 20 ára. Jón Kr. Gíslason ÍBK 20 éra. Óskar Nikulásson ÍBK 20 ára. Ragnar Torfason ÍR 19 ára. Gylfi Þorkelsson ÍR 21 árs. Guömundur Hallgrímsson Fram 20 ára. Jón Steingrímsson Val 22 ára. Þjálfari er Einar Bollason. Þessir voru valdir en komust ekki v/prófa í skólum: Hjörtur Oddsson ÍR, Viðar Þorkelsson Fram, Leifur Gústafsson Val, Hálfdán Markússon Haukum. Einnig var ákveðið að taka ekki leikmenn úr unglingalandsliöinu (18 éra), þar sem þeir eru aö æfa af krafti fyrir NM í Árósum 6.—9. jan. nk. Þar verður leikið gegn Dönum á föstudegi kl. 14.00, Finnum daginn eftir kl. 10.00, Norðmönnum sama dag kl. 16.00 og gegn Svíum á sunnudag kl. 12.00. (4 leiki á tæpum 2 sólar- hringum.) Lata mun nærri aö ca. 60 leikmenn í 4 landsliðum æfi af miklum krafti í jólafríinu, því eins og kunnugt er býr landsiiöiö sig nú undir leikina við Dani hér á landi dagana 7.—10. jan. Þjálfari er James Dooley. Þessi verkefni eru framundan hjá landsliðunum: Drengir. 26. janúar ’83: 4 daga ferð til Hol- lands. 1,—4. apríl '83: EM á ís- landi (Spánn, Svíþjóö og Belgía). Unglingar. 7.-9. janúar ’83: NM í Árósum. 21. árs lið. 12.—20. des. ’82: Bandaríkjaferö. Landsliö. 7.—10. jan. ’83: Heimsókn Dana til íslands. 14.—17. april ’83: Polar Cup í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.