Morgunblaðið - 09.12.1982, Page 22

Morgunblaðið - 09.12.1982, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 Fyrstu ár barnsins í þessa fallegu myndabók er hægt að safna saman og skrifa upplýsingar um fyrstu árin í lífi barnsins, hvernig það dafn- ar og þroskast, byrjar að tala, lærir að skríða og ganga, hvað það segir og hvað það gerir. Þessi bók verður bæði foreldr- unum og barninu sjálfu að dýr- mætri perlu, er tfmar líða. Brjóstagjöf og barnamatur Það er stórkostleg stund, þeg- ar barn fæðist. Ný mannvera er komin í heiminn, sem þarf á ástúð og hlýju foreldra sinna að halda. f þessari bók fjallar Sigrún Davíðsdóttir um tím- ann bæði fyrir og eftir fæð- ingu og gerir brjóstagjöf og barnamat ýtarleg skil. Bókin er full af hollráðum um næringu og umönnun ungbarna og það hvernig foreldrar fái sem best notið þeirrar ánægju, sem barnið veitir. Foreldrafélag Austurbæjarskólans: Könnunarsaga veraldar — bók frá Bókaklúbbi Arnar og Örlygs BÓKAKLÚBBUR Arnar og Örlygs hf. hcfur nú gefið út bókina Könnunar- saga veraldar eftir breska rithöfund- inn og ferðagarpinn Eric Newby, en inngang bókarinnar ritar Sir Vivian Furhs. Þýðingu bókarinnar annaðist Kjartan Jónasson, sagnfra-ðinemi og blaðamaður. Könnunarsaga veraldar er tæpar 300 blaðsíður í stóru broti og er hún prýdd fjölda mynda, bæði litmynd- um, svart-hvítum myndum og kort- um. í fréttatilkynningu frá Erni og Örlygi segir: „Hefur bókin komið út á mörgum tungumálum og hvar- vetna hlotið mikla eftirtekt og lof enda hefur höfundurinn lagt geysi- mikla vinnu í verkið og m.a. ferðast um þær slóðir sem fjölmargir land- könnuðir fóru á árum áður. Eric Newby er ferðaritstjóri dagblaðsins Observer og hefur einnig ritstýrt hinum þekkta „Time Off“-bóka- flokki og ritað fjölmargar bækur um sagnfræði og landkönnun." I Könnungarsögu veraldar er saga frumherjanna í landaleit ítarlega rakin og raunar fjallað um land- könnun fram til okkar daga og fyrstu skref mannsins í sókn sinni til annarra hnatta. I bókini er land- könnuðartal, bókaskrá, atriðsorða- og nafnaskrá og höfundaskrá. í bókinni er greint frá ævintýrum landkönnuðanna, mannraunum þeirra og svaðilförum og ófyrirleitni og miskunnarleysi í samskiptum við þá þjóðflokka er byggðu löndin sem þeir komu til og fjallað er itarlega um þau menningarlegu og efnhags- legu umskipti er urðu við fund ókunnra landa. Frá ráðstefnu um matvælavinnslu á íslandi. Morgunbiaftið/KÖE Ráðstefna um matvælavinnslu: F urstu ar bamsins Mvndtrmo gofði Svcnd ° M ungvain ífjölskyldunni eða vinahópnum? kx_*_i____ Ij Æ. ■ ■_i___ Þá getur þú valið um tvær afbragðs góðar gjafir. Ungbarna- bækur AB. Notkun unglinga á vél- hjólum verði takmörkuð MORGUNBLAÐINU hefur borizt ályktun Foreldrafélags Austurbæj- arskólans um umferðarmál, sem samþykkt var á fundi í félaginu 25. nóvember. A fundinum var einkum rætt um vélhjólaakstur 14 og 15 ára unglinga. Samkvæmt upplýsingum Al- freðs Eyjólfssonar kom fram sú skoðun á fundinum, að vélhjólin, sem í umferðarlögum væru nefnd létt bifhjól væru fremur notuð sem leiktæki en samgöngutæki, að auðvelt væri að aka hjólunum hraðar en 50 km á klukkustund og að tækin og vélarnar væru stærri og kraftmeiri en lög gerðu ráð fyrir. Því taldi fundurinn brýnt að endurskoða lög sem gilda um þennan þátt umferðarmála. Ályktun fundarins er svohljóð- andi: „Foreldraráð Foreldrafélags Austurbæjarskóla lýsir áhyggjum sínum vegna þeirra tíðu og alvar- legu vélhjólaslysa sem orðið hafa að undanförnu. Foreldraráðið skorar á dóms- málaráðuneytið að setja nú þegar strangari reglur er taki mið af því að takmarka aðgang og notkun unglinga á vélhjólum. Jafnframt skorar foreldrafélag- ið á foreldrafélög annarra skóla að taka þetta mál til umfjöllunar." Könnunarsaga veraldar er sett, umbrotin og filmunnin í Prentstofu G. Benediktssonar en prentuð og bundin i Hong Kong hjá Offset Int- ernational Itd. Bókin er aöeins seld félögum í Bókaklúbbi Arnar og Örlygs. Félag- ar í klúbbnum eru nú á sjöunda þús- und og hefur farið ört fjölgandi að undanförnu. Áhugi á sameinuðum matvælaiðnskóla íslenzkar skop- sögur og annað spé sóknir og stöðu matvælaiðnaðar- ins. Jón Óttar sagði að á ráðstefn- unni hefði komið fram mikill áhugi á sameiginlegum matvæla- iðnskóla. Hann sagði að matvæla- fræðslan væri mjög dreifð á iðn- skólastiginu og á sumum sviðum væru engir iðnmenntaðir menn til. Hins vegar væri ástandið orðið allgott á háskólastiginu. Þá sagði Jón Óttar að fram hefði komið að þörf væri fyrir vaxandi rannsóknir á sviði mat- vælavinnslunnar, einum í land- búnaði. Sáralitlir peningar færu til þessara rannsókna og koma fyrst og fremst frá framleiðslu- ráði landbúnaðarins. Hins vegar væri ýmislegt sem benti til að skilningur opinberra aðila á mik- ilvægi þessara rannsókna fyrir þjóðarbúið færi nú vaxandi. Ennfremur sagði Jón Óttar að ástandið í matvælavinnslu væri misjafnlega gott. Það væri bezt í mjólkur- og brauðiðnaði. Mat- vælaiðnaðurinn væri að mörgu leyti hornreka í kerfinu. Það sem stæði honum m.a. fyrir þrifum væri að vinnsla landbúnaðaraf- urða teldist til landbúnaðar og vinnsla sjávarafurða til sjávarút- vegs þótt þetta væru iðngreinar. Jón Óttar sagði að tilgangurinn með ráðstefnunni hefði verið að draga saman á einn stað upplýs- ingar um hvernig matvæli eru framleidd hér á landi, og einnig að ná saman því fólki sem við þessa framleiðslu starfaði. BÓKAÚTGÁFAN Vaka hefur sent frá sér bókina Krydd í tilveruna — íslenskar skopsögur og annað spé. Axel Ammendrup og Olafur Ragn- arsson söfnuðu sögunum og höfðu umsjón með útgáfu. Sérstakan bókarauka með kímnisögum um ís- lenska stjórnmálamenn skrifar Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrver- andi ráðherra, en Árni Elfar skreyt- ir bókina með fjölda teikninga. Á bókarkápu segir meðal ann- ars: Krydd í tilveruna er einstætt safn af glensi og gríni úr öllum landshlutum. Hér koma við sögu bæði landskunnir og lítt þekktir íslendingar á öllum aldri. í bók- inni eru skopsögur í hundraða- tali, frásagnir af spaugilegum at- vikum og uppátækjum, hnyttn- um tilsvörum og öðru, sem lífgað hefur upp á hversdagsleikann. Þetta er mesta safn þjóðsagna af nútímafólki sem gefið hefur ver- ið út í bók hér á landi. Ráðgert er að Krydd í tilveruna komi út árlega héðan í frá og er söfnun sagna í annað bindi þegar komin allvel á veg segir í frétt frá vöku. Krydd í tilveruna er 168 blaðsíð- ur að stærð. Prentsmiðjan Oddi annaðist setningu, prentun og bókband. Fæðudeild Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins (RALA) og Háskóli íslands gengust fyrir ráðstefnu um matvælavinnslu um helgina. Ráð- stefnan fór fram í húsakynnum RALA og voru þar flutt rúmlega 30 erindi um allar greinar matvæla- vinnslunnar. Að sögn Jóns Óttars Ragnars- sonar, forstöðumanns fæðudeildar RALA, var ráðstefnan þríþætt. Fjallað var um fræðslumál, rann-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.