Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 29 Ámundi Loftsson: Opið bréf til ritstjórnar Mbl vegna Sjálfstæðisfiokksins Lestur forystugreinar og Reykjavíkurbréfs sunnudaginn 5. desember sl. var mér til sárrar gremju og lítil hvatning til þátt- töku í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. Ekki skal hér am- ast við því að Mbl. reyni að gera veg Geirs Hallgrímssonar sem mestan, það virðist viðtekið að Mbl. sé til þess. Hitt er verra ef blaðið ætlar aldrei að láta af því níði og rógi gegn þeim sem ekki hafa viljað í einu og öllu dansa eftir nótum flokksforystunnar. í umræddu Reykjavíkurbréfi ber reyndar enn nýrra við, þar stendur m.a. varðandi ný afstaðið prófkjör í Reykjavík: „Með prófkjörinu hafa ný vinnubrögð komið til sögunnar, smölunarvél einstakra frambjóð- enda í stað hinnar gömlu „flokks- vélar“, fjármagn til að standa undir kostnaði við skrifstofuhald, starfsmann, blaðaauglýsingar, pésaútgáfu, símhringingar o.s.frv., allt þetta yfirborðskennda hjal, sem m.a. mátti sjá á síðum Morg- unblaðsins vikuna fyrir prófkjörið við lítinn fögnuð forsvarsmanna blaðsins og takmarkaða ánægju lesenda." Hér er af hálfu Mbl. á ferðinni grófleg móðgun við alla frambjóð- endur flokksins í umræddu próf- kjöri og auglýstu framboð sín í blaðinu. Læt ég nægja þessa einu tilvitnun úr þessu Reykjavíkur- bréfi, þó af nógu sé að taka. Eru þessi skrif blaðsins til þess eins fallin að sundra sjálfstæðis- mönnum, og er sundrung þeirra þó ærin fyrir. Mbl. hefur gjarnan lát- ið á sér skilja að sameinaður Sjálfstæðisflokkur sé æðsta draumsýn þess. Ég vil leyfa mér að fullyrða og benda Mbl. á, að svo er okkur öllum farið, og við sem höfum haft ýmsar skoðanir aðrar en flokksforysta á bæði mönnum og málefnum eigum það þó sam- eiginlegt með Mbl. og forystu flokksins að okkur þykir öllum vænt um flokkinn okkar og viljum veg hans sem mestan. Ég vil því fara þess á leit við Mbl. að það láti af þessum sær- ingaskrifum sem einkennt hafa blaðið undanfarið gegn þeim sem minnst var á hér að framan, vegna þess að undir þessum söng blaðs- ins verður ekki þagað öllu lengur, og þá sjáum við í hverju við erum lentir. Það er ekki leiðin til einingar I Sjálfstæðisflokknum að við vegum hver að öðrum. Sterkur og hagkvæmur auglýsingamióill! Ámundi Loftsson Sjálfstæðismenn! Hættum þess- um bræðravígum, og lítum til þess marks sem er okkar allra, það er yfirburðasigur sjálfstæðismanna í komandi kosningum. Með góðri kveðju, Ámundi Loftsson Svar ritstj.: Ástæðulaust er að gera athuga- semdir við þær fullyrðingar sem Ámundi Loftsson setur fram í bréfi sínu. En það er ósatt, að Mbl. hafi verið með „níð og róg“ eða „særingaskrif" um þá sem ekki hafa stutt flokksforystu sjálfstæð- ismanna. Hins vegar hefur blaðið gagnrýnt þá sjálfstæðismenn sem styðja þá ríkisstjórn sem enn situr gegn vilja þingflokks, miðstjórn- ar, flokksráðs og landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Þeir sem þennan stuðning hafa veitt eru í glerhúsi þegar þeir ráðast á Morg- unblaðið í nafni Sjálfstæð'sflokks- ins og einingar innan hans. Morgunblaðið er málsvari sjálfstæðisstefnunnar en ekki málgagn Sjálfstæðisflokksins. Menn getur greint á um málefni, en með öllu er ástæðulaust að færa ágreini'nginn í þann búning „níðs og rógs“, sem Ámunda Loftssyni sýnist kærastur. Morg- unblaðið ber engan kinnroða fyrir að styðja Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, heilsteyptan stjórnmálamann, en umdeildan. Loks: prófkjörin eru komin út í öfgar, það getur ekki verið „gróf- leg móðgun" við neinn að segja það. Morgunblaðið vill í skrifum um prófkjörin eins og annað hafa það sem sannara reynist. Og ef prófkjörsframbjóðendunum líkar það ekki, er það þeirra mál, en ekki blaðsins. Hinn nýi tízku- og danssýningaflokkur „Nýjung“. Nýr tízkusýninga- fiokkur stofnaður LAUGARDAGINN 27. nóvember sýndu nýstofnuð samtök, sem sér- hæfa sig í tízku- og danssýningum fót frá tízkuverzluninni Blondie í Villta tryllta Villa. Samtökin kalla sig „Nýjung". Þátttakendur í samtökunum „Nýjung" eru á aldrinum 16 til 22ja ára. Ætlunin mun vera að hafa nokkra hreyfingu í samtök- unum, þar sem stofnendur eru því fylgjandi að ný andlit komi fram á vegum flokksins, en módel starfi ekki árum saman. Því hefur sú regla verið sett að um leið og mód- elin ná 22ja ára aldri ganga þau sjálfkrafa úr samtökunum. I fréttatilkynningu, sem Nýjung hefur sent frá sér segir m.a. að samtökin bjóði fyrirtækjum alla aðstoð við gerð auglýsinga, og segjast vilja leggja þar bæði fram hugmyndir og sjá um framkvæmd þeirra. Stjórnandi „Nýjungar" er Kolbrún Aðalsteinsdóttir. Jllt>v0unXiTaíití» Askriftarsímim er 83033 Leiðrétting í GREININNI um Björnstjerne Björnson í blaðinu í gær misritaðist orðið bókaböggull í fyrsta dálki á fremstu síðu. Þar átti að standa: „Baksandi kem ég með bókaböggul, sem ég keypti á uppboði fyrir fimm krón- ur.“ — Á bls. 34, neðst í 4. dálki, stendur Ríkismálasambandinu, en á að vera „Ríkismálasambandinu“. — Þá stendur í miðjum dálki á bls. 35: „Björnson hefur konungsmál", en á að vera „konungssáI“. — Biðst blaðið velvirðingar á þessum prentvillum. Njótum útiverunnar í vetur Hvort sem þú ætlar að koma þér upp sklöafatnaöi eöa einfaldlega góðum og hlýjum vetrarfatnaói fyrir gönguferðir og aðra útiveru ( vetur — þá áttu erindi til okkar. Gott úrval af vandaðri vöru á hagstæðu veröi. Dömugalli: kr. 1.289,- Herragalli: kr. 1.289.- Barnagalli: kr. 459.- Barnagalli: kr. 799.- Sími póstverslunar er30980-Opið fimmtudag tilkl.20 HAGKAUP Reykjavík - Akureyri A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.