Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 Nytsamar jólagjafir SMÍDAJÁRNSLAMPAR BORÐLAMPAR HENGILAMPAR VEGGLAMPAR „VALOR“ OLÍUOFNAR HANDLUKTIR MEO RAFHLÖÐUM VASALJÓS FJÖLBREYTT ÚRVAL ARINSETT FÍSIBELGIR VIOARKÖRFUR KOPARBJÖLLUR SJÓNAUKAR SKIPSKLUKKUR LOFTVOGIR GASFEROATÆKI SÓLÚR REYKSKYNJARAR DOLKAR, VASAHNÍFAR BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA HANDVERKFÆRI OG RAFMAGNSVERKFÆRI TIL SJÓSTANGAVEIÐI HANDFÆRAVINDUR meö stöng KULDAÚLPUR ULLARPEYSUR KAPP-KLÆÐNAÐUR (LOÐMN MNAN) ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT OÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR MEO TVÖFÖLDUM BOTNI Opiö til kl. 6 á laugardaginn Sími 28855 Sölustofnun lagmetis: Smið um sölu á gaffalbitum og þorsklifur til Sovétríkjanna SÖLUSTOFNUN lagmetis hefur nú náö samningum viö sovézku inn- kaupastofnunina Prodintorg um lag- metiskaup á næsta ári. Þá var undir- ritaö samkomulag um fyrstu kaup Sovétmanna á gaffalbitum og þorsk- lifur fyrir rúmar 24 milljónir króna eða tæplega 1,5 milljónir dollara til afskipunar fram yfir mitt næsta ár. Með þeim samningi og viöbótar- samningi í lok fyrsta ársfjóröungs næsta árs verður séð fyrir sölu á gaff- albitum úr öllu því hráefni, sem aö- ildarverksmiöjurnar hafa yfir að ráða á næsta ári. Vegna þessa hefur Morgunblað- inu borizt eftirfarandi fréttatil- kynning frá Sölustofnun lagmetis: Samningaviðræður fóru fram í sl. viku milli Sölustofnunar lag- metis og sovézku innkaupastofnun- arinnar Prodintorg, um lagmetis- kaup á næsta ári. í lok viðræðnanna var undirritað samkomulag um fyrstu kaup Sov- étmanna á gaffalbitum og þorska- lifur fyrir tæplega 1,5 milljónir dollara til afskipunar fram yfir mitt ár 1983. í samningum þessum var gengið út frá viðbótarsamningi í lok fyrsta ársfjórðungs 1983 um talsvert meira magn en hér um ræðir, en með slíkum viðbótarsamningi og þeim sem nú var gerður, yrði séð fyrir sölu á gaffalbitum úr öllu því hráefni, sem aðildarverksmiðjurn- ar hafa yfir að ráða á árinu 1983. í viðræðunum var rætt um sölu á fleiri vörutegundum og mun það væntanlega skýrast nánar eftir fyrsta ársfjórðung næsta árs. Af hálfu SL tóku þátt í viðræð- unum Heimir Hannesson fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lag- metis, Theodór Halldórsson skrifstofustjóri SL, Mikael Jóns- son, framkvæmdastjóri K. Jóns- sonar og Co. hf. og Haraldur Gísla- son stjórnarformaður Lifrarsam- lags Vestmannaeyja. Allir heiðarlegir hljóta að fara á hausinn — segir Þorsteinn Jóhannesson um stöðu útgerdarinnar „ÞAÐ var illa komið fyrir útgerð- inni, en á þessu ári hefur hreinlga allt farið forgörðum. Ég get því ekki séð að það sé mikið eftir til að státa af. Hvað mig varðar get ég bent á að í fyrra keypti ég bát fyrir 18,2 milljónir. Sölusamning- urinn var gerður 4. ágúst 1981 en í dag kostar báturinn 38 milljónir. Það það sem af er hefur gengið anzi illa að fiska upp í þennan mismun að minnsta kosti. Ég get ekki séð annað, ef framhald verð- ur á þessu ástandi, að allir heið- arlegir menn að minnsta kosti fari á hausinn,“ sagði Þorsteinn Jó- hannesson, útgerðarmaður í Garði, meðal annars í samtali við Morgunblaðið. „Eg held að það sé ekki grundv- öllur fyrir þessu útgerðardæmi í dag eins og það er komið. Það er útilokað. Það eru margir búnir að bera víurnar í skuldbreytinguna, en grunur minn er sá, að þar sé ekki allt sem skildi, eða eins og lofað hafði verið. Þessi breyting virðist ganga rólega fyrir sig og ég hef heyrt að Seðlabankinn sé treg- ur til að taka olíuskuldir með í hana. Þá virðist lítið bóla á loforði Steingríms Hermannssonar um að vandi nýbyggðu skipanna verði tekinn sérstaklega fyrir. Samkvæmt þeim tölum, sem komnar eru frá Þjóðhagsstofnun, bendir allt til þess að þetta dæmi sé vonlaust. Olían lækkaði að vísu um 22% en það stóð ekki lengi og nú hefur hún hækkað næstum jafnmikið. Ef allar aðgerðir eru með þessum hætti, hvar stöndum við þá? Það hlýtur að koma að skuidadögum fljótlega, ekki bara útgerðarmanna, heldur þjóðarinn- ar eða kannski núverandi ríkis- stjórnar. Það virðist að allt, sem túlkað hefur verið fyrir þjóðinni sé annaðhvort rangtúlkað eða vanefnt. Maður lítur því dökkum augum á framtíðina. Hvar stendur íslenzka þjóðin, ef þessi atvinnu- vegur á að leggjast niður? En maður er að vonast eftir einhverri hugarfarsbreytingu fyrir þessi áramót, ef það verður ekki verða menn að hugsa betur um sinn hag,“ sagði Þorsteinn Jóhanness- on. Hvort sem um er aö ræöa kaffi- vélar, straujárn, hársnyrtitæki, brauöristar eöa þeytara sameinar SIEMENS fyllstu gæöi og smekk- legt útlit. SIEMENS-tæki eru ávallt vel þegin. SMITH & NORLAND HF., NÓATUNI 4, SÍMI 28300. Guðrún frá Lundi Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi ALMENNA bókafélagið hefur sent frá sér fyrstu skáldsögu Guð- rúnar frá Lundi, Dalalíf, í annarri útgáfu. Dalalíf kom upphaflega út í fimm bindum á árunum 1946— 1951, en í þessari nýju útgáfu verður sagan í þremur bindum og er sá hluti sögunnar sem nú er kominn út tvö fyrstu bindi upp- haflegu útgáfunnar. Indriði G. Þorsteinsson ritar formála fyrir þessari nýju útgáfu Dalalífs og segir þar m.a.: „Góðri list verður aðeins líkt við jarðargróðann, sem sprettur upp þar sem síst skyldi og glóir innan um misjafnt mannlíf, spyr ekki að prófum eða doktorsgráðum, en heldur sína leið til vaxtar og þroska, sem háður er innri og óskýrðum lögmálum. Þannig skýr- ingar vill maður gefa höfundar- ferli Guðrúnar Árnadóttur sem kenndi sig við Lund í Fljótum. Hún ritaði hátt á annað tug skáldsagna á síðari árum ævi sinnar, sumar í mörgum bindum, og má segja að hún hafi verið af- kastamesti höfundur þjóðarinnar allt frá árinu 1946, þegar fyrsta bindi Dalalífs kom út, og þangað til ferlinum lauk með verkinu Utan með sjó, sem kom út í þrem- ur bindum árin 1970—’72.“ í bókarkynningu Dalalífs segir m.a.: „Sagan fjallar um íslenskt sveitafólk fyrir um 100 árum, lífsbaráttu þess, ástir þess og af- brýði. Frásögnin er látlaus og spennandi en mikilsverðastar eru þó aldarfars- og persónulýs- ingarnar. Skáldkonan sýnir les- andanum ljóslifandi þennan gamla heim, sem nú er gersamlega horfinn, fólk hans og fénað, og gerir það með örlítið svalri kímni og af slíku hlutleysi að óvenjulegt má kallast." Dalalíf I er 526 bls. að stærð í Skírnisbroti. Bókin er unnin í Prentstofu G. Benediktssonar og Félagsbókbandinu. Bók um ráðherra eftir ráðherra? BÓKAFORLAGIÐ Vaka hefur gef- ið út bókina Ráðherrann og dauðinn eftir Bo Balderson. Bókin er fyrsta flokks spennusaga en er jafnframt leiftrandi af fyndni og gamansemi og þessa nýstárlegu bókarblöndu kímni- og sakamálafrásagnar hef- ur Vaka að ráðum sérfróðra manna nefnt „kímni-krimma", segir í frétt útgefanda. Á bókarkápu segir m.a. svo um söguþráðinn: Ekkja nóbelsskálds finnst myrt í sumarbústað sínum í sænska skerjagarðinum. Innanrík- isráðherrann er grunaður um morðið, enda hefur hann enga haldgóða fjarvistarsönnun. Ráð- herrann neyðist til að hefja sjálfur leit að morðingjanum og dregur Vilhjálm mág sinn með sér í rann- sóknarferðirnar. Bo Balderson er dulnefni höfund- arins. Ýmsir nafntogaðir Svíar hafa verið grunaðir um að skýla sér á bak við þetta nafn og böndin hafa sterklega borist.að nýkjörnum for- sætisráðherra Svíþjóðar, Olof Palme, segir í frétt frá útgefanda. Ráðherrann og dauðinn er 188 blaðsíður að stærð. Prentrún ann- aðist setningu og prentun, en Bók- fell hf. sá um bókband.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.