Morgunblaðið - 09.12.1982, Page 25

Morgunblaðið - 09.12.1982, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 25 Mótmælir harkalegri að för að lífskjörum fólks ins, grein sem nú er visnuð, lostin ljá hins óvæga sláttumanns. Með þessum fátæklegu orðum viljum við, hans gömlu félagar og vinir, kveðja þennan góða dreng, sem genginn er götuna, langt um aldur fram. í okkar hugum verður ávallt staður fyrir Halla sem fyrirmynd áræðis, krafts, dugnað- ar og dirfsku. Allt þetta hefur okkur verið meðvitað í lífi og leik með honum í gegnum árin. Skap- höfn hans einkenndist ennfremur af léttleika, festu og óbilandi vilja, sem endurspeglast í hans daglega fasi. Margar góðar minningar lifa í brjóstum okkar frá fyrri tímum, en sterkust hlýtur minningin að vera frá síðustu mánuðum þegar hún er skoðuð í ljósi þeirrar hröðu og miskunnarlausu atburðarásar sem dundi yfir. Síðastliðinn vetur dustuðu flest- ir okkar gömlu knattspyrnufélaga úr Víkingi rykið af skónum og hóf- um að æfa skipulega saman að nýju. Auðvitað var Halli þar fremstur í flokki. Engum okkar datt í hug að í þessum kvika og sterka líkama leyndist neisti af báli, sem nokkrum mánuðum seinna mundi brenna upp þrótt hans og krafta og draga hann loks til dauða. Það kom því sem reið- arslag þegar við fregnuðum um þennan ógnvald sem yfir Halla vofði. Að gefast upp voru orð sem Halli þekkti ekki og þrátt fyrir sín erfiðu veikindi og læknismeðferð, tók hann þátt í æfingum með okkur og klæddist peysu félagsins í kappleikjum eldra flokks. Sá lífskraftur og dugnaður sem hann sýndi, vakti um tíma með okkur von um að hann hefði sigrast á sjúkdómnum. Það voru glaðir og ákveðnir Vík- ingar sem stigu á rennisléttan grasvöllinn á Akureyri einn heit- an og sólríkan dag í ágústmánuði sl. Tekist var af kappi en dreng- skap á við andstæðinga okkar, IBA. Enginn okkar vissi þá hversu Halli var orðinn þjáður, en viljinn og þrótturinn sem hann sýndi ásamt smitandi leikgleðinni, virk- aði jafn hvetjandi á okkur og ávallt áður. í leikslok var jafnræði með liðunum og þökkuðum við andstæðingum okkar góðan leik. Fyrir Halla var þetta síðasti andstæðingurinn sem sýndi prúð- mennsku og drengskap í leik því eftir þetta eyddi hann sínum síð- ustu kröftum að berjast við sinn höfuðandstæðing, hinn miskunn- arlausa ógnvald sem ekki virti leikreglur og drengilega baráttu, sem ekki tók tillit til aðstæðna eða lífsvilja. Að lokum varð Halli und- ir í þeim hildarleik, bugaður á lík- ama en ekki sál. Halla, okkar gamla vini, viljum við þakka alla þá gleði og ánægju sem hann veitti okkur með tilvist sinni. Gömlu félagarnir úr Víkingi Af þeirri reynslu sem hann hlaut sem leikmaður, hefur hann miðlað okkur óspart. I keppnisferðum var Halli ómet- anlegur. Það kom best í ljós í þeirri löngu og ströngu ferð sem við fórum á síðastliðinu ári. I slík- um ferðum þarf alltaf mann eins og Halla. Mann sem hefur þá eig- inleika, að halda uppi góðum fé- lagsanda, hvort sem er innan vall- ar eða utan. Hann var hrókur alls fagnaðar og hlógum við ósjaldan að hans skemmtilegu og hnitmið- uðu setningum, sem hittu ávallt í mark. Við Víkingar megum vera þakklátir fyrir að hafa notið Halla, þann skamma tíma sem hans naut við. Söknuður okkar er mikill og er erfitt að hugsa sér komandi keppnistímabil án hans. Við þökkum honum fyrir allt og allt og minningin um hann mun lifa í hugum okkar um ókomna tíð. Við vottum konu hans, Viggu, sem studdi hann dyggilega í hans erfiðu baráttu, dætrum þeirra tveimur, foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð veri með þeim. „Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr et sama. ek veit einn, at aldri deyr: dómr of daudan hvern.” Kiginkonur og leikmenn meistara- flokks Víkings í knattspyrnu. FYLKINGIN hefur sent Morgun- blaðinu ályktanir sínar í þrennu lagi um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn- ar, sem miðstjórn samtakanna sam- þykkti hinn 13. nóvember síöastliö- inn. Ályktanir Fylkingarinnar eru svohljóðandi: 1. Innihald bráðabirgðalaganna sýnir ótvírætt að auðstéttin í landinu ætlar sér að koma byrðum óstjórnarinnar yfir á vinnandi fólk. Óstjórnar auðvaldsins sem stjórnast hefur af blindum frum- skógarlögmálum markaðarins og skipulagslausum fjárfestingum. I kjölfar hinnar alþjóðlegu efna- hagskreppu hefur þetta síðan leitt til þess efnahagssamdráttar sem hér ríkir. Miðstjórn Fylkingarinn- ar undirstrikar þá staðreynd, að þessi kreppa er á ábyrgð auðstétt- arinnar sjálfrar, ábyrgð sem hún sjálf verður að axla. 2. Miðstjórn Fylkingarinnar bendir ennfremur á, að á sl. þrem- ur árum hefur kaupmáttur launa sífellt minnkað. Þetta hefur gerst með stöðugum inngripum ríkis- stjórnarinnar í verðbótaákvæði kjarasamninga. Með bráðabirgðalögunum og ákvæðum þeirra um helmings- skerðingu verðbóta 1. des. mun eiga sér stað kjaraskerðing upp á 9—10%, jafnframt hafa gífurlegar verðhækkanir dunið yfir sl. 2—3 mánuði, sbr. könnun Verðlags- stofnunar. Miðstjórn Fylkingarinnar mót- mælir þessari harkalegu aðför að lífskjörum launafólks í landinu og skorar á verkafólk og verkalýðs- hreyfinguna að búast til varnar. 3. Bráðabirgðalögin hafa kippt forsendum síðustu kjarasamninga burt og verkalýðshreyfingin hefur bæði faglegan, pólitískan og sið- ferðilegan rétt til að segja þeim upp. Þeim rétti er nauðsynlegt að beita nú. Miðstjórn Fylkingarinn- ar hvetur verkalýðsfélögin til að beita rétti sínum og segja upp samningum. Sérstaklega beinir Fylkingin máli sínu til almennu verkalýðsfélaganna innan Verka- mannasambandsins, með Dags- brún í broddi fylkingar. Brýnustu verkefni dagsins krefjast þess, að verkalýðsfélög með ríkari baráttuhefðir og sam- hent lið félagsmanna taki frum- kvæði og forystu, en Dagsbrún og almennu verkalýðsfélögin innan Verkamannasambandsins eru að mati Fylkingarinnar hæfust til að valda því verkefni. Bók um „alþýðu- lækningar“ BÓKHLAÐAN HF. hefur gefið út bókina Lækn- isdómar alþýðunnar eftir D.C. Jarvis i þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar. Nafn bókarinnar bendir til efnis hennar og segir m.a. í fréttatilkynningu útgefanda: „Læknisdómar alþýðunnar fjalla um al- þýðulækningar á þann hátt að hverjum manni sé betur skiljanlegt, hvaða kvaðir lífið leggur á líkama hans.“ Læknisdómar alþvðunnar D.C'..Jarvis M.D. „Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr et sama. Kn orðstírr, deyr aldrigi, hveims sér goðan gelr." Þegar okkur bárust þau sorg- legu tíðindi, að Hafliði Pétursson, vinur okkar og félagi, væri látinn, setti okkur hljóða. Hann hafði barist hetjulegri baráttu við manninn með ljáinn, baráttu sem sýndi hversu sterkur og einbeittur persónuleiki hann var. Undanfarin ári hafði Halli verið liðsstjóri hjá okkur strákunum. Þar nýttust mannkostir hans mjög vel og ekki síst þegar illa gekk. Þá var hann fyrstur til að „peppa" okkur upp. Halli var góður félagi og naut þess að vera innan um annað fólk. Kostir hans, hreinskilni og ákveðni nýttust vel í þeim trúnaðarstörfum sem hann gengdi innan Víkings. Það var ávallt hægt að reiða sig á Halla. Það sem hann sagði, stóðst. Halli var leikmaður með meist- araflokki Víkings í mörg ár. Var hann þekktur fyrir mikið keppn- isskap og ákveðni í að skora mörk. ANDLEG VERÐMÆTI OGVERALDLEG MILTON FRIEDMAN -Nóbai*verðl«unah«/i i haaíraði FRELSIOQ Arín □ ent> dsssBúegu nuMrcor i HUGVEKJUR UM ® f ORNAR BÓKMEHHDB Sagnagerð. Hermann Pálsson prófessor í Edinborg er löngu landskunnurfyrir rannsóknir sínar á að- föngum til fornbók- mennta þjóðarinnar. í Sagnagerð fjallar hann um þetta áhugaverða efni, erlend áhrif sem bækurnar virðast spegla og viðhorf hinna nafnlausu höfunda til verka sinna. Sagnagerð ræðir nýj- ungar sem vafalaust eiga sumar hverjar eftir að breyta ýmsum fyrri skoðunum á þessum merkilegu bók- menntum. Árin dásamlegu. Stuttar smásögur eða myndir úr lífi barns og unglings í Austur- pýskalandi. Hógvær bók en áhrifamikil. Höfundurinn, Rainer Kunze, nýtur heims- frægðar í dag þótt út- gáfa verka hans hafi verið bönnuð í heima- landinu. Hann býr nú í Vestur-Þýskalandi og segist ekki vera óvinur alþýðulýðveldisins, heldur lyginnar. Björn Bjarnason þýddi Árin dásamlegu. Frelsi og framtal Milton Friedman er sennilega kunnasti hag- fræðingur nútímans. Hann fékk nóbels- verðlaunin í hagfræði 1976. í þessari bók leiðir hann rök að því að markaðskerfið sé skil- yrði fyrir almennum mannréttindum og kemur orðum að kenningu frjálshyggju- manna um hlutverk ríkisins. Bókin er skrifuð á einföldu og auð- skiljanlegu máli. Þýðandi er Hannes H. Gissurarson. GYLMIR ♦ G&H 6 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.