Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 27 búum við. Um þessar mundir ^stundaði hann ýmis störf til sjós og lands. Árið 1979 hóf hann starf hjá Nesskip hf. sem háseti á ms. Suðurlandi og var þar nær óslitið til dauðadags. Það er höggvið stórt skarð í okkar vinahóp við fráfall Óla eins og hann var kall- aður. Óli var mjög glaðvær maður, hvort heldur í vinnu sem í vina- hópi. Á heimili þeirra var ávallt gott að koma, þar var alltaf hlegið mikið og spjallað þegar við vorum saman. En skjótt hefur sól brugð- ið sumri og miklu fyrr en við hefð- um vonað og beðið. Komið er að leiðarlokum og kvaðst að sinni. En minningin lifir um góðan dreng, sem ávallt var tilbúinn að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Og eru minnisstæð mörg handtök hans í þessu sambandi. Þá er mér ofarlega í huga rólyndi hans og kjarkur, en það kom best í ljós er skip okkar sem við köllum nú orðið gamla Suðurland, sökk 25. mars sl. Þá sýndi hann gott fordæmi og mikla sjálfsstjórn, hagaði öllum gerðum sínum eins og reyndum sjómanni sæmir. Það var fátt sem ekki lék í höndunum á honum, og er mér minnisstæðast þegar við tókum okkur saman um að fjarlægja reykháfana úr einum 8 húsum í götunni okkar. Þá var hann fremstur í flokki og sló ekki af, fyrr en markinu var náð. En það eru slíkar minningar sem ylja manni best. Þessar fátæklegu lín- ur eru settar saman um góðan dreng, sem allt of fljótt var burtu kallaður, en við eigum góðar minningar og þær draga úr sökn- uðinum. Það var mikið áfall fyrir okkur að missa hann og ekki síst á þennan hátt. Þó er þetta miklu meiri missir fyrir eiginkonu hans og drengina ungu, sem treystu á handleiðslu hans og forsjá. Að leiðarlokum þökkum við af alhug góðum dreng fyrir góð kynni, og biðjum Guð að blessa hann og varðveita. Við hjónin vottum Öldu og drengjunum, móð- ur hans og föður og öðrum vanda- mönnum okkar innilegustu samúð. Halldór og Helena. í dag er til moldar borinn Ólaf- ur Bæringsson, bátsmaður á ms. Suðurlandi. Ólafur fæddist á ísafirði 9. október 1943 og ólst þar upp. For- eldrar hans eru Ólöf Jakobsdóttir og Bæring Þorbjörnsson fyrrv. sjómaður. Ungur fór Ólafur að stunda ýmsa vinnu tengda sjó- mennsku og fullgildur sjómaður varð hann 15 ára gamall. Síðar lá leið hans suður á bóg- inn, til Reykjavíkur, þar sem hann stofnaði heimili ásamt Öldu Aðal- steinsdóttur, eiginkonu sinni, árið 1969. Árið 1975 keyptu þau hús í Garðabæ og þar hafa þau búið síð- an með sonum sínum Jóni Óla og Þór Bæring. Um tíu ára skeið stundaði Ólaf- ur margskonar störf í landi og hvarvetna ávann hann sér traust manna fyrir dugnað ©g heiðar- leika. Sjómennskan var Ólafi í blóð borin og svo fór að hann réðst sem bátsmaður á flutningaskipið Suð- urland. í einni af ferðam skipsins með saltfisk til Portúgal lést Ölaf- ur í hörmulegu slysi þann 20. nóv- ember síðastliðinn. Það eru margir, sem sjá á bak vini, sem horfinn er með svo svip- legum hætti. Skipsfélagar, ætt- ingjar og vinir sakna góðs drengs. Mest er sorg Öldu, eiginkonu Óla, sona þeirra ungu og aldraðra for- eldra. Þeirra missir er meiri en orð fá lýst. Dauðinn undanskilur ekki at- gervismenn. Fyrir honum eru allir jafnir. Hinn sterki og kjarkmikli hefur mætt dauðanum. Von mín er sú, að dauðinn sé dyr eilífðarinnar. Ástvinum Óla bið ég huggunar og vonar. „Nú skil Í'K stráin st>m fminm (rlur o)i fann þeirra vetrarkvióa. |»eir vila þaA beHl sem vin sinn |>rá, hve vorsins er langt aó híAa." DavíA Stefánsson. Vinur + Eiginmaöur minn, faöir okkar og sonur, HAFLIDI PÉTURSSON, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju í dag fimmtudaginn 9. des- ember. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á aö láta Krabbameins- félag (slands njóta þess. Vigdís Siguröardóttir, Jónína S. og Berglind Hafliðadætur, Pétur G. Ólafsson og Jóhanna Daviósdóttir. + Þökkum inniléga auösýnda samúö við andlát og útför KRISTBJARGAR JÓNSDÓTTUR. Lækjarmóti, Sandgerði Gunnlaugur Einarsson, synir, tengdadætur og aðrir vandamenn. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÁSTRÚN JÓNASDÓTTIR, Vallargötu 24, Sandgerði, veröur jarösungin frá Hvalsneskirkju, laugardaginn 11. des. kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. Þórhallur Gíslason, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og viröingu, viö andlát og útför GUÐRÚNAR ÖGMUNDSDÓTTUR, húsfreyju, Ölvisholti. Runólfur Guömundsson, Ogmundur Runólfsson, Heidi Sauter, Kjartan Runólfsson, Margrét Kristinsdóttir, Sveinbjörn Runólfsson, Lilja Júlíusdóttir, og barnabörn. + Eiginmaöur minn og faðir okkar, ARTHUR GUDMUNDSSON, Akranesi, lést 6. þessa mánaðar. Jaröarförin fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 11. desem- ber kl. 13.30. Ragnheiöur Bjarnadóttir, Guömundur Garöar Arthursson, Bjarni Benedikt Arthursson, Þórdís Guórún Arthursdóttir. + Þökkum auösýnda samúö viö fráfall móöurbróöur míns, PÁLS EINARSSONAR, fyrrv. húsvaróar, Hátúni 12. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks 5. hæöar. Fyrir hönd vandamanna. Erna Hallbera Ólafsdóttir. Lokað vegna jarðarfarar HAFLIÐA PÉTURSSONAR, verslunarstjóra, frá kl. 12.00—16.00 í dag. Kjötbúð Vesturbæjar, Bræöraborgarstíg 43. Lokað í dag frá kl. 13.00—15.00, vegna jaröarfarar HAFLIÐA PÉTURSSONAR. Sportvöruverslun Ingólfs Óskarssonar, Klapparstíg 44. af öndvegisverkum ^ íslenskrar leikritunar — eru nti aftur fáanleg á hljómplötum 3 plötur Verö aöeins kr. 540 - Gullna hliðið eftir Davíö Stefánsson Leikstjóri: Lárus Pálsson Tónlist: Páll ísólfsson 4 plotur Verö aöeins kr. 620. íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness Leikstjóri: Lárus Pálsson Á þessum upptökum af verkum tveggja af höfuöskáldum fslenskrar tungu koma fram margir af vinsælustu leikurum þjóöarinnar fyrr og síöar. Meö þessum hljómplötum fylgja vandaöir bæklingar meö upplýsingum um verkin, leikstjóra, leikara og höfundana. Einnig eru upplýsingar á ensku. Heildsölubtrgðir fyrirliggjandi Verk þessi eru faanleg í hljómplötuverslunum um land allt FÁLKINN Suöurlandsbraut 8 — aími 84670. Laugavsgi 24 — sími 18670. Auaturveri — simi 33360.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.