Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 11 Hækkun búvöru afleiðing lægri niðurgreiðslna Halldór Pétur Pálmi Sighvatur Páll Guðmundur J. — Ráðgert að verja 262,5 m.kr. í út- flutningsbætur búvöru 1983 Guðmundur J. Guðmundsson (Abl.) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í gær og gagnrýndi verðhaekkanir land- búnaðarafurða, sem hefðu hækkað um 13—21% í kjölfar verðbótaskerðingar launa 1. des- ember sl. Taldi hann nauðsyn bera til endurskoðunar á sjálf- virku verðmyndunarkerfi bú- vöru. Hann sagði áætlað að greiða 262,5 m.kr. í útflutnings- bætur með landbúnaðarvöru 1983, auk 55 m.kr. lántökukostn- aðar vegna niðurgreiðslna fyrri ára. Væri ekki nær, spurði GJG, að greiða niður kjötvörur ofan í heimafólk en útlendinga? • Pálmi Jónsson, landbúnaðarr- áðherra, sagði meðalverðhækkun matvæla í landinu frá ársbyrjun 1981 til nóvember 1982 hafa ver- ið 105% en Jíjötvörur ’ hefðu hækkað á sama tíma um 98% og mjólkurvörur um 95%. Kaup- hækkun bóndans og þeirra er vinna við vinnslu og dreifingji búvöru er hin sama og hjá ASÍ- fólki, en ekki vóru tök á að hækka niðurgreiðslur búvöru nú og er það höfuðorsök verðhækk- unar til neytandans. • Halldór Blöndal (S) sagði rík- isstjórnina ekki halda uppi sömu niðurgreiðslum búvöru að verð- gildi og áður. Þess vegna kæmi svo mikil búvöruhækkun í kjöl- far verðbótaskerðingar launa 1. desember sl. Sauðfjárbændur væru ekki ofsælir af hlut sínum, sem væri rýr, ekki sízt hjá smærri búum, en sjálfvirkar verðlagshækkanir í höndum rík- isstjórnar, sem misst hefði öll tök á stjórnsýslu í þjóðarbú- skapnum, bitnuðu nú, vegna hlutfallslega minni niður- greiðslna, þyngra á launafólki, sem sæti uppi með tæplega helming þeirra verðbóta, sem það átti samningsbundna kröfu til vegna verðlagsþróunar liðið verðtímabil. • Sighvatur Björgvinnsson (A) sagði útflutningsbætur búvöru miðast við 10% heildarverðmæt- is landbúnaðarframleiðslu. Ef lax- og silungsveiði, eða dún- tekja, eða alifuglarækt, eða yl- ræktarframleiðsla, svo dæmi séu tekin, væri meiri eitt ár en ann- að hækkaði það rétt kjötbænda til útflutningsbóta. Er ekki tímabært að endurskoða slíkt kerfi. • Páll Pétursson (F) taldi Guð- mund J. Guðmundsson hafa séð eftir kauphlut bóndans en sann- leikurinn væri sá, að kjarabilið milli þeirra bænda, sem verst væru staddir, og annarra launa- manna hefði breikkað verulega frá 1978. Allur tilkostnaður í bú- vöruframleiðslu hefði hækkað og vaxtakjörin kæmu verr við bændur en aðra vegna þess hve tilkostnaður skilaði sér hægt í þessari atvinnugrein. • Pétur Sigurösson (S) sagði það rétt, að smærri bændur byggju við lakleg kjör, en þó væri rangt af prófkjörspálum Framsóknar- flokksins að gagnrýna GJG fyrir að vekja máls á verðmyndunark- erfi, sem þyrfti endurskoðunar við. GJG hafi mátt þola 13 verð- bótaskerðingar launa úr hendi vinstri stjórna síðan 1978, og því bæði tímabært og þakkarvert, að hann skjóti hér skildi fyrir um- bjóðendur sína sem formaður VMSÍ. Pétur benti á atriði, eins og óhóflegan slátur- og milliliða- kostnað, viðmiðun við verðmæti óskyldrar framleiðslu sauðfjár- búskap, eins og ylrækt, fiskeldi, lax— og silungsveiði o.fl., sem vert væri endurskoðunar. Víst væru allar þessar niðurgreiðslur hluti af stjórnarstefnunni og þeirri reikningskúnst sem væri viðhöfð til að hafa áhrif á kaup- gjaldsvísitölu, en þó væri ekki út í loftið spurt hjá málshefjanda, hvo^t skattpeningar almennings væru ekki betur komnir í niður- greiðslu á búvöru ofan í mör- landann en útlendinga. Umræðunni lauk ekki. Athugasemd — frá Guðlaugi Gíslasyni í Vestmannaeyjum FYRIRSÖGN á viðtali við Þór Magnússon þjóðminjavörð í Morg- unblaðinu 7. desember „um að ekki væri raunhæft að byggja yfir rústirn- ar í Herjólfsdal" er á misskilningi byggð og ekki í neinu samræmi við fyrirætlanir Vestmannaeyinga. Mín- ar hugmyndir og annarra, sem látið hafa áhuga sinn í Ijós í þessu máli, eru i fullu samræmi við það, sem þjóðminjavörður segir í lok viðtals- ins, að gert hafi verið við slíkar forn- minjar, erlendis og einnig á Hrafns- eyri „að tyrft væri í gólf og veggirnir hlaðnir upp, þannig að markaði fyrir þeim“. Vona ég að þjóðminjavörður geti verið sammála þessu að því er varðar rústirnar í Herjólfsdal og veiti því stuðning sinn og fyrir- greiðslu, þegar eftir henni verður leitað. Hugmyndina um að byggja yfir rústirnar og gera hús manngeng hefi ég ennþá hvergi séð setta fram, hvorki í ræðu né riti og er hún á þessu stigi alls ekki til um- ræðu, heldur aðeins varðveizla þessara fornminja á sama tíma og Sýningu Sig- rúnar lýkur um helgina SÝNINGU á verkum Sigrúnar Jónsdóttur í anddyri Háskólabíós lýkur um helgina, en þetta er fyrsta sýning sinnar tegundar, sem efnt er til í anddyri bíósins. Um 16 þúsund manns hafa séð sýninguna og er þá að sjálfsögðu átt við alla gesti kvikmyndahúss- ins meðan á sýningunni hefur staðið. Leiðrétting Þau mistök urðu í blaðinu í gær, að Björn Bjarnason var sagður höfundar greinar á erlendum vettvangi um kosningabaráttuna í Vestur-Þýskalandi. Greinin er eft- ir James Markham, blaðamann hjá New York Times. gert hefur verið víða erlendis og einnig hér á landi. Ég vil að lokum taka fram, að þó að umræddar fornminjar séu stað- settar í Herjólfsdal í Vestmanna- eyjum, tel ég þær vera eign alþjóð- ar eins og aðrar fornminjar sem fundizt hafa. Símar 20424 14120 Austurstræti 7. Heimasímar sölumanna: Þór Matthíasson 43690, Gunnar Björnsson 18163. Hvassaleiti Glæsileg eign, raðhús á tveimur hæðum, með innnbyggðum bíl- skúr. Stór og falleg lóð með mikilli trjárækt. Hlaöbær Gott einbýlishús á einni hæð, 4 svefnherbergi, góöar stofur. Bilskúr. Góð lóð. Skipti á góöri eign i Laugarneshverfi, Smá- ibúðahverfi og víðar koma til greina. Langageröi Einbýlishús, hæð og ris 160 fm auk bílskúrs. Húsiö er mikið endurnýjað. Skipti á góöri sór- hæð eða 4—5 herbergja íbúð koma til greina. Nýbýlavegur Mjög góð sérhæð 140 fm. Bíl- skúr. Góð eign. Ægisgata Góð 4ra herbergja íbúö á 2. hæð. Flestar innréttingar nýjar. Kóngsbakki Góð 4ra herb. íbúð á 1. hæð, 110 fm. Góðar innréttingar. Vesturberg Góð 4ra herbergja íbúð, 110 fm í skiptum fyrir raðhús eða ein- býli með bílskúr. Má þarfnast lagfæringar. Breiöholt Góð 3ja herbergja íbúð í lyftu- húsi. Laus strax. Breiöholt Góð 2ja herb. íbúð í lyftuhusi. Bílskýli. Sigurður Sigfússon s. 30008. Lögfræðingur: Björn Baldursson. Nýja Philips maxim er ekki aðeins hrærivél heldur einnig grænmetiskvörn, hakkavél og blandari Philips maxim er frábær hönnun. Með fáeinum handtökum breytir þú hrærivél- inni í grænmetishvörn, hakkavél eða blandara. Allt sem til þarf eru fáeinir Philips maxim kostar aðeins 2. 947 krónur Það er leit að ódýrari hrærivél! fylgihlutir, sem allir eru innifaldir í verðinu. Philips maxim fylgir stór skál, þeytari, hnoðari, lítil skál, grænmetishvörn, hakkavél, blandari og sleikja. heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.