Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 32
æöstur eöaisteina (gjuíl s'v: é>ilftir Laugavegi 35 ^^^skriftar- síminn er 830 33 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 Guðmundur G. Þórarinsson segir sig úr álviðræðunefnd: „Ekki grundvöllur fyrir samstarfí 1 nefhdinni“ Skógarhöggsmenn Skógræktar- félags Austurlands voru mættir með sagir sínar í Eyjólfsstaða- skóg á Völlum, skammt frá Egilsstöðum um síðustu helgi. Á myndinni eru Sveinn Einarsson, Halldór Sigurðsson, Svavar Björnsson og Orri Hrafnkels- son. I Eyjólfsstaðaskógi verða felld um 150 tré í ár og dreift á vegum Skógræktar ríkisins. í Hallormsstaðarskógi verða felld um 2 þúsund tré í ár. Morgunblaðið/Ólafur Láglaunabætur greiddar með vörugjaldi á nauðsynjavöru IIM 50 milljónir króna verða greiddar út í formi láglaunabóta á næstu dög- unum, eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu, en samkvæmt upp- lýsingum Höskuldar Jónssonar, ráðu- neytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, hefur fjár verið aflað með álagningu sérstaks vörugjalds á ýmsar innfluttar vörur og innlenda framleiðslu, sam- kvæmt ákvæðum bráðabirgðalaganna frá í ágúst sl. Samkvæmt lögunum hækkaði vörugjald, sem áður var 24%, í 32% eða um liðlega þriðjung og 30% vörugjald hækkaði í 40%, eða um fjórðung. Vörugjald af nýjum vöru- flokkum var ákveðið 32%. Hinir nýju vöruflokkar, sem nú verður að greiða vörugjald af, eru fyrst og fremst matvæli. Sem dæmi um þá má nefna grænmeti, rætur, hnýði, sykur, sykurvörur, kakó og kakóvörur, brauðvörur, fram- leiðsluvörur úr korni, grænmeti og ávöxtum og olíur úr jurtaríkinu. Það má því segja, að láglaunafólk ásamt öðrum íbúum landsins sé bú- ið að greiða fyrir væntanlegar lág- launabætur í formi vörugjalds á nauðsynjavörum. Tap þessa árs áætl- að um 33 milljónir kr. Bæjarutgerð Reykjavíkur: TAP Á REKSTRI Bæjarútgerðar Reykjavíkur verður um 33,03 milljónir króna á þessu ári, en talið er að tapið muni nema um 64 milljónum á næsta ári, að öllu óbreyttu, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Ragnari Júlíussyni, formanni útgerðarráðs BÚR, en í gær fjallaði ráðið um fjárhagsáætlun fyrirtækisins fyrir næsta ár. „Verði engar ráðstafanir gerðar af hálfu ríkisvaldsins vegna togar- anna, sem er óhugsandi, stefnir í algera stöðvun togaraflotans um næstu áramót. Fjárvöntun okkar vegna skipanna mun nema 46,4 milljónum í árslok næsta árs, en þá myndi rekstrartap BÚR nema 64 milljónum. Eg tel að við svo búið megi ekki standa og gera verði ráðstafanir til þess að rétta við afkomu fyrirtækisins með öll- um tiltækum ráðum,“ sagði Ragn- ar Júíusson. Ragnar sagði ennfremur að af- koma togaranna hefði versnað mjög á þessu ári og væri tapið á þeim á árinu 54,3 milljónir. Hins vegar væri hagnaður af fiskiðju- veri 14,1 milljón, af saltfiskverkun 0,4 milljónir og „hugsaður" gróði af skreið, samkvæmt mati for- stjóra BÚR, sem enn er óseld, væri 6,7 milljónir. Birgðir af skreið í eigu BÚR væru 588 tonn frá þessu ári, en 62 tonn væru enn til af framleiðslu ársins 1981. Tap á einstökum togurun Bæj- arútgerðarinnar er eftirfarandi: Á Ottó N. Þorlákssyni er tapið 15,6 milljónir, en áætlað aflaverðmæti togarans er um 28 milljónir króna, og er sá togari aflahæstur skipa landsmanna. Vanskil Ottós við Fiskveiðasjóð og Byggðasjóð nema hins vegar um 18,54 milljónum. Vanskil Jóns Baldvinssonar nema hins vegar 3,8 milljónum, Bjarna Benediktssonar 12,15 milljónum, Snorra Sturlusonar 3,02 milljón- um og Ingólfs Arnarsonar 9,01 milljón. „Þessar tölur eru talandi tákn um það ástand sem er í málum þessa fyrirtækis og sjálfsagt margra annarra útgerðarfyrir- tækja hér á landi um þessar mundir," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í samtali við Mbl., þegar álits hans var leitað á þess- ari stöðu Bæjarútgerðar Reykja- víkur. „Það er gert ráð fyrir því að fyrirtækið fái 16,5 milljónir úr borgarsjóði á þessu ári, en út- komuspáin er sú að hallinn verði 33 milljónir á árinu. Á næsta ári er gert ráð fyrir um 64 milljóna halla, verði ekkert að gert, og það er ljóst að borgarsjóður er ekki þannig í stakk búinn að hann geti látið mikið meira af hendi rakna í reksturinn á næsta ári, en hann hefur gert á þessu ári,“ sagði Dav- íð Oddsson. „Framsóknarmenn eru að fara á taugum í álmálinu,“ segir Hjörleifur Guttormsson „ÉG SEGI mig úr álviðræðunefnd vegna ágreinings um starfsaðferðir, ég taidi ekki grundvöll fyrir samstarfi i nefndinni lengur. Eg tel að iðnaðarráðherra hafi ekki staðið rétt að því að koma þessum samningaviðræðum á og hann neitaði að fara að vilja stórs hluta nefndarmanna varðandi tillögur mínar um samningavið- ræður. Hann hefur á fjórum til fimm fundum í nóvember og desember rætt við Svisslendingana um hvort þeir eigi að ræða saman, og fara þeir því héðan öðru sinni án þess að neinar samningaviðræður hæfust," sagði Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður og fulltrúi Framsóknarflokksins í álviðræðunefnd i samtali við Mbl. í gærkvöldi, en hann sagði sig úr nefndinni í gær vegna ágreinings við iðnaðarráðherra. „Ég mun taka þetta mál upp í ríkisstjórninni á morgun. Mér virð- ist sem Guðmundur G. Þórarinsson og Framsóknarflokkurinn séu að fara á taugum í þessu örlagaríka máli og hið skipulega upphlaup þeirra gjörbreytir að sjálfsögðu samningsstöðu okkar Islendinga gagnvart Alusuisse," sagði Hjör- leifur Guttormsson iðnaðarráð- herra er hann var inntur álits á úrsögn Guðmundar úr álviðræðu- nefnd. Er Hjörleifur var spurður að því hvort hann teldi Guðmund túlka skoðanir framsóknarmanna í álvið- ræðunum sagði hann: „Ég veit það Nýjar leiðir í útflutningi á skreið? Skreiðarútflytjendur hér á iandi hafa að undanförnu reynt að ná samningum um skreiðarsölu til Nígeríu í samstarfi við bandarískt stórfyrirtæki. Hefur samstarfið verið hugsað á þá leið, að viðkom- andi fyrirtæki kaupi olíu frá Níg- eríu og íslendingar selji þangað skreið í staðinn. Að sögn eins skreiðarútflytjanda hafa hug- myndir i þessa átt verið kæföar í viðskiptaráðuneytinu. Að sögn Þórhalls Ásgeirssonar, ráðuneytis- stjóra viðskiptaráðuneytisins, hef- ur svo ekki verið og segir hann ráðuneytið tilbúið til að styðja út- flytjendur í öllum raunhæfum sölutilraunum. Frá því í maí á þessu ári hafa aðeins verið seldir um 30.000 pakkar af skreið og hausum úr landinu og enn eru því skreið- arbirgðir í landinu að verðmæti hátt á annan milljarð króna. Að sögn Bjarna V. Magnússonar hjá íslenzku umboðssölunni hafa verið uppi ýmsar hug- myndir um skreiðarsölu og nú væru möguleikar á útflutningi á töluvert miklu magni, en með núverandi afstöðu stjórnvalda virtust engar líkur á, að tækist að nýta þá. ekki með vissu en mér þykir það mjög ólíklegt að hann stígi jafn af- drifarík skref án þess að hafa tryggt sér stuðning áhrifamikilla aðila við þessa hraklegu mála- fylgju." Þá staðfesti Hjörleifur að Fram- sóknarflokkurinn hefði verið spurð- ur hvort annar fulltrúi yrði skipað- ur í nefndina af hálfu flokksins, en engin svör borizt. Samkvæmt öðrum heimildum Morgunblaðsins mun Alþýðubanda- lagið í gær hafa beint þeirri fyrir- spurn formlega til þingflokks Framsóknarflokksins hvort þing- flokkurinn styddi ákvörðun Guð- mundar G. Þórarinssonar og mun Alþýðubandalagið hafa fengið svar þess efnis að svo væri. Þá mun Al- þýðubandalagið einnig hafa spurt formlega um það hvort þingflokkur Framsóknarflokksins væri tilbúinn til að skipa nýjan fulltrúa í álvið- ræðunefnd í stað Guðmundar G. Þórarinssonar og samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins svaraði þingflokkur Framsóknarflokksins því neitandi. Sjá „Gjörbreytir samningsstöðu okkar gagnvart Alusuisse" og „Tel að iðnaðarráðherra hafi ekki staðið rétt að því að koma samningaviöræðum á“ á bls. 17. dagar til jóla Hugðist aka af vettvangi eftir árekstur Peugeot-bifreið frá franska sendiráðinu í Reykjavik var ek- ið á bifreið fyrir utan Fríkirkj- una klukkan 17.30 í gær og hugðist ökumaður aka af vett- vangi. Hann komst ekki leiðar sinnar og var lögregla kölluð á vettvang. Skemmdir urðu ekki miklar á bifreiðunum, en þetta er í fjórða sinn á til þess að gera skömmum tíma sem ökumenn bifreiða sendiráða lenda í óhöppum, án þess að hirða um að tilkynna það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.