Morgunblaðið - 09.12.1982, Side 17

Morgunblaðið - 09.12.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 17 Einleikarar á jólatónleikum Kammersveitarinnar í Kirkju Óháða safnaðar- ins 12. des. nk. ásamt stjórn Kammersveitarinnar. Frá vinstri: Hörður Ás- kelsson orgelleikari, Auður Ingvadóttir, Rut Ingólfsdóttir, Gunnar Kvaran cellóleikari og Sesselja Halldórsdóttir. Jólatónleikar Kamm- ersveitar Reykjavík- ur 12. desember — fjölbreytt dagskrá 9. starfsárs ad hefjast KAMMERSVEIT Reykjavíkur er nú að hefja 9. starfsár sitt og verða fyrstu tónleikarnir sérstakir jólatón- leikar 12. desember kl. 17.00 í Kirkju Óháða safnaðarins. Á blaða- mannafundi hjá Kammersveitinni í gær sagði Rut Ingólfsdóttir aö venj- an hefði verið sú að halda tvenna tónleika fyrir jól, en vegna anna tónlistarfóíksins í sveitinni hefði ekki getað orðið af því nú. Flestir hljóðfæraleikararnir leika meö Sin- fóníuhljómsveit fslands og starf þeirra með Kammersveitinni er endurgjaldslaust. Kammersveit Reykjavíkur var stofnuð fyrir 8 ár- um af nokkrum tónlistarmönnum, sem tóku sig til og hófu að spila reglulega tónlist á þessu sviði, en þá var tiltölulega lítið framboð af tón- leikum miðað við það sem nú er, sagði Rut. Eftirfarandi tónleikar eru á dagskrá hjá Kammersveit Reykja- víkur: Jólatónleikar, 12. desember, kl. 17.00, í Kirkju Oðháða safnaöarins. T. Albinoni: Adagio í G-moll fyrir strengi og orgel. G.F. Hándel: Orgelkonsert í F-dúr oj). 4, nr. 4. Einleikari: Hörður Áskelsson. F. Couperin: Piéces en Concert. Einleikari: Gunnar Kvaran G. Torelli: Jólakonsert. 2. tónleikar, 9. janúar kl. 17.00, í Camla bíói. Stjórnandi Paul Zukofsky. A. Schönberg: Kammersymphonie op. 9 fyrir 15 hljóðfæri. W. Lutoslawski: Dance Preludes fyrir 9 hljóðfæri. D. Milhaud: La Création du Monde fyrir 17 hljóðfæri. 3. tónleikar, 13. febrúar kl. 17.00, í Bústaðakirkju. W.A. Mozart: Adagio fyrir 2 bass- ethorn og fagott. L. Mozart: Frosch-Parthis fyrir fiðlu, celló og kontrabassa. K.D. von Dittersdorf: Cassation fyrir 4 flautur. W.A. Mozart: Adagio fyrir 2 bass- ethorn, enskt horn og fagott. A. Salieri: Piccola Serenata fyrir 2 óbó, 2 horn og fagott. W.A. Mozart: Kvintett í Es-dúr, K. V. 407 fyrir horn og strengi. 4. tónjeikar, 13. mars kl. 17.00, í Bústaöakirkju. F. Poulenc: Sónata fyrir trompett, horn og básúnu. L. Berio: Þjóðlög. Einsöngvari: Rut Magnússon. Stjórnandi Páll P. Pálsson. L. Spohr: Nonett. „Viðfangsefni níunda starfsárs Kammersveitar Reykjavíkur," sagði Rut, „eru fjölbreytt og vekja vonandi áhuga tónlistarunnenda, því þar er að finna hin ólíkustu verk, sem spanna rúmlega þriggja alda skeið, þar á meðal er stórverk sem talið er vera eitt af erfiðustu kammerverkum sem samin hafa verið. Þá vill sveitin kynna tón- verk eftir löngu liðin tónskáld sem nutu frægðar og hylli á hérvist- ardögum sínum en gleymdust fljótt. Sum þessara verka heyrast ekki oft leikin í tónlistarsölum nú á tímum. Enn á ný leitar því Kammer- sveitin víða fanga í verkefnavali og nú eins og áður er allt starf hljómlistarmanna á hennar veg- um unnið af áhuga á að takast á við ný og vandasöm verkefni. Fyrstu tónleikar Kammersveit- ar Reykjavíkur verða í desember og eru með hefðbundnu jólatón- leikasniði; barokktónlist frá síðari hluta 17. aldar. Þar verða einleik- arar þeir Hörður Áskelsson orgelleikari og Gunnar Kvaran cellóleikari. Af verkum á þeim tónleikum eru þrjú tónverk sem aldrei hafa heyrst á tónleikum hérlendis áður, þar á meðal hið fræga Adagio eftir Albinoni. Tæpum mánuði eftir fyrstu tónleikana ræðst Kammersveitin í flutning Kammersinfóníu Schön- bergs, stórvirki á sínu sviði, enn- fremur La Création du Monde eft- ir Milhaud og Dance Preludes eft- ir pólska tónskáldið Lutoslawski. Nýtur sveitin þar ómetanlegrar leiðsagnar Paul Zukofskys, sem svo oft hefur lagt Kammersveit- inni lið í flutningi 20. aldar kamm- erverka. I febrúar verður 18. aldar tón- list einráð í efnisskránni, verk eft- ir þá feðgana, Leopold Mozart og Wolfgang Amadeus og forvitni- legt verk eftir hinn fræga Antonio Salieri, lærimeistara Wolfgangs Amadeus, sem Peter Schaffer hef- ur gert ódauðlegan í leikriti sínu „Amadeus", sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúsinu." Á seinustu tónleikunum í mars verður m.a. flutt verkið Folk Songs eftir Luciano Berio, sem Rut Magnússon flutti á tónleikum Kammersveitarinnar í febrúar 1976. Rut mun syngja verkið og Páll P. Pálsson stjórna eins og áð- ur. Rut sagði í samtali við blaða- mann Mbl. að vinna hjá tónlistar- mönnum heði aukist jafnt og þétt undanfarin ár og með tilkomu Is- lensku óperunnar hefði orðið virkilega mikil breyting, þannig að nú væri mun minni tími fyrir hlóðfæraleikara til þess að sinna tómstundaverkefnum eins og starf Kammersveitar Reykjavíkur hef- ur byggst á. Það væri því ekki ljóst hve lengi væri hægt að halda áfram á sömu braut. „Tel að iðnaðarráðherra hafi ekki staðið rétt að því að koma samningaviðræðum á“ — segir Guðitiundur G. Þórarinsson sem í gær sagði sig úr álviðræðunefnd „Ég segi mig úr álviðræðu- nefnd vegna ágreinings um starfsaðferðir. Ég tel að iðnað- arráðherra hafí ekki staðið rétt að því að koma þessum samn- ingaviðræðum á. Hann hefur á fjórum til fímm fundum í nóv- ember og desember rætt við Svisslendingana um hvort þeir eigi að ræða saman, og fara þeir því héðan öðru sinni, án þess að neinar samningaviðræður hæf- ust,“ sagði Guðmundur G. Þór- arinsson, alþingismaður og full- trúi Framsóknarflokksins i álviðræðunefnd, í samtali við Mbl.í gærkvöldi, en hann sagði sig úr nefndinni í gær vegna ágreinings við iðnaðarráðherra. „í álviðræðunefndinni lagði ég fram tillögu, sem ég vildi láta leggja fram sem skriflegt tilboð til Svisslendinganna um opnun á viðræðum. Sú til- laga miðaði við það að Sviss- lendingarnir hækkuðu orku- verðið l.febrúar um 20% til þess að sýna að þeir væru að semja með góðan vilja um hækkað orkuverð. Síðan yrðu hafnir samningar um nýjan orkusamning þar sem tekið yrði mið af þeirri orku sem greidd er til álvera í Evrópu og Ameríku svo og samkeppn- isaðstöðu ÍSALs, ásamt fleiri atriðum, og þessum samn- ingaviðræðum yrði lokið fyrir 1. apríl. Einnig var í tillögunni gert ráð fyrir að við lýstum því Guðmundur G. Þórarinsson yfir að við værum út af fyrir sig tilbúnir að samþykkja stækkun álversins ef full- nægjandi samningar um það næðust. Einnig að Svisslend- ingar fengju nýja hluthafa með sér vegna þeirra miklu framleiðsluörðugleika sem nú eru í álrekstri, ef það yrði samþykkt að íslenzka ríkis- stjórnin gæti gengið inn í ál- verið með eignaraðild á síðari tímum. Jafnframt var lagt til að við legðum fyrri deilumál í þriggja lögfræðinga gerð, þar sem skorið yrði úr um laga- legan ágreining varðandi þessi deilumál aftur í tímann. Þetta er dálítið svipað því sem Svisslendingarnir lögðu sjálf- ir til í sínu bréfi, sem vár mjög jákvætt. Hins vegar lagði ég áherzlu á, að til þess að sýna góðan vilja í samning- unum hækkuðu þeir orkuverð- ið um 20% áður en við byrjuð- um. Það hefur verið ágreiningur um þetta vegna þess að Hjör- leifur hefur viljað verulega byrjunarhækkun mjög áður en farið yrði að semja um nýj- an orkusamning. Þegar hann hins vegar neitaði að kynna þessar hugmyndir fyrir Svisslendingunum á loka- fundunum, þrátt fyrir að stór hluti nefndarmanna væri inn á því að taka þannig á málinu, þá lýsti ég því yfir að ég teldi ekki grundvöll fyrir þessu samstarfi lengur og segði mig úr nefndinni. Lýsti ég allri ábyrgð á hendur iðnaðarráð- herra varðandi framhald þessara viðræðna," sagði Guð- mundur. Aðspurður um hvort hann hefði fylgi forystu Framsókn- arflokksins við hugmyndir sínar sagði Guðmundur, að nokkrir aðilar í Framsóknar- flokknum hefðu unnið þessar tillögur. Aðspurður taldi hann það ólíklegt að þessi afstaða framsóknarmanna í viðræð- unum kynni að hafa áhrif á stjórnarsamstarfið. Gjörbreytir samningsstöðu okkar gagnvart Alusuisse — segir Hjörleifur Guttormsson um úrsögn Guðmundar G. Þórarinssonar „Ég MUN taka þetta mál upp í ríkisstjórninni á morgun, og þctta skipulega upphlaup framsóknar- manna gjörbreytir að sjálfsögðu samningsstöðu okkar íslendinga gagnvart Alusuisse," sagði Hjör- leifur Guttormsson iðnaðarráð- herra þegar hann var spurður álits á úrsögn Guðmundar G. Þórarins- sonar úr álviðræðunefnd. „Ég er meira en lítið undrandi á framferði fulltrúa Framsókn- arflokksins í álviðræðunefnd eins og hún hefur birzt síðustu daga og mætti þó margt segja um það sem á undan er gengið. Mér virðist sem Guðmundur G. Þórarinsson og Framsóknar- flokkurinn séu að fara á taugum í þessu örlagaríka máli og það skipulega upphlaup sem þjóðin varð vitni að í sjónvarpinu í kvöld gjörbreytir að sjálfsögðu samningsstöðu okkar íslendinga gagnvart Alusuisse í einu vet- fangi. Eitt er að gera ágreining um meðferð máls í þar tilkvödd- um hópi en annað er að opinbera hann fyrir gagnaðila sem við eigum í harðri deilu við, og það á örlagaríku augnabliki. Með þessu dæmalausa fram- ferði fulltrúa Framsóknar- flokksins í þessu stóra hags- munamáli þjóðarinnar er víglín- an færð frá því að vera gagnvart Alusuisse fyrst og fremst yfir á innanlandsvöll, og efnt er til opinna deilna um starfsaðferðir og efnisatriði með ófyrirsjánleg- um afleiðingum og stefnt að því að kljúfa þjóðina í tvær fylk- ingar í þessu stóra hagsmuna- Hjörleifur Guttormsson máli. Það er nú komið á daginn að Framsóknarflokkurinn virð- ist í þessu máli taka flokkspóli- tíska hagsmuni fram yfir þjóð- arhagsmuni, þó að ég eigi erfitt með að sjá hvaða ávinning hann geti haft af þessu dæmalausa upphlaupi. Ég vek athygli á því að það er fulltrúi Framsóknarflokksins, stærsta stjórnarflokksins, sem beitir sér fyrir þessum óvina- fagnaði, en ekki fulltrúar stjórn- arandstöðunnar, sem geta að sjálfsögðu skotið sér á bak við fulltrúa stjórnarflokks í þessu máli. Ætla ég þó ekki að hafa uppi neinar kvartanir vegna af- stöðu þeirra eða atfylgis í mál- inu til þessa, þó að ég hafi þar verið ósáttur við mörg atriði, eins og tillöguflutning sjálfstæð- ismanna í stjórnarandstöðu inn á Alþingi í haust. Ég hlýt hins vegar að gera aðrar kröfur til samstarfsaðila í ríkisstjórn sem staðið hefur að skuldbindandi ákvörðunum um málsmeðferð með ítrekuðum samþykktum ríkisstjórnar sem ég hefi unnið eftir í einu og öllu í þessari erf- iðu deilu. Það liggur í hlutarins eðli að ég mun taka þessi mál upp í rík- isstjórn á morgun, og þar og annars staðar kemst ég ekki hjá því að skýra frá efnisatriðum máls, sem ella hefðu legið í þagnargildi, og gera í framhaldi af því tillögur um viðbrögð af íslands hálfu í þeirri erfiðu stöðu sem Framsóknarflokkur- inn hefur nú stefnt þessu máli í,“ sagði Hjörleifur. Aðspurður sagði Hjörleifur að Framsóknarflokkurinn hefði verið spurður um hvort annar maður yrði skipaður í nefndina af hálfu flokksins í stað Guð- mundar, en engin svör borizt. Er Hjörleifur var spurður að því hvort hann væri þeirrar skoðunar að Guðmundur túlkaði ekki skoðanir framsóknarmanna í álviðræðunum sagði hann: „Ég veit það ekki með vissu en mér þykir það mjög ólíklegt að hann stígi jafn afdrifaríkt skref án þess að hafa tryggt sér stuðning áhrifamikilla aðila við þessa hraklegu málafylgju."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.