Morgunblaðið - 12.12.1982, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982
25 ára afmælisútgáfa Pólýfónkórsins:
Mattheusarpassía Bachs
gefin út á hljómplötu
EITT AF öndvegisverkum tónlist-
arinnar, Mattheusarpassía Jo-
hanns Sebastian Bachs er komin
út á hljómplötum á vegum Pólý-
fónkórsins. Hljóðritun gerði
Ríkisútvarpið á 25 ára afmælis-
hljómleikum Pólýfónkórsins í
april sl. Flytjendur eru auk
Pólýfónkórsins, Hamrahlíðarkór-
inn, kórstjóri Þorgerður Ingólfs-
dóttir, Kór Öldutúnsskóla, söng-
stjóri Egill R. Friðleifsson, tvær
kammerhljómsveitir og fjöldi ein-
söngvara.
Með hlutverk guðspjalla-
mannsins fer brezki tenór-
söngvarinn Michael Goldthorpe
og syngur einnig tenóraríur.
Hlutverk Krists syngur óperu-
söngvarinn Ian Caddy frá Lond-
on. Sópranhlutverk syngja
Elísabet Erlingsdóttir, Una
Elefsen, Margrét Pálmadóttir
og Ásdís Gísladóttir, alto-aríur
og resitatív syngur Sigríður
Ella Magnúsdóttir, en bassa-
hlutverk skiptast milli Kristins
Sigmundssonar, sem einnig
syngur bassaaríur og Simons
Vaughan, sem fer með hlutverk
Pílatusar, Péturs og æðsta
MATTMEUSAR - PASSÍA
prestsins. Einleikarar á hljóð-
færi eru einnig margir, s.s.
gömbuleikarinn frægi Álfred
Lessing frá Þýzkalandi, Krist-
ján Þ. Stephensen og Daði Kol-
beinsson leika á óbó d’amore,
eins og tíðkaðist á dögum
Bachs. I resitatívum söngvar-
anna leika Inga Rós Ingólfs-
dóttir á selló, Björn Káre Moe
frá Noregi á orgel, og Helga
Ingólfsdóttir á sembal. Fiðlu-
leiicararnir, Rut Ingólfsdóttir
og Þórhallur Birgisson fara með
fræg einleiksnúmer, og Bernard
Wilkinson leikur fagra flautu-
sóló. — Alls tóku um 320 söngv-
arar og hljóðfæraleikarar þátt í
flutningnum, sem er sá um-
fangsmesti á íslandi til þessa.
Útgáfa verksins á hljómplöt-
um með íslenzkum flytjendum
er stórvirki, og hefur verið
vandað til hennar eftir föngum.
Stjórnandi flutningsins er Ing-
ólfur Guðbrandsson. Máni Sig-
urjónsson stjórnaði hljóðritun,
vinnslu tónbands og skurð ann-
aðist Tryggvi Tryggvason í
Bretlandi, en pressun fór fram
hjá TELDEC, fyrirtæki Tele-
funken og Decca í Þýzkalandi.
Vönduð efnisskrá fylgir útgáf-
unni með skýringum og téxta
alls verksins á þýzku og ís-
lenzku. Þar eð hér er um fyrsta
heildarflutning verksins að
ræða á íslandi, má ætla að út-
gáfa þessi verði safngripur,
þegar tímar líða. Tvímælalaust
er hér um mikla kynningu að
ræða á hinni stórfenglegu tón-
list Bachs og vandaða gjöf
handa þeim sem unna fagurri
tónlist.
(FrétUtilk. írá Pólýfónkórnum)
Jólatrén
erukomin!
Falleg og fjölbreytileg
Hm
Húsavík:
Vandinn vegna
olíuskulda ieystur
VANDI fiskiskipa á Húsavík vegna
olíuskulda hefur verið leystur í bili og
munu skipin því öll róa í næstu viku,
að sögn Tryggva Finnssonar forstjóra
Fiskiðjusamlags Húsavíkur.
Tryggvi sagði að góðar líkur
væru á að olíuskuldum útgerðar-
innar yrði breytt í langtímalán.
Jafnframt hefðu viðskiptabankarn-
ir lofað útgerðinni aðstoð við
greiðslu þeirrar olíu, sem taka
þyrfti næstu viku.
Bræla hefur verið fyrir Norður-
landi og bátarnir því ekki þurft að
taka olíu þessa viku nema í litlum
mæli, að sögn Tryggva. Ekki hefði
reynt á þessi mál hvað togara Hús-
víkinga snerti, því þeir hefðu feng-
ið sitt hráefni greitt og því haft
fyrir olíu.
Forsaga málsins er sú að olíu-
deild Kaupfélags Þingeyinga ákvað
í síðustu viku að afgreiða ekki olíu
til fiskiskipa á Húsavík nema gegn
staðgreiðslu. í kjölfarið ákváðu út-
gerðarmenn að leggja skipum sín-
um frá og með þessari helgi ef
vandi þeirra yrði ekki leystur.
Vildu þeir fá skuldum sínum breytt
í langtímalán í samræmi við loforð
ríkisstjórnarinnar, en Seðlabank-
inn hefur síðan tilkynnt að olíu-
skuldir féllu ekki undir skuldbreyt-
ingar útgerðarinnar að þessu sinni.
Útgerðin á Húsavík skuldar hins
vegar lítið annað en olíu, að sögn
Tryggva Finssonar. Olíuskuldir út-
gerðarmanna á Húsavík nema milli
fimm og sex milljónum króna.
Skuldir þessar eru fyrst og fremst
við Kaupfélagið en ekki nema að
litlu leyti við viðskiptabankana.
Öll fiskiskip Húsavíkinga voru á
sjó í gær, nema togarinn Júlíus,
sem landaði 60 tonnum af fiski í
gærmorgun. Kolbeinsey landaði í
vikunni 160 tonnum.
186 Hafnfirðingar skora á bæjaryfirvöld:
Leikskólinn fyrst í
gagnið næsta haust
— segir Einar Ingi Halldórsson bæjarstjóri
„ÞETTA er fyrst og fremst hvatning
til okkar um ad hraöa framkvæmdum
svo leikskólinn verði tilbúinn í vor
þegar leikskóli, sem rekinn hefur ver-
ió á vegum Sankti Jósepsspítala, lok-
ar,“ sagöi Einar Ingi Halldórsson
bæjarstjóri í Hafnarfirði í tilefni und-
irskriftalista frá 186 Hafnfirðingum
vegna framkvæmda viö leikskóla í
Suöurbæ í Hafnarfirði.
Einar sagði að leikskólinn væri á
hönnunarstigi þessa dagana, en
fyrirhugað er að hann rísi á mótum
Brekkuhvamms og Suðurbrautar.
„Það er fullur vilji hjá bæjaryfir-
völdum að flýta þessu eins og hægt
er, en þetta er spurning um pen-
inga og ákvarðast þegar gengið
verður frá fjárhagsáætlun. En ég
held að skólinn geti vart orðið til-
búinn fyrr en næsta haust í fyrsta
lagi,“ sagði Einar.
Einar sagði að um væri að ræða
tveggja deilda leikskóla, og áætlaði
hann að þetta væri framkvæmd
upp á milli sjö og átta milljóna
króna. Hann sagði að leikskólinn,
sem rekinn hefði verið á vegum
Sankti Jósepsspítala, yrði lagður
niður, þar sem húsnæði skólans
yrði tekið undir spítalann.
Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar:
Nú er gaman að vera til. Allt er fullt hjá okkur
af fallegum jólatrjám af öllum gerðum.
Norðmannsgreni eða Norðmannsþynur.
Lang-barrheldnasta jólatréð á markaðnum.
Dökkgrænt og fallegt á litinn.
Rauðgreni. Mikið úrval af þessum fallegu og
ódýru jólatrjám.
Eigum einnig gott úrval af öðrum tegundum
sem alltaf eru vinsælar, t.d. Omórika, blá-
greni, fjallafura ofl.
Komið í Blómaval, gangið um jólatré-
skóginn og veljið jólatréð við bestu
aðstæður inni sem úti.
Leggjum áherslu á góða þjónustu og
vandað val á jólatrjám.
blómaual
mmmmm
Gróðurhúsinu við Sigtún: Símar36770-86340
Gæzlan nýti fyrst eigin tæki
Forráöamenn flugfélagsins Ernis
á ísafiröi hafa viðraö hugmyndir um
að félagiö taki að sér gæzluflug fyrir
Vestfjörðum fyrir Landhelgisgæzl-
una. „Landhelgisgæzlunni hefur
ekki borist neitt formlegt tilboð um
gæzluflug og því get ég lítið tjáö mig
um þetta. Ef einhverjir aðilar geta
boðið Landhelgisgæzlunni þjónustu
á hagkvæmu verði, þá munum við
vissulega hugleiða það,“ sagði
Gunnar Bergsteinsson, forstjóri
Landhelgisgæzlunnar í samtali við
Mbl.
„En við munum að sjálfsögðu
nýta þau tæki sem við höfum til
umráða áður en við leigjum frá
öðrum. Við höfum snúið okkur til
einkaflugfélaga þegar á hefur
þurft að halda."
—Er hugsanlegt að Landhelg-
isgæzlan nýti þjónustu lítilla flug-
félaga víða um land til gæzlu-
flugs?
„Eins og ég sagði — við höfum
leitað til lítilla flugfélaga þegar á
hefur þurft að halda. Hitt hefur
ekkert verið rætt og því get ég
ekki tjáð mig um það,“ sagði
Gunnar Bergsteinsson.
Júlíus Sólnes
I prófkjörinu
JÚLÍUS Sólnes, verkfræðingur,
hefur ákveðið að taka þátt í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra.
„Ég tel að með framboði mínu
verði aftur algjör eining innan
flokksins hér í kjördæminu. Auk
þess vona ég að mér auðnist sú
gæfa að geta lagt eitthvað af
mörkum fyrir þetta kjördæmi,
en það kemur ekki í ljós fyrr en
að loknum úrslitum. Eg vona að
með þessu verði allt, sem heitir
klofningur úr sögunni hér,“
sagði Júlíus Sólnes í samtali við
Mbl.
Bæjarstjórn Akra-
ness heiðrar sundfólk
Akranesi, 10. desember.
BÆJARSTJÓRN Akraness bauð
Sundfélagi Akraness til veislu í
gærkvöldi í tilefni af góðri
frammistöðu sundfólksins, en það
vann frækilegan sigur í 1. deild í
sundi fyrir skömmu.
Ennfremur afhenti bæjar-
stjórnin sundfélaginu 20 þúsund
krónur til styrktar sundíþróttinni
á Akranesi.
Valdimar Indriðason, forseti
bæjarstjórnar, ávarpaði sundfólk-
ið og árnaði því heilla um leið og
hann afhenti því gjöfina.
Július