Morgunblaðið - 12.12.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982
Býst ekki við að allir les-
endur verði mér sammála
sagði Ingólfur Jónsson á Hellu er kynnt var bók með endurminningum hans
„ÉG VONAST til að þegar eldra
fólk les þessa bók, þá verði það því
til upprifjunar og nokkurrar
skemmtunar, en að yngra fólk lesi
hana sér ekki síst til fróðleiks um
það hvernig lifað var hér á landi
fyrr á þessari öld,“ sagði Ingólfur
Jónsson, fyrrum alþingismaöur og
ráðherra, á blaðamannafundi í vik-
unni, er kynnt var nýútkomið fvrra
bindi endurminninga hans. Útgef-
andi bókarinnar, sem nefnist „Ing-
ólíur á Hellu — umhverfí og ævi-
slart", er útgáfufélagiö Fjölnir, en
Páll Líndal skráði og bjó í bókar-
form.
Ingólfur sagði á blaðamanna-
fundinum, að það hlyti vissulega
alltaf að orka tvímælis, hvort
menn ættu að rita æviminningar
sínar. Hann hefði þó orðið við
óskum um að láta skrá þær, að
vandlega athuguðu máli, er eig-
endur Fjölnis fóru þess á leit.
Upphaflega sagði Ingólfur að
bókin hefði átt að vera samtals-
bók í einu bindi, en fljótlega eftir
að þeir Páll hefðu byrjað verkið,
hefðu þeir komist að því að ann-
að form hentaði betur, og best
færi á því að skipta bókinni í tvö
bindi. Ingólfur kvaðst segja frá
mönnum og málefnum eins og
þau hefðu komið sér fyrir sjónir,
en Páll gengið úr skugga um þau
atriði sem vafi gæti leikið á, „því
báðir viljum við hafa það er
sannara reynist" sagði Ingólfur.
Ekki kvaðst Ingólfur búast við
eða ætlast til að allir yrðu sér
sammála er þeir læsu bókina,
enda væri það ekki tilgangur.
verksins. „Eg vona hins vegar að
ég þyki ekki ósanngjarn eða halli
réttu máli," sagði Ingólfur, „og
þeir sem búast við að ég fari
niðrandi orðum um samferða-
menn mína í bókinni, verða fyrir
vonbrigðum. Ekki dettur mér í
hug að fara nú að lasta nokkurn
mann, hvorki andstæðinga mína
í pólitíkinni né samherja. Auð-
vitað var oft tekist á, og maður
hefur lent í snörpum orrahríð
um, en ég hef alltaf staðið upp
óskaddaður frá slíku, og hef
engra harma að hefna."
I fréttatilkynningu frá forlag-
inu, sem dreift var á blaða-
mannafundinum, segir svo með-
al annars um bókina: „I bókinni,
sem er fyrra bindi æviminninga
Ingólfs Jónssonar fyrrum al-
þingismanns og ráðherra á
Hellu í Rangárþingi, er víða
komið við. Byrjað er á því að
svipast um í Rangárvallasýslu í
upphafi aldarinnar, og getið er
margra þeirra manna er þar
voru í forsvari í andlegum og
veraldlegum málum um og fyrir
aldamót.
Þá rekur Ingólfur stjórnmála-
þróunina í sýslunni og á Suður-
landi, og tengir hana þjóðmála-
Ljósm.: emiH* Bj. BjMntmWntr
Ingólfur Jónsson á Hellu, fyrrum
alþingismaður og ráðherra á blaða-
mannafundinum þar sem kynnt
var útkoma fyrra bindis endur-
minninga hans, sem Páll Líndal
hefur skráð og búið í bókarform.
baráttunni á landinu öllu. Ing-
ólfur gerir grein fyrir því er
hann sjálfur hóf afskipti af
stjórnmálum, fjallað er um at-
vinnumál og landbúnað sérstak-
lega, rafvæðingu, samgöngumál
og fleiri málaflokka er Ingólfur
lét sérstaklega til sín taka. Ing-
ólfur segir frá því hvernig það
atvikaðist að hann fór í framboð
til Alþingis, hann segir frá ýms-
um samstarfsmönnum sínum á
Alþingi og víðar, getið er upp-
hafs Kaupfélagsins Þórs á Hellu,
og fjöldamörgum öðrum málum
eru gerð skil. Þá segir Ingólfur
frá ætt sinni og fjölskyldu og
heimilishögum, og bókinni lýkur
þar sem hann hefur í annað
skipti tekið sæti í ríkisstjórn Is-
lands, í Viðreisnarstjórninni
undir forsæti Ólafs Thors árið
1959.
Bókin er á fjórða hundrað
blaðsíður að stærð, þar af eru
sextán myndasíður. Hún er sett,
umbrotin, filmuunnin og prent-
uð í Prentstofu G. Benediktsson-
ar, en bundin í Bókfelli. Birgir
Andrésson hannaði bókarkápu,
Sveinn Sigurðsson annaðist lest-
ur prófarka.“
A fundinum kom fram, að
stefnt er að því að síðara bindi
komi út að ári liðnu, en endanleg
ákvörðun þar um hefur þó ekki
enn verið tekin.
Borgarráð samþykkir:
Veita 18%
afslátt af
iðgjöldum
húsatrygginga
BORGARRÁÐ samþykkti í gær að
veita 18% afslátt af iðgjöldum Húsa-
trygginga Reykjavíkur á næsta ári
og hefur þetta um 5,5 milljóna tekju-
tap fyrir Húsatryggingarnar í för
með sér.
Davíð Oddsson borgarstjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að fjárhagur húsatrygg-
inganna væri góður og væri rétt
að hústryggjendur nytu þess í
formi lækkunar iðgjalda. Slík
lækkun hefði átt sér stað nokkrum
sinnum áður, sem sýnir að borgar-
yfirvöld vildu að borgarbúar nytu
góðs af þeim árangri sem náðst
hefur í eldvörnum og bættum
húsakynnum í borginni.
Skíðafæri
gott í Blá-
fjöllum
Þrátt fyrir þíðuna á laglendi
undanfarna daga, hefur snjó ekki
tekið upp í Bláfjöllum og er þar nú
gott skíðafæri. Voru starfsmenn í
gær að undirbúa brekkurnar og
ætlunin að hafa allar lyftur opnar
laugardag og sunnudag kl. 10—18.
Upplýsingasími Bláfjalla er
80100.
Stúdentar
MR 1958
Stúdentar frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1958 hafa ákveðið að
koma saman til fundar á morgun,
mánudag kl. 17—19 í Lækjar-
hvammi Hótel Sögu, til undirbún-
ings 25 ára stúdentsafmæli næsta
vor. Eru stúdentar úr þessum ár-
gangi hvattir til að fjölmenna.
(Fréttatilkynning.)
HEIMSBORGIN
MIÐSTÖO VIÐSKIPTA
OG LISTALÍFS EVRÓPU
Eyrún —
fararstjóri
Cumberlandhótel — London
Farþegar ÚTSÝNAR ferðast á lægstu fargjöldum, búa á
völdum hótelum á beztu stööum í borginni fyrir stórlækk-
að verð, t.d. CUMBERLAND á horni HYDE PARK og OX-
FORDSTRÆTIS — í HJARTA TÍZKUHEIMSINS — ÚTSÝN
hefur ein ísl. ferðaskrifstofa sérsamning við CUMBER-
LAND.
I KAUPBÆTI:
Tekið á móti þér um leiö og þú kemur úr
flugvélinni á Lundúnaflugvelli. Flutningur frá
og til flugvallar, innritun á hótel, dagleg að-
stoð þaulkunnugs fararstjóra meðan á dvöl-
inni stendur. Allt svo auðvelt og öruggt með
Eyrúnu fararstjóra. Lundúnaferðin sem borg-
ar sig.
Skemmtilegt — ódýrt — öruggt
KAUPMANNAHOFN
Brottför á fimmtudögum. Verð frá kr. 6.300.-
OSLÓ
Brottför á föstudögum. Verö frá kr. 6.020,-
GLASGOW
Brottför á föstudögum. Verð frá kr. 5.690.-
STOKKHÓLMUR
Brottför á föstudögum. Verð frá kr. 7.120,-
LUXEMBORG
Brottför á fimmtudögum. Verð frá kr. 6.100.-
LONDON
Brottför á fimmtudögum. Verö frá kr. 5.435.-
AMSTERDAM
Brottför á föstudögum. Verð frá kr. 6.100.-
BROTTFARAR-
DAGAR
15. desember
5. janúar
26. janúar
16. febrúar
9. mars
30. mars
20. apríl
UTSÝN
Austurstræti 17,
Reykjavík.
Sími 26611
Kaupvangsstræti 4,
Akureyri.
Sími 22911