Morgunblaðið - 12.12.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982
7
HUGVEKJA_
eftir sr.
Hjalta Guðmundsson
Jóhannes í fangelsinu
I upphafi kirkjuársins, þeg-
ar við fögnum frelsaranum,
Jesú Kristi, sem konungi,
minnumst við einnig annars
manns, sem mjög kom við sögu
Jesú. Þessi maður er Jóhannes
skírari, sem oft hefur verið
nefndur síðasti spámaðurinn.
Þeir voru reyndar frændur,
Jesús og Jóhannes.
Við minnumst Jóhannesar
skírara fyrst og fremst vegna
þess, að hann ruddi brautina
fyrir Jesúm Krist. Hann kom
fram og boðaði iðrun og synda-
fyrirgefningu. Hann hvatti
fólk til að víkja af vegi syndar-
innar og ganga veg Guðs.
Jóhannes var rödd þess, sem
hrópar í eyðimörkinni. Hann
vissi, hvað var rétt og hafði
kjark til að berjast gegn
óréttlæti og synd, berjast einn
gegn fjöldanum, sem leið
áfram í sinnuleysi sínU og var
orðinn samdauna syndum sín-
um.
Kannski er það dæmigert
fyrir ástandið nú á dögum.
Fjöldi fólks hefur litla sem
enga tilfinningu fyrir því, að
nokkuð sé til, sem nefnist synd
og að það sé að syndga gegn
Guði, þegar það gerir rangt.
Guði er ýtt til hliðar í lífi
þess, það heyrir ekki hina
hrópandi rödd, sem vill ná eyr-
um allra manna og vill fá þá til
að snúa við á rangri leið.
En aðvörun Guðs er ekki
alltaf sinnt. Menn hugsa sem
svo: Það er allt í lagi hjá mér.
Það kemur ekkert fyrir mig.
En einn góðan veðurdag kem-
ur eitthvað fyrir. Við höfum
kannski villst af leið. Hlutirnir
hafa farið öðruvísi en til var
ætlast, og hvað skal þá til
bjargar?
Hvað gerum við, þegar
eitthvað óvænt og slæmt kem-
ur fyrir í lífi okkar. Viðbrögð
okkar eru sjálfsagt margs kon-
ar. Sumir leggja árar í bát og
gefast upp, en aðrir leita
styrks hjá Guði, sem einn get-
ur gefið okkur þann kraft, sem
við þurfum til að standa upp-
rétt í hverri raun.
Við þurfum að reyna að
forðast að gefast upp, þótt á
móti blási, og vissulega er nóg
um mótlæti í þessum heimi.
Nærri því á hverjum degi kem-
ur eitthvað fyrir í lífi okkar,
sem veldur okkur streitu,
vonbrigðum, gremju og jafnvel
sorg.
Sumt af þessu ráðum við
ekki við. Það eru utanaðkom-
andi atvik, sem gerast og hafa
ýmis áhrif á líf okkar, án þess
að við fáum nokkuð að gert.
Jafnvel ýmislegt, sem við
heyrum í útvarpi og sjáum í
sjónvarpi og lesum um í blöð-
um, getur haft mikil áhrif á
okkur. Næstum því á hverjum
degi berast að huga okkar
fréttir af alls konar ofbeldis-
verkum og grimmd, og eru
slíkar fréttir ekki til þess
fallnar að lífga upp á daglegt
líf okkar.
Þess vegna er okkur svo
nauðsynlegt að eiga einhverja
vörn gegn öllu þessu, eitthvað
sem getur sannfært okkur um,
að lífið sé miklu fegurra og
betra en stundum virðist. Það
er oft hægt að verja líkamann
kulda, en hvað með sálina?
Hvaða vörn eigum við handa
henni? Hvernig er hægt að
verja það, sem ekki sést og
ekki er hægt að þreifa á?
Þar kemur Guð til skjal-
anna. Hann er alltaf nálægur,
þegar við þurfum á hjálp hans
að halda. Þessu megum við
ekki gleyma, þegar eitthvað
bjátar á. Það leysast kannski
ekki öll vandamál eða hverfa
út í buskann, en með Guðs
hjálp verðum við betur fær um
að takast á við þau og standast
það, sem að höndum ber.
Það mátti líka sjá á lífi Jó-
hannesar skírara, að hann var
óbugaður, þótt búið væri að
hneppa hann í fjötra. Hann
hafði verið of berorður. Hann
hafði sagt yfirvöldunum til
syndanna í raunverulegri
merkingu þess orðs, og því fór
sem fór. Hann var tekinn fast-
ur og settur í fangelsi.
Einhvern veginn hljómar
þetta kunnuglega í eyrum, að
maður sé fangelsaður vegna
þess, að hann láti í ljós
óánægju með gjörðir stjórn-
valda. Slíkar sögur þekkjum
við, því miður, og það frá allt
of mörgum löndum þessa
heims, og það ekki frá neinum
villimannaríkjum, heldur frá
þjóðum, sem vilja láta telja sig
menningarþjóðir og vilja jafn-
vel vera í forystu fyrir öllum
jarðarbúum.
Jóhannes var í fangelsi og
það saklaus, og hann beið ör-
laga sinna. Hann hafði ekki
framið neinn glæp, þó var
hann sviptur frelsi sínu og loks
lífi. Hvað skyldu vera margir í
hans sporum í dag um gjör-
valla heimsbyggðina? Guð
einn veit þá tölu. En það er
ástæða til að óttast, að mikill
fjöldi manna sé í sporum Jó-
hannesar, menn sem ekkert
hafa til saka unnið annað en
það að vera ósammála stjórn
síns lands, og í augum íslend-
inga er ekki hægt að kalla það
sakir.
A þessum dögum, sem enn
eru eftir til jóla, skulum við
minnast allra þeirra, sem eru í
sporum Jóhannesar skírara og
biðja Guð að styrkja þá og
vaka yfir þeim og fjölskyldum
þeirra. Þetta fólk hugsar allt
til jólanna eins og við, en þó
við allt aðrar aðstæður. Guð
gefi þó, að ljós heimsins megi
lýsa inn í hjörtu þeirra og gefa
þeim frið.
Ársskýrslu-
verðlaun 1982
Á þessu ári var öðru sinni efnt til samkeppni um
bestu ársskýrslu félaga. Alls sendu nú 16 fyrirtæki,
stofnanir og félagasamtök inn ársskýrslur fyrir ár-
ið 1981.
Félögum Stjórnunarfélags íslands er hór meö
boðið til fundar mánudaginn 13. desember 1982
kl. 16—18 í Kristalssal Hótels Loftleiða þar sem
ársskýrsluverðlaun veröa ^fhent. Aö loknum fund-
inum veröur boðiö upp á veitingar.
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma
82930.
STJÓRNUNARFÉLAG
ISLANDS SIÐUMÚLA 23
SÍMi82930
Handunnar leirmyndir
Halldórs Péturssonnr
til sölu á vinnustofu hans
Drápuhlíð 11 ,
opið á mánudögum
frá kl. /5 - IS.
Gengi verðbréfa
12. desember 1982:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Sölugengi pr. kr. 100.-
RÍKISSJÓÐS: i
1970 2. flokkur 9.745,19
1971 1. flokkur 8.534,40
1972 1. flokkur 7.400,95
1972 2. flokkur 6.267.84
1973 1. flokkur A 4.514,05
1973 2. flokkur 4.158,85
1974 1. flokkur 2.870.43
1975 1. flokkur 2.358,80
1975 2. flokkur 1.777,00
1976 1. flokkur 1.683,26
1976 2. flokkur 1.345.69
1977 1. flokkur 1.248,41
1977 2. flokkur 1.042,35
1978 1. flokkur 846,42
1978 2. flokkur 665,89
1979 1. flokkur 561,37
1979 2. flokkur 433,91
1980 1. flokkur 327,42
1980 2. flokkur 257,29
1981 1. flokkur 221,05
1981 2. flokkur 164,17
1982 1. flokkur 149,14
1980 2. flokkur 257,29
1981 1. flokkur 221,05
1981 2. flokkur 164,17
1982 1. flokkur 149,14
Meðalávöxtun ofangreindra flokka um-
fram verötryggíngu er 3,7—5%.
VEÐSKULDABRÉF
ÓVERÐTRYGGO:
Sólugengí m.v. nafnvexti
12% 14% 16% 18% 20% (HLV) 47%
1 ár 63 64 65 66 67 81
2 ár 52 54 55 56 58 75
3 ár 44 45 47 48 50 72
4 ár 38 39 41 43 45 69
5 ár 33 35 37 38 40 67
Verðbréfamarkaóur
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargðtu12 101 Reykjavik
Iðnaðartjankahúsinu Simi 28566
^ krónur fyrir ^
Dæmi um þá Gísla, Eirík og Helga sem áttu ofangreinda upphæð fyrir
tveimur árum:
Þeir ráðstöfuðu peningum sínum þannig, að Gísli keypti sér nýjan jap-
anskan bíl. Eiríkur keypti verðtryggð spariskírteini Ríkissjóðs og Helgi
keypti verðtryggð veðskuldbréf með afföllum.
f nóvember 1982 seldi Gisli bílinn, en Eiríkur og Helgi seldu bréf sin á
verðbréfamarkaði.
Á sfðastliðnum tveimur árum hafði eftirfarandi gerst:
Peninga- eign nóv.'80 RaJstötun: Peninga- eign nóv. '82 Ávöxtun í% eftir tvöár:
A. Gisli ■æ 87.000 ♦ Nyrbill 123.250* 42%
W 4. Eirikur 87.000 Sparísk. 213.524 145%
▼ 4 Helgi 87.000 Veðsk.br. 235.892 171%
*Hér er átt við staðgreiðsluverð bilsins. Nýr bíll af sömu gerð og Gísli
keypti 1980 kostar i dag kr. 212.000.00. Gísla vantar því kr. 88.750.00 til
að geta keypt sér nýjan bíl.
Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins hefur sjð ára reynslu í verð-
bréfaviðskiptum og fjármálalegri ráðgjöf og miðiar þeirri þekkingu án
endurgjalds.
Viljir þú ávaxta sparife þitt munum við ráðleggja þér hagkvæmustu ráö-
stöfun þess. /fTp\
Verðbréfamarkaöur
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lónaöarbankahúsinu Simi 28566