Morgunblaðið - 12.12.1982, Side 16

Morgunblaðið - 12.12.1982, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 13. desember 1981 — 13. desember 1982 Á MORGUN, mánudaginn 13. desember, er eitt ár liðið sínar hendur í Póllandi og batt um leið enda á opin óháða verkalýðssambands, sem starfað hafði í nærn flestum á óvart en þegar litið er um öxl er ljóst, að kommúnistar ráða eru frelsi og mannréttindi ekki sem stefna í þá átt, eru bein ógnun við sjálfa tilveru líka að gæta, að kommúnistaflokkarnir í Austur-Evrópu í austri hillir undir hinn raunverulega herra, að skakka leikinn þegar þeim finnst hann vera Pólverjar hafa lengi haft nokkra sérstöðu meðal leppríkja Sovétríkjanna. Ef eitthvað er þá hefur kúgunin verið þar minni en annars staðar og þegar árið 1956 voru stalínistarnir látnir víkja úr valdastólunum. í kjölfar þess var efnt til ýmissa endurbóta, sam- yrkjubúin lögð niður að mestu og kirkjan fékk aukin áhrif, sem há- marki náðu með heimsókn Páls páfa II til heimalands síns árið 1979. Ráðamenn voru staðráðnir í að gera Pólland að iðnaðarstórveldi og lögðu í þeim efnum megin- áhersluna á þungaiðnaðinn. Til þess voru tekin erlend lán, sem greiða átti af með stóraukinni framleiðslu og útflutningi. Fyrir- hyggjuleysið við þessar fram- kvæmdir var hins vegar mikið enda litlar sem engar framfarir orðið í efnahagsstjórninni. Þar sat allt við það sama, allt reyrt í viðjar ríkisforsjárinnar og mið- stýringin olli því, að vinstri hönd- in vissi sjaldnast hvað sú hægri hafðist að. í Póllandi sem í öðrum komm- únistaríkjum bera launþegar miklu minna úr býtum fyrir vinnu sína en starfsbræður þeirra á Vesturlöndum en á móti kemur að nokkru, að allar nauðsynjar eru greiddar mikið niður af hinu opinbera. Niðurgreiðslurnar eru af þessum sökum jafn góður ef ekki betri mælikvarði á hag al- mennings en sjálf launakjörin. Þær eru hins vegar greiddar af ríkinu eins og áður segir og þegar í bakseglin slær hefur það jafnan orðið þrautalendingin að minnka niðurgreiðslurnar með þeim af- leiðingum, að verðlagið hefur stórhækkað. í Póllandi hafa þess- ar aðgerðir jafnan dregið á eftir sér alvarlegan dilk fyrir ráða- menn á hverjum tíma. Matvælaóeirdir Árið 1956 kom til óeirða víða í Póllandi í kjölfarið á miklum verðhækkunum og einkum þó í borginni Poznan. Þáverandi stjórnendum var þá ýtt til hliðar og við tók Gomulka, sem á þessum tíma var talinn til frjálslyndari manna í Póllandi. Hann sat við völd fram til 1970 en þá endurtók sagan sig með miklum verðhækk- unum og óeirðum og Gomulka var fórnað á altari flokksins og Gier- ek skipaður í hans stað. Gierek og samstarfsmenn hans voru staðráðnir í að brenna sig ekki á sama soðinu og fyrirrenn- arar þeirra, en til þess kunnu þeir ekkert annað ráð en að auka lán- tökurnar. Hagur almennings batnaði og vöruúrval jókst í versl- unum fyrst framan af síðasta ára- tug en brátt kom þó í ljós, að dæmið gekk ekki upp. Gegndar- laus skuldasöfnun ráðamanna var nú orðin eins og myllusteinn um háls þjóðarinnar og ýmsar utan- aðkomandi ástæður, t.d. olíu- verðshækkanirnar, urðu ekki til að bæta um betur. Enn á ný neyddust stjórnvöld til að stór- hækka verðlagið og á eftir sigldu óeirðir, 1976—77 og 1980, þegar Gierek varð að hrökklast frá. Það var líka þá, í ágústmánuði 1980, sem Samstaða var stofnuð. Samstaða fæöist Þ-' 1 !r,~on*i • I.en- c; i;x nrvt :i í* i- Jaruzelski skýrir frá því að herinn hafi tekið öll völd í sínar hendur og að neyðarástandi hafi veriö lýst yfir í landinu. ó og greinilega engin eining meðal þeirra um hvernig við skyldi brugðist. Af þessum sökum og til að kaupa sér nokkurn gálgafrest ákváðu þeir að ganga til samn- inga við verkfallsmenn. Sam- komulagið, sem tókst 30. ágúst 1980, er um margt mjög óljóst en meginatriðið er þó það, að í stað- inn fyrir rétt til að stofna óháð verkalýðsfélög lofuðu verkamenn að virða ríkjandi stjórnmálakerfi og forystuhlutverk kommúnista- flokksins. Á næstu mánuðum voru hundruð slíkra samninga gerð en ríkisstjórnin var jafnan treg til að standa við þá, túlkaði ýmis ákvæði þeirra sér í vil eða hreinlega sveik þá. Aðeins þegar stjórninni var hótað verkfalli lét hún undan að einhverju leyti. frá því að herinn tók öll völd í bera starfsemi Samstöðu, hins 16 mánuði. Herlögin komu svona hlaut að fara. Þar sem mikils metin og þær hreyfingar, hvers kommúnistaflokks. Þess er eru í raun ekki sjálfs sín ráðandi, Sovétmenn, sem tilbúnir eru farinn að ganga of langt. Lech Walesa - hóf- samur en ákveðinn Undir forystu Lech Walesa var reynt að fylgja hófsamri stefnu og forðast að ögra beinlínis ríkjandi kerfi. Nokkrir leiðtogar hreyf- ingarinnar höfðu þó litla reynslu, voru ungir að árum og sigrar hennar stigu þeim til • höfuðs. Verkfallsvopninu var því stund- um beitt nokkuð ósparlega en það leiddi aftur af sér endalausar deilur við ríkisstjórnina. Það var ekki síst af þessari ástæðu, að Jaruzelski hershöfðingi og land- varnaráðherra stjórnarinnar, var jafnframt skipaður forsætisráð- herra í febrúar 1981 og flokks- leiðtogi um haustið, enda þá orðið ljóst, að Stanislaw Kania réð ekk- ert við ástandið. Skipun hans var greinilega aðvörun til verka- manna en þó virtist sem Jaruz- elski vildi halda samningaleiðinni opinni. Pólska kirkjan gegndi miklu hlutverki í deilunum milli Sam- stöðu og ríkisstjórnarinnar og reyndi alltaf að bera klæði á vopnin þegar útlit var fyrir að í odda kynni að skerast. Hún studdi þessa endurnýjun í þjóðlífinu af alefli og átti stundum meginþátt- inn í tilsiökunum gagnvart ýms- um þjóðfélagshópum. Samtímis því gagnrýndi hún róttæk öfl inn- an Samstöðu harðlega fyrir að ganga of langt. Ríkið gjaldþrota Efnahagsástandið í Póllandi fór stöðugt versnandi og það var orð- ið löngu ljóst, að í raun og veru var ríkið gjaldþrota. Skuldirnar námu um 26 milljörðum dollara og öll útflutningsframleiðsla þjóðarinnar gerði ekki meira en borga af þeim vextina. Ástandið innan kommúnistaflokksins var þessu líkt. I skoðanakönnun, sem háskólastúdentar í Varsjá geng- ust fyrir í fyrrasumar, kom í ljós, að ef þá hefði verið gengið til frjálsra kosninga í landinu hefði flokkurinn fengið innan við 3% greiddr? atkvæða. Þriðjungur fé- lagsmanna hans hafði sagt sig úr honum og 40% þeirra, sem eftir voru, voru félagar í Samstöðu. Kommúnistaflokkurinn var búinn að vera sem ráðandi afl og ríkis- stjórnin átti sér ekki annan bakhjall en herinn. Af þessu má augljóst vera, a.m.k. eftir á, að til einhverra tíðinda hlaut að fara að draga. Rússar voru líka farnir að ókyrrast svo um munaði og lík- lega hefðu þeir verið búnir að grípa í taumana fyrir löngu ef ekki hefði komið til aukin árvekni ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.