Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982
17
! ...................... —
vfjstrænna ríkja í kjölfar innrásar
Sovétmanna í Afganistan.
„Tíminn er að
renna út“
„Það er komið að úrslitastundu.
Við skulum horfast í augu við það.
Tíminn er að renna út, ekki aðeins
fyrir okkur, heldur einnig fyrir
flokkinn." Sá, sem þetta sagði, var
fulltrúi á þingi Samstöðu í
Gdansk laugardaginn 12. desem-
ber. Trúlega hefur hann ekki órað
fyrir því hve nærri hann fór
sannleikanum.
Herinn lætur til
skarar skríða
Fyrsti fyrirboðinn um að
eitthvað óvenjulegt væri á seyði
var, að um kl. sex síðdegis á laug-
ardag var allt síma- og skeyta-
samband við Pólland rofið.
Skömmu fyrir miðnætti sama dag
var svo tekið fyrir símasamband
milli Gdansk og Varsjár og ann-
arra hluta landsins samtímis því
sem mörg þúsund hermanna
komu sér fyrir á mikilvægum
stöðum. Aðrir héldu til höfuð-
stöðva Samstöðu, lokuðu nær-
liggjandi götum og lögðu undir
sig skrifstofur samtakanna. Að
því búnu var hafist handa um
skipulegar handtökur á forystu-
mönnum Samstöðu, sem lang-
flestir voru samankomnir á þing-
inu í Gdansk. Um 3000 þeirra
voru teknir fastir þá um nóttina
og næsta dag og í þeirra hópi var
Lech Walesa.
Nokkuð hefur verið um það
deilt hvers vegna pólski kommún-
istaflokkurinn lét til skarar
skríða einmitt á þessum tíma en
þó má benda á ýmislegt í því sam-
bandi. Þar ber hæst þing Sam-
LtiMtfir Samstööu voru langflestir tsknir
höndum og haföir í sérstökum fangabúöum.
Þsssi mynd var tskin í janúar á þessu ári.
Neðanjarðarstarf-
semi og mótmæli
Til allsherjarverkfalls hefur
ekki komið í Póllandi eftir að
herlögin voru sett þótt víða hafi
verið efnt til staðbundinna verk-
falla. Herstjórnin sýndi það líka
strax, að engum vettlingatökum
yrði tekið á þeim, sem hefðu uppi
einhvern mótblástur. Fólk var
fangelsað, rekið úr vinnu í stórum
hópum og síðast en ekki síst voru
allir vinnustaðir settir undir her-
aga, sem þýddi, að mál hinna
brotlegu voru dæmd af herdóm-
stóli. Þrátt fyrir þetta gáfust
Samstöðumenn ekki upp. Leyni-
legar útvarpsstöðvar voru starf-
ræktar lengi vel og í litlum
prentsmiðjum, sem tekist hafði að
koma undan, voru prentaðir
flugmiðar, sem dreift var um
borgir og bæi. Þrettánda hvers
mánaðar hefur fólk verið hvatt til
að mótmæla herlögunum og oft
31. ágúat 1980
Stjórnin hefur fallist á kröfur verkamanna
og hér sjást Jagielski, aðstoðarforsætisráðherra,
og Walesa hvor meö sitt eintakiö af
samningnum. Verkföllum var hætt og
Samstaöa leit dagsins Ijós.
Lech Walesa varö strax leiötogi
verkfallsmannanna í skipasmíðastöövunum.
Þessi mynd er tekin 24. ágúst 1980 og er Walesa
hér að lýsa því yfir, að verkamenn séu staðráönir í
að halda verkfallinu áfram þar til stjórnin hafi
gengið aö kröfum þeirra.
Nokkrir menn voru skotnir þegar þeir
reyndu aö mótmæla setningu herlaganna.
Þessi mynd var tekin eftir óeirðir, sem uröu úti fyrir
skipasmíðastöðvunum í Gdansk 16. desember 1981.
Fyrstu meiriháttar óeiröirnar eftir að herlögin voru
sett uröu í maíbyrjun á þessu ári
Þessi mynd var tekin í Varsjá þar sem fólk fór fylktu liði um götur
borgarinnar með fána Samstöðu á lofti.
Lögreglumenn og hermann réðust á fólkið með vatnsþrýstibyssum,
táragassprengjum og kylfum.
Verkfallsmenn í Lenin-skipasmíðastöðvunum
í Gdansk sjást hér biðjast fyrir en utan stöðvarinnar
krupu ættingjar þeirra einnig á kné.
Þessi verkföll urðu upphafiö að Samstöðu.
stöðu í Gdansk en segja má að þar
hafi stríðshanskanum verið kast-
að. Þar var því lýst yfir, að til
allsherjarverkfalls yrði boðað
næsta fimmtudag vegna þeirra
orða talsmanns stjórnarinnar, að
lögreglan myndi koma í veg fyrir
mótmæli á götum úti, ákveðið var
allsherjarverkfall ef þingið
ákvæði að banna verkföll og síð-
ast en ekki síst, hvatt var til
þjóðaratkvæðagreiðslu í febrúar á
þessu ári um nýtt stjórnarfyrir-
komulag og frjálsar og lýðræðis-
legar kosningar.
Nú var mælirinn fullur. Frelsi
og lýðræði. í eyrum kommúnista
hljóma þessi orð eins og dauða-
hringing. Það var því ekki eftir
neinu að bíða enda Rússar búnir
að setja pólsku stjórninni úrslita-
kosti. Annaðhvort hæfist hún
sjálf handa gegn Samstöðu eða
þeir myndu sjá til þess sjálfir.
Lýst yfir neyd-
arástandi
Á sunnudagsmorgni, eftir
handtökurnar, flutti Jaruzelski
hershöfðingi útvarps- og sjón-
varpsávarp til þjóðarinnar. Þar
sagði hann, að „herráði þjóðlegrar
endurreisnar" hefði verið komið á
fót og neyðarástandi lýst yfir í
landinu. Hann sagði, að ástæð-
urnar fyrir herlögunum væru
þær, að þjóðin rambaði á barmi
algerrar upplausnar, ríkiskerfið
væri hrunið til grunna og fólk
hefði verið farið að búa sig undir
bein átök við hina „rauðu“, þ.e.
kommúnista. Skömmu eftir ávarp
Jaruzelskis var tilkynnt, að sex
daga vinnuvika hefði aftur verið
tekin upp í Póllandi, laugardags-
frí afnumin, og að aðeins tvö
helstu málgögn kommúnista-
flokksins fengju að koma út. Þar
með var bundinn endi á útgáfu-
starfsemi Samstöðu.
Fyrstu viðbrögðin
Mánudagurinn 14. desember
rann upp og svo virtist sem her-
ráðið gæti hrósað sigri. Verkföll
voru að vísu víða í landinu en þó
ljóst, að um allsherjarverkfall var
ekki að ræða. Forystumenn Sam-
stöðu voru langflestir í fangelsi
og allt var á huldu með örlög Wal-
esa. Fljótt fóru þó að berast yfir-
lýsingar frá þeim leiðtogum Sam-
stöðu, sem fóru huldu höfði og
ekki höfðu fallið í hendur lög-
reglunni. Þar var þess krafist að
forystumönnum Samstöðu yrði
sieppt úr haldi og herlögin af-
numin. „Okkar eina von er rósemi
og virðing fyrir verki okkar —
okkar eina von er samstaða alls
vinnandi fólks í Póllandi. Svar
okkar við ofbeldi er allsherjar-
verkfall."
hciur komið til harðra átaka milli
pólskrar alþýðu og lögreglunnar á
þeim degi. Mest urðu þó mótmæl-
in 31. ágúst sl. á tveggja ára af-
mæli Samstöðu.
Þann dag söfnuðust tugþúsund-
ir manna saman í borgum og bæj-
um um allt Pólland. „Samstaða,
Samstaða," „Frelsið Walesa,"
hrópaði fólkið en svörin, sem það
fékk, voru barsmíð, tára-
gassprengjur og handtökur. Áður
en dagur var að kveldi kominn
höfðu um 4500 manns verið hand-
teknir og sex manns lágu í valn-
um, fimm í borginni Lubin, höfðu
verið skotnir í bakið, og einn í
Varsjá.
Þrátt fyrir þessi mótmæli tók
herstjórnin nú að gerast öruggari
um sinn hag enda ljóst, að al-
menningur mátti sín lítils gegn
hernum, gráum fyrir járnum.
Fyrstu merkin um það.voru, að
ákveðið var að leyfa Páli páfa að
heimsækja ættland sitt í júni á
næsta ári en áður hafði fyrirhug-
uð heimsókn hans í ágúst sl. verið
bönnuð. Mörgum leiðtogum Sam-
stöðu var sleppt úr haldi og emb-
ættismenn stjórnarinnar fóru að
láta í það skína, að herlögum
kynni að verða aflétt innan tíðar.
14. nóvember sl. var Lech Walesa
svo látinn laus.
Samstaða lifir
Rúmlega tvö ár eru stðan Sam-
staða fæddist meðal verkamanna
í skipasmíðastöðvunum í Gdansk
og Stettin. í rúmt ár ólu Pólverjar
í brjósti sér vonir um bjartari tíð
og í heilt ár hafa þeir mátt horfa
upp á vonirnar deyja. Lech Wal-
esa gengur að vísu laus, ef hægt
er að taka þannig til örða um
óbreytta borgara í ríkjum komm-
únismans, en enn veit enginn
hvað hann hyggst fyrir eða hve
langt honum verður leyft að
ganga. Þrátt fyrir það lifir Sam-
staða enn, því að hún er ekki fé-
lagslegt stundarfyrirbrigði heldur
samnefnari fyrir vonir og þrár
pólsku þjóðarinnar. Þær munu
aldrei verða upprættar.