Morgunblaðið - 12.12.1982, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982
fWs>r0iwi Útgefandi ní>Tní>it> hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakiö.
Neyð Pólverja
Amorgun, mánudaginn 13.
desember, er eitt ár liðið
frá því, að herinn tók öll völd í
Póllandi í því skyni að „verja
sósíalískan ávinning" þjóðar-
innar, svo að vitnað sé í hefð-
bundið sovéskt orðalag, þegar
óhæfuverkin eru varin og
rökstudd. Það sem í raun gerð-
ist í Póllandi var það, að í
þessu „alþýðulýðveldi" sigaði
kommúnistaflokkurinn hern-
um á fólkið til að koma í veg
fyrir að alþýðan gæti starfað í
verkalýðsfélögum. Herlögin
voru sett til að róa Kreml-
verja, sem höfðu af því áhygg-
ur að sú frelsishreyfing sem
skotið hafði rótið í Póllandi
vegna starfsemi Samstöðu
myndi teygja anga sína til
annarra kommúnistaríkja, en
ekkert óttast marxistarnir-
lenínistarnir í Kreml jafn
mikið og fólkið, vilja þess og
óskir.
Með herlögum var öll
stjórnmálastarfsemi í Pól-
landi fryst, þúsundir manna
voru teknir til fanga og hafin
var skipuleg upprætingarher-
ferð gegn öllum þeim sem
sættu sig ekki við hlekki
ófrelsins eða stjórnvöld héldu
að hefðu þrek til þess að mót-
mæla harðræðinu. Setning
herlaganna átti að sögn
þeirra, sem að þeim stóðu að
koma í veg fyrir sult og gjald-
þrot pólsku þjóðarinnar en
eftir þriggja áratuga komm-
únistastjórn blasti ekkert
annað við landsmönnum en
ófrelsi, fátækt og almenn
neyð. Efnahagsstarfsemin í
Póllandi hefur síður en svo
náð sér á skrið. Á fyrra helm-
ingi þessa árs var iðnaðar-
framleiðsla 6% minni en á ár-
inu 1981, síðan hefur náðst
sama framleiðslumagn og í
fyrra en öll atvinnustarfsemin
er á brauðfótum og þetta fjöl-
menna ríki á í raun allt undir
því að lánardrottnar gangi
ekki of hart að því.
Fyrir skömmu var Lech
Walesa, leiðtoga Samstöðu,
sleppt úr haldi og látið er í
veðri vaka, að ekki muni líða á
löngu þar til herlögum verði
aflétt. Hins vegar liggur alls
ekki fyrir, hvaða stjórnmála-
lausn er á vanda pólsku þjóð-
arinnar. Herstjórn Jaruzelskis
getur haldið pólskum almenn-
ingi í skefjum, en hins vegar
er af og frá að herstjórnin
njóti þess víðtæka stuðnings,
sem er forsenda að þjóðarsátt
náist og atvinnu- og efna-
hagsstarfsemin færist í eðli-
legt horf. Ef til vill táknar
frelsun Walesa, að Jaruzelski
telji sér fært að sýna vott af
umburðarlyndi en hitt er ljóst,
að þessi afstaða herstjórans
og hugsanleg frekari skref
hans í frelsisátt höggva alls
ekki á hnútinn í Póllandi.
Kjarni málsins er sá, að
pólska þjóðin þolir ekki lengur
fátæktina og ofríkið sem af
kommúnismanum leiðir.
Aðrar þjóðir og þar á meðal
við íslendingar höfum sýnt
Pólverjum samúð í verki með
því að veita þeim aðstoð. Út-
vegun á nauðþurftum fyrir
Pólverja og vinsemd í garð
flóttamanna þaðan er auðvit-
að sjálfsögð og eðlileg, en ann-
að er þó mikilvægara, þegar
staða Pólverja er metin: að
gefa þeim von í neyð sinni. Það
gerum við best með því að
standa vörð um lýðræðislega
stjórnarhætti okkar sjálfra,
varðveita frelsi okkar og veita
ofríkisöflum kommúnismans
viðnám. Líklega gerist það
hvergi á byggðu bóli í lýðræð-
isríkjum, að almenningur
þurfi að sitja undir því, að í
sjónvarpi sitji fulltrúar þeirra
tveggja flokka, sem fara með
stjórn landsins og deila um
það sín á milli, hvort kenna
eigi atbeina þeirra að lausn á
lífshagsmunamáli þjóðarinnar
við rússneskt hænsnahús eða
búlgarskt! Þetta máttum við
þó þola á föstudagskvöldið
þegar þeir Hjörleifur Gutt-
ormsson og Guðmundur G.
Þórarinsson þráttuðu um ál-
málið í Kastljósi. Firringin í
því rifrildi og virðingarleysið
fyrir almennri skynsemi
minnir á það, þegar Neró lék á
fiðlu á meðan Róm brann.
Davíð Oddsson, borgar-
stjóri í Reykjavík, hefur
kynnt þá stefnu, sem hann tel-
ur skynsamlegt að fylgt verði
við lóðaúthlutun á næsta ári.
Hann vill að alls verði úthlut-
að 1617 lóðum í Reykjavík á
árinu 1983. Með því er punkta-
kerfi vinstri manna við lóð-
aúthlutun úthýst, vonandi í
eitt skipti fyrir öll. Þetta
ópersónulega skrifræðiskerfi
vinstrimennskunnar hefur alls
ekki fallið borgarbúum í geð.
En í stórhuga stefnu borgar-
stjóra fellst annað og meira en
að jarða punktakerfið. Með
hinu mikla lóðaframboði skap-
Ofríki kommúnismans í Pól-
landi leiddi til hyldýpis á milli
vilja fólksins og áætlana
stjórnarherranna, sem þóttust
þó hafa höndlað stóra sannleik
í stjórn þjóðfélagsins. Verði
ekki spornað við fæti hér á
Iandi getum við lent í sömu
vandræðum. Til dæmis hefur
margsinnis verið bent á það
hér, að grundvallarstefna Al-
þýðubandalagsins í efna-
hagsmálum minnir aðeins á
stjórnkerfið í Póllandi, sem
fólkið þar hefur andmælt og
herinn neyðir það nú til að
þola. Við þurfum því að líta í
eigin barm, þegar við metum
hvað við getum best gert til að
hjálpa Pólverjum í neyð þeirra
— við þurfum að koma í veg
fyrir þá íslehsku neyð sem Al-
þýðubandalagið vill leiða yfir
þjóðina og er nú tekið til við
að boða vafningalaust.
ast allt annað viðhorf til hús-
bygginga í höfuðborginni en
áður hefur ríkt. Nú geta þeir
sem í nágrenni Reykjavíkur
búa sótt um lóð í borginni og
fengið úrlausn. Þá verða tekn-
ar upp nýjar reglur varðandi
greiðslur lóðarhafa fyrir rétt
sinn og gengið þannig frá
hnútum, að úthlutunarhafi
tapi ekki fjárhagslega á því
þótt hann afsali sér lóð eftir
að hann byrjaði að greiða
borginni fyrir hana. Morgun-
blaðið hvetur eindregið til
þess að hin stórhuga stefna í
lóðamálum, sem Davíð
Oddsson, borgarstjóri, hefur
kynnt, nái fram að ganga.
Stórhuga stefna
Rey kj avíkurbréf
Laugardagur 11. desember-
Af spástefnu
Stjórnunarfélag íslands gekkst
fyrir þriðju spástefnu sinni á
fimmtudaginn. A þessum árlega
fundi reyna hagfræðingar frá
Þjóðhagsstofnun, bönkum, háskól-
anum og stórfyrirtækjum að geta
sér til um efnahagsþróun næsta
árs. Enginn var bjartsýnn um
framvindu íslenskra efnahags-
mála á næsta ári á þessum fundi.
Ólafur Davíðsson forstöðumaður
Þjóðhagsstofnunar, færði að því
rök, að við værum verr í stakk
búnir núna til þess að takast á við
efnahagsörðugleika en 1967 og
1974. Verðbólgan myndi vaxa og
leiða til atvinnuleysis. En i raun
snerist vandinn ekki um það að
sigrast á verðbólgunni til að kom-
ast hjá atvinnuleysi, því að fyrr
þyrftum við að bregðast við þeirri
staðreynd, að ekki væri lengur
unnt að halda uppi atvinnu með
erlendum lántökum. „Við höfum
ekki efni á að lifa í voninni og ekki
lifum við á voninni," sagði Olafur
Davíðsson í lok máls síns.
Tryggvi Pálsson, forstöðumaður
hagfræði- og áætlanadeildar
Landsbanka Islands, gerði grein
fyrir því hve mjög hefði hallað
undan fæti vegna «korts á inn-
lendu sparifé. Litlar líkur eru á að
það aukist á næsta ári og óhjá-
kvæmilegt er, að erlendir lánar-
drottnar líti til þess, hvernig við
Íhöldum á stjórn eigin mála og nýt-
ingu auðlinda okkar við mat á því,
hvort óhætt sé að veita okkur
frekari lán, sem auðvitað er
óskynsamlegt að taka en kann að
| reynast nauðsynlegt. Við blasir, að
fram á mitt næsta ár að minnsta
kosti, mun ríkja hér stjórnmálaleg
ringulreið og öllum er ljóst —
nema stjórnarherrunum — að
óskynsamlega hefur verið staðið
að auðlindanýtingu.
Dr. Þráinn Eggertsson prófess-
or, var á sama máli og Ólafur
Davíðsson um það, að við stefnd-
um inn í nýtt og hærra verðbólgu-
skeið og sýndi Þráinn línurit um
þróun verðbólgunnar í ísrael máli
sínu til stuðnings, en þar hefur
hún mest orðið 130%. Dr. Gylfi Þ.
Gíslason, prófessor, sagði að út-
færsla fiskveiðilögsögunnar í 200
sjómílur 1975 hefði verið „mesti
búhnykkur sögunnar", sjávarafli
hefði verið 90% meiri 1981 en
1975. Verðbólgan og stjórnleysið
sem henni fylgdi hefði hins vegar
leitt til rangra ákvarðana í fjár-
festingu, ekki síst í sjávarútvegi.
Færði Gylfi rök fyrir því, að ekki
ætti að skammta mönnum ókeypis
aðgang að sjávarafla. Sú auðlind
ætti ekki frekar að vera gefin en
aðrar. Vísaði hann til þess þegar
innflutningshöft voru afnumin
með réttri skráningu á gengi
krónunnar við upphaf viðreisnar
og sagði að skömmtun á fiskveið-
um ætti að aflétta með því að
hætta að gefa fiskinn í sjónum.
Valgerður Bjarnadóttir, for-
stöðumaður Hagdeildar Flugleiða
hf., Eggert Ágúst Sverrisson, full-
trúi Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga, og Jóhann Pétur
Andersen, fjármálastjóri Slipp-
stöðvarinnar á Akureyri, voru
samstiga í mati sínu á forsendum
fyrir rekstraráætlunum næsta
árs. Verðbólgan verður 60% og
þar yfir á næsta ári. Miðað við það
að dollarinn verði jafngildi 17
króna 1. janúar 1983 verði hann
um 28 krónur í árslok. Engar
grunnkaupshækkanir verði um-
fram þær, sem þegar hefur verið
um samið og koma til 1. janúar og
1. mars 1983. Hins vegar ráðist
það af því, hvað stjórnvöld verða
iðin við að skerða verðbætur á
laun, hve þær verða háar á næsta
ári. Karl Kristjánsson, fjármála-
og hagsýslustjóri Kópavogs, sagði,
að bæjarfélagið myndi ekkert fé
hafa til framkvæmda, ef verðbólg-
an færi yfir 70% á árinu 1983.
Hörður Sigurgestsson, formað-
ur Stjórnunarfélagsins, stýrði
þessari fjölmennu spástefnu og
minnti á það í upphafi, að menn
hefðu reynst nokkuð sannspáir
fyrir ári.
Metnað-
urinn
Þegar bréfritari kom af spá-
stefnunni fékk hann í hendur nýja
bók, þar sem meðal annars eru
rifjaðir upp þeir atburðir, sem
hæst bar við myndun þeirrar rík-
isstjórnar, sem enginn reiknar
lengur með, þegar hann reynir að
geta sér til um hvað gerast muni á
næsta ári. í grein, Býsnavetur,
sem rituð var skömmu eftir
stjórnarmyndunina hér í blaðið
veltir höfundurinn fyrir sér, hvers
vegna svo mikið kapp hafi verið
lagt á að stofna til þessa stjórn-
arsamstarfs. Hann minnist á
freistingarnar og segir: „Margir
hafa fallið fyrir metnaði sínum á
íslandi undanfarnar vikur og
mánuði, ekki síður en annars stað-
ar.“ og síðar í greininni spyr hann:
Frá spástefnu Stjórnunarfélagsins
„En af hverju var þetta gert?
Fyrir þjóðina, sem á í vændum
meiri skattpíningu og sér ekki
fram á annað en áframhaldandi
óðaverðbólgu? Eða var það gert
fyrir sjálfstæðisstefnuna? Eða
kannski Sjálfstæðisflokkinn? Eða
var þetta kannski gert vegna
þeirra freistinga, sem fyrr eru
nefndar?"
Sé leitað svara við þessum
spurningum nú þegar tæp þrjú ár
eru liðin síðan hinir sögulegu at-
burðir gerðust, sem leiddu til þess
að ríkisstjórn Gunnars Thor-
oddsen var mynduð, verða svörin á
einn veg. Engin þjóð vill stjórn
sem þyngir skatta, safnar erlend-
um skuldum og stuðlar að óða-
verðbólgu. Allt þetta hefur gerst
undir þessari stjórn. Ríkisstjórnin
hefur hvorki gert neitt fyrir
sjálfstæðisstefnuna né Sjálfstæð-
isflokkinn.
En hvað um metnaðinn? Er for-
sætisráðherra ánægður með stöðu
stjórnarskrármálsins? Finnst
Steingrími Hermannssyni, að út-
gerð og fiskvinnsla standi betur
nú en þegar hann settist í sjávar-
útvegsráðherrastólinn? Er Tómas
Árnason í sjöunda himni yfir því,
að alþýðubandalagsmenn kenna
setu hans í viðskiptaráðuneytinu
um verðbólgu og gjaldeyriseyðslu?
Er Ólafur Jóhannesson, utanrík-
isráðherra, himinlifandi yfir
Rússasamningnum, sem hann
undirritaði? Hver er menntamála-
ráðherra? Finnst Friðjóni Þórð-
arsyni, dómsmálaráðherra, mikið
til þess koma, að sjálfstæðismenn
á Akranesi krefjast tafarlausrar