Morgunblaðið - 12.12.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 27
í einu Jólablaðinu — sem út
kom um sl. mánaðamót — eru
sjö aldnir íslendingar spurðir
um bernskujól sín undir síðustu
aldamót. I svörunum kemur
glöggt fram hve jólin byggðust
mikið á því að fá þá góða máltíð.
Jólamaturinn, sem þessu fólki er
minnisstæður eftir 80 ár, var
kjötsúpa, steikt kjöt, hangikjöt
eða sauðakjöt. Skammtað rif á
mann, en konur fengu minna.
Gjarnan skammtað svo vel að
fólk gat geymt afganginn. Á ein-
um stað hafði hver heimlismað-
ur hjá sér skrínu og í henni
geymdur afgangurinn af hangi-
kjötinu, sem oft entist nokkuð
lengi. Þegar jólamaturinn var
skammtaður á öðrum stað, voru
sauðalærin tekin í tvennt, sum
þrennt og karlmönnum gefin
helmingastykkin en kvenfólki
þriðjungsstykkin. Og 1—2 rif af
hanginni síðu, vel feitri. Nefndur
er skammtur af hangikjöti,
bringukolli og magálum. Hvílík
dýrð!
Þyrfti líklega æðimarga
skokkspr^tti til að ná af nútíma-
fólki holdunum eftir slíkar
feitmetismáltíðir. En eins og
einhver sagði:
LystÍMemda lífsins njótum
lióna tíma er vert aó muna.
hótt vér stöku bodord brjótum
í bróóerni vió samviskuna.
En jólamaturinn hefur aldeilis
tekið breytingum, jafnvel þótt
ekki sé farið eins langt aftur og í
nefndum viðtölum. Margir halda
þó enn uppi hefðbundnum siðum
um jólamáltíðirnar. Halda sína
hefð með rjúpum, hangikjöti,
hamborgarhrygg, gæs o.s.frv. á
hverjum jólum. En með heims-
reisum þjóðarinnar á seinustu
árum, hafa réttir fjarlægra
þjóða færst nær okkur — eru
jafnvel komnir á næsta götu-
horn — og hafa vitanlega líka
áhrif á matarvenjur jólanna. Nú
er t.d. hægt að skreppa upp á
Laugaveg og fá austurlenskan
mat eða upp á Skólavörðuholt og
fá gríska pitu o.s.frv. Pizzurnar
mínar, sem ég gat slegið mér upp
á að baka hér áður fyrr, eru
löngu orðnar að hversdagsfæði,
sem fæst tilbúið í næstu búð.
En það eru ekki bara erlendar
matarvenjur og nýir réttir með
útlendum nöfnum, sem hafa
haldið innreið sína. Matur úr
innlendu hráefni tekur stakka:
skiptum og fjölbreytni ' vex. í
mínum uppvexti var fiskur
hversdags og lambasteik og
rabbarbaragrautur á sunnudög-
um algengt á heimilum. Þá fuss-
uðu margar húsmæður í fiskbúð-
inni, ef ekki fékkst þar glæný
ýsa. Annað þótti varla fiskur. Nú
að undanförnu höfum við Reyk-
víkingar aftur séð þessa fínu
ýsu, veidda hér rétt úti í flóan-
um. Hvílíkur munur á fiski, sem
svo stutt er sóttur.
Nú er fiskmetið fjölbreyttara
og kannski má dylja nýjabragðs-
leysið undir kryddinu. Fiskmeti,
sem ekki þótti mannamatur áður
fyrr, er nú gjaldgengt og fram-
reitt með nýjum matreiðslu-
háttum. Ég nefni skötuselinn.
Lostætið marhnút látum við
samt enn óétið. Marga fjöl-
breytta veizlumáltíð úr sjávar-
réttum má orðið fá á veitinga-
húsum. Frá sumrinu minnist ég
ágætu, tiltölulega ódýru fisk-
réttamáltíðanna sem Loftleiðir
buðu upp á með reglulegri sjáv-
arréttasúpu, forrétti og aðalrétti
úr sjávarafurðum. Þangað var
þægilegt að fara með erlenda
gesti og ætli maður fyrirvaralít-
ið að hafa gesti í mat heima, er
nú hægt að fá tilbúna fiskrétti
beint í ofninn eða pottinn í
Forðabúrinu, þar sem ég hefi
gripið upp ýsuflök fyllt með
rækjum, marineraðar gellur og
fleira sjávargóðgæti. Með nýjum
matreiðsluháttum er fiskmetið,
sem íslendingum þótti lengi veí
„hversdagsmatur" að verða
gjaldgengur veizlumatur, ég vil
segja jólamatur. En vitanlega
verður að gera sömu kröfur til
nýs hráefnis handa okkur sjálf-
um, eins og til útflutnings. Þar
kemur svo inn í þessi skrýtna
stýring á öllu stóru og smáu, sem
lætur stjórnvöld ákveða að ekki
megi greiða meira fyrir góða
vöru og minna fyrir slæma. Rík-
isstjórnum ætlað að vera með
puttana í pottunum hjá okkur.
í umtali um nútíma jólarétti,
virðist ekki oft nefnt lambakjöt.
Þykir kannski hversdagslegt. í
sumar sá ég tíundaðan í annarri
heimsálfu matseðil á aldaraf-
mæli fínasta og dýrasta veit-
ingahúss í Evrópu, La Tour
d’Argent í París. Aðalrettur
þessarar hátíðamáltíðar var
lambakjöt. Þessi veitingastaður
hefur í 100 ár verið svo fínn og
dýr að þangað fara ekki aðrir en
þeir, sem geta og vilja borga
fyrir það albesta. Þangað kom ég
eitt sinn fyrir 30 árum með Ás-
birni Ólafssyni heildsala, sem á
ferð um París vildi fara á besta
veitingastaðinn í heimsborginni.
Er ég hafði sagt honum að veit-
ingahúsið grobbaði af því að þar
mætti fá hvaða rétt sem væri,
sagði hann: Ekki það sem mig
langar í núna, glænýjan lax með
smjöri! Lax var ekki á álnalöng-
um matseðlinum, en kom samt.
Hvaðan? var spurt. Með flugvél
frá Skotlandi í morgun, veiddur í
gær, var svarið.
Og vitanlega hafði fiskurinn
sá ekki komið nálægt frysti.
Frakkar vilja ekki, ef þeir
vilja vanda sig, mat úr frosti.
Þótt þeir sem aðrir séu byrjaðir
að nýta þessa geymsluaðferð, þá
er það frekar að þeir kaupi til-
búna rétti úr frysti en hráefni.
Húsmóðir, sem er vönd að virð-
ingu sinni, fer sjálf á markaðinn
og til kjötkaupmannsins og velur
bitana af kostgæfni. Leggur
feikilega upp úr nýju hráefni og
vali á því. Hér erum við orðin
vön langgeymdu kjöti, og líklega
ekki mikið við að gera. Hér á
norðurhveli er dýrara að geyma
lömbin á fæti fram að þeim tíma
sem á að nýta þau en í bútum í
frysti, sem þó kostar ekki svo
lítið. Eða hvað? Hefur það verið
athugað?
Innlenda hráefnið á orðið í
samkeppni við nýja siði og aukn-
ar kröfur, og þarf að sjálfsögðu
að taka af því mið. Og það minn-
ir á rabbarbaragrautinn sem var
búinn til úr hráefni sem óx fyrir-
hafnarlaust í hverjum garði
ókeypis. Af hverju er svo ódýr
matur ekki lengur nýttur? Ekki
endilega í rabbarbaragraut,
heldur kannski kompot með
kjúklingum, sem bragðast vel
erlendis eða í rabbarbaratertu í
stað dýrra niðursoðinna ávaxta?
Næsta skrefið hjá okkur er lík-
lega að laga útlenda matartil-
búninginn að innlendu hráefni.
Gæti það orðið herferð á kom-
andi ári!
(Ljósm. Mbl. KÖE.)
afsagnar hans úr ríkisstjórninni?
Eða Pálmi Jónsson, sem sagði á
flokksráðsfundi sjálfstæðismanna
á dögunum, að hann hefði þurft að
grípa til „örþrifaráða" gegn meiri-
hluta sjálfstæðismanna? Og hvað
um Ragnar Arnalds, fjármálaráð-
herra, sem segir þjóðina vera að
sökkva á kaf í skuldir? Ætli Svav-
ari Gestssyni sé það metnaðarmál
að standa að „hljóðlausri lífs-
kjaraskerðingu" sem bitnar harð-
ast á ungu fólki sem vill eignast
húsnæði? Metnaði Hjörleifs Gutt-
ormssonar verður vafalaust reist-
ur óbrotgjarn minnisvarði úr áli.
Ábyrgdin
Þegar Gunnar Thoroddsen varði
myndun stjórnar sinnar á frægum
flokksráðsfundi sjálfstæð-
ismanna, sem haldinn var 10.
febrúar 1980, vék hann að forsæt-
isráðherrastörfum Geirs Hall-
grímssonar með þessum orðum:
„Nú þekkjum við öll þá sorgar-
sögu, að á þessu stjórnartímabili
1974—1978 mistókst með öllu að
ráða við verðbólguna. Það er líka
vitað, að forystan í efnahagsað-
gerðum og baráttu gegn verðbólgu
hvílir fyrst og fremst á herðum
forsætisráðherra í hverri ríkis-
stjórn. Hann verður að hafa for-
ystu, hann verður að hafa for-
göngu, hann verður að hafa hug-
myndaflug og áræði til þess að
takast á við þessi mál. Vitanlega
berum við allir, sem sátum í þeirri
ríkisstjórn, ábyrgð á því, hvernig
gekk. En um leið og ég skorast
ekki undan neinni ábyrgð frá
þeirri stjórnartíð, þar sem ég átti
sæti, þá þýðir ekki að vera að
draga fjöður yfir þá staðreynd og
þann sannleika, að forsætisráð-
herrann er kannski fyrst og
fremst efnahagsmálaráðherra,
sem verður að hafa forystuna.“
Sjálfs-
traustið
Á það var rækilega bent á sín-
um tíma, að ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsen naut óskoraðs trausts
Dagblaðsins og var blaðið eindreg-
ið málgagn stjórnarinnar, þegar
hún ýtti úr vör. Eins og við var að
búast dró smám saman úr þessum
stuðningi og eftir að Dagblaðið og
Vísir runnu saman í eitt, töldu
stjórnarsinnar, að þeir hefðu
misst spón úr aski sínum. Þess
verður ekki vart, að hörmungar
ríkisstjórnarinnar hafi dregið úr
sjálfstrausti þeirra, sem studdu
hana með ráðum og dáð á síðum
Dagblaðsins á sínum tíma. Þeir
fjalla um stjórnmál með þeim
hætti, að þeir skuli alltaf vera
sjálfir ofan á, en samhliða ýta þeir
undir allt það, sem stuðlar að upp-
lausn og óróa. í sjálfu sér er ekk-
ert við það að athuga, þótt menn
skrifi um stjórnmál með það eitt
fyrir augum að hvetja stjórnmála-
menn til að falla fyrir freistingum
sínum. En sagan sýnir, að slík
skrif eiga lítið skylt við umhyggju
fyrir þjóðarhag.
Til marks um stjórnmálaskrif
af því tagi sem hér um ræðir, má
nefna eftirfarandi klausu úr
Dagblaðinu-Vísi, en þar sagði í
forystugrein 9. desember sl.:
„Hjörleifur Guttormsson iðnaðar-
ráðherra hefur misst tökin á við-
ræðum við forstjóra Svissneska
álfélagsins og fjármál íslenska ál-
félagsins (!) Fulltrúi Framsóknar-
flokksins, Guðmundur G. Þórar-
insson, hefur sagt sig úr ál-
viðræðunefnd. Hjörleifur gat látið
sér andóf í léttu rúmi liggja, með-
an það birtist á síðum Morg-
unblaðsins og í stefnu þingflokks
sjálfstæðismanna. Það andóf fól í
sér í sumum myndum óbeinan
stuðning við hið erlenda fjölþjóða-
fyrirtæki. Hitt er ekki bara verra,
heldur allt annar handleggur, þeg-
ar fulltrúi stærsta samstarfs-
flokksins í ríkisstjórn lýsir full-
komnu frati á meðferð Hjörleifs á
samningum við Svisslendinga á
öndverðum þessum vetri."
í þessum stutta kafla kemur
fram, að höfundur hans hefur ekki
haft neina skoðun á deilunni við
Svissneska álfélagið, aðra en að
málið væri í góðum höndum hjá
Hjörleifi Guttormssyni, þar til
Guðmundur G. Þórarinsson hljóp
af hinni sökkvandi skútu iðnað-
arráðherra. Það er neð öllu óverj-
andi að rökstyðja slíkt skoðana-
leysi með því að dylgja um varn-
aðarorð Morgunblaðsins og þing-
flokks sjálfstæðismanna og lík-
lega landráð þessara aðila. En eft-
ir að framsóknarmenn hafa yfir-
gefið Hjörleif, þorir ritstjóri
Dagblaðsins-Vísis loks að hafa þá
skoðun, að Hjörleifur sé óhæfur.
Skyldi Guðmundur G. Þórarinsson
hafa þorað, ef Morgunblaðið og
þingflokkur sjálfstæðismanna
hefðu verið á báti með ritstjóra
Dagblaðsins-Vísis?
Stjórnar-
hættirnir
Nú liggur ljóst fyrir, að Hjör-
leifur Gottormsson nýtur ekki
trausts meirihluta þingmanna og
ætti því með réttu að segja af sér
eða fá lausn frá forsætisráðherra.
Iðnaðarráðherra hefur glatað
trausti vegna þess, að hann hefur
haldið þannig á málum gagnvart
Alusuisse, eiganda álversins í
Straumsvík, að það hefur ekki
stuðlað að samkomulagi um lausn
á deilumálum, hækkun raforku-
verðs, breytingu á skattareglum
og stækkun álversins. En hvað
segist ráðherrann ætla að gera nú,
þegar hann nýtur ekki lengur
meirihlutastuðnings á alþingi?
Ætlar hann að breyta um stefnu
til að endurheimta meirihluta-
stuðninginn? Nei, þvert á móti.
Þegar þetta er ritað liggur í
loftinu, að í næstu viku ætli Hjör-
leifur Guttormsson að hefja ein-
hliða aðgerðir gegn Alusuisse. Við
blasir, að Guðmundur G. Þórar-
insson hafi einmitt hlaupið frá
samstarfi við iðnaðarráðherra, af
því að hann taldi að ráðherrann
vildi ekki semja heldur stefndi að
einhliða aðgerðum. Eftir að ráð-
herrann hefur glatað meirihlutan-
um ætlar hann að gera það, sem
hann nýtur síst af öllu stuðnings
til. Eftir fyrsta fund sinn með dr.
Múller frá Alusuisse var Hjörleif-
ur ljómandi af gleði yfir því, að
þeir hefðu getað talað saman á
þýsku, sumir sögðu, að Hjörleifur
hefði talað austur-þýsku. Nú ætlar
Hjörleifur Gottormsson svo sann-
arlega að grípa til austur-þýskra
aðferða í álmálinu — vilji þing-
manna skal að engu hafður.
Þegar Hjörleifur Gottormsson
var við nám í Austur-Þýskalandi
sagði hann þetta meðal annars í
skýrslu um „kosningar" þar í
landi:
„Okkar álit í stuttu máli: Við
álítum, að rétt sé og sjálfsagt að
leyfa ekki umræður né gefa fólki
kost á að velja um neitt nema á
grundvelli sósíalismans, og þá síst
Þjóðverjum. Okkur er það jafn-
framt ljóst að „frjálsar kosningar"
eins og þær tíðkast á Vesturlönd-
um, gefa alranga mynd af vilja
fólksins.
Hins vegar finnst okkur kosn-
ingar hafa lítið gildi, þegar um
ekkert er að velja nema mjög
þröngt afmarkaða stefnu, hún að
vísu sé leið til sósíalisma.
Fyndist okkur heiðarlegar að
farið, ef valdhafar hér lýstu yfir,
að þeir hefðu tekið völdin og létu
engan komast upp með mótmæli,
stefnubreytingar eða annað múð-
ur.“
Ef marka má orð Guðmundar
G. Þórarinssonar var hann ein-
mitt að mótmæla þeim vinnu-
brögðum sem hér er lýst, þegar
hann sagði sig úr álviðræðunefnd í
óþökk Hjörleifs Gottormssonar.