Morgunblaðið - 12.12.1982, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982
Undir
Bókmenntír
Erlendur Jónsson
Vilhjálmur Einarsson:
DÖMUR, DRAUGAR OG DÁNDI-
MENN. 183 bls.
Bókaútg. Örn og Örlygur hf. Revkja-
vík, 1982.
Á forsíðu þessarar bókar standa
þessi orð sem undirtitill: »Sigfús
Kristinsson á Austfjarðarútunni
segir frá einstæðu lífshlaupi
sínu.« Einstæðu? — Ef til vill er
það nú fulldjúpt í árinni tekið. En
merkilegt er það að ýmsu leyti, þó
ekki sé nema akstur Austfjarða-
rútunnar. Það hefur verið þræla-
vinna meðan ekið var lengri leið-
ina: um Hólssand, Kelduhverfi og
Reykjaheiði. Austurleiðin var fá-
farnari en vegurinn milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur og því leng-
ur notast við slóðir og troðninga.
Niður í gil, og upp úr þeim aftur
— þannig var helmingur leiðar-
innar. Hver ferð var i rauninni
leiðangur.
Undirritaður ferðaðist stundum
með þessari frægu rútu. Og bíl-
stjórinn var maður sem í minni
festist — og það vegna fleira en
þess að hann gekk dálítið haltur.
Rútubílstjórar voru þá þekktir
menn hver í sínum fjórðungi. Og
stýri
ég fékk það á tilfinninguna að bíl-
stjórinn, Sigfús, væri þrátt fyrir
hreyfihömlun sína traustari en
bíllinn sem hann ók. Eitt sinn
taldi ég mig meira að segja fá
fyrir því óræka sönnun. Þó leiðin
væri löng var landslagið á leiðinni
víða til að dást að, ekki síst víð-
sýnið, fjallasýnin.
»Akstur féll mér vel,« segir Sig-
fús. »Ég gat greitt götu fólks og
fengið að njóta kynna þess á leið-
inni. Fötlunin háði mér ekki undir
stýri. Ekki spillti það að bílstjóra-
stéttin naut talsvérðrar virð-
ingar.« Sigfús getur þess síðan að
flugmenn hafi síðar erft hylli þá
sem bílstjórar nutu fyrrum.
Rútubílstjóri kynntist fjölda
fólks. Þjóðin ferðaðist öll með
rútu á þessum árum, þingmenn og
þjóðskáld jafnt sem aðrir. Á Ak-
ureyri annaðist Bifreiðastöð Ak-
ureyrar afgreiðslu fyrir Aust-
fjarðarútuna. Eigandi hennar var
Kristján Kristjánsson. Hann var
af sumum kallaður bílakóngur.
Hann var nafntogaður fyrir
margra hluta sakir, mikill vinur
Kjarvals, t.d. og greiddi áreiðan-
lega götu hans á ferðum um landið
því Kjarval var maður útiveru og
ferðalaga. »Oft hef ég furðað mig
á því, að ekki skuli hafa verið gerð
bók um litríkan æviferil Krist-
jáns, bóndasonarins sem varð
bilakóngur,« segir Sigfús. Undir
Sigfús Kristinsson
þessi orð tek ég. Kristján var ekki
aðeins mikill persónuleiki. Braut-
ryðjendastarf hans var líka stór-
merkilegt.
Meðal skálda sem ferðuðust með
Sigfúsi var Guðmundur G. Haga-
lín en hann átti um skeið heima á
Seyðisfirði, ungur rithöfundur og
blaðamaður. »Nokkrum sinnum
var Hagalín meðal farþega minna.
Ávallt fylgdi honum glaðværð og
fjörugar samræður,* segir Sigfús.
Davíð Stefánsson tók sér einnig
far með Austfjarðarútunni en
hann var öðruvísi: »Vart er hægt
að hugsa sér meiri andstæður en
Hagalín og hann ... virtist stafa
frá honum yfirlæti og þótta, en
augljóst að mikið bjó inni fyrir.«
Sigfús er greinagóður sögumað-
Vönduö sófasett
frá Víði fyrir
viðráðanlegt verð!
Við höfum fengið nýja sendingu af
bráðfallegum sófasettum til afgreiðslu
strax.
Mílanó sófasettfrá Víöi
Vilhjálmur Einarasou
ur og eru þessar endurminningar
hans í alla staði virðingarverðar.
Ég hefði kosið að hann segði
meira frá starfi sínu sem rútubíl-
stjóri. Upphaf rútualdar var
merkilegur kafli í þjóðarsögunni.
Nöfn þeirra, sem fyrstir óku á
langleiðunum, munu lengi í minn-
um höfð. En Sigfús rekur hér
miklu fleira, t.d. bernsku- og
æskuminningar. Og loks segir
hann frá nýju verkefni sem hann
tók sér fyrir hendur á efri árum:
hann gerðist iðnrekandi. Sá kafl-
inn varð þó bæði skammur og
endasleppur. Rekstrargrundvöllur
fyrirtækisins brast: »Hækkað ull-
arverð, mikill milliliðakostnaður,
himinháir vextir og óhagstæð
gengisskráning lagðist á eitt.
Verðbólgan bætti ekki úr skák ...«
Þetta er ófögur lýsing, en því
miður svo algeng að hún gæti ver-
ið íslandssagan öll fyrir liðinn
áratug. Úr því að Sigfús — vanur
grýttum og krókóttum Austur-
landsveginum — gat ekki ekið
heilum vagni heim úr þeirri ferð
er vandséð hvernig öðrum ætti að
takast það.
Geisað og hneggj-
að hjá Guðrúnu
Bókmenntír
Jóhanna Kristjónsdóttir
Guðrún frá Lundi:
DALALÍF I
Útg. Almenna bókafélagið 1982.
Guðrún frá Lundi og bækur
hennar skipa sérstæðan sess í ís-
lenzkum bókmenntum síðari ára-
tuga. Hún byrjaði að skrifa og
senda frá sér bækur komin á full-
orðinsár og síðan varð hún ekki
stöðvuð, ég veit satt að segja ekki
hvað þær urðu margar bækur
hennar áður en yfir lauk og allar
voru lesnar upp til agna, en eftir
því sem á leið urðu ýmsir gagn-
rýnendur heldur fálátir gagnvart
bókum hennar, og margir töluðu
og skrifuðu heldur betur óvirðu-
lega um þær. Ætli þar hafi ekki
fyrst verið talað um „kellingabæk-
ur“ og var það í niðrandi merk-
ingu eins og geta má nærri. Guð-
rún frá Lundi var um árabil mest
lesni höfundur hérlendis, sló þar
alveg við mörgum sem aðrir töldu
að bókaþjóðin ætti að sinna meira:
það var snertur af menningar-
sjokki sem hluti þjóðarinnar fékk
á hverju ári, þegar í ljós kom að
enn var Guðrún frá Lundi mest
lesni höfundurinn — á undan
sjálfu Nóbelsskáldinu, að ekki
væri nú talað um minni spámenn.
Dalalíf var fyrsta skáldsagan
sem hún sendi frá sér, mér skilst
þetta verk hafi komið út í einum
fimm bindum á árunum
1946—1947. Nú hefur Almenna
bókafélagið tekið Dalalíf til
endurútgáfu og munu bindin
verða tvö, enda þetta hið fyrra
hvorki meira né minna en lesning
upp á 526 blaðsíður.
Það er út af fyrir sig rannsókn-
arefni að reyna að skilgreina af
hverju Dalalíf hlaut þær undir-
tektir með lesendum sem raunin
varð á og seinna flestar bækur
hennar. Það blandast engum hug-
ur um frásagnargleði höfundarins,
sem er að vísu fullkomlega óbeizl-
uð og myndi stíllinn ekki vera
kallaður agaður nú til dags. Per-
sónurnar eru sóttar í daglega önn
fólks í sveitum oft á fyrstu áratug-
um aldarinnar og þær eru ekki
dregnar í mörgum litum, býsna
Guðrún frá Lundi
margar þeirra eru svartar á litinn
eða svo skjannahvítar að ekki fell-
ur á þær rykkorn, hvað þá annað
svínarí. Atburðarásin er venjulega
afar áþekk frá bók til bókar, ein
fjölskylda er í brennidepli og oft
rakin saga hennar í 2—4 kynslóðir
eða svo, sveitungar fjölskyldunnar
eru oft fyrirferðarmiklir í lýsing-
um og gróusögur og umtal sveita-
fólks, sem keyrir oft og einatt öld-
ungis um þverbak, hefði nú eigin-
lega átt að duga til að vekja með
sveitafólki nokkra gremju í garð
höfundar. Hér er ekki aldeilis
ósnortið og fagurt mannlíf, í raun-
inni keppist hver við að níða skó-
inn niður af öðrum og ekki par
fallegur hugsunarháttur sem birt-
ist hjá sögupersónunum. Aftur á
móti eru góðu persónurnar svo yf-
irgengilega góðar, að það getur
líka orðið þreytandi.
En hvað sem öllum vanköntum
líður, Guðrún frá Lundi blívur og
mun án efa halda sínum sess í
bókmenntum okkar, Dalalíf hefur
staðizt tímans tönn og menn hafa
með árunum farið að sjá bækur
Guðrúnar í öðru ljósi en fyrr. Það
á hún líka fullkomlega skilið. Það
segir út af fyrir sig heilmikið um
bókina að maður skuli lesa þessar
500 síður án þess að verða gripinn
þreytu að neinu ráði eða leiða á
efninu, jafnvel þótt maður skynji
ákveðinn fáránleika og finnist nóg
um hvað fólkið hneggjar, geisar,
rausar, jagast í stað þess að tala.
Hvað fólkið getur líka endalaust
nagað í náungann, hvað augljós
„plott" eru lengi að upplýsast
o.s.frv. o.s.frv.
Það er aðeins vegna þess að í
Guðrúnu frá Lundi hefur búið
brot af snillingi að slíkt heppnast.
Komiðogskoðið
Trésmiðjan Víðir hf.
Síðumúla 23, Sími: 39700
Húsgagnaverslun Guðmundar
Smiðjuvegi 2, Kópavogi
Sfrni 45100
MetsöluHad á hverjum degit