Morgunblaðið - 12.12.1982, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 12.12.1982, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 Krakkar, hér er dálítil gáta, sem þið hafið gam- an af að glíma við, og hún er svona: Hvaða átta stórir klumpar meiða ykkur ekki þótt þeir komi á fljúgandi ferð og lendi á höfðinu á ykkur, brjóstinu eða tánum? Svar: Það eru auðvitað Klumparnir okkar eins og við köllum bækurnar um hann Rasmus Klump og félaga. Það eru sko kjarnaklumpar. Sumir krakkar fá Klumpana alveg á heilann, en það skaðar ekkert því þeir eru svo léttir og saklausir, aðrir bera Klumpana fyrir brjóstinu og þeir ylja börnum og fullorðnum um hjarta- ræturnar, og hvað tærnar snertir þá má full- yrða að Klumparnir myndu aldrei troða ykkur um tær, því þeir eru svo hjálplegir og góðvilj- aðir. Nú eru klumparnir orðnir átta — það rímar á móti að hátta — enda er alveg tilvalið að taka þá með í rúmið og sofna svo út frá þeim og dreyma þá alla nóttina. Þvílíkt ævintýri. Hafið þið heyrt það nýjasta? Ja, hvílíkt og annað eins. Bók sem börn og fullorðnir rífa og rífa og allir verða því kátari því meira sem er rifið. Út um allt land eru fjölskyldur að safnast saman við eldhúsborðin — sumir setjast nú bara á gólfið — og allir eru að hamast við að rífa síðurnar úr aldeilis gullfallegri bók. Finnst ykkur þetta ekki skrítið? Svona á þetta samt að vera. Fólkið er með bókina Það er gaman að fóndra og það skemmtir sér svo dæmalaust vel. Það býr til bíla, brúður, bjöllukeðjur, grímur og alls kon- ar dót. Nei, annars það eru ekki allir að föndra, sumir eru með mömmunum að baka ljúffeng- ar appelsínutertur eftir uppskrift úr bókinni, og enn aðrir eru að sauma búning á hana Skottu litlu, og það er líka eftir fyrirmyndum úr þessari makalausu bók. Það sannast með þessari sérkennilegu bók að Það er gaman að fóndra fyrir börn og full- orðna. Mjallhvít og dvergarnir sjö. Ævintýrið gamla og góða í skemmtilegum búningi. Dvergarnir hoppa og dansa, drottningin hrærir í galdrapotti sínum, og allt fer á fljúgandi ferð í þessari undarlegu bók, því hún er nefnilega Lyfti- og hreyfímyndabók Ekki má svo gleyma því að hús dverganna sprettur í heilu lagi upp úr bókinni þegar hún er opnuð. Litir og lögun heita tvær hreyfimyndabækur sem er ætlað það hlutverk að kenna börnunum að þekkja litina og lögun hlutanna. . Tveir heiðursmenn, þeir Tumi trúður og Skotti þvottabjörn, taka þátt í náminu sem er nú raunar leikur í leiðinni. GíeDifefljóC medgódum bófcuml ÖRN&ÖRLYGUR Síðumúla 11, simi 84866

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.