Morgunblaðið - 12.12.1982, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982
33
Frá Rósuhúsi
til Vesturheims
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Gunnar Benediktsson: ODDUR
FRÁ RÓSUHÚSI. 162 bls. Sögufé-
lag. Reykjavík, 1982.
Gunnar Benediktsson nam guð-
fræði, vígðist til prests, en hvarf
frá prestskap og helgaði sig öðrum
og veraldlegri hugðarefnum. Má
hafa þær staðreyndir í huga þegar
maður veltir því fyrir sér hví hann
hafi valið sér þetta sögulega við-
fangsefni frá liðinni öld: ævisögu
prests, sem jafnframt átti sér
önnur hugðarefni og sinnti þeim
kannski engu minna en prest-
skapnum.
»Staðreyndir, hugleiðingar og
tilgátur í eyður,« stendur á titil-
blaði. Ein tilgáta Gunnars beinist
að því, svo dæmi sé tekið, hvað því
hafi valdið að athafnamaðurinn,
sr. Oddur Gíslason, valdi sér
Prestaskólann til framhaldnáms
að loknu stúdentsprófi: »Til
grundvallar því vali þurfti ekki að
liggja annað en það eitt, að
Prestaskólinn var þá eini skólinn
hér á landi, sem gaf rétt til hinna
hærri embætta landsins.« Gunnar
Benediktsson telur ekki loku fyrir
það skotið að trúarleg köllun hafi
samt kunnað að ráða vali sr. Odds,
en hann hafi jafnframt »um þær
mundir eða síðar tekið að efast um
köllun sína á því sviði og talið, að
nýtara starf og enn skapfelldara
gæti hann leyst af hendi á öðrum
vettvangi.«
Séra Oddur varð frægur fyrir
tvennt: Að nema brúðarefni sitt
brott úr föðurgarði í óleyfi föður
stúlkunnar. Og að gerast braut-
ryðjandi í slysavarnamálum á ís-
landi. Aldurhniginn hvarf hann til
Vesturheims eins og margir á
þeim tímum, hafði verið lofað
gulli og grænum skógum eins og
ýmsum öðrum vesturförum, en
hreppti örbirgð í stað allsnægta — ,
ríka heimasætan frá Kirkjuvogi
hafði ekki handbæra peninga fyrir
Sveitadrengur
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
SVEITADRENGUR
Höfundur: Laura Ingalls Wilder
Pýðandi: Óskar Ingimarsson
Myndir: Garth Williams
Offsetprentun: Prisma sf.
Bókband: Félagsbókbandið hf.
Útgefandi: Setberg.
Hugljúf saga um ungan sveita-
dreng á vorakri þroskans. Við
kynnumst hvernig drengurinn
fylgir hinum eldri í erli og önn
daganna, nemur störf sín af því að
horfa á, — reyna sjálfur, og fyrr
en varir er hann ekki aðeins
drengur sem langar, heldur dreng-
ur sem getur. í samskiptum sínum
við hina eldri lærir hann að
standa við verk, en hann lærir líka
spekimál um líf og mann úr gulla-
sjóði kynslóðanna. Honum er
kenndur heiðarleiki, kennd virð-
ing fyrir vinnu, virðing fyrir arði
streðsins, kennt lögmál sáningar
og uppskeru. I sögulok, þar sem
snáðinn stendur með Blesa sinn,
efast enginn um, að þar fer mikið
mannsefni sem Almanzo James
Wilder er. Sviðið er amerísk sveit,
áður en vélvæðingin hóf innreið
sína, — tíminn er maðurinn áleit
hagsæld sína háða því, hvernig
honum tækist taktstig við gró-
mögn lífsins, — hafði ekki enn lát-
ið sér detta í hug, að hann væri
herra sköpunarinnar og gæti með
véldruslum kúgað hana til hlýðni.
Laura lýsir vel gamalli tíð, og með
aðstoð teiknarans tekst henni að
gera ljóst margt af því sem afi og
amma þurftu að hafa við hönd til
þess að lifa. Höfundur kann
mætavel til verka, leikur á
óánægjustrenginn í brjósti
streituþræls borgarinnar með
boga gerðum úr þrám hans: meiri
heiðarleika, meiri samheldni fjöl-
skyldunnar, nánara sambandi við
náttúruna sjálfa, meiri tíma. Stíll
höfundar er í samræmi við þetta,
honum liggur ekkert á, það er sem
kona saumi í stramma litríka
þræði þar til ljósmynd birtist.
Þetta er áferðafallegt, elskulegt,
en ekki tilþrifa mikið.
Þýðing Óskars er mjög góð, eins
og vænta mátti frá hendi svo
þjálfaðs manns.
Myndir af tækjum og dýrum af-
bragðs góðar, mannamyndir
snotrar. Villur ekki teljandi og
frágangur til fyrirmyndar.
Hafi Setberg þökk fyrir hug-
ljúfa bók.
„Úlla horfir
á heiminn“ í
nýrri útgáfu
ÚT ER komin hjá Iðunni barna-
sagan Úlla horfir á heiminn eftir
Kára Tryggvason. Saga þessi kom
fyrst út 1973 og hlaut árið eftir
barnabókaverðlaun fræðsluráðs
Reykjavíkurborgar. Hefur hún
verið ófáanleg um langt skeið.
— Sigrid Valtingojer teiknaði
myndir og kápu. Bókin er 48 blað-
síður. Prisma prentaði.
ff
aidíiiMi
| Askriftarsíminn er 83033
Gunnar Benediktsson rithöfundur.
útför síns ástkæra maka þegar
hann burtkallaðist frá þessum
heimi.
Mér þótti heiti bókarinnar kyn-
legt þegar ég heyrði það fyrst:
Oddur frá Rósuhúsi. En það lýsir
að nokkru afstöðu höfundar til
efnisins. Æskuheimili sr. Odds
var kennt við móður hans, kven-
skörung í Reykjavík, Rósuhús, og
gatan eftir því: Rósustígur. Þetta
eru alþýðlegar nafngiftir, en
fremur óprestlegar að ekki sé
meira sagt. Brottnám brúðarinnar
var ekki heldur prestleg aðför en
henni gerir Gunnar Benediktsson
einnig góð skil. Þá leggur höfund-
ur einnig mikla áherslu á störf
þau, sem Oddur sinnti, veraldlegs
eðlis. Hugur sr. Odds beindist ein-
att að sjónum. Hann var sjálfur
sjómaður af lífi og sál. Það voru
engir hugarórar sem komu honum
til að hefja máls á slysavörnum,
heldur reynsla, blákaldur veru-
leiki sjómanns og útvegsmanns
sem vildi bæði bjarga mannslífum
og þar með auka öryggi útgerðar-
innar sem atvinnuvegar.
Flutningur sr. Odds til Vestur-
heims þykir mér vera hálfgerð
raunasaga. Það er ekki nema hálf-
ur sannleikur þegar sagt er að ís-
lendingar hafi flust til Vestur-
heims vegna landþrengsla og ills
árferðis hér heima. ekkert slíkt
knúði sr. Odd til að taka sig héðan
upp með stóra fjölskyldu og fara
vestur í óvissuna. Þvert á móti má
ætla að honum hefði haldið áfram
að vegna vel hér heima og er ekki
ósennilegt að hann hefði þá látið
fleira gott af sér leiða.
Þessi bók er ekki hið fyrsta sem
ritað er um sr. Odd. T.d. hefur áð-
ur verið ritað um brautryðjenda-
starf hans að slysavörnum á sjó.
En höfundur þessarar bókar skoð-
ar lífsstarf hans að ýmsu leyti út
frá nýjum sjónarhornum og hefur
þá að leiðarljósi eigin reynslu,
bæði frá preststarfi og síðan öðr-
um málefnum sem tóku hug hans
allan meirihluta ævinnar. Þess
vegna lætur hann ekki nægja
staðreyndir, því er svo mikið sem
raun ber vitni í þessari bók um
»hugleiðingar og tilgátur í eyður.«
Fylgja því með köflum nokkuð
miklar umbúðir og vangaveltur.
Og að mínum dómi er textinn
sums staðar einum of langdreg-
inn. Annars kemst hann vel frá
þessu verkefni, gamli maðurinn,
en þetta mun hafa verið hans síð-
asta verk.
Okkar
skreytingar
eru
öðruvísi
• *
ír.
\ , •
—V «
V ’ \
rJV'
9 •
. » *
Um þessa helgi kynnum við
kertaskreytingar sem verða á
boðstólum hjá okkur fram til jóla.
í tilefni af því gefum við 10% af-
slátt af öllum skreytingum í búð-
inni t.d.
★ kertaskreytingum
★ aðventuskreytingum og
★ þurrkuðum skreytingum
FULL BÚÐ AF NÝJUM SÉRKENNILEGUM GJAFAVÖRUM
Allar skreytingar hannaöar af fagmönnum
unnar af Kristínu Magnúsdóttur, Unni Gunnarsdóttur
Hönnu Dóru Ingadóttur og Hendrik Berndsen.
I>s. 10% afsláttur af öllum pottaplöntum m.a. jólastjörnum
Opið alla daga og um helgar frá kl. 9—21.
Næg bílastæði.
é
•TV'
;V:
diIOMÚWLXriR
Hafnarstræti 3, sími 12717 — 23317.
rfeVÝ VxvV: ‘
'K-
•'h
*
ífC‘