Morgunblaðið - 12.12.1982, Side 34

Morgunblaðið - 12.12.1982, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 Eins og gengur — ný plata með söngvísum eftir Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing Hluti flytjenda Eins og (jenjfur ásamt formanni Norræna félagsins við píanóið í Norræna húsinu. Við píanóið situr Elías Davíðsson, við hlið hans er Hjálmar Ólafsson og heldur á plötunni, þá Arnaldur Arnarson, Gísli Helgason, Árni Björnsson Og Gunnar Guttormsson. Morgunblaíií/Kristján Einarsson. Eins og gengur heitir hljómplata sem nýlega kom út með söngvísum eftir Sigurð Þórarinsson jarðfræð- ing. I>að er Norræna félagið sem gef- ur plötuna út Sigurði sjötugum til heiðurs „og söngglöðum almenningi til ánægju", eins og Hjálmar Ólafs- son, formaður Norræna félagsins, orðaði það. Á plötuumslagi segir svo: „Það er hverju félagi mikið hnoss að hafa Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing í sínum hópi, ráðholl- an, hressan, söngvinn og fyndinn. Fyrir rúmum hálfum fimmta ára- tug er hans fyrst getið í gerðabók- um Norræna félagsins, er hann samkvæmt ósk skrifaði grein í árbók norrænu félaganna, Nor- disk kalender, um Island sem ferðamannaland. Síðan hefur hann verið félaginu hollur þegn og drjúgur. Hann hefur setið í stjórn Reykjavíkurdeildar Norræna fé- lagsins um áratugaskeið. Sigurður hefur einnig unnið félaginu vel með setu í stjórn Norræna hússins sem fulltrúi þess frá upphafi, eða í hálfan annan áratug. Það var því ekki að ástæðulausu að Norræna t Þannig lítur framhlið plötuumslags- ins út. Björn Br. Björnsson hannaði umslagið. félagið sæmdi hann heiðursmerki sínu úr gulli á sjötugsafmæli hans 8. janúar 1982.“ „Eins og alþjóð veit,“ sagði Hjálmar Ólafsson á blaðamanna- fundi sem efnt var til í tilefni plöt- unnar, „hefur Sigurður í tæpa hálfa öld ort og þýtt snotrar vísur við falleg erlend lög. Allir kannast t.d. við „Að lífið sé skjálfandi lítið gras“ frá 1938, en það var fyrsti landfleygi texti Sigurðar. Þess vegna var það að Norræna félagið efndi til dagskrár í Norræna hús- inu þann 7. febrúar sl. með þýdd- um og frumsömdum söngtextum eftir Sigurð. Voru þá ekki síður valdir textar sem ekki höfðu áður komist á allra varir. Aðsóknin varð svo mikil, að endurtaka þurfti dagskrána samdægurs. Það varð síðan að ráði, að nokkurn veginn sami hópur og að þessari dagskrá stóð, syngi megnið af sömu löj^im inn á hljómplötu. Þetta hefur nú orðið að veruleika." Flytjendur á Eins og gengur eru þessir: Arnaldur Arnarson, Árni Björnsson, Elías Davíðsson, Erna Ingvarsdóttir, Gerður Gunnars- dóttir, Gísli Helgason, Gunnar Guttormsson, Hávarður Tryggva- son, Kolbeinn Bjarnason, Margrét Gunnarsdóttir, Ólöf Sesselja Óskarsdóttirr, Sigrún Jóhannes- dóttir og Sigurður Rúnar Jónsson. Með plötunni fylgir textablað prýtt myndum af flytjendum. Norður ísvalann '™BMi 1 ■ M'n Siguröur Pálsson ræöir viö fimm aðflutta íslendinga. Þeir eru: Baltasar B. Samper listmálari Ester Gunnarsson hjúkrunarfræöingur og húsmóöir Carl Billich píanóleikari Rut Magnúsdóttir organisti og húsmóöir Einar Farestveit forstjóri Höfundur segir m.a. í formála: „Þau opnuöu mér dyr, rifjuðu upp fyrir mig bernsku og æsku, áhrifavalda í lífi sínu, aödragandann aö komu sinni til íslands, ástæður fyrir því að þau settust hér aö fyrir fullt og allt og kynni sín af landi og lýö. Aá KAUPÞING HF. ^ Verdbréfasala Gefið varanlega jólagjöf Léttið byröar uppvaxandi kynslóöar í framtíöinni og gefiö spariskírteini ríkissjóðs í jólagjöf. Þau skila meiri ávöxtun en nokkurt annaö sparnaðar- form. Starfsfólk Kaupþings h.f. veitir ókeypis ráögjöf á þessu sviði. KAUPÞING HF. Húil vcrzluiwrinnar, 3. hai, aimi 86988. Faatatgu- og tarMrMauta. Mgimitalun •tatanuMtantabta. Ittayxsta. MAMtag- f.uftl-■-*--■ M ■-,.1A„|XÍ næur-, rMalrlr- Og IvlVUvBOgJvl. 3ALl Freyjugötu 27, s. 18188 _ FORVITNILEG BÓK UM FORVITNILEGT FÓLK SOPHIA klassísk íegurdnýtt ilmvatn frá DAl.FELI. HF.II JJVESUJN I.AIKiAVECl 116 SÍMI 23099

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.