Morgunblaðið - 12.12.1982, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982
Danske arkitekters landsforbund
gefur út tímarit er Arkitekten
nefnist. Birtist í 17. hefti þess
tímarits árið 1981 grund-
vallarrannsókn á geómetrískri
þekkingu Dana á víkingaöld. Er
það arkitektinn H. Gam Kristen-
sen sem framkvæmt hefur rann-
sókn þessa. Gerir Kristensen út-
tekt á leifum frægra „víkinga-
borga" sem fornleifafræðingar
hafa grafið upp að Fyrkat og
Trelleborg. Er skemmst frá því að
segja, að Kristensen kemst að
þeirri niðurstöðu, að Danir á vík-
ingaöld hafi haft til að bera mikla
þekkingu á byggingarlist og geó-
metrískum formum. Styðja niður-
stöður Kristensen þannig eindreg-
ið niðurstöður fornleifafræðings-
ins Axel E. Christensen, er einna
fyrstur kvað upp úr með þetta árið
1968 (sjá t.d. Medieval Scandin-
avia, Odense University Press, I,
1968, s. 28-36).
Fornleifafræðingurinn hafði
tekið mjög fast til orða um þessi
mál allt frá upphafi. Var hann
raunar ekki „fyrstur" til að láta í
ljós slíkt álit, allmargir fornleifa-
fræðingar höfðu þá þegar þurrkað
af sér svitann og lýst því yfir, að
hvernig sem á því stæði, hefðu
þeir grafið upp mannvirki sem
sýndu geómetríska þekkingu. En
Christensen tók af öll tvímæli,
kvað hinar nýfundnu víkingaborg-
ir Dana sýna „furðulega ná-
kvæmni í stærðfræði" (an astound-
ing mathematical precision) og
fleira í þeim dúr, enda væru þær
byggðar á „snjöllu geómetrísku
kerfi" (an ingenious geometrical
system) (M. Sc. s. 33). Með grein
arkitektsins 1981 má telja alvar-
legum deilum um þetta mál lokið:
Danir víkingaaldar byggðu á frá-
Geómetría Dana á
víkingaöld
■■bTrTTTTTTTTTnrrrnrifTTf ^tttttt
Eftir Einar Pálsson
bærri verkhyggni og geómetrískri
tækni í mælingum.
Furðuleg þekking
Auk Trelleborg og Fyrkat hafa
Danir grafið upp og rannsakað
tvær aðrar „víkingaborgir" svip-
aðs eðlis, Aggersborg og Nonne-
bakken. Koma þær borgir lítt við
sögu í grein arkitektsins, en sýna
þó báðar sömu snilldina í mæling-
um. Mun ekki auðvelt að skýra
fyrir mönnum, hversu mjög á
óvart slík þekking kom fornleifa-
fræðingum árið 1936, þá er Trelle-
borg var upp grafin; hvað eftir
annað lesum við í lýsingum af
þessu, að fræðimenn hafi staðið
„orðlausir af undrun". Er það
frægt, að nokkrir helztu fornleifa-
fræðingarnir töldu Trelleborg
„óskiljanlega". Undrunin byggðist
að sjálfsögðu á viðteknum skoðun-
um: fyrir um hálfri öld trúðu Dan-
ir því um forfeður sína á víkinga-
öld, sem lengst hefur eimt eftir af
hérlendis: að þar hefðu farið þekk-
ingarlausir ruddar, er ekkert
kunnu að heitið gæti í mælingum
og geómetríu.
Nú er alger bylting á orðin.
Sjálft orðalag hins danska forn-
leifafræðings er því meira en lítið
umhugsunarefni fyrir íslendinga:
„But of what significance are
these nowfound strongholds to our
conception of the Viking Age? In
this context special emphasis
should be given not only to their
vast ditnensions but rather to
their perfect geometrical form and
mathematical precision, for these
imply — to quote Architect
Schulz, the excavator of Aggers-
borg — that „firmly established
military regulations" must have
been followed consistently irre-
spective of natural terrain" (M. Sc.
s. 33).
Við þetta bætir Christensen, að
slíkum árangri í mælingum verði
ekki náð nema með frábærri ögun
og nákvæmri tilsögn sérfræðinga
(absolutely expert guidance). En
báðum kemur þessum fornleifa-
fræðingum saman um það, að eftir
fund hinna geómetrísku borga í
Danmörku hljótum við að gera ráð
fyrir sams konar þekkingu í öllum
förum víkinga. Er þetta sjónarmið
ítrekað hvað eftir annað. Ef það er
rétt, merkir það, að íslendingar
hljóta að vænta svipaðrar þekk-
ingar þeirra er hér tóku land á
víkingaöld.
Byltingin nær ekki einasta til
Danmerkur.
Mæling landa
Tökum eftir meginatriðinu: það
er ekki aðeins stærð þess land-
svæðis sem lagt er undir geómetr-
íska mælingu, sem vekur undrun,
heldur hin fullkomnu form og hin
stærðfræðilega nákvæmni. Það
var einmitt þetta tvennt, sem
frumrannsóknir ritsafnsins RÍM
bentu til í mörkun Alþingis. Er
síðasta setning Cristensens þó
e.t.v. athyglisverðust eins og á
stendur: norrænir menn á vík-
ingaöld hljóta að hafa haldið fast
við hin geómetrísku form, sem
dregin voru í landið, alveg burtséð
frá ójöfnum í landslagi. Mælingu
var haldið til streitu, hverjar sem
mishæðirnar voru. Þetta var líka
niðurstaða RÍM. En nú kemur,
sem sagt, í ljós, að það eru ekki
einasta fornleifafræðingar sem
styðja þá ályktun, að land hafi
verið markað á víkingaöld sam-
kvæmt þekkingu á stærðfræði og
landmælingum, heldur og arki-
tektar. Báðir hóparnir styðja
þannig niðurstöður ritsafnsins
Rætur íslenzkrar menningar.
Byltingin hefur verið flutt til ís-
lands.
Fyrri afstaða
Eins og þeir vita, sem lesið hafa
ritsafnið RIM, komu í ljós við at-
huganir ýmsir þekkingarmolar
hérlendis, sem ekki urðu með
nokkru móti öðruvísi skýrðir en
þannig, að landnámsmenn íslands
hefðu haft til að bera verulega
kunnáttu í tölvísi og landmæling-
um. Einkum átti þetta við um
mörkun Alþingis, og hins upphaf-
lega landnáms, enda þótt það virt-
ist stangast á við orð Ara. En eins
og fornleifafræðingarnir, neyddist
sá sem þetta ritar til að beygja sig
undir það sem ráðið varð af efni-
viðnum, annað hefði verið að flýja
af hólmi. Þarf vart að skýra les-
endum frá því, hversu ótrúlegar
þær tilgátur þóttu í upphafi.
Vegna hugmyndafræðilegra
tengsla hinna íslenzku þátta við
danskt konungdæmi, var svo unnt
að setja fram tilgátur um stað-
setningu hins danska konungsset-
urs að Jalangri á Jótlandi (Bak-
svið Njálu 1969 t 64). Samkvæmt
tilgátunni var konungssetrið
miðja Hjóls sem var 432.000 fet í
þvermál. Engin formleg gagnrýni
á þessa tilgátu hefur komið fram,
svo að ekki verður vitnað í and-
mæli. En þegar fyrirlestur um
efnið var fluttur að Moesgaarden,
fornleifasetri háskólans í Árósum
23. nóv. 1968, var auðséð, að forn-
leifafræðingunum leizt ekkert á
blikuna. Virðast flestir sem þar
voru staddir hafa verið undir
áhrifum eldri kenninga um full-
komna vankunnáttu víkinga í
mælingum. Vafalaust hefur það
komið þeim í opna skjöldu, að
hinn íslenzki útreikningur skyldi
byggður á hugmyndafræðilegum
leifum úr íslenzkum miðaldabók-
um; ef ég skildi þá rétt voru slík
gögn vart marktæk miðað við
Gulldjásnið frá Mornelund.