Morgunblaðið - 12.12.1982, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 12.12.1982, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 39 gögn „vísindalegrar fornleifa- fræði". Heyrðist mér þetta raunar einnig eiga við um sagnfræði, þótt steininn tæki úr, þegar farið væri að rannsaka merkingu goðsagna og allegóríu. Eina efnislega við- báru má þó segja, að fornleifa- fræðingarnir hafi komð með, sem sé þá, að fyrst konungssetur hefði aldrei fundizt í fornleifum, þannig að skilja mætti, að það væri miðja Hjóls, yrði ekkert um efnið sagt. Og þar sem Norðurlandabúar hefðu ekkert kunnað í stærðfræði og geómetríu á 10. öld gæti annað í tilgátunum ekki staðizt heldur. Hjólið sænska Nú vita íslendingar, að megin- viðbára danskra fornleifafræð- inga er fallin. Eins og sýnt var í Lesbók Mbl. 24. okt. 1981 birti hinn sænski þjóðminjavörður dr. Marianne Ráberg árið 1978 þá niðurstöðu sína, að hin upphaflega Stokkhólmsborg hefði beinlínis verið mörkuð sem Hjól með Kon- ungssetrið sem miðju. Er mynd sú sem dr. Ráberg birtir af þessu nánast bein hliðstæða tilgátunnar um sama efni í Baksviði Njálu 1969. Ef kenning dr. Ráberg verð- ur viðurkennd — og örðugt er að sjá að framhjá því verði komizt — hefur sú tilgáta um staðsetningu konungssetra, sem Dönum þótti svo ótrúleg árið 1968, verið stað- fest. En staðsetning hinna dönsku og sænsku konungssetra var út- reiknuð eftir áætluðu landnáms- kerfi Ketils hængs á Rangárvöll- um og mörkun Alþingis. Gjörbreytt viðhorf Eitt það athyglisverðasta sem lesið verður af greinum danskra vísindamanna nú er, að niðurstöð- ur RÍM um þekkingu norrænna manna í landmælingum og geó- metríu er beinlínis það sem lýst er eftir. Svo gjörsamlega hafa veður skipazt í lofti, að það sem áður þótti fjarstætt er nú talið það sem hlýtur að finnast. Svo komst Christensen að orði þegar árið 1968: „It is inconceivable that this perfect type could have sprung like Athena fully armed from the forehead of Zeus; but it has to this day been impossible to prove conclusively the existence of any precursors or parallells to it“ (M. Sc. s. 34). í eyrum íslendinga, sem einatt heyra innantóman þvætting um þessi mál, byggðan á vanþekkingu, hlýtur staðan nú að vera með ein- dæmum forvitnileg. Ekki er að- eins að Svíar staðfesti megintil- gátuna 1978 — og Norðmenn hlið- stæður hennar 1980 — heldur rek- ur sjálf Danmörk reginnaglann með ótvíræðu orðalagi. í rauninni má umskrifa orð fornleifafræð- ingsins svo: „Það getur ekki verið, að ritleifar hafi fram til þessa ver- ið rétt metnar. Þær stangast gjörsamlega á við niðurstöður fornleifafræðinnar.“ Niðurstöður RÍM koma hins vegar heim við þær niðurstöður. Nýjar samsvaranir En getur þar að líta hliðstæður við víkingaborgirnar dönsku? Þótt einhverjum þyki ótrúlegt, bendir flest til að sú sé raunin. Það sem Else Christie Kielland birtir árið 1980 um þekkingu nor- rænna manna á 19. öld svarar hátt og snjallt fyrir Noregs hönd því kalli sem frá dönskum fornleifa- fræðingum berst. En helztu þekk- ingaratriðin sem hún finnur, Gull- insniðið, þvívíddin, hlutfall um- máls og þvermáls 'hrings o.s.frv. eru þau sömu og hér voru ráðin af ritleifunum. Danir hafa þannig einnig fengið afdráttarlaust svar frá Islandi. Má raunar snúa því dæmi við: jafnvel þótt engin vík- ingaborganna væri enn upp graf- in, hefði íslendingur kunnugur efni RÍM getað spáð fundi þeirra. Það fá menn séð af því kerfi kon- ungsseturs (og þar með Alþingis) sem þegar var sagt fyrir 1968 — og staðfest var af Svíum áratug síðar. Sú spá var flóknari en þessi. SJÁ NÆSTU SÍÐU GHuggagrindor úr furu, meö færanlegum rimlum. HURÐIR HF Skeifan 13-ÍOX Reykjavik-Simi 816 55 í REYKJAVÍK ■ IÐNSKÓLINN Kennsla hefst eftir áramót i grunndeild málmiðna og meistaraskóla (húsasmiðir, múrar og pipulagningarmenn). Innritun framlengist til 17. des. n.k. IÐNSKOLINN í REYKJAVÍK Þurfum aö stækka viö okkur því er húsnæöi Radióstofunnar að Þórsgötu 14 TIL SÖLU Eignin er 150 fermetrar. hentugt húsnæði fyrir margskonar starfsemi t.d. eru á því þrír inngangar frá tveimur götum. Leitið nánari upplýsinga. Radíóstofan hf. Símar 11314 — 14131 á skrifstofutíma S s Hér er sjálfur MacLean. Meistari háspennunnar I hverri bugðu leynist hætta Dauðafljótið fellur um frumskóga leiöarlokum. Alistair MacLean er enn Suöur-Ameríku. í hverri bugöu pess leyn- fullu fjöri, og vel þaö í þessari nýju bók, ist háski. Hér eru leiöangursmenn meö sárar minningar aö baki og vilja koma fram grimmilegum hefndum. Enginn veit hvert straumur fljótsins ber — eða hver þaö veröur sem mœtir örlögum sínum aö hinni tuttugustu og fimmtu á íslensku. Hann bregst ekki aödáendum sínum frekar en fyrri daginn. Bræðraborgarsfig 16 Simi 12923-19156

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.