Morgunblaðið - 12.12.1982, Page 42
.
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982
ÞÆR ERU SPENNANDI í ÁR,
SKEMMTISÖCURNAR FRA SKUGGSJÁ!
Barbara Cartland
Ástin blómstrar á öllum
aldursskeiðum
Eftir lát konu sinnar segir Malcolm Worthing-
ton skilið við starf sitt í utanríkisþjónustunni og
fer til Miðjarðarhafsins í þeim tilgangi að gleyma
fortiðinni og hefja nýtt líf. Þar verða tvær konur
á vegi hans og þær eru ólíkar eins og dagurinn
og nóttin. Elísabet er fínleg, lífsglöð og óeigin-
gjörn og kennir honum að elska á ný. Marcia er
há og grönn, fögur og fönguleg, en Malcolm
metur hana einskis. En þegar Marcia er að því
komin að hverfa að fullu úr lífi hans, ske óvæntir
atburðir, sem Malcolm hafði ekki séð fyrir...
3L,
KNHKAK \ -
vRartland
Ástin blómstrar á
öllum aldursskeiöum
Theresa Charles
Við systurnar
Althea er fögur, alvörugefin og mjög gáfuð og
stjórnar yngri systur sinni, fuli afbrýðisemi og
öfundar. Rósamunda er lífsglöð og skemmtileg,
aðlaðandi og kærulaus, en full af mannlegri
hlýju. Adrían er aðstoðarprestur föður þeirra og
þær eru báðar ástfangnar af honum. Hann kvæn-
ist Altheu. Cecil er frændi Adríans, glæsilegur
og sjálfsöruggur. Hann kvænist Rósamundu.
Þessar systur voru mjög ólíkar, en áttu þó svo
margt sameiginlegt í fari sínu, að mennirnir, sem
urðu á vegi þeirra hrifust af þeim báðum.
Sigge Stark
Skógarvördurinn
Anna frá Hlíð var sautján ára og mjög þögul
og fáskiptin. Hún tjáði engum hug sinn, heldur
hélt sig út af fyrir sig, rölti ein um skóginn með
hundinum sínum, sem í raun var hennar eini
féiagi. En einn indælan sumardag, þegar sólin
hellti geislum sínum yfir skóginn, fjöllin og mýr-
arnar, hitti hún skógarvörðinn nýja. Þessi sumar-
dagur festist henní í minni sem einn mesti
hamingjudagurinn í lífi hennar, enda þótt hann
bæri í senn með sér sorg, biturleika og tár...
SIGGE STARK
SKÓGAR-
VÖRÐURINN
ELSE-MARIE NOHR
I1VCRCR CG?
Else-Marie Nohr
Hver er ég?
Eva Birk er að undirbúa brúðkaup sitt og
Henriks Borg, þegar hún fær þær óvæntu upp-
lýsingar, að af vígslunni geti ekki orðið, þar sem
hún sé þegar gift öðrum manni. Eva verður að
sjálfsögðu skelfingu lostin. Hún hafði orðið fyrir
bifreiðarslysi og þjáðst af minnisleysi um tíma,
en þegar hún tekur að kanna málið, kemst hún
að því að hún er þegar gift, og það manni sem
henni er ákaflega ógeðfelldur, — og að með
þessum manni á hún þriggja ára gamla dóttur...
Erik Nerlöe
Hvítklædda brúðurin
Karlotta var á leið til kirkjunnar þar sem Jesper
og veizlugestirnir biðu hennar. Hún var klædd í
brúðarkjólinn hvíta, með fagran brúðarvönd í
fanginu og fyrir brúðarvagninn voru spenntir
tveir fagrir gæðingar. En hún komst aldrei alla
leið til kirkjunnar, — og enginn vissi um mennina
tvo, sem í brúðarvagninum sátu og óku á brott
með Karlottu, tvo illskeytta menn, sem til alls
voru vísir. Og þar með fékk Benedikta Liljen-
krona möguleika til að vinna ástir Jespers á ný...
,Erik Ncrloe
HVITKLÆDDA
BRÚÐURIN
&
.< i l
Francis Durbridge
Med kveðju frá Gregory
Fáir útvarpsþættir hafa vakið jafnmikla
spennu meðal íslenzkra útvarpshlustenda sem
Gregory-þættirnir sællar minningar. Með kveðju
frá Gregory er sagan sem þessir æsilegu þættir
voru byggðir á, — og sagan er ekki síður
spennandi. Hver var hann þessi leyndardómsfulli
glæpamaður, sem skildi eftir orðsendinguna
„Með kveðju frá Gregory," ritaða með rauðu
bleki, sem minnti óhugnanlega á blóð, og festi
á fórnarlömb sín? — Það kostar vökunótt að
byrja lestur þessarar bókar.
Bergljót Snorradóttir
Schweitzer - Minning
Með fáum orðum vil ég minnast
mágkonu minnar, Bergljótar Sn.
Schweitzer, er lézt mjög skyndi-
lega 22. október sL, í Los Gatos,
Kaliforníu. Andlátsfregn hennar
kom sém reiðarslag yfir okkur hér
heima, því hún virtist alltaf svo
hress og sterk. Að vísu hafði hún
kennt sér lasleika undanfarið, en
ekki grunaði okkur, að veikindi
hennar væru svona alvarleg, en
sennilega kemur dauðinn okkur
alltaf jafn mikið á óvart, enda þótt
hann sé vissulega eina örugga
staðreyndin í lífi okkar.
Bergljót var fædd á Eskifirði 28.
september 1925. Hún var næst-
yngsta barh þeirra hjóna Stefaníu
G. Stefánsdóttur og Snorra Jóns-
sonar kaupmanns þar. Af þeim
systkinum lifa Hrafnhildur búsett
í Los Angeles, Haukur og Jónína
búsett í Reykjavík og Snorri, sem
býr á Selfossi. Látin eru Margrét
1977 og Stefán 1947.
Þann 19. maí 1945 giftist Berg-
ljót eftirlifandi manni sínum,
Theodore P. Scweitzer, er þá
gegndi starfi höfuðsmanns í her
Bandaríkjanna hér á landi. Theo-
dore hafði nýlokið kandidatsprófi
í ensku og sögu frá Ohio State
University, er hann var kvaddur í
herinn. Snemma árs 1946 fluttu
þau hjón til Bandaríkjanna og var
heimili þeirra fyrst í Columbus
Ohio, en eftir nokkurra ára búsetu
þar fluttu þau til Kaliforníu.
Fyrst bjuggu þau í San Matheo, en
sl. 22 ár í Los Gatos, þar sem
Bergljót andaðist 22. október sl.
Þau hjónin eignuðust tvo syni,
Stefán, arkitekt, sem búsettur er á
Hawaii, og Gunnar Richard, sem
býr í Los Gatos.
Heimili þeirra hjóna í Los Gat-
os, sem er í útjaðri borgarinnar,
stendur í fjallshlíð og gnæfir yfir
dal þann, sem af þarlendum er
kallaður „Silicon Valley" vegna
hinnar miklu tölvufyrirtækja, sem
þar eru starfrækt. Þarna uppi á
fjallinu leið Bergljótu vel. Þaðan
er fagurt útsýni og fjallasýn. Þar
átti hún sína „Esju“, sem minnti
hana á gamla landið, sem átti svo
sterk ítök í henni. Þrátt fyrir ára-
tuga dvöl á erlendri grund, var
hún alltaf fyrst og fremst íslend-
ingur og að koma til íslands var
alltaf að koma heim.
Gestrisnin á heimili þeirra
hjóna var mikil og hafa ófáir ís-
lendingar notið gestrisni þeirra
um lengri og skemmri tíma og
verið teknir sem fjölskyldumeð-
limir, enda nutu þau Bergljót og
Theodore þess að fá landann í
heimsókn og var þá safnað saman
íslendingum, sem búa þarna í ná-
grenninu og var þá jafnan glatt á
hjalla. En allmargir íslendingar
búa á þessum slóðum og er þar
starfandi Islendingafélag, sem
leitast við að viðhalda íslenzkum
siðum, m.a. halda þeir árlega
þorrablót, jólaskemmtanir fyrir
börn og svo er auðvitað 17. júní
alltaf haldinn hátíðlegur. Þau
hjónin tóku mjög virkan þátt í
þessu félagslífi, t.d. sneri Theo-
dore texta íslenzku jólasöngvanna
á enska tungu og spilaði undir
sönginn á jólaskemmtun barn-
anna. Þátttaka þeirra hjóna í ís-
lendingafélaginu var Bergljótu
mikils virði og sagði hún mér, að
þetta fólk væri sín fjölskylda í
Bandaríkjunum — til þeirra var
alltaf hægt að leita bæði í gleði og
sorg — og ávallt voru þessir land-
ar tilbúnir að rétta hönd og ef
eitthvað var um að vera hjálpuð-
ust allir að — allir lögðu eitthvað
af mörkum, svo að með sanni má
segja, að þeir séu eins og ein stór
fyrirmyndar fjölskylda og hefur
Theodore notið hjálpar þeirra og
hlýju á þessum sorgar- og reynslu-
Afmælis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að aímælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
+
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
EINAR A. JÓNSSON,
aöalféhiröir,
lést í Landspítalanum 10. þ.m.
Herdís Hinriksdóttir,
Anna S. Einarsdóttir,
Þórunn Á. Einarsdóttir.
t
Frænka okkar,
BJÖRG JAKOBSDÓTTIR,
Þórsgötu 3,
ver<Jur jarösungin frá Hallgrímskirkju þriöjudaginn 14. des. kl.
13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á líknarstofnanir.
ir.
Þóra Magnúsdóttir, Inga Erlendsdóttir.
,1